Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR i8. MARZ, 1991
& n
Úr dagbók
barnastarfsmanns
karlmanna, sem beita konur sínar
ofbeldi, virðast kynmök vera tákn
um sátt og fyrirgefningu. Því er það
nánast hefð að ofbeldi Ijúki með
samförum, hvort sem konunni líkar
betur eða verr. Það virðist nánast
vera hefð, að karlmaðurinn iðrist
og biðji fyrirgefningar þegar ofbeld-
iskastinu lýkur, jafnframt því að
ausa ástarjátningum yfir konuna.
Og krefjist fyrirgefningar frá henni.
Hann hefur niðurlægt sig og sagt
„fyrirgefðu" við konuna og það
minnsta sem hún getur gert er að
gleyma, segir Else. Flestar konur
gera það líka og nefna ekki oftar
það sem gerst hefur. í rannsókn
Else bar konunum saman um að
ofbeldi lyki með kynlífi, en margar
sögðu það líkjast fremur nauðgun
en eðlilegu samlífi hjóna.
En þótt ofbeldi Ijúki með samför-
um og ekki sé meira um það tilvik
rætt, er málið sjaldnast búið þar
með. Það er oftast í biðstöðu þar
til ofbeldi kemur upp á nýjan leik.
Áhrif og afleiðingar ofbeldis eru
mismunandi, en þeir, sem starfa
að málefnum þoolenda eru sam-
mála um að algengustu afleiðing-
arnar séu niðurbrot á persónuleika
konunnar, hún missi alla trú á sjálfa
sig og möguleika sína á sjálfstæði.
Else kemst svo að orði í bók
sinni: Hjá sumum konum er um
aukningu sjúkdóma að ræða, fyrir
utan áverka þjást þær af langvinn-
um sjúkdómum, aðallega í melting-
arfærunum og móðurlífi. Aðrar
þjást af þunglyndi og fá jafnvel
meðferð við því, án þess að nokkru
sinni sé minnst á ástæðuna, þ.e.
ofbeldið.
Andlegir eða líkamlegir sjúkdóm-
ar eru gróf einkenni og það er langt
því frá að allar konur bregðist við
með þeim. Mörgum konum tekst
að halda andlitinu með því að af-
neita ástandinu, nema rétt á meðan
á því stendur. En hætt er við að
þær fari jafnframt að afneita öðrum
vandamálum í lífi sínu og hætti
smám saman að skynja þau.
Niðurlægingin og óttinn
Engin kona kemst ósködduð í
gegnum ofbeldissambúð. Það sem
þær eiga allar sameiginlegt er nið-
Kona nr. 144 kom inn í dag
ásamt þremur börnum, eins
árs, þriggja ára og átta ára. Hún
á að baki 4 ára sambúð með
manni, sem hefur beitt hana lík-
amlegu ofbeldi í a.m.k. tvö ár.
Hann hætti
aðvinnafyrir
þremurmán-
uðum og hef-
urverið
heima síðan.
Maðurinn er
mjög afbrýðisamur og víkur
varla frá henni. Að undanförnu
hefur það færst í vöxt að hánn
gangi í skrokk á elsta barninu
(sem nr. 144 átti áður) og segir
144 að það hafi orðið til þess
að hún ákvað að fara að heim-
an. Hýn laumaðist að heiman
meðan maðurinn svaf og hefur
því nánast ekkert meðferðis (sjá
aðkomuskýrslu). Hún óttast
mjög að hann reyni að hafa upp
á dvalarstað þeirra og því er
ekki ráðlegt að börnin séu mikið
úti við. Nr. 144 er mjög kvíðin
og hrædd, en börnin virðast
ætla að aðlagast vel. Þarf að
taka barnaskýrslu sem fyrst.
Vegna þrengsla í húsinu þarf
nr. 144 og börn hennar að vera
í leikherberginu.
Nr. 140 fór i viðtal á Félags-
málastofnun í dag. Féló ertilbú-
in til að aðstoða hana við
greiðslu á húsaleigu, svo nú fer
hún að líta í kringum sig. Jafn-
framt þyrfti hún að fara að
skoða betur möguleika á starfi
urlægingin og óttinn, óttinn sem
stundum getur orðið nær óbærileg-
ur. Upphafiega er það óttinn við
manninn, en óttinn færist með tím-
anum yfir á nær allt líf konunnar.
