Morgunblaðið - 04.12.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.12.1990, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐE) IÞROTTiR ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 B 5 FIMLEIKAR / BIKARMOT FSI ■ Bryndís Guðmundsdóttir úr Ármanni, í stökki. mBi uggan sigur en þær Frosti tefldu fram reyndu Eiðsson liði, og áttu þrjá skrifar stigahæstu kepp- enduma. Bryndís Guðmundsdóttir fékk hæstu ein- kunn í samanlögðu; 35 stig, en Pjóla Ólafsdóttir fékk hæstu einkunn á áhaldi, 9,10 fyrir stökk sem kallast „yfirslag, framheljarstökk.“ Frjálsar æfingar karla Tvö félög tóku þátt í fijálsum æfíngum karla, Ármann og Gerpla, og keppt var í sex greinum, gólfæf- ingum, bogahringjum, _ hringjum, stökki, tvíslá og svifrá. Ármenning- ar báru sigur úr býtum eftir mjög 'jafna keppni, en aðeins munaði þremur og hálfu stigi á liðunum. Jóhannes Níels Sigurðsson, Ár- manni, fékk hæstu einkunn saman- lagt, 45 stig og hæstu einkunn í einstakri grein, 8,80 fyrir æfingar á bogahringjum. í þriðja þrepi kvenna vann Björk í kvennaflolkki en ekki var keppt í þessu þrepi hjá körlum. Alls senda tíu lið flokka til keppni í fjórða þxepi kvenna þar sem Gerpla varð sigurvegari. Félagið sigraði einnig í karlaflokki og virð- ist líklegt til að ná upp sterku liði eftir mikla lægð á síðustu árum. Alls voru 323 keppendur skráðir á mótið, frá níu félögum. Fram- kvæmd var á vegum Fimleikafé- lagsins Bjarkar og því til sóma, þó að full mikill seinagangur væri í keppni í karlaflokki. Berglind Pétursdóttir, þjálfari Ármanns „Ég er ánægð með stelpumar og tel þær flestar hafa staðið vel fyrir sínu. Þær eru allar 16-17 ára og því á hátindi ferilsins, þær geta þó alltaf gert betur en það kostar vinnu. Það sem er brýnast hjá okk- ur í Ármanni er þó að fá fleiri mót erlendis. Þessar stúlkur hafa keppt á þessum sömu mótum í mörg ár ■ Úrslit / B6 , TvöfaH hjá Armenningum Morgunblaöið/Sverrir ÁRMANN er enn sterkasta fim- leikafélagið hérá landi en bilið minnkar óðfluga. Á sunnudag- inn var bikarmótið í f imleikum haldið. Keppt var íþremur flokkum, frjálsum æfingum, þriðja þrepi og fjórða þrepi. Sterkustu keppendurnir kepptu ífrjálsum æfingum og íþeim sigruðu Ármenningar, bæði í karla- og kvennaflokki. Ifijálsum æfingum kvenna var keppt í fjórum greinum, í gólfæf- ingum, slá og tvíslá og í stökki. Ármannsstúlkur unnu nokkuð ör- Fjórar hressar stúlkur úr Björk. Erla Þorleifsdóttir, Nína Björk Magnús- dóttir, Þórey Elísdóttir og Steinunn Ketilsdóttir. Ellefu ára og stórfengleg! Eg var sex ára þegar ég mætti með vinkonu minni á æfíngu, hún hætti síðan fljótlega en ég hélt áfram. Ég sé ekki eftir því enda hef ég brenn- andi áhuga á fimieikum og þá sérstaklega á æfingum á tvíslá,“ sagði Nína Björk Magnúsdóttir, Björk, sem náði frábæmm árangri á mótinu. Nína Björk sem er aðeins ellefu ára fékk yftr átta í einkunn á þremur af fjómm æfingum sínum og hækkaði stigafjöidann hjá liði sínu verulega. og þær vantar eitthvað nýtt til að stefna að. Það eru miklar framfarir í fim- leikunum og ungu stelpurnar em alltaf til í að reyna við erfiðar æfing- ar. Það munar öllu að fá gryljur, áður þurftum við að vera með fullt af fólki til að taka á móti en með gryfjunum er það óþarfi. Ingibjörg (Sigfúsdóttir) reyndi til að mynda eitt stökk á hesti sem ekki hefur verið framkvæmt á móti hérlendis, svokallað „yusinkovstökk“.“ Fjóla Ólafsdóttir, Ármanni „Okkur hefur farið mikið fram og við emm farnar að standa í hin- um Norðurlandaþjóðunum. Þær sem eru að byrja núna koma eflaust til með að ná lengra því að betri aðstaða er fljót að skila sér. Við hjá Ármanni æfum 5-6 sinn- um í viku í tvo til fjóra tíma í senn. Það er mjög góður félagsskapur í kringum þetta en keppnistíminn er mjög stuttur, stúlkur byija yfirleitt í fimleikum 6-7 ára og byija að keppa í fijálsum æfingum 12-13 ára. Við sem erum orðnar 16-17 ára emm alveg í það elsta enda þarf að fórna miklum tíma í æfing- ar ætli maður að standa sig...“ Höfum lagt mest upp úr skyldunni „Það er orðið mjótt á mununum. Reyndar höfum við lagt mest upp úr skylduæfingum og því er liðið ekki í toppformi núna. Þá var það slæmt fyrir okkur að missa Guðjón Guðmundsson sem er handleggs- brotinn og þurfti fljótlega að hætta kepni,“ sagði Jörgen Tellnor, þjálf- ari Ármanns í karlaflokki. Við Ár- menningar þurfum ekki að kvíða neinu, við eigum mikið af ungum strákum sem eiga eftir að láta að sér kveða.