Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 5
4 6
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 5'. FEBRÚAR 1991
B 5
BADMINTON / ISLANDSMOTIÐ 1991
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIRÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
gerði tvö mörk í stórsigri Real Madrid.
Loksins fótbolti!
Real Madrid vann stórsigur, 7:0, á Sevilla um helgina
„LOKSINS fótbolti1* var risafyr-
irsögn eins spænsku blaðanna
í gær eftir stórsigur Real
Madrid á Sevilla, 7:0. Madrfd-
arliðinu hefur gengið mjög illa
en sigurinn um helgina bendiF
til þess að loks sé að létta til,
þótt litlar líkur séu á að liðið
nái spænska meistaratitlinum
sjötta árið íröð.
Þjálfari Real, Alfredo Di Stef-
ano, vildi þó sem minnst segja:
„Við lékum vel og það var góð
hreyfing á liðinu,“ sagði hann. Þrátt
fyrir sigurinn er Real enn níu stig-
um á eftir Barcelona, sem gerði
jafntefli, 2:2, gegn Valencia. Aus-
andi rigning var á meðan leikurinn
fór fram og var völlurinn sem sund-
laug. Michael Laudrup skoraði
glæsilegt mark fyrir Barcelona -
af 30 m færi.
Leikmenn Atletico Madrid náðu
ekki að saxa á forskot Barcelona
þegar þeir urðu að sætta sig við
jafntefli, 0:0, við Real Betis. Tveir
leikmenn Atletico, Rennopes og
Futre voru reknir af leikvelli. Mark-
vörður félagsins setti nýtt met -
hann hefur haldið marki sínu hreinu
í 870 mín., en gamla metið átti
Miguel Reina, fyrrum markvörður
Barcelona. Hann hélt markinu
hreinu í 824 mín. fyrir átján árum.
Marco van Basten gerði fyrsta
markið sitt í tæpa þrjá mánuði er
AC Mílanó sigraði Cesena, 2:0, í
ítölsku deildinni. Hann lagði einnig
upp fyrra markið en hann hafði
ekki leikið með liðinu í tvær vikur
vegna deilna við þjálfara liðsins
Arrigo Sacchi. „Það er ekki aðalat-
riðið að skora. En þegar það tekst
ekki svo lengi verður það vanda-
mál,“ sagði Basten. AC er í efsta
sætinu ásamt Inter og Sampdoría.
Frönsku liðin gerðu aðeins ellefu
mörk í tíu leikjum helgarinnar og
mikið var um óvænt úrslit. Mont-
pellier var eina af tíu efstu liðunum
sem sigraði. Laurent Blanc gerði
eina mark liðsins gegn Brest úr
vítaspyrnu. Tvö efstu liðinu, Mar-
seille og Mónakó, gerðu bæði jafn-
tefli og Marseille heldur fimm stiga
forskoti.
Mikil spenna er í Marseille og
Bordeaux. í Marseille er beðið eftir
því hvort Bernard Tapie haldi áfram
sem forseti félagsins en í Bordeaux
hvort félagið verði lýst gjaldþrota
en það skuldar andvirða um þriggja
milljarða ísl. króna.
Urslit / B6
Staðan/ B6
ÍÞRÚmR
FOLX
■ JANMölby, danski leikmaður-
inn hjá Liverpool, er líklega á för-
um til Chelsea. Félagið er tilbúíð
að greiða eina milljón punda fyrir
hann.
■ PETER Beardsley, sem ekki
hefur verið í náðinni hjá Kenny
Dalglish hjá Liverpool, er orðaður
við Leeds. Beardsley lék ekki með
Liverpool gegn Man. United á
sunnudaginn.
■ STEFAN Reuter, landsliðs-
maður Þýskalands sem leikur með
Bayern Miinchen, hefur gert
þriggja ára samning við ítalska
stói-veldið Juventus frá Tórínó.
Hann fer til ítalska félagsins e.ftir
þetta keppnistímabil;
■ LEO Beenhakker, þjálfari
Ajax í Hollandi, hefur framlengt
samning sinn þar til vorið 1993.
