Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 1
VIKUNA 9. — 15. MARZ. MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 8. MARZ 1991 BLAÐ Cassidy Astralska framhaldsmyndin Cassidy er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudag- og mánudag. Charlie Cassidy er aðlaðandi ungur lögfræðingur frá Ástralíu sem býr í London og starfar hjá virtri lögfræðistofu. Hún er metnaðargjörn og sýnir dug og hörku í starfi. Faðir hennar er gjörspilltur stjórnmálamaður í Astralíu og hafa þau ekki talast við eftir að Charlie flutti að heiman eftir deilu við hann. Óvænt birtist faðirinn, Charles Parnell Cassidy á heimili dóttur sinna og er honum mikið í mun að sættast við hana og fá að sjá dótturson sinn, Joshua. Eftir harða deilu sætt- ast þau feðginin en daginn eftir fær hún þau tíðindi að faðir henn- ar sé látinn. Þegar Charlie er í þann mund að fara til Ástralíu með lík föðurs síns berst henni myndbandssnælda, þar sem fað- ir hennar tilkynnir henni að hún erfi auðævi hans og viðskipta- veldi að honum látnum. Charlie neyðist til að gera upp við sig hvort hún á að fylgja samvisku sinni eða taka að sér að stjórna viðskiptaveldi föðurs síns sem byggir á eiturlyfjasölu, vændi og rekstri spilavíta. Ef dagur rís HHyndaflokkur í sex þáttum, Ef dagur rís (If Tomorrow co- mes), hefur göngu sína íSjónvarpinu nk. sunnu dags kvöld. Myndin er byggð á samnefndri bók bandaríska rithöfund- arins Sidney Sheldon, sem hefur notið vinsælda um heim allan þrátt fyrir að ritverk hans séu sannkallaðir doðrantar að vöxt- um. Myndaflokkurinn fjallar um unga stúlku, Tracy Whitney, sem hefur allt til brunns að bera er eina snót má prýða; fegurð, gáfur, velgengni í starfi og efnispilt fyrir unnusta. En undir yfir- borði velgengninnar spinna þó örlaganornirnar vef sinn og fyrr en varir verða óvæntir atburðir til að hrinda T racy út á aðrar og hálari brautir en til stóð. Með aðalhlutverk fara Madolyn Smith, Tom Berenger, David Keith, JackWeston og Richard Kileg. Ólafur Jóhann Sigurðsson. „BRUIMI“ I eikrit vikunar á Rás 1, „BRUNI“, er byggt á sam- ™ nefndri smásögu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þar segirfrá Pétri Pámasyni kaupmanni, sem hefurþungar áhyggjur af stöðu mála í þjóðfélaginu, - ekkert nema tap og skuldir, ábyrgðartilfinning manna rokin út í verð- ur og vind. Þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar menn eru hættir að bregaðst við þegar kviknar í húsi nágrann- ans. Hlín Agnarsdóttir bjó söguna til leikflutnings í útvarpi og er hún jafnframt leikstjóri. Leikendur eru: Róbert Arnfinnsson, Sigurveig Jónsdóttir, Valdimar Flygenring, Sigurður Skúlason, Steinn Ármann Magnússon og Andr- és Sigurvinsson. Hljóðritun leikritsins önnuðust Friðrik Stefánsson og Hallgrímur Gröndal. Leikritið er á dag- skrá Rásar 1 nk. fimmtudag. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8 r.iacl'ioH'oluoómi'jnnivte-wo írnai'j .in—|----;-----------------———.ðiv loo )----------uuini evi! Mavianij'a'iii-i; -Hoftlq-neiiotlute hieb-faie' idð -,i- doicj lup'iib gsisunniv-ðiHiM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.