Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 FJÓRAR MÁLSMETANDI KONUR FJALLA UM STÖÐU GIIDRÚN AGNARSDÓTTIR, UEKNIR Margar erlendar konur halda að íslenskar konur njóti meiri réttinda en gerist og gengur meðal kvenna heimsins. Þær frétta af því að for- seti landins sé kona, fyrsta konan í heimi sem kosin ertil slíks embætt- is lýðræðislegri kosningu. Þær heyra að á íslandi sé sérstakur Kvennalisti sem eigi fulltrúa bæði á Alþingi og í borgarstjórn, sá eini í heimi sem kosinn hefur verið á þjóðþing. Þær heyra að hér hafi konur lagt niður vinnu daglangt, tugþúsundum sam- an, til að mótmæla hlutskipti sínu og sýna fram á mikiivægi sitt við að halda þjóðfélaginu gangandi. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Þær erlendar konur sem fylgjast með gætu einnig hafa fregnað að nú séu tveir af þremur handhöfum forseta- valdsins konur og skipi konur þannig þrjú af fjórum æðstu embættum hins veraldlega valdakerfis á íslandi. Það er því ekki að ófyrirsynju að erlendar konur halda að hér búi sterkar og réttháar konur sem hafi ráðin í hendi sér. Enda leita margar eftir því að læra þá töfraþulu sem þær telja að íslenskar konur eigi í fórum sínum. Vissulega ber að meta þá áfanga sem náðst hafa og þegar hefur verið minnst á suma þeirra. Því má einig bæta við að hlutur kvenna bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi hefur aukist mjög á þessu tímabili, ekki síst vegna tilkomu Kvennaframboðs og Kvennalista. Eru konur nú fleiri þar en nokkru sinni áður. Þó er hlut- fall kvenna á Alþingi aðeins tæp 24% og í stóru sveitarfélögunum rúm 32%. Það vantar því enn nokkuð til að konur eigi fulltrúa til jafns við karla í þessum stjórnunarsamkund- um samfélagsins eins og væri bæði eðlilegt og réttlátt. Sama má segja um hlut kvenna í opinberum nefnd- um, stjórnum og ráðum. Við eigum enn talsvert langt í land til að ná nágrönnum okkar á Norðurlöndun- um í þessum efnum. Meðan ýmis ytri merki um aukin réttindi kvenna eru greinanleg virð- ast þau því miður ekki bera vitni um raunverulega bættan hag alls þorra kvenna. Þátttaka kvenna í atvinnu utan heimilis er meiri en víða annars staðar og þær bera uppi meginþjón- ustugreinar þjóðfélagsins. En við- leitnin til að bæta lífskjörin er dýru verði keypt því vinnuvika bæði kvenna og karla er að meðaltali 9,6 stundum lengri en í nágrannalönd- unum. Þessi langi vinnutími stafar ekki síst af því að dagvinnulaun eru s ' lág að þau nægja oft ekki til frarnfærslu. Eifnuhagslegt sjálfstæði er grund- vallaratriði ífrelsisbaráttu. En hvað bera svo íslenskar konur úr býtum fyrir hið mikla vinnuframlag sitt? Itrekaðar kannanir gefa svipaðar niðurstöður, launamisréttið er ótrú- legt og virðist lítið breytast. Konur hafa enn um 60% af launum karla. Launamunur kvenna og karla felst einkum í þeim mun sem er á yfir- vinnu karla og kvenna. Hann er einn- ig að finna í hlunnindagreiðslum ýmiss konar eins og bifreiðastyrkjum og óunninni yfirvinnu. Þetta síðast- nefnda hugtak hefurýmsum konum gengið erfiðlega að skilja, enda miklu vanari ólaunaðri yfirvinnu því á kon- um hvílir enn meginábyrgð á heimil- isstörfum eins og kannanir sýna. ( Lífskjör og lífshættir á íslandi — 1990). Hlutastörf kvenna, styttri starfsaldur og þrengra starfsval vegna hefðbundinnar verkaskipting- ar kynjanna eru algengar skýringar. Ennfremur spyrja menn hvort rekja megi launamuninn til þess að konum séu greidd lægri laun en körlum fyr- ir sömu vinnu eða hvort þær starfi fremur en karlar í atvinnugreinum sem almennt greiða lág laun. Svarið við báðum spurningum er já. Það er þó sífellt að verða augljós- ara að meginorsakir launamisréttis- ins má rekja til þess verðmætamats sem lagt er til grundvallar þegar vinna er metin til launa. Hefðbundin kvennastörf eru oft nátengd og nán- ast framhald af þeim launalausu störfum sem konur vinna á heimilun- um, og eru yfirleitt tekin sem sjálf- sögð þjónusta. Það gildismat sem dæmir þessi verðmætu störf til lág- launastarfa ergreinilega bæði mót- að af vanþekkingu og skammsýni. Nú leita fleiri stúlkur en piltar í menntaskóla og fleiri konur en karlar innritaðar í Háskólann og er það vel. Þrátt fyrir aukna og sambærilega menntun fá konur samt lægri laun en karlar og hefur menntunin því miður enn ekki orðið sá lykill að jafn- rétti sem mæðurnar og ömmurnar vonuðu. Margir hafa gefist upp gagnvart hinu rótgróna van- mati á kvennastörf- um og séð þá lausn besta að beina konum íhefðbund- in karlastörf til að þæröðlist meiri viðurkenningu. Hættan er þó sú að meðan vanmat- iðtengistíraun konum og framlagi þeirra verði sókn kvenna í vissar starfsgreinar til að