“ Fjóla Ólafsdóttir úr Ármanni í æfingu á tvíslá. n HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ „Meiri breidd" ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik gerði góða ferð til Danmerkur um helgina og sigr- aði ífjögurra þjóða móti, sem lauk á sunnudag. „Ég er mjög ánægður með frammistöð- una,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari. „Við höfum leikið sjö leiki á 10 dögum án taps og stígandinn er greinilegur. Við byrjuðum á mjög erfiðum leik gegn Frökk- um, en létum Dani ekki slá okkur út af iaginu á laugardag og fullkomnuðum verkið gegn Bandaríkjamönnum á sunnu- dag.“ Eftir góðan sigur gegn Frökkum, 25:20, var leikið gegn heima- mönnum og lauk viðureigninni með jafntefli, 24:24. „Danirnir skipu- lögðu mótið og ætluðu að taka okk- ur þreytta, en annað kom á dajg- inn,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Is- lenska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11, Danir náðu að jafna og komust í 19:17, en strákarnir gáfust ekki upp og kom- ust yfir á ný. „Við vorum með pál- rhann í höndunum, vörðumst vel, en Danir jöfnuðu með kolóleglegu marki á síðustu sekúndunum.“ ísland vann síðan Bandaríkin 25:17, Frakkland vann Danmörku 26:22 og Bandaríkin 27:22, og Danmörk vann Bandaríkin 30:17. Júlíus í sérflokki Þorbergur sagði að Júlíus Jónas- son hefði blómstrað í keppninni og sýnt hvern stórleikinn á eftir öðrum. „Hann hefur haft mjög gott af dvöl- inni í Frakklandi og er orðinn leik- maður í fremstu röð. Þjálfarinn hrósaði einnig Guðmundi Hrafn- kelssyni og Hrafni Margeirssyni, markvörðum. Þá sagði hann að Jón Kristjánsson hefði staðið sig vel á miðjunni sem og Sigurður Bjarna- son, sem hefði lagt sig allan fram Júlíus Jónasson blómstraði í keppninni og sýndi hvern stórleikinn á eftir öðrum. Hann gerði samtals 26 mörk í þremur leikjum. fyrir liðið. „Annars var ég tiltölu- lega ánægður með liðsheildina og liðsandann. Vörnin var frábær í öllum leikjunum, en við þurfum að nýta hraðaupphlaupin betur.“ Þorbergur sagði að hann væri með ungt lið á uppleið og jiað væri gaman, þegar vel gengi. I meðbyr væri stuðningur utan vallar greini- legur og sagðist hann vona að menn sneru ekki baki við liðinu, þó á móti blési. „Þetta er liður í undir- búningnum fyrir B-keppnina 1992 og ljóst er að við eigum eftir að fá skelli á leiðinni. Ég hef verið óhræddur við að hvíla menn og því reynt marga, en það er mögulegt með meiri breidd.“ ísland - Bandaríkin25:17 ísland: Júlíus Jónasson 8/4, Sigurður Bjarnason 5, Jakob Sigurðsson 3, Birgir Sigurðsson 3, Konráð Olavson 2, Valdimar Grímsson 2, Jón Kristjánsson 1, Bjarki Sigurðsson 1. Markverðir: Hrafn Margeirsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Bergsveinn Bergsveinsson. GLIMA / LANDSLIÐIÐ ísland - Danmörk 24:24 ísland: Júlíus Jónasson 11/5, Konráð Olavson 6, Sigurður Bjarnason 3, Geir Sveinsson 1, Jón Kristjánsson 1, Valdimar Grímsson 1, Birgir Sigurðsson, Héðinn. Gilsson 1, Jakob Sigurðsson, Einar Sigurðsson. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Berg- sveinn Bergsveinsson. Keppni á Kanaríeyjum Islenska landsliðið í glímu keppir í fangbrögðum við úrvalslið Kanaríeyja í Las Palmas 6. desember og hélt utan í gær. Sex glímumenn mæta kanarískum fangbragðaköppum í sömu þyngdarflokkum og verður keppt í tveimur lotum; aðra í glímu og hina í Lucha Canaria, en svo nefnast fangbrögð heimamanna. Verði jafnt ræður hlutkesti hvor íþróttin verður fyrir valinu í oddalotu. Fangbrögð heimamanna minna á glímu og bylta ræður úrslitum, en þar má bola tröllslega og nota buxnatök, en buxurnar eru úr sterkum segldúk. Ferðamálaráð Kanaríeyja bauð glímusambandinu til keppninnar. Jón M. ívarsson er þjálfari íslenska liðsins. Auk hans fóru Garðar Erlendsson, glímudóm- ari, og Rögnvaldur Ólafsson, formaður GLI, en eftir- taldir skipa landsliðið: Ólafur H. Ólafsson, KR, Orri Björnsson, KR, Ás- geir Víglundsson, KR, Hilmar Ágústsson, HSÞ, Arn- geir Friðriksson, HSÞ, og Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK. Glímumót sænskra í Svíþjóð Sænskur fangbragðakappi, Lars Enoksen, hefur tekið miklu ástfóstri við ísjensku glímuna og hefur stofnað. glímufélag í Malmö. Á laugardag var þar haldið glímu- mót og voru allir keppendur sænskir, en Sigurður Jóns- son, glímuþjálfari, hefur verið í Malmö að undanförnu og veitt heimamönnum tilsögn í íþróttinni. Á næsta ári verður glíman tekin inn sem keppnisgrein innan sænska fangbragðasambandsins og verða þá vænt- anlega haldin sænsk meistaramót í íslenskri glímu. Ólafur H. Ólafsson keppir á Kanaríeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.