Morgunblaðið - 09.02.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 B 7
ATLE NÆSS:
I UPPHAFI VAR MYNDIN
ÞÝDING: SIGURJÓN GUDJÓNSSON
A ómkirkjan f Fiore var víð-
M fræg. Þegar talað var
um að rífa gömlu, lát-
lausu kirkjuna og byggja nýja,
sem betur hæfði stöðu og stærð
borgaririnar, höfðu kirkjuyfirvöld
gefið skýr lofoð um að hún yrði
falleg og tilkomumikil. í engu
skyldi sparað, beztu húsameistar-
ar skyldu teikna hana, duglegir
handverksmenn byggja hana og
úrvalsefni iagt til hennar.
Gamla kirkjan var annars ekki
rifin. Þessi einfalda áttstrenda
bygging sem þjónað hafði borg-
inni í margar aldir fékk að standa,
meira að segja varð hún sam-
ræmdur hluti hinnar nýju kirkju-
legu miðstöðvar. Að ytri einfald-
leika stuðlaði hún mjög að því að
vekja athygli á hinni nýju. Því
kirkjan skyldi taka öllum öðrum
fram, alveg sérstaklega skyldi
hún gera kirkjuna í Marrone, ná-
grannaborginni, að dvergkirkju.
Það gerði hún. í hvítum, græn-
um og rauðum marmara gnæfði
hún upp yfir öll smáhýsin í miðri
borginni, hún var meira en landa-
merki, næstum eins og opinberun,
þar sem hillti undir hana, óbifan-
lega traust og um leið merkilega
yndisfögur. Það var farið með
þetta þunga efni af þeirri snilli
að áhrifin urðu ekki íþyngjandi.
Oddbogagluggarnir bentu upp,
eggjuðu litlu mennina sem stóðu
umhverfís að líta upp, horfa til
himins.
Sömu himinsæknu áhrifín
sköpuðu tvö mest áberandi undir-
stöðuatriðin við kirkjubygging-
una. Hitt var grannur sérstæður
klukkuturn, álíka hár og glæsileg-
ur og ráðhústurninn. Ur fjarlægð
virtist hann svo rólegur og stíl-
hreinn að menn urðu forviða er
þeir komu nær og sáu skreyting-
arnar, nákvæmar skrautrendur
lágmynda sem tóku við ein af
annarri upp á við hæst í hæðun-
um. Úr því hefði getað orðið ring-
ulreið af órólegri skreytingu, eins
og fleiri þekktir meistarar hefðu
keppst við að skapa hið full-
komna. En öll atriðin runnu sam-
an í eitt tákn, eina ímynd, hvetj-
andi vísifingur sem hreyfíngar-
laus og ákveðið benti upp, benti
beint til himins.
Ennþá fegurri var tígulsteins-
rauður kúpullinn. Hann sást alls-
staðar.að úr borginni, meira að
segja utan af ökrunum og frá
þorpunum í kring. Þegar kvöldsól-
in skein á hann, var eins og hann
varpaði frá sér vörmu, mildu ljósi
innan frá. Það var risavaxin bygg-
ing, hún krýndi kirkjuhúsið með
sigrí hrósandi djörfum bogum,
með sinni fimamiklu spennu ögr-
aði hún náttúrulögmálunum og
hafði leitt að minnsta kosti einn
húsmeistarann of snemma í gröf-
ina, að því er sagt var. Hún var
stolt tákn glæsilegrar borgar, sem
engu að síður í guðrækni megn-
aði að lyfta hugum manna og
þrám upp úr hversdagsleikanum,
hátt til hæða.
Og efst á kúplinum, svo að all-
ir gætu séð það, til þess að það
gæti varpað geislum sinum yfir
alla borgina, án þess að verða
nokkurs staðar fyrir minnstu
hindrun, var spengilegt krosslaga
loftnet. Það var svæðissjónvarp
Stöðvar M sem sendi út þaðan,
afbragðs staðsetning miðað við
útsendingartækni og um leið v
áhrifamikið tákn um mikilvægi
og orku félagsins. Það var engin
launung að dómkirkjan var að
nokkru leyti byggð fyrir fé frá
Stöð M — jafnvel þungir auka-
skattar sem ámm saman höfðu
verið lagðir á til byggingarinnar
nægðu ekki. Borgarsamfélagið
eitt gat ekki greitt til fulls svo
guðdómlega byggingu, fjármunir
kirkjunnar sjálfrar voru að visu
miklir en til svo stórkostlegs verk-
efnis nægðu ekki einu sinni þeir.
