Morgunblaðið - 16.01.1991, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR
Eyjar eru
stærsta
verstöðin
MESTUM þorski á síðastliðnu
ári var landað I Vestmanna-
eyjum og á Akureyri. Á 9
stöðum alls var landað meiru
en 10.000 tonnum og erlendis
var landað um 11.300 tonn-
um. Sé allur afli tekinn eru
Vestmannaeyjar einnig í
efsta sæti með 159.000 tonn,
en á tveimur stöðum til við-
bótar var landað meiru en
100.000 tonnum.
Þorskaflinn í fvrra verður
væntanlega 328. )00 tonn.
Bráðabirgðatölur gefa til
kynna 314.300 tonna afla, en
miðað við endanlegar tölur
til haustsins eru skekkjumörk
um 4,5%, það er að endanleg-
ur afli er meiri sem því nem-
ur en bráðabirgðatölurnar
sýndu. f Vestmannaeyjum
var landað 19.890 tonnum,
um 1.000 tonnum minna en
árið áður. Á Akureyri var
landað 18.377 tonnum, um
500 tonnum meira en árið
áður. í Þorlákshðfn bárust
16.000 tonn á land, 3.000
tonnum meira en árið áður
og frá ísafirði öfluðust 15.733
tonn, rúmlega 4.000 tonnum
meira en 1989.
Vestmannaeyjar eru efstar
á blaðið yfir heildarafla með
159.000 tonn, 16.000 tonnum
minna en árið áður. Til Eski-
fjarðar bárust 101.800 tonn,
um 20.000 tonnum meira en
1989 og £ Neskaupstað var
landað 101.200 tonnum,
22.000 tonnum meira en í
fyrra. í öllum þessum ver-
stöðvum er loðna uppistaða
aflans.
----gg§!g--
Fundað um
útveginn
NORRÆN ráðstefna um
stöðu sjávarútvegs á Norður-
löndum verður haldin i Kefla-
vík í vikulokin. Ráðstefnan
er upphaf þriggja ára norr-
æns verkefnis um tengsl fisk-
veiðistjórnunar, markaðsþró-
unar og verðmætaaukningar
sjávarafla. Ráðstefnan er
haldin af Sjávarútvegstofnun
Háskóla íslapds og Byggða-
stofnun í samvinnu við Norr-
ænu rannsóknastofnunina í
byggðamálum. Ráðstefnan
verður haldin í Flughótelinu
í Keflavík og hefst klukkan
9.00 á föstudag og lýkur síð-
degis daginn eftir. Erindi á
ráðstefnunni halda sérfræð-
ingar frá Norðurlöndunum,
erindi verða haldin á Norður-
landamálunum og ensku og
er öllum ftjálst að koma og
hlýða á erindin.
----*-*-*--
Fiskneyslan
eykst vestra
NEYSLA Bandaríkjamanna á
sjávarafurðum jókst um 33% á
síðasta áratug, úr um sex kíló-
um á mann i tæplega átta, og
er búist við, að þessi þróun
haldi áfram þennan áratug.
Sölusamtök bandarískra fisk-
og sjávarvöruframleiðenda og
aðrir hópar, til dæmís markaðs-
ráð norskra laxeldisstöðva,
segja, að aukningin hafi að
mestu verið úr ýmiss konar eldi
og telja, að svo verði áfram. Er
enda fyrírsjáanlegur verulegur
vöxtur I eldi lax, ferskvatnsstein-
bíts, ostru, kræklings og öðu og
margra annarra tegunda. Þá er
talið líklegt, að mestu breyting-
arnar verði í neyslu frystra af-
urða en með nýjum frystiaðferð-
um hefur tekist að minnka mjög
gæðamuninn á frystum og fersk-
um fiski.
Óttast verðfall
á fiskafurðum
Verðlækkun á markaði í
Bandaríkjunum getur valdið
keðjuverkun í Evrópu
verðhrunið á árunum 1987-88. Eru nú sumir farnir að spá því, að
sagan muni brátt endurtaka sig — byrja með verðfalli á Bandaríkja-
markaði og síðan í Evrópu í kjölfarið.
VERÐIÐ, sem
nú fæst fyrir
fisk jafnt vest-
an hafs sem
austan, er
miklu hærra en
það var fyrir
Alan Johnson, fiskkaupmaður í
Hull, segir í viðtali við breska sjáv-
arútvegstímaritið Fishing News, að
þorskblokkamarkaðurinn í Banda-
ríkjunum sé jafnan hafður til við-
miðunar og fyrir verðhrunið
1987/88 hafi fengist 2,05 dollarar
fyrir pundið af roð- og beinlausri
blokk. Nú fáist hins vegar allt að
2,50 dollarar fyrir pundið og vegna
gengisfalls dollarans svari það til
2,68 dollara á Evrópumarkaði. 1987
komst þorskblokkatonnið í 2.650
sterlingspund en hrapaði í 1.500
pund þegar neytendum ofbauð.
