Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 3
B 3
[KCISI
Állinn vó
33 kíló
■ STÆRSTI áll, sem nokkru
sinni hefur veiðst í Kattegat,
kom í fiskitroll í síðustu viku.
Vó hann 33 kíló og var
tveggja metra og sjö senti-
metra langur.
Fiskimaðurinn fengsæli heit-
ir William Nilsson en hann hef-
ur róið frá Styrsö skammt frá
Gautaborgí 40 ár. Segirfrétta-
ritari Morgunblaðsins í Stokk-
hólmi, Erik Liden, að állinn
hafi vakið mikla athygli þegar
komið var með hann til hafnar
enda sá langstærsti, sem sögur
fara af á þessum slóðum. í
Miðjarðarhafi og Austur-Atl-
antshafí geta álar hins vegar
orðið þetta stórir ogjafnvel
stærri.
----*-*-<--
Óttast f rjálsa
skráningu
■ DÖNSK stjórnvöld hafa
sett fótinn fyrir samþykkt
nýrra laga um frjálsa skrán-
ingu flutningaskipa innan
Evrópubandalagsins og bera
því við, að enn sé ekki búið
að ganga tryggilega frá
nauðsynlegum ákvæðum um
öryggis- og umhverfismál.
Ríkisstjómir hinna 11 aðild-
arríkja EB hafa samþykkt
þessa nýskipan en samkvæmt
henni má skrá kaupskipin hvar
sem er innan bandalagsins og
án þess tilkostnaðar, sem fylgt
hefur slíkum tilfærslum hingað
til. Christoffer Bo Bramsen
ráðuneytisstjóri sagði, að Danir
vildu, að fyrst yrði lokið við
reglugerð um öryggis- og um-
hverfísmál auk þess sem þeir
vildu fá nokkurn tíma til að *
átta sig á afleiðingum þessara
nýju laga fyrir danska kaup-
skipaútgerð.
-----------
Verðjöfnun
íjanúar
■ EKKI er gert ráð fyrir
neinni útgreiðslu úr Verð-
jöfnunarsjóði sjávarútvegs-
ins i þessum mánuði og inn-
greiðslur verða aðeins af fob-
verðmæti unninna og óunn-
inna botnfiskafurða og
hörpudiski. Kemur þetta
fram í tilkynningu frá sjóðn-
um. Eru verðjöfnunarlilut-
föllin þau, að inngreiðsla fyr-
ir botnfiskafurðirnar er 4,5
en 1,0 fyrir hörpudiskinn.
Er hún engin fyrir humar,
mjöl og lýsi, rækju og síld.
-----------
„Fishing ’91 “
í Glasgow
■ DAGANA 11.-13. aprU
næstkomandi verður haldin
sjávarútvegssýning í Glas-
gow í Skotlandi, „Fishing
’91“, en hún hefur verið hald-
in árlega frá 1986 og er lík-
lega stærsta sýning sinnar
tegundar.
I raun er um að ræða tvær
sýningar, „Fishing ’91“, sem
snýst um veiðar og vinnslu, og
„Seafood ’91“ um sjávarafurðir
alls konar og er búist við, að
um 400 fýrirtæki sýni þar
framleiðslu sína. Auk breskra
fyrirtækja má nefna íslensk,
dönsk, norsk, hollensk og þýsk
fyrirtæki ogeinnig sænsk, sem
voru þó ekki með í fýrra. Segj-
ast aðstandendur sýningarinn-
ar búast við mikilli aðsókn að
henni en í fyrra voru gestimir
frá 40 þjóðlöndum alls.
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR
Bremerhaven miðstöð
frystra sjávarafurða
AÐ undanförnu hefur
átt sér stað mikil upp-
bygging í höfninni í
Bremerhaven í Þýska-
landi og hefur verið var-
ið til hennar rúmlega
átta milljörðum ísl. kr.
Hefur innra skipulagi hafnarstarfseminnar verið breytt verulega
og aðstaða frystiiðnaðarins bætt mikið. Hefúr frystigeymslurými
verið stóraukið með sameinað Þýskaland og innri markað Evrópu-
bandalagsins í huga.
Treystir stöðuna vegna
sameinaðs Þýskalands
og innri markaðarins
Frá þessu var skýrt í síðasta
mánuði þegar vígðar' voru nýjar
frystigeymslur Nordstern AG í
Bremerhaven en þær eru á mörgum
hæðum og þær stærstu og full-
komnustu í Evrópu. Dirk Ahlers,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
sagði, að kostnaðurinn við frysti-
geymslurnar hefði verið um 1,3
milljarðar ísl. kr. og tilgangurinn
sá að tryggja sterka stöðu fyrirtæk-
isins og borgarinnar í Evrópu fram-
tíðarinnar. Ársvelta Nordstern-
samsteypunnar er nú um 10 milij-
arðar ísl. kr. og er það meðal lang-
stærstu fyrirtækja í Evrópu í fryst-
um sjávarafurðum.
Ahlers sagði, að miklar vonir
væru bundnar við vaxandi markað
í austurhluta Þýskaiands og tvö
dótturfyrirtæki Nordstern,
Schottke og Frosta, munu brátt
hefja starfsemi þar. Það kom einnig
fram hjá dr. Wolfgang von Geldern,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, að hlutur frystrar vöru í físk-
neyslunni hefði aukist verulega á
síðustu árum og ætti vafalaust eft-
ir að aukast mikið á næstunni. Þjóð-
verjar flytja nú inn 80% þess fisks,
sem neytt er í landinu, og hvatti
von Geldern til aukins fijálsræðis í
fískinnflutningi, ekki aðeins í
Þýskalandi, heldur einnig í öðrum
aðildarríkjum Evrópubandalagsins.
Um. nýju frystigeymslurnar í
Bremerhaven er annars það að
segja, að áfastur vinnslusalur er
2.000 fermetrar en geymslurnar
sjálfar 52.000 rúmmetrar. Þar er
sjálfvirknin og tvölvuvæðingin al-
ger og öllum hreyfingum inn og
út eða innan geymslurýmisins stýrt
frá einu stjórfiborði.
Nú hleypur
á snærið hjá
útgerðar-
ntönnum
Ýmsar gerðir veiðarfæra, útgerðarvörur,
olíur, sjófatnaður og márgt fleira verður þá
selt af lager okkar á frábærum afslætti,
Útgerðarmenn eru boðnir sérstaklega velkomnir
mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. janúar.
Útgerðarmenn geta líka orðið fengsælir
í landi þegar markaðsdagar verða hjá
Asiaco dagana 21.- 27. janúar.
Komið og gerið góð kaup og fáið ykkur kaffi og kökur
á lager okkar að Suðurströnd 2-4, Seltjarnarnesi.
o
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 91-2 67 33f póstfax 91-62 36 96
Blýtóg