Fyrir ofan aðalinnganginn var
stór flötur í hvítum marmara með
greypta áletran í fagurrauðum
marmarabókstöfum: «1 upphafi
var myndin.»
takendur geta bjargað sér í hita
baráttunnar. Mikilvægast er nota-
gildi málsins sem skemmtiatriðis.
I borginni Fiore eru nefnilega
kosningabaráttur og spurninga-
þættir eins vinsælar á skjánum og
aftökur og kynmakasamkeppni.
Bókin lýsir því hvernig sjón-
varpið braskar með draumóra og
angist fólks og telur því trú um
að «í upphafi var myndin». Einnig
fjallar hún um möguleika mennta-
og listamanna til að sporna á
móti þessari þróun og um skilyrði
ástarinnar í þvílíku «klámkenndu»
samfélagi. Meginhugmynd hennar
eru samskipti á milli valds, miðlun-
ar, listar og ástar.
Höfundur sviðsetur þannig í
borginni Fiore það sem í raun
gerist í samfélagi okkar. í borg-
inni mætast menn og skoðanir.
Þar fæðast nýjar hugmyndir og
borgin verður því vettvangur sam-
fylkingar og einhugs. En þegar
fjölmiðlar ná völdum grafa þeir
undan einhugnum, því að menn
einbeita sér hver um sig að því
sem gerist á skjánum. .
Meðal hátindanna í bókinni er
lýsingin á glæsilegum byggingum,
veitingahúsum, verslunum, mjóum
götum og tignarlegum torgum
borgarinnar Fiore. Hún gefur frá-
sögninni líf og ber vott um menn-
ingarsögulega þekkingu og innlif-
un höfundarins í framandi and-
rúmsloft. Fyrirmyndin er Flórens,
þar sem dómkirkjan með hvolfþak-
ið og klukknaturninn, torgin og
gamla brúin með gullsmiðabúðirn-
ar era umhverfi atburðanna. Hér
ríkir iðandi mannlíf: þjórandi
námsmenn, iðnir verkamenn,
stressaðir og glæsilegir kaupsýslu-
menn, virðulegir klerkar, kátir
lausingjar, götusalar, mangarar
og vændiskonur setja svip sinn á
götulífið. «Borgin var grundvöllur-
inn, upphafið en frásögnin þurfti
að ná yfir miklu meira,» fullyrðir
Dan.
«Frásögnin átti að rísa úr orðum
eins og dómkirkja rís hægt og bít-
andi úr glundroða ósléttra steina
og steypublöndu, þar sem enginn
nema byggingameistarinn kemur
auga á skipulag og samhengi.»
En við fáum einnig að vita að
skammt frá þessari miðaldaborg
er tilraunastöð fyrir þróun kjarna-
vopna, en þar starfar útlaginn Dan
sem upplýsingafulltrúi um skeið.
Frásögnin sem hér er getið, er
endurminningabókin sem Dan er
að semja í útlegðinni. Hún á að
fjalla um hvaða áhrif orðin hafa
á tilfinningarnar og raunveruleik-
ann sem þau tjá, og hvað gerist
þegar ástríða og ákafi verða skáld-
skapur. En mikið er einnig fjallað
um vanmátt listarinnar og van-
hæfni orðanna: er yfirleitt hægt
að blása nýju lífi í glataða ást með
því að snúa henni í ljóð? Dan
metur þó orðið myndinni æðra,
lögmál valdsins eru þar með undir-
gefin listinni. Að hans mati er
verkefni bókmenntanna að skera
upp herör gegn vanmætti tungu-
málsins með því að endurskipu-
leggja það, taka það i sundur og
setja það aftur saman «í nýjar,
stórar frásagnir». «Frásögn hans
þurfti að vera nógu öflug til að
halda Bea(trice) fastri, henni sem
lá þarna inni á spítalanum og
svitnaði síðasta lífsmarkinu um
svitaholurnar opnar af hitasótt-
inni. Einnig átti hún að verða raft-
ur sem rofíð gæti múrinn umhverf-
is heimaborgina og hleypt honum
inn aftur.»