gengisfella þær ef konurnar verða of margar. Sumir hafa látið sér detta í hug að aukinn aðgangur kvenna að hefðbundnum valdastofnunum eins og þjóðþingum sé í raun vísbending um þverrandi vald þess- ara stofnana. Hið raunverulega vald sé annars staðar að finna, t.d. ífjár- málaheiminum. Glöggt dæmi um slíka tilfærslu valdsins má sjá í stór- um miðstýrðum heildum eins og Evrópubandalaginu þar sem allir þættir valdsins hafa færst frá ein- stökum aðildarríkjum til fáskipaðrar stjórnar í Brussel en viðskipta- og fjármálahagsmunir eru ráðandi öfl innan bandalagsins. Þeirrar þróunar gætir nú víða er- lendis að metnaðarfullar konur sem vilja spjara sig í samkeppnisgreinum karla telja sig ekki geta bæði helgað sig starfinu og jafnframt eignast fjöl- skyldu. Líkt og brautryðjendurfyrr á öldinni fórna þær kvenhlutverki sínu fyrir starfsframa. Vegna lágra launa og virðingarskorts leita stúlkur nú frá hefðbundnum umönnunar- störfum í önnur störf sem talin eru geyma gull og græna skóga. En hver á að sinna þessum mikilvægu störf- um í framtíðinni? Karlar hafa al- mennt tregðast við að taka sinn hluta þessara starfa inni á heimilun- um. Erlíklegt að þeirverði viljugir til að hlaupa í láglaunaskarðið til að sinna þessum störfum á vinnumark- aðnum? Vanræksla á grundvallarþörfum barna veldur sektarkennd og örygg- isleysi kvenna. Stöðugurvandi og áhyggjur vegna skorts á dagvistun fyrir börn útivinnandi foreldra bitnar á fjölskyldulífi en einnig á vinnunni. Of stuttur og stundum sundurslitinn skóladagur án þess að hugað sé að sjálfsögðum máltíðum fyrir börn á vinnustað sínum, skólanum, er eins- dæmi meðal flestra landa í okkar heimshluta. Enn undarlegri virðist slík ráðstöfun þegar litið er til hins langa vinnutíma íslenskra fóreldra. Réttindamál barna eru nátengd rétt- indabaráttu kvenna. í fjölmörgum heimsóknum á vinnustaði víðsvegar um landið á undanförnum árum hafa Kvennalis- takonur heyrt og séð að íslenskar konur eru sterkar og þær háfa ýmis ráð í hendi sér. Þær eru hins vegar missáttar við hlutskipti sitt. Fæstar eru þær ánægðar með laun sín og gengur mörgum æ erfiðlegar að sjá sérfarborða. Langsamlega verst settar eru einstæðar mæður og aldr- aðar konur eins og reyndar sést í upplýsingum frá félagsmálastofnun- um víðsvegar á landinu. Vaxandi óánægju gætir með mikið vinnuálag sem íþyngir og kemur í veg fyrir eðlilegt heimilislíf og samskipti við börn, maka og aðra fjölskyldumeð- limi. Vandamál vegna umönnunar barna og útivinnandi mæðra er frem- ur regla en undantekning. Þó eru aðstæður oft betri á smærri stöðum úti á landi en í þéttbýliskjörnum en þar ríkir víða hálfgert neyðarástand, auk þess sem gæsla barna er mjög dýr. Mjög margarkonurgagnrýna þá forgangsröðun verkefna sem stjórnvöld velja og leiðir m.a. til ein- hæfra atvinnukosta á landsbyggð- inni einkum fyrir konur. Þær finna mjög til þess að ákvarðanir eða skortur á ákvarðanatöku um þróun atvinnulífsins tekur ekki mið af þörf- um þeirra og veldur tímabundnu at- vinnuleysi og byggðaröskun. Mikið vinnuálag dregur þrek úr konum til félagslegrar þátttöku en löngun margra stendurtil þess að hafa mótandi áhrif á samfélagið. Samt gætir vissrar vantrúar og tor- tryggni hjá alltof mörgum konum eins og körlum um að þátttaka í stjórnmálum muni í raun breyta nokkru. Það er svo bæði einstaklings- bundið og breytilegt hve sterkar og réttháar konur skynja sig eða hve mörg ráð þær telja sig hafa í hendi sér. Algengara er þó vantraust og vanmat kvenna á eigin getu, mikil- vægi og hæfileikum og er það verð- ugt rannsóknarverkefni hvernig og hvers vegna þær hafa tileinkað sér slíkar ranghugmyndir. Mörgum konum finnst, réttilega, að alltof lítið hafi breyst til batnaðar á undanförnum áratug. Réttindabar- áttu kvenna miði hægt. Því hljótum við allar að spyrja okkur sjálfar og hver aðra: Hvað er þá til ráða? Málið varðar okkur allar, en ekki bara okkur, heldur líka dætur okkar og syni og annað samtíðarfólk því bættur hagur kvenna skilar sér í bættu samfélagi, öllum í hag. Við þurfum að leita allra leiða til að eyða því misrétti sem mætir kon- um. Úrræðin eru gamalkunnug, bar- áttumálin þau sömu, ár eftir ár. Það gerir þau ekki minna mikilvæg og gleymum því ekki að dropinn holar steininn, ekki með afli en með því aðfalla oft. Ein brýnasta aðgerð tilhagsbóta fyrirkonurog fjölskyldur þeirra er að stytta vinnutímann og gera þeim og öðrum kleift að lifa mannsæm- andi lífi afdagvinnulaunum sínum. Einnig þarf að koma á sveigjanlegum vinnutíma í ríkara mæli og auðvelda og lengja leyfi til umönnunar barna. Starfsval þarf að gera fjölbreyttara fyrir bæði kynin og eyða