Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 8
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM
Piccard sigradi á heima-
velli í fjórðu tilraun
„SIGURINN var mjög mikilvæg-
ur fyrir mig þar sem ég hef
tapað naumlega á heimavelli í
þremur af fjórum síðustu
heimsbikarmótum,11 sagði
Ólympíumeistarinn Franck Pic-
card frá Frakklandi, eftir sigur-
inn í risassviginu íValloire á
sunnudaginn. Þetta var fyrsta
mót vetrarins í karlaflokki.
iccard, sem varð Ólympíu-
meistari í sömu grein í Calgary
fyrir tveimur árum, mun reyna að
veija titilinn á Ólympíuleikunum í
Albertville eftir 14 mánuði. Hann
kom í mark 0,18 sek. á undan Sviss-
lendingnum, Franz Heinzer, sem
varð annar. Stefan Eberharter frá
Austurríki varð í þriðja sæti.
Piccard á nýjum skíðum
„Það er mikilvægt að vinna
fyrsta mót vetrarins, sérstaklega
vegna þess að ég geri mér miklar
vonir um góðan árangur í vetur,“
sagði Piccard. Hann hefur nú skipt
um skíði og kunni greinilega vel
við sig á þeim nýju. Hann hefur
tvívegis tapað risasvigi í Val d’Isere
með nokkur hundruðustu hlutum
úr sekúndu og hefur ekki unnið í
uppáhaldsgrein sinni, risasvigi, í
næstum þrjú ár. „Ég hef æft mjög
vel í haust og er bjartsýnn á góðan
árangur. Mér hefur gengið mjög
vel á æfíngum, sérstaklega í bruni
og ég hlakka til fyrsta brunmóts-
ins.“
Svisslendingurinn Franz Heinzer
var ánægður með annað sætið þar
sem hann hafði áður náð best fjórða
sæti í risasvigi. „Ég var mjög undr-
andi á að hafa náð svo góðum ár-
angri _þar sem brautin var mjög
erfið. Ég hef verið bestur Svisslend-
inga á æfingum í bruni og nú held
ég að minn tími sé kominn í brun-
inu,“ sagði Heinzer.
Norðurlandabúar sterkir
Úrslitin voru hagstæð fyrir
Frakka því Jean-Luc Cretier, félagi
Piccards, varð í fimmta sæti. Eins
komu Norðurlandabúar vel út. Þeir
áttu fjóra af fyrstu tíu; Atli Skárd-
al, Noregi, varð fjórði og landar
hans, Ole Christiap Furusteth, sjötti
og Kjetil Andre Ámodt áttundi og
loks Svíinn Lars-JBörje Eriksson f
tíunda sæti.
Girardelli byrjar illa
Svisslendingurinn Pirmin Zúr-
briggen, sem hefur verið í allra
fremstu. röð undanfarin tíu ár og
vann heimsbikarinn í fyrra, er nú
hættur að keppa. Aðal keppinautur
hans undanfarin ár, Marc Girar-
delli frá Luxemborg, er ekki hætt-
ur. Hann náði sér þó ekki á strik
í Valloire, hafnaði í 48. sæti, þrem-
ur sekúndum á eftir Piccard. Þetta
var fyrsta mót Girardellis síðan
hann meiddist illa í keppini í Sestri-
ere á Ítalíu undir lok síðasta keppn-
istímabils. Annar frægur kappi,
Alberto Tomba frá Ítalíu, fór út úr
brautinni.
■ Úrslit / B7
Franck Piccard frá Frakklandi náði loks að sigra á heimveili á sunnudag-
inn. Hann sigraði f risasvigi, sem var opnunarmót heimsbikarinsins á þessu
keppnistímabiii.
Ole Christian Furuseth.
Furuseth
vill keppa
á íslandi
- bíður eftir boðs-
korti frá SKÍ
NORSKIT skíðakappinn, Ole
Christian Furuseth, segir í
samtali við íþróttablaðið, sem
nýlega er komið út, að hann
gæti vel hugsað sér að keppa
á íslandi. „Eg hef aldrei fengið
boð um að keppa á íslandi,
þannig að við skulum segja að
ég bíði eftir heimboði frá Is-
lendingum," sagði Furuseth í
samtali við blaðið.
Furuseth' sló eftirminnilega í
gegn á síðasta keppnistímabili.
Hann hafnaði í 2. sæti í heimsbikar-
keppninni samanlagt og sigraði í
stórsvigskeppninni. Hann er alhliða
skíðamaður og hefur náð efstu
sætum í heimsbikamum í öllum
fjórum greinunum; svigi, stórsvigi,
risasvigi og bruni.
Það yrði mikil lyftistöng fyrir
íslenska skíðamenn að fá Furuseth
hingað til lands og etja kappi við
hann við íslenskar aðstæður.
Óskabyijun hjá
Petru Kronberger
- sigraði bæði í svigi og stórsvigi
AUSTURRÍSKA stúlkan Petra Kron-
berger hóf keppnistímabilið eins og
hún lauk því síðasta. Hún hampaði
heimsbikarnum ílok síðasta tímabils
og á laugardag sigraði hún i stórs-
vigi, sem var opnunarmót heimsbik-
arsins. Ekki er þar með öll sagan
sögð þvíhún sigraði einnig í svigi
sem fram fór á sunnudag. Keppt var
í Val Zoldana á Ítalíu.
Kronberger, sem varð fyrst austurrískra
kvenna til að vinna heimsbikarinn síðan
Anna-Marie Moser Pröll vann titilinn 1978,
var meira en sekúndu á undan ianda sínum,
Ingrid Salvenmoser, í sviginu á sunnudag.
Kronberger hafði svipaða yfirburði í stórs-
viginu á laugardag, en þá var hún 1,14 sek.
á undan Vreni Schneider frá Sviss, en hún
keyrði út úr brautinni á sunnudag.
„Kom á óvart“
„Þetta kom mér mjög á óvart. Ég bjóst
ekki við að vinna báða dagana. Þetta er
ótrúleg byijun á keppnistímabilinu,“ sagði
Kronberger. Eftir stórsvigið á sunnudag
sagði hún: „Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri byijun. Þessi árangur sýnir að
ég er í mjög góðri æfingu.“
Schneider, sem vann heimsbikarinn 1989,
sagðist vera ánægð með annað sætið í stór-
sviginu. „Mér þykir mikilvægara að skíða
vel en að sigra. Yfirburðir Kronberger voru
miklir, en það þýðir ekki að ég hafi skíðað
illa heldur undirstrikar frekar hversu frábær
hún er,“ sagði Schneider.
■ Úrslit / B7
Reuter
Petra Kronberger frá Austurríki (fyrir miðju) fagnar hér sigrinum í svigkeppninni á sunnu-
dag. Ingrid Salvenmoser frá Austurríki (til vinstri) varð önnur og Patricia Chauvet þriðja.
GETRAUNIR: 111 211 2X2 1 X X LOTTO: 6 12 25 30 36 / 19