■ KARL Heinz Körpel, varnar-
maður Eintracht Frankfurt, sem
orðinn er 36 ára og ætlaði að leggja
skóna á hilluna í vor, hefur ákveðið
að verða við beiðni Jörg Berger,
þjálfara síns, og leika eitt ár í við-
bót.
Ami Þór
hnekkti
einveldi
Brodda
ÁRNI Þór Hallgrímsson var
maður íslandsmótsins í bad-
minton í Laugardalshöll á
sunnudag, varð þrefaldur
meistari og stöðvaði sigur-
göngu Brodda Kristjánssonar í
einliðaleik karla. Broddi hafði
verið nær ósigrandi síðasta
áratuginn og hafði unnið ís-
landsmeistaratitilinn íeinliða-
leik ails níu sinnum, þar af
síðustu þrjú árin.
ÆT
Arni Þór sýndi mikið keppnis-
skap í úrslitaleiknum í einliða-
leiknum gegn Brodda Krisjánssyni.
Broddi átti tiltil að verja og það var
mikil pressa á hon-
ValurB. um þar sem hann
Jónatansson gat unnið titilinn í
skrífar tíunda sinn, en það
hafði engum tekist.
Arni Þór byijaði fyrstu lotu betur
og komst í 3:1. Brodda tókst að
jafna, 5:5, en þá fór allt í baklás
hjá honum og Arni Þór hafði leikinn
í hendi sér eftir það og gerði hvert
stigið á fætur öðru án þess að
Broddi ætti nokkuð svar.
Önnur lotan var jöfn til að byija
með en Broddi náði síðan góðu for-
skoti, 10:3, og allt leit út fyrir sig-
ur hans og oddaleik. En Broddi
gerðist þá nokkuð bráður og lék
djarft. Arni Þór lék af mikilli yfir-
vegun og var ekki á því að gefa
eftir og jafnaði leikinn, 10:10. Þá
var eins og Broddi þyldi ekki spenn-
una, gerð mistök sem Árni Þór
færði sér í nyt og sigraði örugg-
lega, 15:12.
Árni Þór yfirvegaður
" Árni Þór lék mjög vel og var
yfirvegaður. Hann var mun sterk-
ari upp við netið og það skipti sköp-
um. „Broddi hefur verið mjög góður
upp við netið og maður hefur ávallt
passað sig á. því að lenda ekki upp
við netið á móti honum. En í dag
fann ég að hann var veikur þar og
það notfærði ég mér,“ sagði Árni
Þór. Hann hefur létt sig um 20 kg
síðan á íslandsmótinu í fyrra og
munar um minna.
Broddi ekki upplagður
Broddi var ekki vel upplagður,
hann lét allt fara í taugarnar á sér
og gerði mörg mistök. Um miðja
fyrri lotina bað hann um að fá að
fara í æfingabuxur þar sem honum
fanns of kalt í salnum. I síðari lo-
tunni skipti hann um spaða, en allt
kom fyrir ekki. „Þetta var ekki
minn dagur. Ég náði illa „smössun-
um“ frá honum og eins gekk illa
hjá mér upp við rietið,“ sagði
Broddi.
Það má fullyrða að Árni Þór
hafi verið maður mótsins því hann
varð þrefaldur íslandsmeistari, í
tvíliðaleik með Brodda og tvenndar-
leikinn ásamt Guðrúnu Júlíusdótt-
ur.
Rafmagnsleysi háði keppni
Rafmagnsleysi háði nokkuð
keppni á mótinu á sunnudag. Úrs-
litaleikirnir áttu upphaflega að hefj-
ast kl. 14.00, en fóru ekki fram
fyrr en kl. 17.00 vegna rafmagris-
leysis. Um tíma var reyndar búið
að aflýsa mótinu þar til um næstu
helgi. En það tókst að klára alla
flokka nema í einliðaleik í A-flokki
karla.
■ Úrslit / B6
Morgunblaöið/Bjarni
Arni Þór Hallgrímsson, maður íslandsmótsins í badminton. Hann varð þrefaldur meistari og stöðvaði sigurgöngu
Brodda Kristjánssonar í einliðaleik karla.
