Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 B 3 KNATTSPYRNA / ENGLAND SKOTLAND Guðmundur kinnbeins- brotnaði Leikurekki með St. Mirren næstu 6-8 vikurnar Guðmundur Torfason slas- aðist ilta í leik St Mirren gegn Dundee United. Hann kinnbeinsbrotnaði og verður frá keppni S 6-8 vikur. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik er hann lenti í samstuði við Júgóslavann Krivokatic. Guðmundur komst að hliðarlínunni en missti með- vitundog var fluttur á sjúkra- hús. Hann verður þar í viku en gerir svo ráð fyrir því að koma heim til íslands og fara aftur út um miðjan janúar. Arsenal fékkupp- reisn æru Skellti Liverpool, 3:0, á Highbury ARSEN AL fékk upreisn æru eftir stórtap fyrir Manchester United ívikunni. Liðiðtók meistara Liverpool íkennslu- stund á Highbury og sigraði 3:0. Sigurinn var sannfærandi og minnkar bilið á toppnum en tap Liverpool var hið fyrsta í 23 leikjum. Paul Merson skoraði með skalla á 21. mínútu og Lee Dixon gerði annað markið úr vítaspyrnu, eftir að Andreas Limpar hafði verið felldur. Alan Smith gerði svo þriðja markið tveimur mínútum fyrir leiks- lok. „Ég held að flestir hafi viljað að við sigruð.um til að halda spennu í deildinni,“ sagði George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal. Lee Sharpe hefur gert það gott í vikunni. Hann gerði þrjú mörk fyrir United gegn Arsenal og bætti fjórða markinu við gegn Everton og tryggði United sigur. Hann miss- ir reyndar af næsta leik vegna meiðsla en má þó vel við una. Tony Cottee skoraði fyrir Everton en markið var dæmt af vegna brots á Les Sealey, markverði United. „Markverðir búa í vernduðu um- hverfi. Dómurinn var útí bláinn og markið var gott og gilt,“ sagði Cottee. Falin myndavél? Tottenham tapaði fyrir Chelsea, 2:3, og leikurinn hófst tólf mínútum íttémR FOLK of seint eftir að rúta Tottenham var dregin í burtu af lögreglunni. Þegar leikmenn liðsins komu út af hóteli sínu og ætluðu að leggja af stað á völlinn kom í ljós að rútan var far- in. „Ég hélt að þetta væri falin myndavél," sagði Terry Venables, framkvæmdastjóri Tottenham. I ljós kom að rútan hindraði umferð og fimmtán milljóna punda lið Tott- enham mætti til leiks í jakkafötun- um. Kerry Dixon gerði fyrsta mark Chelsea og John Bumstead bætti öðru við fyrir leikhlé. Gascoigne minnkaði muninn en Gordon Durie gerði þriðja mark Chelsea. Til að bæta gráu ofaní svart skaut Gary Lineker yfir úr vítaspymu en náði að bæta fyrir það með marki á lok- amínútunum. Wimbledon sigraði Norwich 4:0 á útivelli og kom það á óvart. Það sem var þó undarlegasta við leikinn var að Wimbledon lék vel! Liðið hefur tekið miklum breytingum og leikur nú þokkalega knattspyrnu. „Áður var það svo í leikjum liðsins að boltinn bað um skiptingu í hálf- leik. Nú leikur liðið alvöru knatt- spyrnu,“ sagði Jimmy Greaves, þul- ur hjá ITV. John Fashanu geri tvö mörk, það fyrra eftir 27 sekúndur. Leeds komst í fimmta sæti með sigri á Southampton, 2:1. Fairclo- ugh og Shutt gerðu mörk Leeds strax í byijun og eftir það áttu gestirnir aldrei