fordómum þannig að hver geti valið það sem hugurstendurtil. Reynslan hefur sýnt að þegar nám, t.d. eðlisfræði í framhaldsskóla, er gert aðgengi- legra og meira aðlaðandi fyrir stúlkur þá eykst ekki bara aðsókn þeirra í greinina heldureinnig pilta. Námið verður einfaldlega betra fyrir alla. Veita þarf góða grunnmenntun, end- urmenntun og fullorðinsfræðslu og tryggja aðgang að réttlátu námsl- ánakerfi sem er einnig mikið rétt- indamál kvenna. Áfram þarf að vinna að því að auðvelda konum leið í áhrifastöður með markvissum að- gerðum. Jafnréttisfræðsla í skólum, meðal foreldra og í fjölmiðlum sem miðar að því að styrkja sérstaklega sjálfstraust og sjálfsvirðingu stúlkna er ein af mörgum leiðum sem fara þarf. Meginkrafa flestra kvenna erað samfélagið mæti breyttum þörfum vinnandi kvenna og fjölskyldna þeirra með auknu og ódýrara dag- vistarrými fyrirþörnin íuppeldislega jákvæöu umhverfi. Ennfremurað skóladagur verði lengdur og sam- felldur ogað börn eigi kost á mált- iðum ískóla. Eftir þessu verður ekki lengur beðið með þolinmæði og verður fróðlegt að sjá hve lengi stjórnvöld telja sig ekki hafa efni á því að búa vel að börnum. Konur vita að það er einstaklingunum og þjóðfélaginu mun dýrkeyptara að vanrækja þau. Mikilvægasttelég þó að breyta þvi verðmætamati sem lítilsvirðir störf og framlag kvenna ogþarmeðþærsjálfar. Það verður ekki gert með löggjöf eða fyrirskip- unum einum saman heldur með hug- arfarsbreytingu sem vinna þarf markvisst að. Gagngert endurmat á störfum kvenna er mikilvæg aðgerð i þessu sambandi og hið opinbera hefur lykilhlutverk og meginábyrgð í öllum þeim aðgerðum sem ég hef þegar nefnt. Samstaða kvenna er þó líklegust til þess að verða sterkasta aflið til að knýja á um breytingar. En trygg- lyndi kvenna er við brUgðið og oft svo samofið gerð þeirra að þær beina stundum óskoruðu trausti að hugmyndum, skipulagi og fólki sem í raun stendur í vegi fyrir og vinnur gegn sjálfsögðum réttindum þeirra. Konur verða að leyfa blóði sínu að renna til skyldunnar og sýna hver annarri samstöðu. Nú velja konur sér misjafnar leiðir t.d. í stjórnmálum til að leita réttar og bæta samfélag sitt. Það er athygl- is- og umhugsunarvert hve mjög ýmsar konur sem eru virkar í stjórn- málum og reyndar aðrar, fordæma þá leið sem Kvennalistinn hefur valið en leggja áherslu á mikilvægi þess aðkonurog karlarvinni saman. Þetta gera þær á sama tíma og aug- Ijóst er að einungis örfáar konur eiga kost á kjöri í næstu kosningum og þar með vettvangi til að hafa áhrif. Hvað á til bragðs að taka þegar karl- ar hafna í raun þessari samvinnu við konur m.þ.a. kjósa hver annan til öruggra sæta á listum? Halda konur í alvöru að Kvennaframboð og Kvennalisti hafi komið til af eintómri afneitun og sérlund einhverra karl- fælinna kerlinga, en ekki vegna von- brigða og óþreyju eftir því að að- stæður kvenna og barna breyttust? Það eru auðvitað aðstæðurnar í þjóðfélaginu sem reka konurtil að- gerða eins og þeirrar að stofna Kvennalista. Kvennalisti er óhefð- bundin aðgerð, nauðvörn kvenna sem vilja þoka málum áleiðis en sætta sig ekki við þá hægu þróun sem verið hefur í réttindabaráttu kvenna. Svipaðar aðstæður ríkja víðast hvar í heiminum og þær reka erlendar konur til að leita óvanalegra fyrirmynda sem virðast hafa borið árangur. Velgengni Kvennalistans hefur meðal annars orðið til þess að kveikja von erlendra kvenna um að samstaða kvenna fái í raun áork- að því að veita konum brautargengi til virkrar þátttöku í ákvarðanatöku og stjórnun. Þannig fái kvenleg sjón- armið skipað réttlátari sess við mót- un samfélagsins. En engin ein leið er rétt í kvenna- baráttu, margar ólíkar verður að fara ogýmsarduga. Reynsla og rannsóknir á dreifbýli á Norðurlöndum hafa sýnt að þaðan sem konur flytja burt vegna skorts á atvinnu eða þjónustu og karlar verða einir eftir, leggst byggð fljót- lega af. Konurnar eru einfaldlega ómissandi. Sama má segja um stjórnmálin. Það er smám saman að renna upp fyrir æ fleirum að konur og lífsgildi þeirra eru ómissandi í stjórnmálum og annars staðar við ákvarðanatöku um hag samfélags- ins. Bandarískur framtíðarsþámaður John Naisbitt að nafni reyndist óvenju réttspár um þróun mála á sl. áratug og hafa menn því lesið nýja bók hans og Patriciu Aburdane „Me- gatrends 2000“ með nokkurri eftir- væntingu. Þar segir um hlut kvenna í atvinnu- og viðskiptalifi að konur verði ráðandi á næsta áratug. Ástæðurnartelja höfundarýmsar en helstar þó þá kosti sem bundnir eru við það hugvit sem býr með konum og þau vinnubrögð sem þeim virðasteðlileg. Þau valddreifðu vinnubrögð sem konur beita gjarnan hafa reynst mun öflugri en