Morgunblaðið - 09.02.1991, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.1991, Side 1
JRo reattft Jft&iíí MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991_BLAÐ REYKJAVÍKUR- KVARTETTINN FYRSTU tónleikar hins nýstofnaða Reykjavíkurkvartetts verða haldnir í dag á vegum Myrkra músíkdaga og hefjast þeir í Áskirkju kl. 17:00. Kvartettinn skipa þau Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru einungis verk eftir íslensk tónskáld og verður eitt verk frumflutt, Sjö smámunir fyrir strengjakvartett, eftir Atla Heimi Sveinsson. ey kj avíkurkvartettinn var stofnaður í haust í kjölfar þess að Reykj avíkurborg styrkti starfrækslu kvartetts. „Kammersveit Reykjavíkur og Félag íslenskra tónlistarmanna höfðu um árabil farið þess á leit við Reykjavíkurborg að hún styrkti fjóra tónlistarmenn til að sinna starfi strengjakvartetts. Kammer- sveitin hefur í gegnum árin reynt að hafa strengjakvartett á sínum snærum en það hefur hins vegar ekki gengið til lengdar. Ástæðan fyrir því er sú að strengjakvartettar eru álitnir erfíðasta samspilsformið og þá er ómögulegt að starfrækja nema með samfelldu starfí og reglu- legum æfíngum. Á síðasta ári bár- ust svo þau gleðitíðindi að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að styrkja strengjakvartett og fyrir það erum.við og vonandi allir tón- listarunnendur ákaflega þakklát," sagði Rut Ingólfsdóttir fíðluleikari, í samtali við Morgunblaðið. Reykjavíkurkvartettinn hefur komið fram á nokkrum stöðum frá því í haust, en tónleikarnir í Ás- kirkju í dag eru fyrstu eiginlegu kvartetttónleikar hans. Á tónleik- unum verða fluttir fjórir kvartettar eftir þau Atla Heimi Sveinsson, Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel Sig- urbjömsson og Jón Leifs. Eitt verk, Sjö smámunir fyrir strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveinsson, verður frumflutt en verkið var samið árið 1960 og hefur höfundur gert á því nokkrar breytingar síðan. Reykjavíkurkvartettinn mun jafn- framt leika Sex lög fyrir strengja- kvartett eftir Karólínu Eríksdóttur en þau voru samin árið 1983 fyrir Berwald strengjakvartettinn að beiðni sænsku ríkiskonsertanna. Verkið var frumflutt; Svíþjóð sama ár og skömmu seinna á tónleikum Musica Nova í Reykjavík. Háss- elby-kvartettinn eftir Þorkel Sigur- björnsson sem fluttur verður á tón- leikunum var saminn árið 1968 að beiðni Menningarstofnunar nor- rænu höfuðborganna. Loks mun kvartettinn spila Vita et Mors eftir Jón Leifs en þann kvartett samdi Jón í minningu um dóttur sína Líf sem lést af slysförum árið 1947. Verkið er samið á árunum 1947 til 1951. Að sögn Rutar verður það eitt helsta verkefni Reykjavíkurkvart- ettsins að æfa, flytja og taka upp á geisladiska kvartetta Jóns Leifs en hann samdi þijá strengjakvart- etta og hafa tveir þeirra ekki verið spilaðir í tugi ára. „Fólk er að vakna til vitundar um hið mikilvæga hlutverk Jóns Leifs í tónlistarsögu okkar. Verk hans eru óhemjuerfið og hafa mjög lítið verið flutt en nú hefur áhugi aukist á því að kynna þau og koma þeim á plötur og það verður okkar meginverkefni næstu árin. Einnig er ætlunin að endurnýja upptökur á öðrum íslenskum kvartettum fyr- ir Ríkisútvarpið sem margir hverjir eru ekki til nema í mjög gömlum upptökum með kvartett Björns Ólafssonar. Við vonumst jafnframt eftir því að stofnun strengjakvart- ettsins verði hvatning fyrir tónskáld að semja verk fyrir strengjakvart- ett og okkur fari að berast ný verk innan skamms, því eðlilega hefur lítið verið samið af slíkum verkum þar sem enginn hefur verið til að spila þau,“ sagði Rut. „Að mínu mati er sá skilningur sem Reykjavíkurborg sýndi með þvf að viðurkenna mikilvægi starf- rækslu kvartetts fyrir íslenskt tón- listarlíf merkur áfangi og mikið gleðiefni og við munum svo sannar- lega reyna að gera okkar besta í þessu starfí," sagði Rut að lokum. STARFRÆKSLA KVARTETTS MIKILVÆGUR ÁFANGIFYRIR ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.