Frásögn Dans «fjallaði stöðugt
um vald orðsins, um menn sem
beittu vilja sínum í því skyni að
lýsa og skilja, til þess að brýna
sljó vopn tungunnar, tilviljana-
kenndar og klunnalegar afurðir
amsturs kynslóðanna, og beita
þeim í ofsalegum bardaga í heil-
agri særingu einhvers miklu
stærra, í harðri baráttu gegn fá-
tækt og volæði, fyrir daglegu
brauði, oliu og víni».
Aflið sem hrærír er ekki síst
bók um útlegð í fyllstu merkingu
þess orðs og um þrá eftir glataðri
sælu. Fyrir Dante var ástin á
«ímyndinni Beatrice* driffjöðrin,
en hún endurspeglar eiginlega
«aflið sem hrærir», þ.e.a.s. Guð.
Atle Næss breytir þessu í almenna
mannlega löngun eftir samskipt-
um við hverfula hluti, sem okkur
er öllum áskapað að missa. Bókin
segir frá því hvernig hægt er að
komast yfír aðskilnaðinn með því
að leita uppi annars konar sam-
stöðu, t.a.m. með því að fást við
listir eða vísindi. Þetta er reyndar
lausnin fyrir Dan Pellegrini eins
vel og fyrir Dante Alighieri.
Stílsamruni og afnám rökréttr-
ar söguþróunar einkenna skáld-
sögu Atla Næss, og hún er ef til
vill besta póstmóderníska bókin
sem hefur verið skrifuð í Noregi
á 9. áratugnum. Önnur öndvegis-
verk af þessu tagi eins og Homo
Falsus (1984) eftir Jan Kjærstad
og Det 7. klima (198<j>) eftir Kjart-
an Flegstad fjalla með svipuðum.
hætti um hultverk orðs og tungu
á öld myndmálsins, en Aflið sem
hrærir sker sig úr með því að vera
meira hrífandi, samþjappaðri og
síðast en ekki sist mun auðlesn-
ari. Þetta er sennilega mikilvæg-
asta skáldverk sem kom út í Nor-
egi árið 1990.
Höfundur er sendikennari ínorsku
við Háskóla Islands.
Leikið á liti og hljóðfæri
- á sýningu Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur í Hafnarborg
í HAFNARBORG í Hafnarfirði er allt fullt af hljómlistarmönnum.
Þeir sitja og standa, stakir eða í hópum; með fiðlurnar sínar, sellóin
og hörpur. Ekkert vantar nema tónlistina sjálfa. Reyndar hvein vind-
urinn í þaki hússins fyrr í vikunni og listakonan sló taktinn með
hamrinum þar sem hún var að hengja upp þessi litskrúðugu mál-
verk. Af hljóðfæraleikurum. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir opnar í dag
sýningu á þessu samspili lita, hljóðfæra og manna. Og við opnunina
verður leikin tónlist.
Rut Rebekka segist hafa verið
sein af stað í listinni. „Ég
gerði að vísu nokkrar til
raunir til að byija að læra
en gafst alltaf upp. Fór svo í Hjúk-
runarskólann, gifti mig og eignaðist
þijú börn. En löngunin í listina var
alltaf til staðar, ég held ég hafi bara
alltaf verið hrædd við verkefnið. Þeg-
ar börnin vora komin, og maður
hafði þroskast, þá fór ég kannski að
hafa meiri trú á sjálfa mig. Eftir að
þriðja barnið fæddist sagði ég upp
vinnunni og fór að mála, án þess að
hafa lært nokkuð. Upp úr því byij-
aði ég að fara á námskeið, í Myndlist-
askóla Reykjavíkur, og að lokum í
Myndlistar- og handíðaskólann. Þá
var ég orðin alveg ákveðin í að gera
þetta að mínu starfi.
Ég útskrifaðist úr málaradeildinni
1982, og kom mér strax upp vinnu-
stofu. Hef unnið óslitið síðan - þetta
er mín áttunda einkasýning.“
- Myndefnið vekur strax athygli,
allir þessir hljóðfæraleikarar. Þig
hefur kannski dreymt líka um að
spila á hljóðfæri?
„Jú, þegar ég var lítil stelpa
dreymdi mig um að verða söngkona.
Ég ætlaði nú líka að verða leikkona
- og lærði að spila á píanó. En í
öllu þessu, og myndlistinnþ einnig;
þarf að aga sjálfan sig. Árangur
næst ekki nema með töluvert mikilli
vinnu. Sem unglingur og ung kona
held ég að ég hafi ekki haft mögu-
leika eða getu til að gera það. Eftir
þrítugt var lífið orðið öruggara og
maður sjálfsagt eitthvað þroskaðri."
