Alþýðublaðið - 03.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1920, Blaðsíða 1
O-efið' tit af ik.lþýön^olckiiL'M.siSo 1920 Miðvikudaginn 3 nóvember. 253 tölubl. jfuðnlishrtnpr og verklýlsféiðg Hafa hvorutveggju sama tiíverurétt? 1. í öllum méntalöndum álfunnar er nú fyrir löngu viðurkendur réttur verkamanna til þess að mynda félagsskap til að bæta kjör sín, með því að gera samtök til þess að hækka vinnukaupið, eða á annan hátt. En þetta hrfir ekki verið þann- ig ætíð, og það er ekki nema lið- lega öld síðan verkamaður nokkur í einu nágrannalandi voru var hálshöggvinn fyrir þá sök eina, að hann stóð fyrir því, að verkamenn gerðu samtök um að heimta lítils- háttar hærri laun. Og í Rússlandi var allur verðlýðsfélagsskapur bannaður, þar til svívirðingu Norð- urálfunnar, rússnesku keisarastjórn- inni, var hrundið frá völdum, árið X91;. En hvernig hefir þá verkiýður- inn fengið viðurkendan þennan sjálfsagða rétt sinn til þess að mynda félagsskapf Hefir það fengist með góðu, fyrir sanngirni þeirra, sem stjórnað hafa löndun- umf Óaei,s það er aðeins gegnum langvinna baráttu verklýðsins, að hann hefir öðlast þennan rétt, því alstaðar hefir auövaldið verið á varðbergi að gæta þess, að verk- týðurinn fengi sem minst af þeim xétdndum í sínar hendur, sem gæti orðið til þess, að hann bæri meira úr býtum, því það var sama sem það, að þeir ríku græddu þeim ®un minna. Það er eftirtektarvert, að þó Verklýðnum hafi verið bannaður félagsjskapur til. þess að hækka kaupið, þá hefir atvinnurekenduni nldrei í neinu landi verid bann- nður félagsskapur til þess að halda kauþinu niðri. Hvernig stendur nú á þessuf ^r þag af þvf, ag málstaður at- Vinnurekendanna, að halda niðri kaupinu, sé betri en málstaður verklýðsins, um að hækka þaðf Ónei, það er blátt áfram af þvf, að það eru í öllum löndum þeir ríku, sem í raun og veru ráða, þrátt fyrir svonetnt þingræði. Því í öllum löndum, sem ekki eru beinlínis verklýðsveldi, nær ein- hver taug auðvaldsins upp í þing ið og stjórnarráðið (og mun í annað sinn skrifað um hvernig slíkt getur átt sér stað). II. Það er eigi sjaldgæft að heyra atvinnurekendur eða millistéttar- menn segja eitthvað á þá leið, að þeir séu nú ekki á móti því, að verkalýðurinn hafi með sér fé- lagsskap, en það sé engu að sfður nauðsynlegt (fyrir þjóðina?) að at- vinnurekendur hafi með sér öflug samtök; tala með öðrum orðum eins og hér sé um tvo jafn rétt- háa aðilja að ræða. En eiga hvorutveggju aú í raun og veru sama rétt á sér, félög, sem verkalýðurinn myndar í þeim tilgangi að bæta kjör sín, meðal annars með þvf að hækka kaupið, og félög, sem atvinnurek- endur gera með sér, til þess að halda kaupinu niðri? Áður en við svöium þessari spurningu, verðum við að gera okkur ijóst, svona í stórum drátt- um, hvað er gotfc og rétfc í þjóðfélagsmálum, og hvað er ilt og rangfc. Gott og rétt verðum við þá að kalla það sem eykur gleðina, ánœgjuna og heilbrigðina, með öðrum orðum, það sem eykur lífið í landinu, það sem miðar að þvf að gera sem flesta íslendinga ánægða og heilbrigða. 111 og rangt kölium við aftur á móti það, sem verkar á þann hátt, að það dregur úr þessu. En er við höfum athugað þetta verður bersýnilegt, að verklýðsfé- lögin annarsvegar, og auðmanna- hringar atvinnurekandanna hins- vegar, geta ekki verið jafn rétthá- ir siðferðislega séð. Því eftir því sem verklýðsfé- lagsskspurinn tekst betur, eftir þvl verður kaupið hærra, lífsnauðsynj- ar, svo sem húsnæði, fæði, klæði o. a. ódýrara, og skattarnir lægri sem á almenningi hvfla. Með öðr- um orðum: Því meiri framgahg sem félagsskapur verkalýðsins hef- ur, því meira eykst gleðin, ánægj- an og heilbrigðin hér hjá okkar fámennu íslensku þjóð. Hinsvegar er bersýnilegt, að því áhrifameiri sem félagsskapur auð- manna er, eg því betur sem þeim tekst að halda niðri verkakaupinu, eða velta skattabirgðinni af sér yfir á almenning, því minni verð- ur gleðin, ánægjan og heilbrigðin hjá þjóðinni í heild sinni. Verklýðsfélagsskapurinn hvílir því á sterkum siðferðislegum grundvelli, en félagsskapur meðal auðmanna er miðar í öfuga átt við verklýðsfélagsskapinn vantar gersamlega þennan siðferðisgrund• voll, og á þetta jafnt við um fé- lög til þess að halda kaupinu niðri eins og t. d. Botnvörpu* skipaeigendafélagið hér, eða íé- lag Morgunblaðseigendanna, enda munu hinir síðarnefndu hafa þetta á tilfinningunni, því annars mundu þeir ekki reyna að halda nöfnum sfnum leyndum, en svo sem kunn- ugt er neitaði Morgunblaðið um daginn að birta nöfn þeirra. Clemenceau á tígrisáýraTeiðum. Ciemenceau gamli er nú á tígr- isdýraveiðum suður á Ceylon. Hann hefir eins og kunnugt er verið kallaður „tígrisdýrið“, og vill máske með þessu tígrisdýradrápi sínu sanna máltækið, að frændur séu frændum verstir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.