Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABROGÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR B 5 Ómaklega vegið að útgerð frystitogara OGURVIK er útgerð, sem byggir afkomu sína á siglingum með ísaðan fisk og frystingu um borð. Töluvert hefur verið vegið að slíkri útgerð að undanförnu. Framkvæmdastjóri Ögurvíkur er Gísli Jón Hermanns- son og telur hann í meira lagi ómaklega að sér vegið. „Við erum eng- ir þjófar. Við göngum um fiskimiðin með sömu virðingu og aðrir og förum eftir settum lögum og reglum. Um borð í frystiskipunum vinnum við beztu afurðirnar fyrir hæsta verðið og með minnstum tilkostnaði. I siglingunum fáum við hærra verð með því að strá ís yfir fiskinn óunninn en fæst fyrir hann unninn og frystan. Fyrir þetta erum við bæði öfundaðir og skammaðir,“ segir Gísli Jón Hermannsson.' Ögurvík gerir út togarana Ögra og Vigra og hefur afkoma þeirra frá upphafi byggzt á siglingum meða aflann á erlenda markaði og síðar bættist frystitogarinn Freri við útgerðina. „Það er verst með okkur, þessa meintu glæpamenn, að ásakanir á hendur okkur eru hreinar dylgjur," segir Gísli Jón. „Ekkert fæst staðfest um glæpinn, menn hafa bara heyrt eitthvað, halda eitthvað eða grunar eitthvað. Það er svo sem ekkert nýtt, en maður hrekkur við, þegar maður er beinlínis þjófkenndur í jafnvirtu blaði og Morgunblaðinu. Mér virðist að sem þeir, sem miður standa sig, telji sig knúna til að gera okkur hina að blórabögglum fyrir eigið getuleysi.' Þegar við siglum með ísaðan fisk, þarf að mínusa kvótann um allt að 20%. Hann spýtir frá sér þvílíkum ókjörum af vatni segja þeir. Þetta vatn frystum við með fiskinum um borð í frystitogurunum og notum því minna fískhold í kvót- ann, en fyrir það erum við sagðir þjófar. Svona áróðri verður að linna og þeir, sem' hafa skýlt sér bak við nafnleynd með ýmsu móti, verða að koma sjálfir fram og rökstyðja fullyrðingar sínar. Á að neyða fólk til að vinna ífiski? Þá rísa upp af og til alls konar spámenn, sem telja sig vita alla hluti betur en aðrir. og opinberir starfsmenn, sem þurfa að sanna fyrir yfirboðurum sínum að þeir séu að vinna, skamma okkur fyrir að henda verðmætum í sjóinn. Eitt lausnarorðið hjá þeim var melta. Við reyndum þetta á Frera, lögðum út í mikinn kostnað og vinnu við að þróa og koma upp búnaði fyrir meltuvinnslu um borð. Það tókst ágætlega og við fengum þessa fínu meltu. Gallinn var bara sá, að fyrir meltuna fengum við minna en við þurftum að borga fyrir maurasýr- una í hana. Fín búbót það. Pólitíkin virðist vera á móti okk- ur fyrir það að flytja vinnu út á sjó og selja fiskinn ísaðan til útlanda. Stjórnmálamennirnir virðast telja að allur fiskur skuli unninn í landi, að hafi menn einhvern tíman unnið í fiski, eigi þeit' að gera það um aldur og ævi og sömuleiðis allir Við erum líka skammaðir fyrir að flytja fiskinn óunninn úr landi og erum sagðir hinir verstu menn af því við fáum meira fyrir fiskinn með þvf að dreifa ís á hann heilan (og óslægðan karfa) en SH fær fyrir hann flakaðan og frystan. Þeir vilja líklega taka af mér kvót- ann til að geta selt fiskinn á lægra verði og pínt eitthvert fólk til að vinna hann fyrir sig á sultarlaunum. Þessi áróður í okkar garð er illskilj- anlegur og aðstoð Morjgunblaðsins við hann ekki síðut'. Eg hélt það væri vinstri mönnum fremur tamt en þeim, sem telja sig til hægri, að agnúast út í þá, sem betur gera en