Meðal þess sem viðheldur óttanum
er að ekki er hægt að spá fyrir um
ofbeldið eða hvað veldur því og þar
með ekki hægt að fyrirbyggja.
Síðasta einkennið er einangrun-
in. Venjulega hefst hún strax í til-
hugalífinu með því að parið dregur
sig úr fjöldanum og vill vera útaf
fyrir sig. Þar með missir konan
tengsl við vini sína og seinna meir
dregur hún líklega úr samskiptum
við fjölskyldu sína til að halda frið-
inn. Afbrýðisemi er áberandi i þess-
um samböndum og hún breiðist
með tímanum yfir allt líf konunnar.
Karlmaðurinn vill hafa stjórn á sem
flestum þáttum lífs hennar.
Börn, óttinn og ógnin
Rannsóknir Else Christensen
hafa beinst að fleiri aðilum en ein-
ungis konum sem dvelja í kvennaat-
hvörfum. Hún gerir m.a. grein fyrir
rannsóknum sínum á áhrifum heim-
ilisofbeldis á börn og kemst að
þeirri niðurstöðu að heimilisofbeldi
hafi mikil áhrif á persónuleikamótun
barna. Hún bendir á að ekki sé
nauðsynlegt að börn verði vitni að
líkamlegu ofbeldi til að slíkt gerist,
þau skynji ótta og niðurlægingu
móðurin.nar og ógnina sem stafi af
föður sínum. Else segir m.a. svo:
Margt bendir til þess að drengir
sem alast upp við þessar aðstæður
beiti konur sínar ofbeldi þegar þeir
verða sjálfir fullorönir. Hins vegar
eru áhrifin á stúlkurnar óljósari,
þótt vitaskuld hljóti svona reynsla
að móta kynhlutverk þeirra.
Það sem veldur börnum mestri
vanlíðan er öryggisleysið og óttinn
ásamt þeirri togstreitu sem mynd-
ast gagnvart föðurnum, sem getur
verið þeim svo góður, en móðurinni
svo grimmur. Eiga þau að reiðast
honum sem kemur svona fram eða
eiga þau að reiðast móður sinni
sem lætur þetta viðgangast, spyr
Else.
Reyndar eru aðstæðurnar ekki
alltaf þannig að einungis mæðurnar
verði fyrir ofbeldi. í kvennaathvörf-
og gæslu fyrir börnin.
Maður 134 hringdi tvisvar í
dag. Hann er ákaflega reiður út
í Kvennaathvarfið og telur kon-
una sína vera hjá okkur á röng-
um forsendum. Hann heimtar
að sækja hana strax, enda eigi
hún ekkert erindi til okkar. Hún
neitar alfarið að ræða við hann.
Nr. 137 segist nú vera tilbúin
til að fara með dóttur sína 137a
í viðtal í Stígamót. Anna í sjálfs-
hjálparhóp um sifjaspell ætlar
að taka á móti þeim á morgun
kl. 14 og tala við 137a.
Nr. 139 er að velta þvífyrir
sér að fara aftur heim. Sagði
henni að við gætum ekki mælt
með því að hún færi með börn-
in í óbreytt ástand. Barnastarfs-
maður þarf að ræða þetta við
hana við fyrsta tækifæri. . .
Kona, sem býr norður í landi,
hringdi. Hún er að velta þvífyr-
ir sér að koma í athvarfið. Sagði
henni að við gætum stutt hana
fjárhagslega til ferðarinnar. Hún
hringir aftur á morgun. Sjá sím-
askýrslu.
Nr. 134 bakaði köku fyrir
húsfundinn í kvöld.
Hringdi í rafvirkjann. Hann
kemur á morgun að gera við
þvottavélina.
Pantaði miða í leikhúsið á
föstudaginn.
í dag voru 6 konur og 15
börn skráð íhúsið.
Sex skráðar hringingar á
vaktinni.
