Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 6
■3 B MORGUNBLIAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDA'GUR 16. JANÚAR 4 Fískverö heima krA9 Faxamarkaöur Þorskur Fiskmarkaður Hafnarfjaröar Fiskmarkaöur Suöurnesia Karfi Fiskverö hefur veriö upp og ofan aö undanförnu. f síöustu viku var það aðallega ofan, enda ekkert veriö róiö svo heitiö geti og framboö eftir því. Reytingur hefur reyndar veriö af þorski, en varla hægt aö ræöa um aö karfi hafi sést og ufsi sömuleiöis. Verö er aö mestu komið á svipað ról og var fyrir jól, en vegna fyrrnefnds framboðsleysis er markaðurinn mjög viðkvæmur og verðsveiflur innan sömu viku miklar. Á hinn bóginn skiptirþað litlu þar sem dagsalan nær ekki tonni hvaö karfa og ufsa varðar og þorskmagnið er sáralítiö líka. Fiskverö ytra kr/kg Aratugur stöðugrar aukningar fiskneyslu EINN mik- ilvægasti markaður Þýskalandsmarkaðurinn verður okkur æ mikilvægari urða, Þýskalandsmarkaður, hefur verið í miklum uppgangi á undanförnum árum. Þó að timabundið hafi komið babb í bátinn sumarið 1987, í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla, hins svokallaða ormamáls, var síðasti áratugur tímabil sífellt aukinnar fiskneyslu í Vestur-Þýskalandi. Má gera ráð fyrir enn meiri eftir- spurn á næstu árum - fyrst og fremst vegna sameiningar Þýska- lands í fyrra. Markaðsstofnun þýska fiskiðn- aðarins, FIMA, tekur árlega sam- an tölur um helstu stærðir á þessu sviði viðskiptalífsins og unnu sam- kvæmt þeim á árinu 1988 29.800 manns í störfum tengdum físki í Vestur-Þýskalandi. Var velta iðn- aðarins alls um 8 milljarðar marka eða tæplega 300 milljarðar ís- lenskra króna og jókst svo um hálfan milljarð marka árið 1989. Þá fjölgaði fyrirtækjum í sjávarút- vegi nokkuð 1989. Fiskframleið- endum fjölgaði um fimm og urðu 110. Heildsölum um átta og urðu þeir 130, smásölum fjölgaði úr 7.540 í 7.560 og fiskveitingastöð- um úr 420 í 450. Er það mat FIMA að allir aðil- ar fiskiðnaðarins hafí lagt sitt af mörkum til að komast upp úr öldudalnum, í kjölfar ormamáls- ins, með því að sýna sveigjan- leika, bæta gæðaeftirlit, setja nýja framleiðslu á markaðinn og betrumbæta markaðssetninguna á fiskafurðum. Markaðurinn 1,2 milljónir tonna 1989 Heildarframboðið af fiski í Vestur-Þýskalandi var 977 þús- und tonn árið 1987, 1.070 þúsund tonn árið 1988 og 1.197 þúsund tonn árið 1989. Þrátt fyrir lítillega aukna veiði þýska fiskveiðiflotans, 200 þúsund tonn árið 1987, 208 þúsund tonn 1988 og 233 þúsund tonn 1989, fer hlutfall hans af heildarframboðinu hægt og síg- andi niður á við og er nú tæplega fimmtungur. Þýski markaðurinn er því alfar- ið háður fiskinnflutningi. Flutt voru inn 777 þúsund tonn 1987, 862 þúsund tonn árið 1988 og 964 þúsund tonn árið 1989. Heild- arverðmæti innflutts físks og fisk- afurða til Vestur-Þýskalands 1989 var rúmlega 2,3 milljarðar marka eða um áttatíu og fimm milljarðar íslenskra króna. Var um helmingur þess magns frá öðrum ríkjum Evrópubandalags- ins. ísland í fjórða sæti Ef miðað er við verðmæti var 1988 mest flutt inn frá Danmörku (25%), þá Noregi (12%), HoIIandi (10%), íslandi (7%), Frakklandi (5%), Póllandi (4%), Tælandi (4%), Kanada (3%) og Færeyjum (3%). Þá voru tvö prósent flutt inn frá eftirtöldum löndum hveiju fyrir sig: Bretlandi, Ítalíu, írlandi, Spáni, og Filippseyjum og minna frá öðrum löndum. Fiskneysla jókst verulega í Vestur-Þýskalandi allan síðasta áratug og var 13,5 kíló á mann árið 1989 miðað við 10,8 kíló árið 1981. Þegar árið 1986 var neyslan orðin 13,2 kíló en hrapaði svo niður í 11,8 kíló 1987 eftir orma- málið.