- Þú málar tónlist.
„Núna já. Ég byijaði ekki strax á
því. Ég var, og er, alltaf að leita.
Var að leita að formi fyrir litinn.
Liturinn höfðar mjög sterkt til mín,
og þó þetta séu fígúratívar myndir,
þá era þær byggðar á litnum fyrst
og fremst. Manneskja og hljóðfæri
hafa rnér alltaf þótt mjög falleg sam-
an. Ég hef alltaf sótt tónleika, og
hrífst af því hvað manneskjan er ein-
læg þegar hún er að spila; öllu er
kastað burtu til að þjóna tónlistinni.
Þetta er skylt vinnu málarans: hann
verður að kasta öllu öðru burtu með-
an hann málar - má varla hugsa.
Þarf að kafa inn a við, bijóta sér
leið inn í verkið. Ég byija kannski
með hugmynd að formi, eða á einum
lit, en eftir það kallar framhaldið á
önnur viðbrögð. Myndin sjálf tekur
völdin. Og maður heldur áfram,
þangað til dæmið gengur upp.“
- Þú vinnur ekki bara í olíuliti,
ert líka með vatnsliti og grafík.
„Það eru oft skyssur að málverk-
unum. Myndefnið þróast áfram í
þessum miðlum, en hver þeirra kallar
á ólíkar áherslur. Þótt fígúran sé sú
sama kallar efnið á mismunandi túlk-
un.“ ^
- í málverkunum eru sterkir og
stórir litfletir. Þú ert ekkert smeyk
við að tefla öllum þessum litum sam-
an?
„Nei, eg elska það!
- Og þú leikur þér mikið með að
flétta saman línum mannslíkamans
og hinum mjúku formum hljóðfær-
anna.
„ Ég hef líka málað píanóleikara
og söngvara, en það er alltaf
skemmtilegra þegar hljóðfærið er í
fangi þess sem spilar á það. Þessi
hljóðfæri eru svo einstaklega falleg
í laginu.
Þegar tónlistarfólk spilar tekur
maður eftir því að það er mismun-
andi hvað hljóðfærið er stór hluti af
því. Stundur virðast þau óaðskilj-
anleg. Þau eru kannski búin að þróa
sig saman í mörg ár og líf þeirra er
ein heild."
- Ferðu og skyssar tónlistarfólk á
æfingum og tónleikum?
„Já, já. Eg er oft með blað með
inér og skyssa. Ég var nú með fastan
miða í Sinfóníunni í mörg ár og sat
alltaf á sama staðnum, með sömu
Rut Rebekka Sigurjónsdóttir
kariana við hliðina á mér. Það var
mjög gott, þeir voru orðnir vanir
þessu. Margar myndanna nú á sýn-
ingunni eru einmitt unnar eftir skyss-
um sem ég gerði úr þessu sæti.
Mig var farið að vanta myndir af
hörpuleikara; harpan er svo afskap-
lega tígulegt hljóðfæri þar sem hún
stendur upp úr hljómsveitinni. En
hún er alltaf svo aðþrengd á tónleik-
um að ég hef aldrei getað teiknað
hana almennilega. Svo sá ég í haust
ljósmynd af Kammersveit Reykjavík-
ur, og þar var hörpuleikari með. Ég
hringdi strax í hana og-spurði hvort
ég mætti koma að teikna og þá var
ein æfing eftir. Það var sjálfsagt
mál og ég mætti og teiknaði eins og
ég gat; fímm skyssur af hörpuleikar-
anum einum. Síðan fór ég heim og
málaði fullt af málverkum og gerði
grafíkmyndir!"
- Þetta eru ekki portrett, myndir
af tónlistarmönnunum sem einstakl-
ingum.
„Alls ekki. Ég forðast það eins og
ég get. Ég vona að það sé frekar
partur af mér í þessum myndum en
einhveijum öðram.“
- Þú heyrir ekkert í hljóðfæraleik-
urunum þegar þú málar þessar
myndir?
„Nei, sumir þykjast nú heyra eitt-
hvað slíkt, en þegar ég er að mála
þá sökkvi ég mér bara í verkefnið,
og lokast inni í því.“
-efi