möguleika. Niall Quinn gerði bæði mörk Manchester City gegn QPR, sem tapaði þar sjötta leik sínum í röð. Crystal Palace sigraði Coventry í fyrsta sinn í 27 ár og liðið er nú komið í 3. sæti. David Speedie var rekinn útaf eftir að hafa blótað öðrum línuverðinum í sand og ösku. Ekki í fyrsta sinn sem hann fer í sturtu á undan hinum. Frá Bob Hennessy í Englandi Þróttarar stóðu í Stúdentum Víkinsstúlkur gerðu góða ferð norður Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í blaki um helgina. Þrótt- ur frá Neskaupstað lék tvo leiki í Reykjavík, gegn ÍS og HK og tap- aði báðum og KA Guðmundur vann Fram auðveld- Þorsteinsson lega fyrir norðan, skrifar 3:0. I 1. deild kvenna voru fjórir leikir á dagskrá. Neskaupstaðar- stúlkur töpuðu fyrir ÍS en náðu að sigra HK í hörkuleik. Víkingur vann Völsung á Húsavík og KA á Akur- eyri. 1. deild karla Þróttur Neskaupstað byijaði vel gegn stúdentum og komust í 2:0, en þá vöknuðu leikmenn ÍS til lífsins og unnu þriðju hrinuna, 15:9 og fjórðu 15:7. Fimmta hrinan var eign Stúdenta, sem unnu 15:12 eftir að hafa komist yfir, 8:2. Leikurinn var köflóttur, en Stúdentar geta verið ánægðir með að hafa hirt bæði stig- in þrátt fyrir slakan leik. HK hleypti Þrótti Nes. aldrei inní leikinn, sem fram fór á sunnudag. Fyrstu hrinuna vann HK, 15:13, eftir að hafa leitt allan leikinn. Þróttarar náðu sér aldrei á strik í þeirri næstu og töpuðu, 15:10. Þriðja hrinan var spennandi og höfðu Þróttarar yfir 13:14, en náðu ekki að fylgja því eftir og töpuðu, 16:14. Bestu leikmenn HK voru Karl Sigurðsson, en hjá Þrótti var Sigfinnur Viggósson bestur. KA átti ekki í nokkrum vandræð- um með Fram og sigraði, 3:0 (15:11, 15:6 og 15:7). KA hafði yfirhöndina í öllum hrinunum og átti Fram aldrei möguleika, enda KA-menn erfiðir heim að sækja. 1. deild kvenna: Víkingsstúlkur gerðu góða ferð norður í land. Á föstudag léku þær við Völsungsstúlkur og unnu, 1:3 (13:15, 8:15, 16:14 og 10:15). Það var ^ðeins í þriðju hrinunni sem Völsungur náði að sýna klærnar er þær unnu 16:14 eftir mikla baráttu. Á laugardag héldu Víkingsstúlk- ur til Akureyrar og unnu KA, 0:3 (4:15, 7:15 og 13:15). Yfirburðir Víkinga voru miklir. Það var eins og KA bæri of mikla virðingu fyrir gestunum og kann það ekki góðri lukku að stýra. Leikurinn stóð yfir f aðeins 63 mínútur. íslandsmeistarar ÍS náðu að bæta tveimur stigum í safnið eftir sigur á Þrótti Nes., 3:0 (15:13, 15:13 og 15:10). Hávörn ÍS-stúlkna átti auðvelt með að lesa sóknarleik gestanna og náði oft góðri hávörn á miðjunni, en þar eru sterkustu vopn Þróttar, Jóna Harpa Viggós- dóttir og Petra Jónsdóttir. Leikur HK og Þróttar Nes. var ágætlega leikinn á köflum. í fjórðu hrinu þegar Þróttur hafði yfir, 2:1 og staðan var 14:5 þeim í hag, greip Heiðbjört Gylfadóttir í HK til sinna ráða. Hún gaf upp ellefu sinnum í röð og tryggði HK úrslitahrinu. Fimmtu hrinuna unnu Neskaup- staðarstúlkur og fóru margar upp- gjafir forgörðum hjá HK, sem ætl- aði að leika sama leikinn og í fyrri hrinu. En allt kom fyrir ekki. Frá Bob Hennessy í Englandi