önnurtil að virkja fólk til samvinnu, sjálfstjórn- ar og sjálfstæðrar ákvarðanatöku og eru nú kennd dýrum dómum á ýms- um stjórnunarnámskeiðum. Þar er hins vegar stjórnunaraðferðum sem miða að því að sjá fólki fyrir föður- ímynd og sterkum leiðtoga, sem tek- ur ómakið af þeim og annast ákvarð- anatökuna, lýst sem úreltum og ólýðræðislegum. Með konum býr nú án efa eitt sterkasta hreyfiafl til jákvæðra fram- fara í þjóðfélaginu og vaxandi þátt- taka kvenna mun valda straumhvörf- um. Konur munu breyta vinnubrögð- um og áherslum í stjórnmálum, á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu í átt til meira réttlætis fyrir bæði kynin og ekki síst fyrir börnin. Hins vegar eru karlar nær óvirkjuð orkulind til heimilis- og umönnunar- starfa og blasa þar við ótrúlegirvirkj- unarmöguleikar á næstu árum og áratugum, þeim og fjölskyldum þeirra til blessunar. Það þarf lág- marksfjölda fólks til að valda breyt- ingum. Ég held að þrátt fyrir það að konur skynji sig sundraðar og oft máttlitlar þá sé þessi fjöldi að mynd- ast. Það þarf ekki að tala lengi við konur víða um land til að skynja óþreyjuna og finna hve lítið þarf til aðcjlóðinfariaðloga. Eg er reyndar sannfærð um að aukin þátttaka kvenna í stefnumót- un, jafnt í heimalöndum og á alþjóða- vettvangi, er bjargarvon mannkyns jafnt út úr ógöngum mengunar og ófriðar. Helmingur mannkyns getur ekki og mun ekki láta leiða sig og börn sín í glötun án þess að bregð- ast við. MORG'UfvBLÁIiIÐ 'FÖsVÚÓÁGUÍi 6. WAr'z 'í()!)l h % ISLENSKRA KVENNA EINS 0G ÞÆR SJA HANA UT FRA SINUM VETTVANGI A GUÐFINNA EYDAL, SÁLFRÆÐINGUR Umræðan um stöðu kvenna hefur ekki breyst að marki á síðasta áratug. Enn er einkum rætt um aukna atvinnuþátttöku kvenna, um að mikilvægi stjórnmálaþát- töku kvenna, um launamisrétti, um dagvistarmál og um stöðuna á vinnumarkaðinum. Allt eru þetta mikilvæg málefni. í þeim hafa konur sameinast í baráttu sinni út á. Beint kröftunum gegn öðrum s.s. valdastofnunum eða karlaveldinu, fundið sameiningarmátt, samkennd og baráttuvilja. Ef hugsað er nánar um þessi mál sést að grynnra er á samstöðunni en talið var. Oft gætir þeirrar tilhneiging- ar að konur virða ekki hver aðra, vinna hver gegn ann- arri og finni ekki til samstöðu í málum sem snerta þær, í einkalífi eða starfi. Konur geta unnið hver gegn annarri á ýmsan hátt. T.d. með beinni og enn frekar með óbeinni undirróðursstarfsemi. í þessum efnum þyrfti kvennabar- áttan að fást mun meira við hinar blæbrigðaríkari hliðar á tilverunni. Auk baráttunnar ætti eitt af meginviðfangs- efnunum að beinast að meiri skilningi á því hvernig konur geti öðlast meira persónulegt sjálfstæði, hvernig þær geti aðgreint sig frá öðrum og aukið skilning á eig- in sálarlífi og hvernig þær skynja sjálfar sig út frá fyrri reynslu. Lítum á nokkur atriði varðandi kvennabaráttu sem skipta máli. Afstaða fullorðinnar konu til annarra kvenna, maka síns og barna, og til sjálfrar sín, mótast mjög af sambandi hennar við móður sína. Afstaðan til og tilfinn- ingin fyrir eigin persónu leggur grundvöll að þróun allra annarra sambanda. Margar konur eiga erfitt með að aðgreina sig frá mæðrum sínum og lifa sem sjálfstæðir persónuleikar. Móðurbindingin, áhrif og vald móðurinnar, fylgir henni, og konan lítur ekki á sig sem skýra persónu með eigin innri kjarna. Kvennasálarfræðin hefur varpað miklu Ijósi á samband dætra og mæðra, ekki til að gera dætur neikvæðar í garð mæðra sinna, heldur til að hjálpa þeim að skilja sjálfar sig betur, og sjá fortíð sína sem hluta af núver- andi viðbragðsmynstri. Slíkt er gjarnan forsenda þess að persónuleikinn geti þróast í jákvæða átt. Um tíma voru um þetta afar neikvæðar umræður inn- an kvennahreyfingarinnar, til þess fallnar að vekja upp neikvæðar andstæðar tilfinningar og jafnvel hatur á eig- in mæðrum. Þetta var sérstaklega alvarlegt ef konur höfðu í raun mjög neikvæða mynd af móður sinni. Eitt einkenni kvenna er að byrgja inni tilfinningar eins og reiði. Þær verða leiðar, sárar eða svekktar.en ógjarn- an reiðar. Sorg og vonbrigði beinast að sjálfum þeim og geta lýst sér sem kvíði og þunglyndi, sjálfsásökun og sektarkennd. Sé kona ósátt við aðra konu, eða ef eiginmaður eða annar yfirgengur hana, bregst hún við með innibyrgðri reiði án þess að tilfinningin beinist skýrt að hlutaðeig- andi aðila. Það er t.d. algengt að kona sem verður fyrir framhjáhaldi eiginmanns verði leið og sár við hann, en reiðist mest „hinni“ konunni. Konur eiga oft erfitt með að sýna neikvæðar tilfinning- ar, en tjá sig oftar óbeint. Þegar tjáning er óskýr og samskipti óbein, getur slíkt alið á rhisskilningi og aukið á