Góða kvöldvakt!
um erlendis og í Kvennaathvarfinu
hér í Reykjavík er ab finna mörg
dæmi um börn sem einnig hafa
orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilis-
föður, þótt oftast sé í minna mæli
en móðir þeirra. Einnig eru þekktar
frásagnir barna um að feður þeirra
hafi pyntað gæludýr barnanna til
dauða að þeim viðstöddum, sem
og af feðrum sem halda allri fjöl-
skyldunni og börnunum ekki síst í
helgreipum með tilburðum um
sjálfsvíg.
En lítum aftur á spurninguna —
hvað er að þessum konum, hvers
vegna láta þær bjóða sér þetta,
hvers vegna kæra þær ekki bara
mennina sína og hvers vegna í
ósköpunum losa þær sig ekki við
þá? Spurningar sem ekki er skrýtið
þótt vakni hjá þeim sem einuhgis
þekkja heimilisofbeldi af afspurn og
hafa aldrei upplifað óttann og skelf-
inguna, niðurlæginguna og van-
máttinn. En stór hluti ástæðunnar
er einfaldlega sá, segir Else: þegar
konur koma í kvennaathvörf eru til-
finningar þeirra sjálfra oft hættar
að skipta máli, það eina sem hefur
þýðingu eru tilfinningar og viðbrögð
mannsins.
Af hverju fara þær ekki?
Else segir jafnframt: Margt bend-
ir til þess að konur séu almennt
lengi í ofbeldissambúð. Það er afar
sjaldgæft að konur leiti til kvennaat-
hvarfa eftir að hafa verið beittar
ofbeldi einu sinni, flestar hafa búið
við það árum eða áratugum saman.
Og flestar snúa aftur heim til eigin-
manna sinna.
Nokkrar kvennanna gefa þá skýr-
ingu á heimferð sinni að þær elski
manninn sinn. Aðrar segjast hrein-
lega tapa sjálfsmyndinni þegar þær
séu án hans. Flestar hafa einhvern-
tíma elskað manninn sinn, en þegar
kona kemur í athvarfið eru tilfinn-
ingarnar orðnar mjög blendnar.
Hún hræðist hann, býr með honum
og er honum háð. Á sama tíma
óttast hún framtíðina, sem hún á
oft erfitt með að sjá fyrir. Þegar
allar þessar tilfinningar koma sam-
an kallast blandan stundum ást.
Else lítur svo á að innra með
öllum konum sem búa við heimilis-
ofbeldi-verði til hindranir sem geri
þeim ókleift að taka raunhæfar
ákvarðanir. Þessar innri hindranir
verði til ekki bara hjá konunum,
heldur flestum þolendum heimilis-
ofbeldis. Það er svo komið undir
persónuleika kvennanna og
reynslu, hversu mikið mótþol og
kraft þær hafa til að yfirstíga hindr-
anirnar. Else segir:
Það er mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir því að þessar innri hindr-
anir verða ekki til vegna þess að
þolendur ofbeldis séu heimskari
eða á einhvern hátt öðruvísi en
gengur og gerist. Heldur er hér um
að ræða þekkt sálfræðilegt ferli
sem getur hent alla, karla jafnt sem
konur, ef aðeins er um ákveðnar
aðstæður að ræða.
Else bendir á að sé kona orðin
tilfinningalega háð manni sínum
áður en hann beitir fyrst ofbeldi,
sé næsta ómögulegt fyrir hana að
setja mörk. Einfaldlega vegna þess
að ofbeldið læðist yfirleitt hægt og
sígandi inn í sambandið. Kona byrji
t.d. á því að gefa eftir smám sam-
an, fyrirgefi í fyrsta sinn sem eigin-
maðurinn slær hana og þá er erfitt
að setja mörkin. Ef búið er að fyrir-
gefa hrindingu og glóðarauga, hve-
nær á þá að segja að of langt sé
gengið? Og rannsókriin sýnir að
fæstar konur fara eftir eitt glóðar-
auga, eina nauðgun eða eitt
brotið rifbein.
Else segir: Ástæðan fyrir því, að
flestar konur trúa mönnum sínum
þegar þeir fullvissa þær um að
þetta skipti hafi verið það síðasta,
byggist á þeim grunni sem sam-
band þeirra er byggt á. Venjulega
hefst sambandið á því að kona
verður mjög hrifin af manninum.
