Alþýðublaðið - 03.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1920, Blaðsíða 2
ÁLÞÝÐUBLAÐIÖ ]ón jjínsson ýílils, sagnfræöingur. Djúpt hefir ættjörð vor enn fengið sár; eldheit um þjóðarkinn falla því tár. Fyr en oss varði, er frbða Jóns leið farin til enda og burt hlaupið skeið; fljótlega varla það fyllast mun skarð, er fráfall við kempunnar nanfrægu varð. Hann breytti oft móum í blómskrýdda grund, í brosandi vonarskin sérhverri und; hann stormunum sneri í bliðviðris blæ, og bárunum tryltu í lognsléttan sæ, en gremju og ofsa í gleði og ró, þvi gieði frá barnssál í penna hans hló. Fróði jón vék burtu af fræðimanns stól; fræðslu- af -himni um leið hné björt sól, — sól, sem að menningar- leiddi frá -iind lífsstraum, er skapaði heilbrigða mynd; í þjóðfélagsheildinni þroskaði sái, þróttar og framsóknar vel hvesti stál. Fróði Jón vikinn í friðarheim er, en frumgróði verka hans enn geymist hér. Alt, sem hann skráði, bar augljósan vott um atorku' og skarpskygni — hitt rak hann brott, því öfgar og fjölmælgi einskis hánn mat, aldrei því rúm léð á psppírnum gat. Jón Jónsson Ausímann. £ Æfgga*©ið®.la blaðsins er í 'Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræfi og Hverfisgötu. Sfmi 088. Auglýsingum sé skilað þangað •ða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær •iga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein !ír. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Hvers vegna örfhendur? í Alþbl. 29. f.m. er skýrt frá því, að franskur læknir hafi fundið or- sök þess að menn eru örfhendir. Sömu skýringu eða tilgátu og þessa heyrði eg þegar eg var ungl- ingur, af gamalli konu í Bornarfirði. Um aldamótin las eg í dönsku riti (Naturen og Mennesket, ef eg man rétt) þessa sömu skýringu, og var fyrir henni borinn íslenzk- ur maður, þáverandi prestaskóla- kennari Eiríkur Briem. Sennilegt þykir mér að hundr- uð manna víðsvegar um lönd á ýmsum tfmum hafi gert þessa sömu athugun. En athugunin er að öllurn iík- indum ekki rétt. Fleiri mæður munu bera börnin á vinstri hand- legg en hægri, af þeirri einföldu ástæðu, að hægri höndin er tam- ari til þeirra handtaka, sem óhjá- kvæmilegt er að gera meðan barn- ið er á handlegg. Ætti því meiri hluti manna að verá örfhendur, ef þessi værí ástæðan. Eg hefi gert nokkrar athuganir, sem virðast ósanna þessa tilgátu Frændkona mín ein á 6 börn. Eitt þeirra, það 3. í röðinni, er örfhent. Aðra konu þekki eg sem á S börn. Það 4. í röðinni erörf- hent. Kona mín á 5 börn. Það fyrsta í röðinni er örfhent. Allar þessar mæður hafa fóstrað börn sín sjálfar. Engin þeirra hefir nokkru sinni haft vinnukonu til aðstoðar við heimilisverk, því síð- ur sérstaka barnfóstru. Engin þess- ara mæðra kannast við að hafa breytt um aðferðir við umönnun barnanna. En hver er þá orsökin? Menn ættu að spreyta sig á að leita að henni. Þessu efni er svo háttað sem fjöldamörgum öðrum, að ólærðir menn geta hæglega fundið þann sannleika sem dylst fyrir prófess- orum, ef þeir aðeins nenna að hugsa og hafnst að, og ef þeir af- neita þeirri almennu og skaðlegu trú, að vitsmunir og lærdómstitiar sé eitt og híð sama. P. G. G. Útrýming rottn. Það blandast víst fáum hugur um, að rottur eru mestu skaðræð- isgripir. Og verður ekki með töl- um talið það tjón sem hlý£t af þeim, beiniínis og óbeinifnis. Hér í Reykjavfk hefir verið hafist handa eins og menn vita, og er búist við góðum árangri af herferðinni. En auðvitað er árangurinn mjög kominn undir almenningi, að hann geri sitt ítrasta til þess að ver»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.