Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 1

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 1
IPPi YflAM ar qiroAnqaotta t pttpta TjTMn^qn*/t *r0tuiWiiMft np MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 BLAÐ Hollywoodstjarnan Lilli Vanessi (Ragnhildur Gísladóttir) tekur hraustlega á móti eiginmanninum fyrrverandi, Fred Graham (Helga Björnssyni). KYSSTU MIG KATA SÖNGLEIKURINN Kysstu mig Kata, með tónlist og texturn Cole Porters við leik- texta eftir Samuel og Bellu Spewack, var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í gærkvöidi. Leikurinn gerist á frumsýningarkvöldi í leikhúsi. Leikf lokkur er að f rum- sýna einn vinsælasta gamanleik heimsbókmenntanna, „Snegla tamin", eftir Will- iam Shakespeare. Atriði söngleiksins verða þannig blanda af senum úr „Sneglu", og af atburðum baksviðs og í búningsherbergjum þetta kvöld. Tilfinningar leikar- anna loga, ástir og afbrýði tengja persónur og aðskilja. Þannig valda flókin ástar- mál og óvæntir atburðir því að ýmislegt fer öðruvísi en ætlast er til þetta f rum- sýningarkvöld. Böðvar Guðmundsson þýddi verkið, Þórunn Sigurðardóttir er leik- stjóri, Jakob Frímann Magnússon sér umtónlistarstjórn og útsetningar, Una Collins hannar leikmynd og búninga, Nanette Nelms semur dansa og annast sviðshreyfingarog helstu hlutverkeru íhöndum Ragnhildar Gísladóttur, Helga Björnssonar, Vilborgar Halldórsdóttur og Valgeirs Skagfjörð. IKysstu mig Kata er leikstjórinn Fred Graham (Helgi Björnsson) að setja upp „Snegla tamin“, eftir Shakespeare. Til liðs við sig hefur hann fengið sundurleitan hóp atvinnuleikara, áhugamanna, söngvara, dans- ara og hljóðfæra- leikara. Sjálfur leikur hann karl- hetjuna í „Sneglu“, en tit- ilhlutverkið, skassið Kötu, leikur fyrrver- andi eiginkona hans og Hollywoodstjarna, Lilli Vanessi (Ragnhildur Gísladóttir). Yngri systur Kötu, hina fögru og eftirsóttu Bjönku, leikur léttlyndur næturklúbbadansari (Vilborg Hall- dórsdóttir), en Bill Calhoun, kær- asti hennar (Valgeir Skagfjörð), sem er kærulaus Broadway-stepp- ari og fjárhættuspiiari, leikur von- biðil hennar. Jakob Frímann: Tónlistar- stjórn og útsetningar Tónlistarmað- urinn Jakob Frí- mann Magnús- son sá um að útsetja tónlist- ina og stjórnar flutningi á henni. „Núna í vor eru 100 ár liðin frá fæðingu Cole Porters, eins mesta sönglaga- smiðs aldarinnar," segir Jakob, „og á aldarafmæli slíks merkis- manns þótti við hæfi að láta hans ástsælu „Kötu“ skarta sínu feg- ursta og hafa margir verið til kvaddir í því skyni. Ákveðið var Songleikurinn góðkunni, með tónlist Cole Porters, frum- sýndut í gxrkvöldi % i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.