togstreitu og deilþr. Konur geta verið meistarar í óbeinum tjáskiptum. Konur eru konum verstar heyrist stundum sagt. Þessi staðhæfing fjallar um óbein heft tjáskipti kvenna, um reiði og vonbrigði, sem lýsa sér í sam- keppni, cifund og afbrýðisemi. Konur gera oft ráð fyrir meiri stuðningi og skilningi frá konum en körlum. Þær geta hins vegar orðið fyrir fjandskap, andófi, háði og afskiptaleysi hver af annarrar hendi. Þannig hlutir eru ekki teknir upp af sjálfu sér meðal kvenna. Þetta er ekkt t.d. á mörgum vinnustöðum. Samkennd kvenna er til, og einnig mikilvæg og djúp vinátta. Konur fá oft verulega hjálp frá öðrum konum þegar vandi steðjar að. Fátt er mikilvægara en raungóð- ur vinur sem skilur reynslu, sorg og vonbrigði. Þannig ná konur oft vel saman, því að þær kunna að tala um tilfinningar. Einn af hæfileikum kvehna er að geta auðveldlega sett sig í spor annarra, séð mál frá sjónarhóli hins aðil- ans og fundið til með öðrum á óeigingjarnan hátt. Þessi hæfileiki. er nauðsynleg forsenda þess að siðferðis- þroski haldist við. Konur geta tekið mið af þörfum ann- arra og eru oft mun uppteknari af annarra þörfum en eigin. Þessi jákvæði, nauðsynlegi hæfileiki kvenna snýst gjarnan upp í andhverfu sína. Hann stendur konum beinlínis fyrir þrifum. Of mikill innlifunarhæfileiki lýsir sér í of miklu umburðarlyndi, t.d. í því að þola of lengi yfir- gang og ástleysi í hjónabandi og óréttlæti á vinnustað. Enn er það svo að konur taka mikla tilfinningalega ábyrgð á samskiptum, bæði í tengslum innan fjölskyldu og vanda utan hennar, t.d. í vinnu. Konur skynja fljótt ef eitthvað er „að,“ og eiga erfitt með að sætta sig við óbreytt ástand. Konur geta lagt mikið á sig til að fá maka til að vera meðábyrgur. Því miður oft með litlum eða neikvæðum árangri fyrsta kastið. Vandamálið þarf oft að vera komið á alvarlegt stig til að raunveruleg lausn finnist. Sumar gefast upp. Aðrar sætta sig við óbreytt ástand, og enn aðrar finna lausn og styrkjast sem ein- staklingar. í viðtölum við konur er hægt að sjá mörg af ofan- greindum vandamálum. Þau eru ekki bara einkennandi fyrir konur sem hafa vilja og þor til að takast á við eig- in vanda með þeirri alvöru og dýpt sem þarf til. Vanda- málin geta varpað miklu Ijósi á stöðu kvennabaráttunnar og valdið því að leita þarf nýrra leiða til að tryggja í raun jafna stöðu konunnar í framtíðinni. ÞURÍDUR PÁLSDÓTTIR, SÖNGK0NA Aðstæður og lífslíkur fólks hafa breyst ótrúlega á síðustu 50 árum. T.d. er lífaldur fólks lengri en nokkru sinni fyrr. Árið 1500 var meðalaldur 35 ár hjá báðum kynjum og 49 um síðustu aldamót. Það er sagt að Otto von Bismarck kanslari hafi sett eftirlaunaaldurinn á 65 ár árið 1880, en þá var meðala- aldur 45 ár. í dag er miðað við að meðalaldur sé 75 ár hjá körlum, en 78 ár hjá konum. Svo það er kannski ástæða til að endurskoða efirlaunaaldurinn! í Ameríku var fólk yfir 65 ára aldri 7,7% af þjóðinni árið 1950, í dag er það um 13% og árið 2020 líklega 17,3%. Það er í raun heillandi viðfangsefni fyrir nútímafólk að fylgjast með þeim öru þjóðfélagsbreytingum sem lenging lífaldurs hefur í för með sér. T.d. hefur alls kon- ar hönnun hingað til verið miðuð við ungt fólk. Bækur og blöð eru prentuð fyrir ung augu, hnappar, dósalok og alls kyns áhöld eru erfið fyrir stirða fingur, umferðar- Ijós miðuð við viðbragsflýti yngra fólks og fataiðnaðurinn hefur beinlínis gert út á æskuímyndina. Allt mun þetta væntanlega breytast, bæði vegna þess að markaðshópur eldra fólks stækkar og viðhorf fólkstil áranna eftirfimmtugt hafa breyst gífurlega. Fólkvill lifa heilbrigðu lífi, það nýturskemmtana, leggur í margvíslegt nám, kynnist nýju fólki o.s.frv. Sagt er að þróunin t.d. í Ameríku sé að verða í þá átt að fullorðið fólk á eftirlaunum lifi lífi sem líkist mest skólaárunum áður fyrr. Þá er fullorðið fólk í æ ríkara mæli farið að sækjast eftiráhrifum, og helstu valdamenn heimsins tilheyra einmitt þessum aldursflokki. Mun meiri áhersla er lögð á forvarnarstarf í heilbrigðismálum, og einnig munu stjórnmálamenn í auknum mæli þurfa að taka til- lit til þessa aldurshóps. Þegar við hugum að aðstæðum eldri kvenna á íslandi í dag og berum saman við aðstæður þeirra fyrir 40 árum, er Ijóst að kjörin hafa batnaö. Þó búa margar konur við erfiðar aðstæður. Þótt ýmsir líkamskvillar setjist að flestu fólki með árunum, jafnvel því sem er vel heilbrigt, þá er þó félagslegi þátturinn í mannlegu samfélagi oftar en ekki sá sem verður erfiðastur. Það eru mun fleiri einstæðar konur en karlar á islandi, t.d. eru ekkjur meira en þrisvar sinnum fleiri en ekklar og fráskildar konur eru fleiri en fráskildir