aðrir. Gísli Jón Hermannsson framkvæmdastjóri Ögnrvíkur lægra verð fyrir fiskinn en ella. Stærstu sölu- samtökin okk- ar ættu að vera fær um að að gera að minnsta kosti jafnvel og aðrir og ekki þurfa á handleiðslu hinna smærri að halda. Það er eins með álla, sem þjónustu veita, hún verður að vera í lagi, annars fá þeir ekki viðskipti. Hags- munir framleiðendanna hljóta að ráða því, hvetja þeir fá til að selja fyrir sig. Þegar stóru samtökin kvarta undan því að eiga engan ÖGRI í BREMERHAVEN afkomendur þeirra. Við frystitog- aramenn erum með beztu afurðirn- ar og fáum hæsta verðið með lægst- um tilkostnaði. Ef það er ekki þjóð- hagslega hagkvæmt veit ég ekki hvað hagkvæmni er. Við erum líka að losa fólkið undan þeirri áþján sem fiskvinnslan er. Það vill enginn lengur vinna í fiski og því þurfum við að flytja útlendinga inn í stórum stfl til að vinna fiskinn. Við hendum ekki fiski í sjóinn Við hendum ekki fiski í sjóinn. Heilfrysting á smáfiski er mjög arðbær og stóru flökin koma líka upp úr þessum skipum. Við fáum einfaldlega of mikið fyrir fiskinn til þess að vera svo vitlausir að vera að fleygja honum, þegar við erum búnir að leggja í mikinn kostnað við veiðarnar. Við nennum ekki að vera að margveiða sama fiskinn. Þeir stóru ættu ekki að þurfa handleiðslu hinna smærri Sölumiðstöðvarmenn segjast duglegir við að selja fisk og fá hæsta verðið fyrir hann. Svo ein- kennilega vill hins vegar til, að í Bretlandi eru þeir stærstu kaupend- urnir að eigin fiski og hrósa sér af því að rekstur verksmiðjunnar þar skili miklum hagnaði. Þá getur hver sem vill trúað .því að þeir séu að selja sjálfum sér á hæsta mögulega verðinu. Ég trúi því ekki. Við söl- una í Bretlandi er einn regin munur á SH og öðrum seljendum. SH selur sjálfum sér en hinir ekki. Því eru það aðrir seljendur, sem hafa haft forystu um verðhækkanir og SH hefur neyðzt til að-fylgja í kjölfar- ið. Ég er sannfærður um það, að væru aðrir seljendur ekki á þessum markaði, aðeins SH, fengjum við Morgunblaðið/HG lager, gleymist sú staðreynd, að það eru framleiðendur, sem eiga lager- inn. A þeim hvíla afurðalánin og því eru lagerar og langur greiðslu- tími okkur hinn versti þyrnir í aug- um. Svona hluti verða menn að skilja. Útgerð ríkis og sveitarfélaga Kvótinn er fyrirkomulag við stjórnun veiðanna, sem margir hafa tjáð sig um. Til dæmis skrifa ein- hvetjir nafnleysingjar oft í sunnu- dagsblað Moggans um að ríkið eigi að selja útgerðinni kvótann. Eg treysti mér alveg út í samkeppni um fiskinn með því móti, geti nafn- leysingjarnir tryggt að öllum verði seldur kvótinn og á sama verði. Að allir sætu við sama borð. Ég er hins vegar sannfærður um að það geta þeir ekki. Pólitíkusarnir myndu umsvifalaust grípa þar inn í og út- vega ódýran kvóta hinum og þess- um innan kjördæma sinna, sem ekki geta staðið sig hjálparlaust. Þá verður stutt í útgerð ríkis og sveitarfélaga og sjálfstæðar útgerð- ar látnar borga herkostnaðinn og drepnar að því loknu. Það gæti orð- ið dagblöðunum erfitt, þyrftu þau í upphaft árs að bjóða í áskrifendur fyrir árið og hreinlega kaupa að-' gang að þeim. Ætli þau þyrftu þá ekki hærri ríkisstyrk. Það virðist öllum fínnast sjálfsagt að útgerðar- menn og sjómenn verði skattlagðir með þessum hætti, að kaupa sér eins konar atvinnuleyfi. Mér er sem ég sæi kennara kaupa sér stöðu við skóla landsins. Það er alveg með ólíkindum hvernig skynsömum mönnum