Og maðurinn er reyndar oft mjög
góður við konuna og fullnægir til-
finningalegum þörfum hennar betur
en nokkur annar karlmaður hefur
áður gert. Það er algengt að kon-
urnar lýsi manni sínum sem Ijúfum
og góðum manni að öllu öðru leyti,
Meginreglan er sú að karlmaðurinn
er sterkur og sjálfstæður. Sam-
skiptin við umheiminn fara oft fram
í gegnum hann, algengt er að parið
í dag eru i húsinu 4 konur
og 5 börn. Krakkarnir eru á ólík-
um aldri svo erfitt var að finna
eitthvert verkefni sem öllum
hentaði, bjó því til trölladeig.
Þegarvið
vorum sest
við stóra
borðið tók ég
eftir því að
47b, sem
kom inn í
gær, virtist vera alveg að falla
saman. Mamma hennar á i mik-
illi krísu og á fullt í fangi með
sjálfa sig og litla snáðann.
Hnippti því i nr. 44 og bað hana
að halda utan um listsköpunina
og fékk stelpuna til að fara út
með mér. Við vorum rétt komn-
ar út fyrir hliðið þegar gusan
kom. Hún talaði samhengis-
laust. Sagðist verða að komast
heim til pabba síns. Hún vissi
alveg að hann myndi lagast
bara ef hún væri nógu góð við
hann. Hann myndi örugglega
hætta að drekka og verða eins
og einu sinni. Hann léti bara
svona af því hann héldi að
mamma hennar væri búin að
finna nýjan mann. Hún gæti
örugglega fengið hann til að
trúa sér. Hann lemdi sig heldur
ekki, bara mömmu. (Mérvarð
hugsað til þess að ég hefði
treyst mér til að kaupa hanska
á pabbann, e.ftir bláu fingraför-
unum á hálsi móður hennar.)
Ég spurði hvað hún gerði
umgangist fremur vini hans en
hennar. Konan er hamingjusöm og
hún upplifir enga kúgun, hún er
nefnilega búin að uppgötva að innst
inni á hann sína veiku punkta líka.
Þar hefur hún tækifæri á að hugga
hann og vernda. Þannig upplifir hún
jafnvægi í sambandinu — þau styðji
hvort annað.
Fyrstu einkennin um ofbeldi eru
þegar maðurinn fer að setja kon-
unni mörk. Hún má gera þetta en
ekki hitt. Hann fer m.a. að gagnrýna
vini hennar og er líklegur til að finna
að ýmsu í fari hennar og útliti,
klæðaburði hárgreiðslu, hegðan,
starfi o.s.frv. í raun er hann byrjað-
ur að eigna sér hana. Else ítrekar
að þarna sé ekki verið að ræða um
eðlilega aðlögun tveggja einstakl-
inga í hjónabandi, sambandi eða
sambúð, því munurinn á parinu sem
stefni í heimilisofbeldi og hinu, sé
að aðlögun þessa pars felist alfarið
í því að konan á að breyta sér af
þvi að maðurinn elskar hana svo
mikið og vill elska hana meira. Kon-
an verði smám saman tilfinninga-
lega háð manninum. Svo háð að
þegar heimilisofbeldið er komið í
Ijós sé konan oft ófær um að setja
nein mörk. Og vegna reynslu sinnar
af góða manninum sem hún þekkti
í upphafi sambandsins sé hætt við
að hún líti á ofbeldið sem frávik,
frávik sem hafi enga þýðingu fyrir
sambandið. Ofbeldið getur í hennar
huga orðið einhverskonar afbökun
á umhyggjusemi.
Hingað og ekki lengra
En hvenær setja konur mörkin?
Það er konum sem búa við ofbeldi
erfiðara en þeim sem ekki þekkja
þær aðstæður. Aðstæður þessara
kvenna mótast oft af því sem á
fagmálinu er nefnt „lært hjálpar-
leysi". Einkenni þess teljast m.a.
vera aðgerðarleysi, erfiðleikar við
að breyta aðstæðum og bæta þær
og vonleysi um að það sé hægt,
vanhæfni i að nýta sér tíma, skortur
á nauðsynlegum baráttuvilja, skort-
ur á matarlyst og þyngdartap, fé-
lagsleg og kynferðisleg vandamál,
líkamleg einkenni af sálrænum
uppruna s.s. magasár og stress.