Broddi Kristjánsson:
Gekk ekkert upp hjá mér
Broddi sagðist aldrei hafa fundið
sig í úrslitaleiknum. „Þó ég
hafi verið kominn í 10:3 í síðari
lotunni náði ég ekki að komast inní
leikinn. Ég var kaldur og stífur og
það gekk bókstaflega ekkert upp
hjá mér,“ sagði Broddi.
Hann sagði að rafmagnsleysið
hafi haft mikið að segja varðandi
úrslitaleikinn. „Það var hrikalega
erfitt að einbeita sér vegna hring-
landa með leiktíma. Fyrst átti leik-
urinn að vera klukkan tvö síðan
fjögur og svo var ákveðið að fella
leikinn niður, en síðan ákveðið að
leika klukkan fimm. Þetta háði mér
mikið því undirbúningur minn fyrir
úrslitaleik er alltaf í mjög föstum
skorðum.“
„Árni Þór hefur unnið mig
tvívegis í vetur, en þess á milli hef
ég unnið hann nokkuð örugglega.
Ég veit að ef ég hef tilfinningu
fyrir að taka „smössin“ hans á ég
að vinna hann. En það tókst ekki
í dag.“
Broddi segir að Árna Þór hafi
farið mikið fram, en sagði jafnframt
að hann hefði sjálfur ekki getað
æft jafn mikið og áður þar sem
hann stundar nám í íþróttaskólan-
um að Laugarvatni og því erfitt að
sækja æfíngar til Reykjavíkur.
„Ég spilaði ekki með í tvenndar-
leiknum þar sem ég ætlaði að ein-
beita mér að einliðaleiknum. Ég hef
á undanförnum árum leikið með
Þórdísi Edwald, en þar sem hún ^r
ófrísk kom það ekki til nú. En það
er svolítið skrítið að ég hef einu
sinni áður sleppt því að keppa í
tvenndarleik og þá tapaði ég einnig
í einliðaleiknum."
Elsa hafdi lítið
fyrir sigrinum
í einliðaleik
Guðrún Júlíusdóttir tvöfaldur meistari
þrátt tyrir meiðsli
ELSA Nielsen, sem er aðeins
16 ára gömul, þurfti ekki mikið
að hafa fyrir fyrsta íslands-
meistaratitli sínum í einliðaleik
kvenna. Hún vann Guðrúnu
Júlíusdóttur örugglega, 11:3 og
11:0. Guðrún meiddist á ökkla
í undanúrslitum gegn Birnu
Petersen og það háði henni
verulega í úrslitaleiknum.
Lengí var útlit fyrir að úrslita-
leikurinn í einliðaleik kvenna
færi ekki fram þar sem Guðrún
Júlíusdóttir var á sjúkrahúsi vegna
ökklameiðsla. En Guðrún mætti
síðan vafin um ökklann og lék til
úrslita við Elsu. Viðureignin var
mjög ójöfn, enda haltraði Guðrún
og gat ekki beitt sér að fullu.
Elsa, sem keppti í fyrsta sinn í
meistaraflokki á Islandsmótinu,
sigraði Önnu Steinsen í undanúrslit-
um örugglega, 11:3 og 11:0. Guð-
rún lék við Birnu Peterse í undanúr-
slitum og vann í jöfnum og spenn-
andi leik, 5:11, 12:10 og 11:6. Hún
tognaði í oddalotunni er staðan var
10:6, en náði að klára lotuna og
sigra. •
„Frekar auðvelt"
„Þetta var frekar auðvelt, en það
var leiðinlegt að fá svona úrslita-
leik. Það hefur verið draumur minn
lengi að verða íslandsmeistari í ein-
liðaleik, en ég átti ekki von á að
hann rættist núna,“ sagði Elsa.
Guðrún var vonsvikin eftir úr-
slitaleikinn í einliðaleik og sagði að
það væri hrikalegt að vera komin
í úrslit í öllum greinum og meiðast
síðan. „Ég gat ekki beitt mér þar
sem meiðslin háðu mér mikið,“
sagði Guðrún, sem lék einnig til
úrslita í fyrra og tapaði þá fyrir
Þórdísi Edwald.