dettur í hug að svona vit- leysa geti gengið. Þeim ætti að vera ljóst hvernig Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafjársjóður voru notaðir. Það vita líka allir að það fæst ekki einu sinni helmingurinn af þessu fé greiddur til baka, megn- ið verður í raun styrkir til þeirra sem pólitíkin hefur haft velþóknun á. Ölmusa til óþurftar Allir eru sammála um að fækka þurfi í flotanum, en menn greinir á um leiðir til þess. Sumir vilja aota auðlindaskattinn til að þess að kaupa upp skip til úreldingar. Held- ur einhver heilvita maður að lands- byggðarskipin verði keypt og þau úrelt? Varla meðan pólitíkusarnir telja það heilaga köllun sína að halda fólki nauðugu á hvaða krummaskuði sem er og láta það vinna í fiski, hvort sem það vill eða ekki. Auðvitað verða það Reykja- víkur- og Hafnarfjarðarskipin, sem verða úrelt og þá kemur væntan- lega fyrst að Ogurvíkurskipunum og Grandaskipunum. Að mínu mati er eina leiðin til að fækka í flotanum sú, að útgerðin geri það sjálf með eigin fé, en opinberir aðilar og ölm- usa þeirra komi þar hvergi nærri, segrr Gísli.“ TOGARAR Nafn Stærð Afll Upplat. afla Úthd. Löndunarst. 1 RUNÖLFUR SH 135 312 130 Karfi/ýsa 4 Grundarfj. SÖLVIBJARNASON BA 65 404 18,6 Þorskur Bíldudalur I STÁLVlK Sl 1 364 48 Þorskur Siqlufiörður BIRTINGUR NK 119 453 53 Þorskur/ýsa 4 Neskaupsstaður I BJARTUR NK 121 461 49 Þorskur/ýsa 5 Neskaupsstaður | HÓLMANESSU 1 451 48 Þorskur/ýsa 5 Eskifjörður I TÁLKNFIRÐINGUR BA 325 351 15,2 Þorskur 3 Tálknafiörður GISSURÁR6 315 60 Þorlákshöfn I ÓLAFURJÓNSSONGK404 488 40 Karfi 4 Keflavík ARNARNESSI 70 372 25,6 Þorskur Reykjavik I STURL. BÖOVARSS. AK fo 431 187 Karfi Akranes KROSSVlK AK 300 296 100 Karfi Akranes I HÖFÐAVÍKAK200 499 120 Karfi Akranes SLÉTTANES ÍS 808 472 16,5 Þorskur/ýsa 4 Þingeyri | FRAMNESIS70B 407 65 Þor8kur 5 Þinqeyri UTFLUTNINGUR 4. VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir V Þorsk. Ýsa Ufsi Karfi ÖGRI RE 72 20 200 VÍÐIR HF201 20 180 BALDUR EA108 80 20 HEGRANES SK 2 20 130 GJAFAR VE600 60 20 DALA RAFN VE508 • 50 20 Áætlaðar landanir samtals 190 60 60 510 Sótt vtir um útfl. í gáumum á 871 470 256 289 Heimilaður útflutn. i gámunt 421 229 129 198 Áætlaður útfl.samtals 611 289 189 708 LOÐNUSKIP Nafn Stærð Aftl SióUrðlr Löndunarst. 1 BÖRKURNK-122 711 1342 1 Neskaupst. HILMIR SU-171 642 1339 1 Neskaupst. I HÚLMABORG SU-11 937 1307 1 Eskifjörður | SILDARBA TAR Nafn Stærð Afll Sjófarðlr Löndunarst. I GUBRÚN ÞÖRKELS. SU-211 365 290 2 Eskifjörður l ÞÚRSHAMAR GK-75 326 148 2 Fáskrúðsfj. I FRÍYR 105 141,8 2 Höfn LYNGEY 146 201,8 2 Höfn I STÍINUNN 116 207,3 2 Höfn , | GAUKURGK 660 181 283 2 Grindavík I SIGURÐUR ÞORLEIFS. GK 10 167 138 2 Grindavík ] GUDMUNDUR VE 29 486 292 2 Vestm.eyjar SILDARBA TAR Nafn Stærð Afll Sjófarðlr Löndunarst. I STYRMIR VEB2 190 230 2 Vestm.eyjar ] KAPIIVE4 349 136 2 Vestm.eyjar RÆKJUBA TAR Nafn Stærð Afll SJófarðir Löndunarst. I GRUNDFIRÐINGUR SH12 103 18,8 3 Grundarfjörður | SÓLEYSH 15 0 63 11,6 2 Grundarfjörður 1 JÖN FREYRSH 115 102 31.2 4 Stykkishólmur l SVANUR SH 11 88 16,4 3 Stykkishólmur I GRETTJR SH 104 148 34,3 4 Stykkishólmur I ÁRNISH262 17 13 3 Stykkishólmur 1 GiSLI GUNNARS SH85 18 12.2 3 Stvkkishólmur l ARNARSH 157 16 26,1 5 Stykkishólmur I SIGURVON SH 121 88 15,4 3 Stykkishólmur i HÖFRUNGUR BA 60 4,7 Bíldudalur I PILOTBA 6 20 3,8 Bildudalur l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.