ÍÞR&fflR FOLK PETER Beardsley var ekki í liði Liverpool gegn Arsenal og kom það mjög á óvart. Hann sat uppí blaðamannastúku og ræddi við sjónvarpsmenn ITV um leikinn. Skammt frá honum sat Norðmaður með gleraugu. í ljós kom að þar var á ferð Erik Thorstvedt, markvörður Tottenham sem fjall- aði um leikinn fyrir norska sjón- varpið. ■ JOHN Major, hinn nýi forsæt- isréðherra Bretlands, mætti ekki á leik Chelsea en hann hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður liðs- ins. Bobby Campell, framkvæmda- stjóri Chelsea, sagði að það hefði ekki skipt máii. „Varnarmálaráð- herra minn, Andy Townsend, átti frábæran leik.“ MITCHELL Thomas, bak- vörður Tottenham er líklega á leið til Sheffield Wednesday. Hann var ekki í liðinu um helgina en David Tuttle, ungur nýliði fékk tækifæri en var tekinn útaf í hálfleik. Ef Thomas fer aukast líkurnar á því að Guðni Bergsson komist aftur í liðið en Terry Venables hefur ver- ið að prófa sig áfram síðustu vikur. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers, er enn eiriu sinni kominn með seðla- veskið á loft. Nú leitar hann að manni í stað Ólegs Kúznetsovs sem verður frá keppni næstu mán- uðina vegna meiðsla. ■ EF marka má ensku blöðin ætla ítölsk félög að fylgja fordæmi íslendinga og fara í verslunarferð- ir til Englands fyrir jólin. Talað er um að AS Róma vilji fá mark- vörð Everton, Neville Southall og tveir leikmenn Forest séu á förum; Des Walker til Juventus og Franz Carr til Genóa. Vinnie Jones gerði fyrsta mark Sheffield United í 669 mínútur. Það hafði lítið að segja því David Platt jafnaði og bakvörðurinn Chris Price tryggði Aston Villa sigur. Lars Elstrup átti frábæran leik er Luton gerði jafntefli við Notting- ham Forest, 2:2. Hann gerði bæði mörk Luton en Franz Carr og Nig- el Clough skoruðu fyrir Forest. Peter Shilton átti stórleik fyrir Derby er liðið sigraði Sunderland á útivelli, 2:1. Dean Saunders og Mick Harford gerðu mörk Derby. Paul Merson kom Arsenal á bragð- ið gegn Liverpool. John Fashanu skoraði tvö mörk fyrir Wimbledon - það fyrra eftir 27 sek. ■ KJARTAN Einarsson, mið- heiji KA í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Keflavíkurliðið og leika með því í 2. deild í sumar. ■ KA hefur misst nokkra snjalla leikmenn að undanförnu. Bjarni Jónsson er farinn til Stjörnunnar, Þórður Guðjónsson til Akraness, Kjartan til Keflavík og þá hefur Steingrímur Birgisson tilkynnt að hann ætli að skipta um félag. ■ JÓHANN INGI Gunnarsson hefur þjálfað 1. deildarlið Fram í handknattleik að undanfömu. Hann tók við af Þorbergi Aðalsteins- syni, landsliðsþjálfara, sem stjórn- aði Fram í síðustu þremur leikjum liðsins. ■ RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir náði ekki lágmörkum fyrir heims- meistarakeppnina í sundi, sem fer fram í Ástraliu, í janúar. Ragn- heiður reyndi við lágmörk í Alab- ama. í kvöld HANDKNATTLEIKUR: Einn leikur verður leikinn í 1. deild karla í kvöld. Fram og KA mætast í Laugardals- höllinni kl. 20. BLAK / ISLANDSMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.