Guðrún tvöfaidur meistari
Guðrún getur þó glaðst yfir því
að hafa varið íslandsmeistaratitl-
ana frá í fyrra því hún varð tvöfald-
ur meistari þrátt fyrir meiðslin.
Sigi-aði í tvíliðaleik ásamt Birnu
Petersen og tvenndarleik ásamt
Árna Þór Hallgrímssyni.
Þórdís Edwald, sem hefur verið
íslandsmeistari í einliðaleik kvenna
síðustu fjögur árin, var fjarri góðu
gamni á sunnudaginn þar sem hún
gengur með barn.
Urslit / B6
Stefni á Ólympíuleikana 1996
ELSA Nielsen var yngst kepp
enda íeinliðaleik kvenna og
gerði sér lítið fyrir og sigraði.
„Það var leiðinlegt að hún
[Guðrún Júlíusdóttir] var
meidd í úrslitaleiknum og því
varð hann ekki eins spenn-
andi fyrir vikið," sagði Elsa.
Elsa sagði að það hafi verið
draumurinn að vinna, en bjóst
ekki við að sá draumur rættist.
Elsa er 16 ára og er á fyrsta áriu
í Menntaskólanum við Sund. Hún
segir að það gangi ágætlega að
samræma skólann og badminton-
ið.
„Keppnin í kvennaflokknum
hefur verið jöfn í vetur, enda erum
við þijár mjög svipaðar, ég, Guð-
rún og Birna Petersen. Við höfum
verið að vinna til skiptis og því
gat allt gerst á íslandsmótinu,"
sagði Elsa.
Elsa byrjaði að æfa badminton
9 ára gömul úti í Danmörku, en
þar bjuggu foreldrar hennar. Hún
fluttist heim fyrir’tveimur árum
og síðan hefur hún æft hjá TBR.
„Mér finnst æfingamar hér miklu
betri en úti í Danmörku. Úti var
iðkendum skipt í flokka og það
voru aðeins þeir sem höfðu hæfi-
leika sem fengu góða þjálfun, en
ég var ekki í þeim hópi. Núna
æfi ég alla daga vikunnar, tvo til
þijá klukkutíma í senn. Ég er
ákveðin í því að ná lengra og
stefni á að komast á Ólympíuleik-
ana 1996.“
Morgunblaðið/Bjarni
Elsa Nielsen er aðeins 16 ára en vann fyrsta
Islandsmeistaratitil sinn í einliðaleik kvenna.
Meiðsli háðu Guðrúnu Júlíusdóttur og Elsa átti
ekki í erfiðleikum með að sigra hana.
Elsa - Gudrún
Einliðaleikur kvenna:
■ l. lota: 3:0, 3:1, 4:2, 5:3, 11:3.
■2. lota: 0:0, 11:0.
KNATTSPYRNA
Chelsea stöðvaði sigurgöngu Arsenal
Speedie gerði það.sem Rush hefurekki tekist síðustu tíu árin — að skora gegn United
ARSENAL hafði fyrir helgi ekki unnið á Stamford Bridge, heima-
velli Chelsea, í 17 ár og það varð engin breyting þar á í leik lið-
anna á laugardaginn. Chelsea sigraði, 2:1, og fyrsta tap Arsenal
í deildinni í vetur var staðreynd. Liverpool mátti þakka fyrir jafn-
tefli gegn Manchester United, 1:1, á Old Trafford á sunnudag-
inn. Arsenal og Liverpool hafa bæði hlotið 51 stig og erforskot
þeirra að minnka verulega og spennan eykst.
Graham Stuart og Kerry Dixon
gerðu mörk Chelsea en Alan
Smith gerði 16. mark sitt í vetur
er hann minnkaði muninn fyrir
Arsenal. Stuart,
sem er aðeins 20
ára, var hetja
Chelsea er hann
skoraði fyrsta mark-
ið og kom liðinu á bragðið. Hann
lék í fremstu víglínu fyrir Gordon
Durie, sem var meiddur.
