Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 Pólverjar fjölmennir í fiskinum ÚTLENDINGAR í fiskvinnslu hér á landi voru liklega um 300 talsins nú um áramótin að því er fram kom hjá Oskari Hallgrímssyni, deildarstjóra vinnumáladeildar í félagsmálaráðu- neytinu. . A síðasta ári voru gefin út atvinnu- leyfí fyrir 1.500 útlendinga í mislangan tíma og eru þeir til dæmis í vinnu í ver- stððvum á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum, sáralítið á Norðurlandi en nokkuð á Austfjörðum. Á Höfn hafa útlendingar verið í vinnu og dálítið í Vestmannaeyj- um en færri í Þorlákshöfn en stundum áður. Breskir ríkisborgarar hafa löngum verið fjölmennastir í hópi útlendinganna en nú hafa Pólveijar tekið afgerandi forystu. Telur Óskar, að af þessum 300 manna flokki eða þar um bil hafi þeir verið um og yfír þriðjungur um áramót- in. Aðeins í desember sl. voru gefin út 60 atvinnuleyfi fyrir þá. LÍIMUBYSSAIM MUIMDUÐ Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson BJÖRGUN úr sjávarháska er eitt, helzta hlutverk Landhelgisgæzlunn- ar auk gæzlustarfanna sjálfra. Því liggur mikið við, að áhöfnin sé þjálfuð til björgunar af öllu tagi og eru æfingar ýmiss konar tíðar um boð í varðskipunum. Meðferð línubyssunnar er snar þáttur þessar- ar þjálfunar, enda hefur hún fyrir löngu sannað ágæti sitt. Hér er það Ásgrímur Ásgrímsson, fyrsti stýrimaður á Ægi, sem mundar línu- byssuna, en í síðasta túr var meðal annars farið yfir notkun hennar og uppsetningu og notkun björgunarstóls. Hafnir á Suðumesjum skipti með sér verkum Fiskiskip í Grindavík og Sandgerði, afskipun í Keflavík og Njarðvík að myndaður verði einn hafnasjóður fyrir Suðurnesin, ein yfirstjórn, og hafn- irnar í Grindavík og Sandgerði verði fiskiskipahafnir umfram allt og þá útbún- ar fyrir það en hafnirnar í Keflavík og Njarðvík afskipunarhafnir. Suðurnes- in eru eitt atvinnu- og athafnasvæði og það eru heildarhagsmunir þess, sem eiga að ráða,“ sagði Halldór Ibsen, framkvæmdasljóri Utvegsmannafélags Suðurnesja, í viðtali við Morgunblaðið en hann hefur sett fram ákveðnar hugmyndir um skipan hafnamála á Suðurnesjum. eðlilegt og raun- ar nauð- synlegt, „Ég tel, að með þessari skipan myndi margt vinnast og ekki síst, að það tak- markaða fjármagn, sem veitt er til hafn- anna, yrði þá nýtt á einum stað og verk- efnin kláruð. Það er nefnilega svo, að bara það að byija á hveiju verki fyrir sig kostar mikla peninga og því er það engin spurning, að þetta yrði hagkvæmt fyrir alla. Vissulega yrði fískvinnsla stunduð áfram í Keflavík og Njarðvík enda staðreyndin sú, að stór hluti af flotanum á þessum stöðum landar í Grindavík og Sandgerði á vetrarvertíð- inni og yfir sumarmánuðina líka. Ein- faldlega vegna þess, að það liggur betur við miðunum. Það er heldur ekki mein- ingin að banna bátum að landa í ákveðn- um höfnum," sagði Halldór og benti á, að samgöngur á Suðurnesjum væru með því besta, sem gerðist hér á landi, fjarlægðir litlar og varanlegt slitlag á öllum vegum. Halldór segist nokkuð hafa rætt þess- ar hugmyndir við sveitarstjórnar- og hafnarstjórnarmenn á Suðurnesjum en honum finnst vanta dáhtið upp á undir- tektirnar. „Sumir óttast, að einhver einn muni yfirtaka annan, en ég hef svarað með því að benda á stjóm landshafnar- innar meðan hún var Keflavík-Njarðvík. Ég átti sæti í stjórninni í 12 ár og í 11 sem formaður. Stjómarmenn voru lengstum þrír Keflvíkingar og tveir Njarðvíkingar og undir það síðasta að- eins einn úr Njarðvík. Samt fór stærsti hlutinn af framkvæmdafénu, sem við fengum til umráða, til Njarðvíkur. Málið er nefnilega, áð menn verða að vera heilir í svona samstarfi. Ef komið er inn í það til að stajida vörð um þrönga hags- muni ákveðins hóps eða sveitarfélags þá gengur það ekki.