karlar. Ytri aðstæður eru yfirleitt erfiðari fyrir einstæðar konur en karla. Þær fela oftar í sérfjárhagslegt óöryggi og meiri vanda við að finna atvinnu við hæfi. Og þá hafa konur oftar börn á sínu framfæri en karlar. Fordómar gagnvart miðaldra og eldra fólki eru áhrifaríkir og við höfum tileinkað okk- ur þá löngu áður en aldurinn færist yfir okkur sjálf. Það er viðurkennd staöreynd að eldri konur eru yfir- leitt frábærir starfskraftar, samviskusamar og vandvirk- ar. Samt eru atvinnumöguleikar þeirra í lágmarki og laun- • in yfirleitt lág. Þegar einstaklingur eldist er algengt að hann sé talinn verðminni á vinnumarkaðinum þar sem hann á ekki alla framtíðina fyrir sér leng- ur. Þá gleymist oft að leggja langa starfsreynslu, alhliða þekkingu og færni á vogarskálarnar. Þarna verður þjóðfé- lagið að koma til móts við þegna sína og breyta viðhorfi sínu til eldra fólks. Margar eldri konur búa við skert rétt- indi á ýmsum sviðum. Sem dæmi má taka að ef maðurinn skilurvið þæreft- ir áratuga sambúð og barnauppeldi þá hafa þær oft engin lífeyrissjóðsréttindi því að þau fylgja manninum sem oft kvænist þá aftur. En gjöldin voru greidd af sameiginlegum tekjustofni hjón- anna. En konur verða líka sjálfar að trúa á sig og berjast fyrir tilveru sinni. Nú er fyrsta kynslóð þeirra kvenna sem almennt fékk að læra að eldast, og menntun kvenna er orðin sjálfsagður þáttur í menningarþjóðfélögum. Og það er öruggt að fólk með nútímamenntun og lífsvenjur er ekki tilbúið að lifa síðasta þriðjung ævinnar sem minni- hlutahópur með skert mannréttindi. Þessi síðasti hluti lífshlaupsins getur einmitt gefið margs konar lífsfyllingu og oft eru konur vel í stakk búnar að njóta þessa tímabils þegar barnauppeldi er lokið og tíminn frjálsari. En við verðum líka að sjá til þess að þjóöfélagið geri fólki ekki erfiðara fyrir. T.a.m. á fólk að hafa rétt til að búa í haginn fyrir sig eins og það sjálft kýs, og lágmarkskrafa er að fá að búa óáreitt á heimilum sínum svo lengi sem fólk treystir sér til. Það er í hæsta máta óviðfelldið að gera íbúðarhúsnæði sem fólk hefur unnið fyrir alla sína starfsævi að tekjustofni fyrir ríkissjóð. Konur sem nú eru komnar á efri ár voru flestar heima- vinnandi. Fyrir 40 árum þótti ífrásögur færandi að kona ynni úti með heimilisstörfum. Ef hún gerðist útivinnandi þótti það bera vott um visst sjálfstæði. í dag er það hins vegar í frásögur færandi að kona sinni heimilisstörf- um eingöngu. Venjuleg eins manns laun duga oft skammt til að brauöfæða fjölskyldu og það þarf mikið sjálfstæði hjá konu í dag til að ákveða að vera heimvinn- andi meöan börnin eru að vaxa úr grasi. Þarna eiga konur að sjálfsögðu að hafa val ef mögulegt er. Óskert mannréttindi á öllum sviðum ættu einkum að vera leiðarljós í réttindamálum eldra fólks. En það sem fólk þarf helst að kunna þegar það eldist er að standa á rétti sínum. Hæverska og þögn fullorðins fólks má ekki leiða til uppgjafar. Við eigum sjálf að standa vörð um okkar mannréttindi og ekki sitja hjá. Á þann hátt vörðum við best veginn fyrir yngri kynslóðir að njóta - -rnannsæmendi fullorðinséfe:---------------------------- BARATIUDEGI í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, er við hæfi að velta fyrir sér hver staða kvenna á vinnumarkaði er. Þegar hin form- lega, áþreifanlega staða konunnar er metin, er rétt að líta á hina ýmsu þætti eins og lagaleg réttindi, menntun, stöðu kvenna í stjórnmál- um og félagsmálum, atvinnuþátt- töku kvenna, laun og hvernig búið er að konum vegna barnsburðar og uppeldis barna. Lagalega jafnstöðu hafa konur lengi haft á íslandi, og voru íslend- ingar einna fyrstir þjóða heimsins að veita konum lagaleg réttindi. Kon- ur fengu embættisgengi til jafns við karla 1911, kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis 1915, jafnstöðu í hjúskap 1923, lög um launajöfnuð voru sett 1961, jafnréttislög 1975 og 1985 voru sett lög sem heimila séraðgerðir í þágu kvenna til að ná fram jafnrétti. Fleiri konur en karlar Ijúka nú stúd- entsprófi og setjast í Háskólann. Um helmingur þeirra sem Ijúka námi frá Háskólanum eru konur. Menntun- arval kvenna er þó annað en karla. Þær velja frekar heimspekideild, karlarnir verkfræði og þótt konur sæki á í lögfræði, viðskiptafræði og læknisfræði má almennt segja að þær velji styttra nám á mýkri sviðum. Þótt konur fengju kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915 liðu sjö ár þar til fyrsta konan settist á þing. Konur voru sjaldséðar á þingi allt fram á síðasta áratug, en þegar þetta er skrifað sitja 16 konur á þingi og eru konur því rúmlega 25% þing- manna. í sveitarstjórnum