„ Aftur á sigurbraut"
George Graham, framkvæmda-
stjóri Arsenal, bar höfuðið hátt
þrátt fyrir tapið. „Allt gott hlýtur
Frá
Bob
Hennessy
íEnglandi
einhvern tíma að taka endi og ég
er viss um að við komumst aftur á
sigurbraut. Ef einhver hefði sagt
við mig fyrir tímabilið að við mynd-
um ekki tapa fyrr en í febrúar,
hefði ég þakkað honum kærlega
fyrir,“ sagði Graham,
Andreas Limpar,. sænski leik-
maðurinn hjá Ársenal, lék sinn
fyrsta leik á Stamford. „Tapið þýð-
ir ekki heimsendi því enn er mikið
eftir af mótinu. Liverpool á eftir
að tapa líka,“ sagði Svíinn.
Speedie gerði það ómögulega!
Liverpool mátti þakka fyrir jafn-
teflið gegn Manchester United, 1:1,
á Old Trafford. Steve Bruce skor-
aði fyrst fyrir United úr vítaspymu
á 26. mínútu. Glenn Hysen, fyrirliði
Liverpool, sem lék nú aftur eftir
þriggja leikja bann, sló klaufalega
í boltann eftir hornspymu. Nýliðinn
David Speedie gerði síðan það sem
Ian Rush hefur ekki tekist í tíu ár
— að skora gegn United. Hann jafn-
aði leikinn á 30. mínútu með fallegu
marki. „Ég gat ekki klúðrað þessu
góða tækifæri," sagði Speedie, sem
var keyptur til Liverpool frá
Coventry í síðustu viku fyrir 650
þúsund pund.
Rétt fyrir leikslok gerðist um-
deilt atvik er Bmce Grobbelaar,
markvörður, hljóp út fyrir vítateig-
inn og stöðvaði sókn United með
því að slá knöttinn frá. Hann fékk
að líta gula spjaldið hjá dómaran-
um, en flestir voru á því að hann
hefði átt að fá það rauða. „Ég segi
ekki að Grobbelaar hefði átt að fá
rauða spjaldið. En þessi sókn hefði
getað ráðið úrslitum í leiknum og
gæti líka kostað okkur meistaratitil-
inn,“ sagði Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri United. Brian Rob-
son, fyrirliði United, var útnefndur
besti leikmaðurinn á vellinum.
Chapman meiddist illa
Tottenham, sem lék án Paul
Gascoigne, gerði markalaust jafn-
tefli við Leeds á heimavelli. Gasco-
igne fór heim af æfingu á föstudag
með hita, en á sama tíma og leikur-
inn fór fram sást til hans að snæð-
ingi á veitingahúsi í London! Lee
Chapman meiddist illa á andliti eft-
ir samstuð við Steve Sedgley strax
á 2. mínútu leiksins. Hann var bor-
inn af leikvelli og fluttur á sjúkra-
hús. Hann fékk heilahristing og
meiddist illa á andliti og missti
mikið blóð. Hann verður frá keppni
næstu tvær vikurnar að minnsta
kosti. „Ég hef aldrei verið eins
hræddur er ég sá hann liggja í gras-
inu. Ég hélt að hann væri látinn,"
sagði Sedgley um atvikið.
Stór dagur hjá Beagrie
Það var stór dagur hjá Peter
Beagrie, leikmanni Everton, á laug-
ardaginn. Hann skoraði síðara
markið í 2:0 sigri Everton á Sunder-
land. Á sama tíma var konan hans
að eignast barn. Beagrie, sem var
keyptur frá Stoke fyrir 750 þúsund
pund fyrir 18 mánuðum, hefur tek-
ið upp þann skemmtilega sið að
fara heljarstökk er hann skorar, líkt
og Mexíkaninn Hugo Sanchez. En
á laugardaginn fór hann þijú heljar-
stökk svona rétt til að halda upp á
fæðinguna í leiðinni.
Sheffield United er komið úr
botnsætinu eftir 4:1 sigur á Sout-
hampton. Sheffield skoraði öll fjög-
ur mörkin á níu mínútna kafla í
byijun fyrri hálfleiks. Bob Booker
skoraði fyrstu tvö, en síðan bættu
Hodges og Deane tveimur mörkum
við hvor.
■ Úrslit / B6
■ Staðan / B6
Michel