„Það er mikil hætta á, að þetta
endurtaki sig,“ segir Johnson. „Það
þarf ekki annað til en að bandarísk
stórfyrirtæki á borð við Red Lobst-
er og MacDonalds taki fiskinn af
matseðlinum vegna þess, að hann
er orðinn of dýr og þá éf keðjuverk-
unin komin af stað. Bresku stór-
kaupendurnir, Ross, Findus og
fleiri, fengju þá fijálsari hendur á
markaðnum og myndu þrýsta verð-
inu niður. Af þessum sökum skyldi
enginn treysta því, að verðið haldist
jafn hátt og að undanförnu."
Hér kemur einnig til, að fisk-
kaupendum er enn í fersku minni
verðhrunið fyrir þremur árum en
þeir, sem þá áttu miklar birgðir,
töpuðu miklu fé. Nú forðast menn
birgðasöfnun og kaupa heldur eftir
hendinni það, sem til þarf.
ÍSLENSKIR REYKOFNAR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TRAUST HF. hefur nú hafið framleiðslu reykofna og er það i
fyrsta sinn, að þeir eru smíðaðir hér á landi. Er hér um að ræða
nokkuð stóra ofna með fjórum vögnum og tekur liver 150-200
kíló af fiski. í þeim er unnt að kald- eða heitreykja fiskinn á 3,5
tímum eða um 1,5 tonn á dag. Að sögn Trausta Eiríkssonar, fram-
kvæmdasljóra Trausts hf., er fyrirtækið með í smíðurn þijá ofna
fyrir Sovétmenn og verða tveir fluttir til Japans með flugi og
þaðan til Sovétríkjanna en þann þriðja, sem fer til Murmansk,
munu Sovétmenn sækja sjálfir. Á myndinni standa tveir starfs-
menn Trausts hf. við einn ofniim en hann er 4,3 m langur, 3 m
liár og 1,3 á breidd.
Góð afkoma
ÍSAFJÖRÐUR - Þrátt fyrir verulegan kvótasamdrátt hjá skuttogaranum
Páli Pálssyni, varð síðasta ár hagstætt útgerðinni og Hraðfrystihúsinu
hf. í Hnífsdal, sem vinnur þann afla togaranna sem fer til vinnslu
heima. Heildaraflinn varð 4.695 tonn á móti 4.793 tonnum 1989. Úthlut-
aður afli á síðasta ári var þó ekki nema 3.601 tonn, afgangurinn var
keyptur ýmist sem árs- eða eignarkvóti.
móti 3.700 árið áður. Keyptur var
um 1.300 tonna kvóti á árinu, en
vegna samdráttar í ýsu- ogufsaveið-
um urðu eftir um 240 tonn óveidd.
Aflaverðmæti togarans var tæpar
Konráð Jakobsson framkvæmda- I
stjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. sagði
að afkoman hefði verið góð hjá báð-
um fyrirtækjunum, en af aflanum
voru 3.500 tonn unnin í húsinu á |
í Hnífsdal
289 milljónir, en 75% aflans voru
unnin heima en 25% flutt út ísað í
gáma. Frystihúsið er þó langt frá
að vera rekið með fullum afköstum,
en skortur á fiski er þar ekki aðal-
vandamálið heldur skortur á mann-
afla, sérstaklega kvenfólki.
Nú eru 16 útlendingar við störf
hjá fyrirtækinu og verið er að ráða
fleiri. Konráð sagði að umtalsverður
aukakostnaður fylgdi útlendingun-
um, ert yfirleitt væri þetta traust og
gott fólk. Þessi fyrirtæki, Hraðfysti-
húsið hf. og Miðfell hf., hafa ekki
þurft á neinskonar aðstoð opinberra
sjóða að halda og sagði Konráð að
líklega mætti rekja góða afkomu til
þess að menn hefðu reynt að sníða
sér stakk eftir vexti á hveijum tíma.
Hann taldi að öflug og vel rekin fyrir-
tæki í sjávarútvegi þyrftu ekki að
kvarta yfir kvótakerfinu þótt keyptur
hafi verið einhver kvóti.
Fjölgun útflytjenda
lækkar afurdaverðið
„ÉG ER hissa
Jörgen Folmer Hansen gTTSf’áC
fiskkaupandi í Danmörku “'sræ“™.. ““
ingi fisks og fiskafurða. Menn virðast fljótir að gleyma þeirri miklu
vinnu sem stóru sölusamtökin hafa unnið. Fyrir fiskkaupendur
yrði það mikill munur að fást við mikinn fjölda smárra útflytjenda
því niðurstaðan yrði aldrei önnur en lægra verð. Ætli menn sér
líka að fara sundraðir í baráttuna fyrir hagstæðum samningum
við EB, liggur leiðin hratt niður á við,“ segir Jörgen Folmer Hans-
en, fiskkaupmaður í Danmörku.
Jörgen Folmer Hansen rekur fyr-
irtækið P. Lykkeberg í Kaupmanna-
höfn og hefur keypt margvíslegar
fiskafurðir héðan allt frá því um
1950, síld, saltfisk og freðfisk af
ýmsu tagi. Hann er meðal annars
frumkvöðull útflutnings á frystum
iðnaðarhrognum héðan, en áður en
hann hóf að kaupa þau til frekari
vinnslu í Danmörku, fóru þau í
bræðslu eða loðdýrafóður. Hann hef-
ur komið hingað um 50 sinnum og
þekkir vel til íslenzks sjávarútvegs
og fyrirkomulags á sölu afurðanna.