hefur kon- um einnig fjölgað verulega, og eru sums staðar í stærri sveitarfélögum um 40% sveitarstjórnarmanna. Kon- um fjölgar þó ekki eins ört í stjórn- skipuðum nefndum og ráðum. í stjórnum verkalýðssamtaka fjölgar konum einnig, og eru þær nú þriðj- ungur miðstjórnar ASÍ, en 46% fé- lagsmanna ASÍ eru konur. Þær eru 53% aðalstjórnar BSRB en konur í eru um 64%félagsmanna þar. Byltingarkennd breyting hefur orðið á atvinnuþátttöku kvenna á sl. 30 árum. Um 1960 var ekki algengt að giftar konurynnu utan heimilis. Einungis fimmta hver gift kona hafði launatekjur, en 26 árum síðar var þetta hlutfall orðið 84%. Sé tekið mið af konum á aldrinum 16-74 ára höfðu um 90% þeirra atvinnutekjur á árinu 1986. Einnig kemur í Ijós að almenn atvinnuþátttaka er í hámarki hjá konum sem eiga eitt barn, eða um 95%, en síðan dregur úr henni eftir því sem börnunum fjölgar. At- vinnuþátttaka ógiftra mæðra er þó heldur meiri en giftra. Það er staðreynd að móðurhlut- verk kvenna er einkum það sem hamlar þeim að ná jafnstöðu á við karla á vinnumarkaði. Þetta kemur m.a. fram í þeim tölum sem ég rakti hér að framan. Því fleiri börn sem konur eiga, því minna verður starfs- hlutfallið. Umönnun ungbarna og ábyrgð á uppeldi hvílir að mestu á konum, þrátt fyrir alla jafnréttisum- ræðu liðinnaára. Hérskiptiraukin menntun ekki verulegu máli, myn- strið virðist það sama hjá fólki án tillitstil menntunar. Ef konurvilja raunverulega jafnstöðu á vinnumark- aði verða þær að deila ábyrgð heimil- anna með körlum sínum í auknum mæli. Meirihluti kvenna er í hlutastarfi. Árið 1986 voru um 58% kvenna í hlutastarfi og atvinnuþátttaka kvenna nær hámarki um fertugt. Störfin á vinnumarkaðinum eru að stórum hluta til kynskipt og ákveðnar atvinnugreinar er hægt að flokka sem karla- og kvennagreinar. Konur eru í miklum meirihluta í þjón- ustugreinum og í verslun og viðskipt- um og meira en fjórða hver kona á vinnumarkaði vinnur við þjónustu. Karlar eru aftur á móti yfirgnæfandi ífiskveiðum, landbúnaði, iðnaðiog bygginga- og flutningastarfsemi. Jafnari skipting er á milli kynjanna í 1 fiskvinnslu og opinberum störfum. Þessi skipting virðist ekki hafa breyst mikið á undanförnum árum. Konur eru í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum og störfum sem krefjast starfsmenntunar eða fela í sér mannaforráð. Hátt í 90% kvenna teljast til ófaglærðs verkafólks eða afgreiðslu- og skrifstofufólks en ein- ungis um helmingur karla. Tekjur kvenna eru lægri en tekjur karla hvort sem litið er til dagvinnu- tekna eða heildartekna. Á árinu 1986 höfðu fullvinnandi konur í öllum at- vinnugreinum tæplega 61 % af tekj- um fullvinnandi karla. Þessi munur á heildartekjum fullvinnandi karla og kvenna hefur lítið breyst á síðasta áratug. Hér erum við komin að því atriði sem konur hafa einna mest barist fyrir á undanförnum árum, auknu launajafnrétti kynja. Endalaust hefur verið leitað skýr- inga á launamun karla og kvenna og tilraunirgerðartil að benda á stað- reyndireins og menntun, starfs- reynslu og ábyrgð. Einnig hefur mi- slangur vinnutími, hvort sem hann er unninn eða einung- is skráður, áhrif á laun. Þótt skýra megi stóran hluta af launamun með þessum atriðum virðist sitja eftir óútskýrður launamunur u.þ.b. 10%. Með setningu jafnréttislaga árið 1976 var stigið stórt skref í að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumark- aði. Þar var kveðið á um að atvinnu- rekendum væri óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði, m.a. hvað varðaði ráðningu og skipun i starf, stöðuhækkun, stöðuheiti, uppsögn úr starfi, veitingu hvers konar hlunn- inda og almenn vinnuskilyrði og störf sem auglýst væru laus til umsóknar skyldu standa opin jafnt konum sem körlum. Enn var með löggjöf gengið lengra í þessa átt með setningu laga um jafnan rétt stöðu karla og kvenna 1985. Þar kom inn auk framan- greindra ákvæða heimild til tíma- bundinna séraðgerða í þágu kvenna. Fullyrða má að jafnréttislögin hafi opnað nýjar leiðir í jafnréttisbarát- tunni. Við gerð kjarasamninga hefur ver- ið reynt að jafna stöðu karla og kvenna. Kjarasamningar hafa ekki verið kyngreindir í áratugi, enda slíkt bannað með lögum frá árinu 1967. Það sem leitast hefur verið við að gera er að auðvelda konum atvinnu- þátttöku og draga úr þeim þáttum sem leitt hafa af sér launamun. Allt frá árinu 1980 hafa lög um fæðingarorlof tryggt öllum rétt til launa ákveðinn tíma eftir fæðingu barns. Fyrst í 3 mánuði, síðar í 6 mánuði. Þótt allir eigi þennan rétt, ' má þó segja að ákveðnir hópar launafólks njóti meiri réttar en aðrir, þar sem opinberir starfsmenn og bankamenn njóta óskertra