“ FÓLK Breytingar hjá Fylki í Grimsby ■ ÞÓRARINN Guðbergs- son, sem starfað hefur hjá Fylki, umboðsfyrirtæki Jóns Olgeirssonar í Grimsby, er hættur þar og mun nú eiga í viðræðum við fyrirtæki í Þýskalandi um umboðs- mennsku fyrir íslensk skip, sem þangað sigla. Við starfí hans mun taka Axel Ágústs- son, skipstjóri á skuttogaran- um Gullver NS-12 frá Seyðis- firði, en hann hefur fengið ársleyfí hjá Gullbergi hf., sem gerir út skipið. Axel er í sínum síðasta túr að sinni en Gullver á að selja ytra 17. janúar og gert er ráð fyrir, að hann komi heim þann 21. Fylkir er elsta íslenska umboðsfyrirtækið á þessum slóðum, en ísberg er þeirra stærst. 32 árí vélinni ■ ÖjRN Sigurgeirsson lærði vélsmíði í Héðni og 1958 fékk hann frí til að fara einn túr með Tungu- fossi gamla. Segja má, að túrinn hafi staðið síðan eða í 32 ár og á þessum °rn tímahefur Sigurgeirsson hann verið á flestum Fossum Eimskipafélagsins. Er hann nú á Mánafossi. Eins og að líkum lætur segist hann hafa kunnað starfinu vel ogtelur sennilegast, að hann muni ljúka starfsævinni við að gæta vélanna. Örn segir, að miklar breytingar hafi orðið á far- mennskunni. Áður voru túr- arnir lengri og stoppað lengur í höfn en með gámunum er það bara einn, tveir, þrír eins og Örn sagði, kannski hálfur dagur í höfn. Baldvin með eigið fyrirtæki ■ BALDVIN Gíslason, fyrr- um skipstjóri, hefur nú stofnað eigið umboðsfyrirtæki í Hull til að þjónusta íslenzka fisk- seljendur á Humber-svæðinu. Baldvin rak fyrirtækið Gísla- son og Marr Ltd. í Hull í fjög- ur ár og var það að hálfu í eigu hans á móti J. Marr Ltd. Síðastliðið haust kom brestur í það samstarf, sem lauk með því, að Baldvin seldi meðeig- endum sínum öll hlutabréf sín. Hann hefur nú hafið rekstur eigin fyrirtækis og hefur í tengslum við það tekið á leigu aðstöðu til fisksölu, löndunar og skrifstofu hjá ísbergi Ltd, sem er í eigu Péturs Björns- sonar. Baldvin rekur þjónustu sína að öllu leyti sjálfstætt og segist stefna á enn betri þjónustu en áður við viðskipta- vini sína, sem flestir hafi fylgt honum milli fyrirtækja. I því skyni hafi hann meðal annars náð sérsamningi við veiðarfæraseljendur, sem ætti að skila viðskiptavinum sínum lægra verði en áður. Baldvin mun, auk sölu á ísuðum fiski, sjá um söluá freðfiski og rækju og getur útvegað bæði beitusmokk og rækju til pillun- Baldvin Gíslason SJOMANNAMÁL Setja á stokkana Dæmi um orðtakið að setja á stokkana um að hrinda e-u í framkvæmd, koma e-u á laggirnar eru frá fyrri hluta 19. aldar. Erá svipuðum tíma er orðtakið að koma e-u á stokkana í sömu merkingu. Yið smíði báts var kjölur aldrei látinn silja á jörðu, segir í íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Krisljánssonar, heldur ætíð höfð undir honum tré, svo mörg, að kjölurinn bognaði ekki. Hét þetta að „setja á stokkana, andstætt því var að hleypa af stokkunum. Halldór Halldórsson ætlar, að líkingin að selja á stokkana muni dregin af tunnum (kútum), sem komið er fyrir á stokkum, og hefur þá í huga orðtak- ið að koma e-u á laggirnar. Hitt getur eins staðizt, að líkingin komi af því, þegar smíði skips var hafin. Nú heyrist oft talað um að sjósetja skip og sjósetningu skips, en þau orð eru tekin nær óbreytt úr dönsku máli á seinni tímum, sbr. sosætte. og bæta ekki úr neinni þörf í tungu okkar. Fer ólíkt betur að nota fyrrgreind orðasambönd eða orðtök en tala um að sjósetja skip. - JAJ 21paJlur. 1 x 20 Ibs. Frystflök. Til Bremerhaven. Ámánudagskyöld íyrirkl. 22:00? Viðtiyggjumþað! EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.