Hann þekkir einnig vel til á erlendum
fiskmörkuðum, enda stundar hann
bæði útflutning og innflutning á sjáv-
arafurðum.
Aukiö f rjálsræði væri mér
hagstætt
„Hingað til hefur ríkt eining um
stóru sölusamtökin, en nú heyri ég
af vaxandi umræðu þess efnis að
frjálsræðið eigi að ríkja, einokunina
skuli rjúfa og allir eigi að fá að flytja
út. Fyrir mig, sem kaupanda sjávar-
afurða héðan og með nána þekkingu
á gangi mála, væri það afar hag-
stætt. Á grunni þekkingar minnar á
aðstæðum hér
og markaðs-
málum al-
mennt, gæti ég
fengið fiskinn
mun ódýrari en
ella, í það
minnsta til
skamms tíma
litið. Fyrir Is-
lendinga yrði
það hins vegar
upphaf enda-
lokanna. Eg er
reyndar fyllilega sammála þeim, sem
vilja breyta til, _að sum sölusamtak-
anna, eins og SÍF til dæmis, mættu
huga betur að sér og bæta þjón-
ustuna. Það er alitaf hægt að gera
betur. Síldarútvegsnefnd er til dæm-
is sér á báti, því þar er unnin frábær
vinna. Önnur sölusamtök hafa líka
unnið vel, en verði sú vinna eyðilögð,
verður efnahagur landsins einnig
eyðilagður. Kaupendur kunna sitt
fag og munu auðvitað etja framleið-
endum saman, láta þá bjóða afurðir
sínar niður hver fyrir öðrum. Ég man
vel hvernig málin gengu fyrir sig
fyrir tilkomu Síldarútvegsnefndar,
það var góð staða fyrir kaupendur.
Þá voru líka sjálfskipaðir spámenn,
sem söltuðu án þess að hafa samn-
inga um sölu afurðanna og þegar
þeir voru að gefast upp á að selja,
var auðvelt að fá síld á Iágu verði og
á endanum fór framleiðandinn á
hausinn.
Hörmulegt yrðu sölusamtökin
brotin upp
Það yrði því hörmulegt, yrðu ís-
lenzku fisksölusamtökin brotin upp.
Menn mega hins vegar ekki gleyma
því að fylgjast með tímanum og
vinna stöðugi að því að bæta þessi
samtök og þjónustu þeirra við fram-
leiðendur. Nú er bara tímaspursmál
um það, hvenær Noregur verður
meðlimur að EB. Það þýðir að nor-
skar fískafurðir verða tollalausar á
mörkuðum EB og ætli íslenzkir
útflytjendur að mæta þeirri sam-
keppni sundraðir í mörgum litlum
fyrirtækjum, liggur leiðin hratt nið-
ur á við. Þið þurfið á því að halda
að standa saman, þegar að því kem-
ur að semja við Evrópubandalagið
um lækkun eða afnám tolla. Ég tel
aðild íslands ekki koma til greina,
því EB krefst þá aðgangs að fiski-
miðunum. Ég tel að staða íslands
gagnvart EB' styrkist á næstu
árum, jafnvel þó Noregur fari inn,
því fiskskoríur innan bandalagsins
vex ár frá ári. Evrópubandalagið
þarfnast fisks, ísland hefur yfir
honum að ráða og eftir því, sem
fram vindur, munu neytendur innan
bandalagsins greiða þá tolla, sem
bandalagið leggur á fisk og fiskaf-
urðir,“ sagði Jörgen F. Hansen.
KörFMS
misnotud
MIKIÐ virðist um að kör frá
Fiskmarkaði Suðurnesja séu
notuð með ólöglegum hætti,
meðal annars til útflutnings á
ferskum fiski. Hafa stjórn-
endur inarkaðsins leitað til
lögreglunnar vegna þessa og
eru jafnframt fyrirhugaðar
harkalegar aðgerðir til úr-
bóta af hálfu markaðsins.
Það em Víkurfréttir, sem
skýra frá þessu máli og ræða
vegna þess við Eyþór Jónsson
hjá Fiskmarkaði Suðurnesja.
Hann segir í samtali við blaðið,
að það virðist vera stundað í
stórum stíl að kör frá Fiskmark-
aði Suðurnesja séu send á mark-
aði erlendis og séu jafnvel notuð
af fyrirtækjum erlendis og eigi
aldrei eftir að koma hingað aft-
ur. Fram kemur að við útskipun
á ísfiski í Dagfara í Njarðvík
skömmu fyrir jól hafi verið not-
uð kör frá FMS og hafi náðst
um það samkomulag að körin
yrðu notuð og færu utan gegn
tryggingu.
„Það er komið svo, að við
erum í vandræðum vegna þess
hve fá kör eru orðin eftir og því
eigum við erfitt með að landa
úr þeim fjölmörgu bátum, sem
skipta við okkur,“ segir Eyþór.