Þessi einkenni koma sterkast fram
þegar konan skynjar að athafnir
þegar foreldrar hennar rifust.
„Þá tek ég litla bróður inn til
mín og við breiðum sængina
upp fyrir haus. Eða ég loka mig
ein inni í mínu herbergi og spila
spiladósina mína og reyni að
heyra ekki. En ég heyri samt,
t.d. þegar pabbi sagðist gefa
mömmu fjórar mínútur til að
segja við hvern hún héldi, ann-
ars . . . og hún er ekkert búin
að fá sér nýjan mann, það er
alveg satt... og mamma henti
sér niður af svölunum og hann
mölvaði öll.blómin og tæmdi
úr öllum eldhússkápunum á
gólfið. En ég veit að ég get feng-
ið hann til að hætta, ég man
alveg hvernig hann var þegar
hann vargóður."
Það var farið að rigna en hún
hélt áfram. „Kennarinn minn er
góður við mig, þó mér gangi illa
að læra og ég eigi enga vin-
konu. Hún leyfir mér að vera
eftir og talar við mig og segir
að það sé jafnvel erfiðara fyrir
pabba að hætta að drekka en
fyrir mig að hætta að borða
gott. En ég veit að ég gæti al-
veg hætt að borða gott, ég
myndi aldrei setja það upp í
mig ef ég gæti látiíí heilli fjöl-
skyldu líða betur.“ Hún hélt
áfram að tala lengi og viðstöðu-
laust. Róaðist svo smám saman
og viðfórum heim aftur.
Treysti mér ekki til að skrifa
meira í dag.
hennar hafa engin áhrif. Öll ein-
kennin koma ekki endilega fram í
einni konu, en Else segir þau fimm
fyrstu oft greinileg hjá konum sem
leita til kvennaathvarfa. Og hún
bendir á að hjálparleysið hverfi ekki
með því einu að konan flýi heimilið,
til að slíkt gerist þurfi hún mikinn
stuðning og hjálp til að skilja að
athafnir hennar hafa áhrif og að
yfirleitt sé samband á miili gerða
og afleiðinga. Til viðbótar þessum
einkennum má í mörgum tilvikum
gera ráð fyrir að kona búi við hótan-
ir um hvað muni gerast ef hún læt-
ur sér í hug korna að fara frá ofbeld-
ismanninum og því má ekki gleyma
að kona sem á að baki langa ofbeld-
issambúð er oft farin að tileinka sér
viðhorf og hegðan eiginmannsins.
Hun hefur mjög neikvæða mynd af
sjálfri sér og jafnvel konum almennt
og er jafnvel orðin þeirrar skoðunar
að konur geti sér sjálfum um kennt
ef þær búi við ofbeldi. Það séu þær
sem þurfi að breytast.
En svo má ekki gleyma þeim at-
riðum í umhverfi kvenna sem koma
í athvörf sem hindra þær í að fara
frá mönnum sínum fyrirfullt og fast.
Fjárhagsörðugleikar eru algeng-
hindrun í veginum, sem og áhyggjur
af hvernig eigi að sjá sér og börnun-
um farborða. Húsnæðismálin eru
einnig hindrun og áhyggjur af þeim
eru algengar, t.d. á meðal kvenna
sem dvalið hafa í athvarfinu í
Reykjavík. Þegar hjón eiga saman
börn getur það virkað sem hindrun
á sömu forsendum og við aðra
skilnaði. Yfirleitt er ekki samkomu-
lag um þessi atriði þegar hjón í
ofbeldissambúð skilja og flest allar
konur sem dvelja í kvennaathvörf-
um upplifa það að eiginmennirnir
eru alfarið á móti skilnaði.
i Kvennaathvarfinu í Reykjavik
hefur reynslan sýnt að mennirnir
hóta oft að sjá til þess að konan
missi forræðið yfir börnunum. Þá
hafa sumar konur áhyggjur af því
að komast ekki undan mönnum sín-
um þrátt fyrir skilnað.
Óttinn við einmanaleikann
En, segir Else, sennilega er ótt-
inn við einmanaleikann mestur hjá
konum sem ekki hafa eignast vini
eftir að þær urðu fullorðnar, hafa
Úr dagbók
Kvennaathvarfs