-Heimsmeðaltalið 1988 var 12,1 kíló á mann en heimsmeistar- ar í fiskáti voru íslendingar með 88 kíló. Fiskneysla er mjög breytileg eftir svæðum í Þýskalandi, mest er hún í Norður-Þýskalandi, Slés- vík-Holtsetalandi, Hamborg og norðurhluta Neðra-Saxlands, eða um 30 kíló á íbúa. í fjölmennasta sambandslýðveldinu, Nordrhein- Westphalen, ■ var fískneysla að meðaltali 11 kíló og í syðstu sam- bandslýðveldunum, Baden-Wurtt- emberg og Bæjaralandi einungis 4 kíló. Síld vinsælust Af einstaka tegundum sjávar- fiska hefur síldin yfirburðastöðu á Þýskalandsmarkaði en mark- aðshlutdeild hennar var 29,2% 1988 sem er 0,9% minna en árið áður. íslensk síld hefur aftur á móti átt mjög erfitt uppdráttar á Þýskalandsmarkaði og er hverf- andi magn selt af henni þangað. Var markaðshlutdeild íslensku síldarinnar 0,5% árið 1988. Kem- ur þar annars vegar til stærð, ís- lenska síldin þykir of stór fyrir smekk Þjóðveija, og hins vegar, og líklega fyrst og fremst: Of hátt verð. Af öðrum helstu tegundum má nefna ufsa með 19,2% markaðs- hlutdeild (20% 1987), þorsk 10,8% (7,4%) og karfa 7,3% (8,2%). Tún- fiskur og makríll eru éinnig vin- sælar tegundir. Ef neysluvenjur Þjóðveija eru brotnar niður kemur í ljós að 1988 voru niðursoðnar fískafurðir stærsti hluta neyslunnar eða 29% ( aðallega síld, túnfiskur, makr- íll), frystur fiskur styrkti stöðu sína um 2% og var hlutdeild hans 22% 1988 eða helmingi meiri en hlutdeild fersks fisks. Hlutfall reyktra fiskafurða var 6%, og hlutur rækju og ýmissa skeldýra 19%. Árið 1989 styrkti ferski fisk- urinn svo enn stöðu sína um 2% og ferski fiskurinn einnig um 1%. LAGMETI Selt utan fyrir 1,3 milljarða ÚTFLUTNINGUR lagmetis var að fob-verðmæti um 1.300 millj- ónir kr. á síðasta ári að því er segir í fréttatilkynningu frá Sölusamtökum lagmetis og er þar um að ræða sömu upphæð og 1989. Þá ber að hafa í huga, að útflutningur til Sovétríkj- anna minnkaði um 100 millj. á árinu. Helstu markaðir fyrir íslenskt lagmeti eru í Þýskalandi og Frakklandi, 64% heildarsölunnar, en viðskiptalöndin eru alls 20. Viðskiptin við Sovétríkin námu 14% og við Bandaríkin einnig en 10% gengisfall dollarans á samn- ingstímanum hefur komið sér illa fyrir framleiðendur. í upphafi árs 1990 voru 10 lag- metisverksmiðjur innan Sölusam- takanna en eru nú átta. Varð Arctic hf. gjaldþrota á árinu en K. Jónsson og Co. hvarf úr þeim um áramótin nú. Hefur hlutdeild þess fyrirtækis löngum verið mest innan samtakanna, komst hæst í 60%, en hefur fallið í 30% á tveim- ur árum. Horfurnar á þessu ári eru tald- ar þokkalegar, einkum vegna sameiningar þýsku ríkjanna, og einnig eru góðar vonir bundnar við vaxandi markað í A-Evrópu. Óvissan um sovétviðskiptin er þó bagaleg, einkum fyrir þau fyrir- tæki, sem hafa byggst upp í kring- um þau. Það skiptir því miklu, að úr þeim málum rætist hið fyrsta. Þorskflök a Bandaríkjamarkaöi verö Fersk flök í New York ýrbeinuð íslensk flök (5 pund) Urbeinuð kanadísk flök (5 pund) ÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMA M J J Á S 0 N D J F $1,00 Þorskfflakabirgöir vestra 200 þús. tonna 180 160 140 120 80 60 40 20 0 Skipt eftir mánuöum. Janúar er Ufsinn og ýsan gjöful ÝSUAFLINN er nú að nálgast hámarkið, sem hann náði á ár- unum upp úr 1980. Þá varð hann mestur 1982, nálægt 70.000 tonn, en á síðasta ári öfluðust 65.000 tonn af ýsunni. Nokkrar sveiflur hafa verið í aflanum að undanförnu. Lægst- ur varð hann 1987,39.000 tonn. aukin sókn í ýsuna skýrist með- al annars af því, að hún hefur reynzt sóknarmarksskipum dijúg tekjulind, enda hefur ekki verið hámark á þeim afla þeirra. Minnkandi þorskveiði- heimildir hafa svo sitt að segja. Nú hefur verið ákveðið að draga úr ýsuaflanum á ný sam- kvæmt ráðleggingum fiski- fræðinga. UFSI UFSAAFLINN hefur farið vax- andi síðustu árin og hefur aldr- ei orðið meiri en í fyrra, nærri 100.000 tonn. Á10 áratimabili hefur hann nær tvöfaldaztþví 1980 öfluðust rúmlega 50.000 tonn. Á sama hátt og með ýs- una, sækja menn í auknum mæli í ufsann vegna takmark- ana á veiðum á öðrum fiskteg- undum. Það hefur einnig aukið sóknina að markaðir fyrir salt- aðan ufsa hafa gefið nokkuií vel af sér og Evrópumenn greiða einnig hátt verð fyrir liann frystan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.