Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 2
2 B MQRGWPLAÐIEl FÖ$TUDAGU{1 8. ,MARZ,],991 STIGAMOT ÞAÐ VAR fyrir nákvcemlega einit ári sem miöstöö fyrir konur og börn sem oröiö hafa fyrir kynferöis- legu ofbeldi, var opnuö í húsakynum Hlaövarpans viö Vesturgötu 3 í Reykjavík. Miöstööin hlaut nafniö Stígamót og aöstandendur voru þeir aöilar sem saman mynduöu Samtök kvenna gegn kynferöislegu ófbeldi. AÖilar sem gerött sérgrein fyrir nauÖsyn þess að veita þolendum kynferÖisofbeldis og aÖstandend- um þeirra ráögjöf og leiöbeiningu ífyllsta trúnaÖi, öllum að kosinaðarlausu og skuldbindingalaust. Hvort þessir aöilar geröu sér hins vegargrein fyrirþví hve margir myndu leita til Stígamóta er ólíklegt, því á einu ári hafa alls 250 einstaklingar leitaö þangaö, eins og kemur fram annars slaÖar hér á opnunni. Við lögöum leiö okkar í Stigamót og hittum þar aö málifjórar slarfskonur, þœr Björk Vilhelmsdóttur, Ásgerði Siguröardóttur, Sigurjónu Kristinsdóttur oglngibjörgu Guömundsdóttur. | ál þau sem berast til Stíga- móta eru af margvísleg- um toga, en að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, hefur eðli þeirra nokkuð breyst frá því sem gerðist í byrjun. Þá var einna mest um að konur leituðu til Stígamóta sem höfðu orðið fyrir sifjaspelli eða öðru kynferðisofbeldi í bernsku og voru að takast á við það og afleið- ingarnar mörgum árum síðar. Fleiri mál á kærustigi „Núna er áberandi meira um mál sem eru á kærustigi, hvort heldur er um að ræða nauðgunar- mál eða sifjaspellsmál," segir Björk og bendir ennfremur á að sem betur fari séu augu kvenna og annarra sífellt að opnast betur fyrir því að leita aðstoðar á hvaða stigi sem málið er. „Þó verðum við ennþá varar við að konur halda að þeirra saga sé ekki nógu Ijót og gróf til að þær eigi rétt á að leita hingað eftir aðstoð. Það er hins vegar aldrei of oft ítrekað að það er aldrei of snemmt að leita að- stoðar þegar kynferðisofbeldi er annars vegar." „Við sjáum greinilegan mun á þessu hvað varðar nauðgun, núna er ekki óalgengt að konur séu bún- ar að leita hingað mjög fljótt eftir að nauðgun átti sér stað, jafnvel strax daginn eftir," segir Ásgerð- ur. Þeim ber saman um að farið sé að örla á skilningi og viðhorfs- breytingu hvað nauðgunarmálin varðar í þá átt að nauðgun, eins og aðrir kynferðisglæpir, geti aldr- ei verið á ábyrgð annars en þess sem glæpinn fremur, en samt sé langt í land. Bara „ókunnugir" sem nauðga „Þó heyrum við stundum talað um inninauðganir annars vegar og útinauðganir hins vegar, eins og það sé stór munur á hvort verkn- aöurinn er framinn inni á heimili eða úti í húsasundi. Nauðgunin sé þá eitthvað minni eða ómerkilegri ef hún gerist innandyra, einfald- lega vegna þess að nauðganir á t.d. heimilum eru oftar en ekki framkvæmdar af manni ser konan þekkir," segir Ingi- björg Guðmundsdóttir „Þetta helst í hendur við fordóma sem við verðum oft varar við bæði hjá kon- um og körlum, að nauðg- arar geti ekki verið menn sem „venjulegar“ konur þekkja, hvað þá treysta. Og svo eru auðvitað þeir for- dómar að það eru ekki „konur eins og við“ sem er nauðgað. Allt þetta leggst á eitt og útkoman er sú að fjöldi kvenna sem er nauðgað þor- ir ekki að ræða málið við neinn, þorir ekki að kæra glæpinn, heldur situr uppi með sektarkennd og sjálfsásakanir á borð við: Ef ég hefði bara verið heima, ef ég hefði ekki talað við hann, ef ég hefði gert þetta og ef ég hefði ekki gert hitt ... Staðreyndin er sú að það er engin ákveðin tegund kvenna sem er nauðgað og það er enginn ákveðinn tegund af körlum sem nauðgar. Ekki fremur en að það er engin ákveðin tegund af körlum sem beita börn kynferðisofbeldi. En allir þessir fordómar og þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir sem fólk gerir sér leggjast á eitt með að erfiða þolendum og aðstand- endum þeirra. Við heyrum oft setn- ingar frá mæðrum eða öðrum að- standendum barna sem eru fórn- arlömb kynferðisofbeldis sem hljóma á þessa leið: Ég hef talað allra hæst um að það eigi að birta myndir af kynferðisglæpamönnum í blöðum ... þar til ég stóð frammi fyrir því að hann var einn af þess- um mönnum." Sigurjóna ítrekar þessa stað- reynd með þolendurna og bendir á að í sjálfshjálparhópunum um nauðgun er að finna konur sem eiga ekkert sameiginlegt hvað varðar stétt eða stöðu, annað en að vera konur sem hefur verið nauðgað." Nauðgun í hjónabandi „En svo má heldur ekki Ifta fram- hjá því,“ segir Björk, „að það eru ekki allar konur sem vilja líta á sig sem þolendur nauðg- unar, kannski fyrst og fremst vegna þess að í þeirra huga er nauðgun atburður sem gerist í húsasundum. I samræðum við þolendur er oft sem tala um „óþægilegar samfarir" eða „erfiða kynlífsreynslu". Þetta viðhorf hjá þolendum kemur mjög berlega í Ijós þegar um er að ræða nauðgun í hjónabandi. Mörgum konum finnst erfitt að horfast í augu við að nauðgun getur átt sér stað hjónabandinu. Það er staðreynd sem virðist seint ætla að verða viðurkennd, ekki bara af almenningi, heldur einnig réttarkerfinu. Við höfum lagt áherslu á breytingu við 194 grein hegningar- laganna þannig að hún taki Hvað gerðir einnig til þess möguleika að of- beldismaðurinn geti verið eigin- maður þolanda, en sem stendur gera lögin ekki ráð fyrir þeim mög- uleika." Erfitt að ná til ungra stúlkna — Hvað um ungar stúlkur, eru þær óhræddar við að leita til ykkar eftir nauðgun? „Nei, við vitum að það er oft mjög erfitt að ná til ungra stúlkna sem hefur verið nauðgað. Yfirleitt er skömmin svo mikil að þær ætla bara að gleyma málinu og láta eins og það hafi aldrei gerst. Sem er ekki eins auðvelt og það hljómar. Sjaldnast koma þessar ungu stúlk- ur af eigin frumkvæði, heldur er það einhver annar, oft vinkona eða móðir, sem bendir þeim á að það sé eðlilegt að leita sér aðstoðar og að þær eigi fullan rétt á því. „Sjálfsásakanir á borð við af hverju var ég að drekka, af hverju var ég ekki heima, heyrast mjög oft frá ungu stúlkunum," segir Ásgerður, „og því miður endur- speglast viðbrögð umhverfisins oft í þeim orðum. Margar þessara stúlkna hafa litla eða enga kynlífs- reynslu og eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því að nauðgun hefur mest lítið með kynlíf að gera. Svo má heldur ekki gleyma því að stundum hafa stúlkurn- ar verið jafn- framt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.