launa fyrstu 3 mánuði fæðingarorlofs. Fæðingarorlofslög greiða einungis bætur, misháar, eftir atvinnuþátt- töku viðkomandi. Tekjur skipta hér engu máli. Áform um samræmingu réttarins hafa enn ekki orðiö að veru- leika, en drög að frumvarpi sem gera ráð fyrir tekjutengingu fæðing- arorlofsgreiðslna, liggja fyrir. í kjarasamningum hefur nú verið samið um að eftir 2 ára starf hjá sama vinnuveitanda teljist fjarvistir vegna fæðingarorlofs allt að 6 mán- uðum til starfstíma við mat á rétti til aukins orlofs samkvæmt kjara- samningum, útreikningi desember- uppbótar, orlofsuppbótar, starfsald- urshækkana, veikindaréttar og upp- sagnarfrests. I heildarkjarasamningum 1985 var samið um rétt foreldra til launa ifrá- veru vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri. I samtals 7 daga á ári á fólk rétt á launum vegna veik- inda barna sinna. Þessi réttur er óháðurveikindarétti launamanns, hjúskaparstöðu og fjölda barna. Þótt þetta ákvæði gildl jafnt fyrir konur LÖGFR. ASÍ og karla er þetta eitt af þeim ákvæð- um í kjarasamningum þar sem hags- munir kvenna voru einkum hafir í huga. Hér er ekki einungis viður- kenndur réttur fólks til fráveru frá störfum vegna veikinda barna sinna, heldurkemureinnig greiðsla dag- ® vinnukaups. Sums staðar í kjarasamningum er að finna ákvæði um að reynsla í heimilisstörfum teljist sem starfs- reynsla. Algengara er þó að lífaldur sé tekinn með þegar fólki er skipað í launaflokka. Hvoru tveggja nýtist einkum konum. Á árinu 1980 var í kjarasamning- um fjallað um uppbyggingu dagvist- arrýmis og íyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar sem fylgdi þeim samningum sagði að stefnt skyjdi að því á næstu 10 árum að fullnægja þörf fyrir dag- vistarrými í landinu. í framhaldi af þessu var samin svokölluð 10 ára áætlun, sem mikið hefur verið vitnað til síðan. Þótt þau loforð sem þá voru gefin hafi ekki verið haldin hef- *" ur mikil aukning orðið á fjölda dag- vistarrýma í landinu á þessu árabili. íkjarasamningum imaí 1989var gerð bókun um að stefnt skyldi að aukinni hlutdeild kvenna í stjórnun- arstörfum ífyrirtækjum. Jafnhliða skyldi stefnt að því að konur tækjust á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Þar var einnig samið um að skipaður yrði viðræðuhópur sem skoðaði hver þróun launamunar karla og kvenna hefði verið, hvað skýrði hannog kannaði leiðirtil að ír draga úrhonum. Þrátt fyrir allt þetta verða konur stundum fyrir ótrúlegu misrétti og niðurlægingu í tengslum við störf sín, hlutum sem oft komast ekki í hámæli. Vanfærum konum er sagt upp störfum vegna skipulagsbreyt- inga eða er gert ólíft á vinnustað sem neyðir þærtil að segja upp störfum. Nýorðnar mæður sem koma til baka úr fæðingarorlofi eru settar í önnur störf en þær áður gegndu eða boðið hlutastarf. Miðaldra konum er sagt upp störfum eftir áratuga þjónustu, því „verið er að yngja upp andlit fyrir- tækisins út á við“. Konur sem segja upp störfum sínum eru látnar þjálfa uppkarlasemviðstarfinueigaað taka og komast að því að þeir hafa verið ráðnir á byrjunarlaun sem eru töluvert hærri en það kaup sem þær fengu eftir áralangt starf hjá fyrir- tækinu. Konur sem vinna meira og minna störf yfirmanna sinna fyrir aðeins hluta af þeim launum sem þeir hafa. Konur sem verða fyrir kyn- ferðislegri áréitni á vinnustað. Oft er erfitt að taka á þessum málum, þau eru viðkvæm og konurnar kæra sig ekki um að fara með þau í há- mæli, hvað þá að vísa þeim til Jafn- réttisráðs. Enda yfirleitt þannig í pottinn búið að lög hafa ekki verið brotin. En eftir situr niðurlægður ein- staklingur með skerta sjálfsvitund og brostinn kjark. Þóttbaráttukonurfyllistoftböl- . sýni yfir því hve illa gengur að þoka jafnréttismálunum áfram á vinnu- markaði er hollt að hafa það í huga að ótrúlega stutt er síðan lög voru sett um að greiða skyldi konum sömu laun og körlum. Árið 1967 komu jafnlaunalögin frá 1961 að fullu til framkvæmda. Mæður okkar og ömmur ólust upp í þjóðfélagi þar sem vinna karla var í eðli sínu verð- mætari en vinna kvenna. Þannig hafði skipan mála verið svo lengi sem menn þekktu. Ein af ástæðun- um fyrir því að konur stofnuðu sín eigin stéttarfélög í upphafi aldarinn- ar var að koma í veg fyrir að konur fengju helmingi lægra tímakaup en karlar. Með aukinni menntun, atvinnu- þátttöku og vitundarvakningu kvenna sem orðið hefur á síðustu 30 árum munu hlutirnir breytast smám saman. Hugarfarsbreyting þarf að verða og slíkt tekur tíma. Við samningu greinarinnar var m.a. stuðst við rit Þjóðhagsstofnunar, Tekjur karlaog kvenna, 1989. LARA V. JULIUSD0TTIR,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.