Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 4
14: b 'tóÖR^WBLÁbfí) ’íiÁíi&ÁRÖÁdi/á' (f é. iMárzv'ÍWi Liósmyndadagar í Reykjavík TVÆ.R STORAR SYNINGAR OPNAÐAR UM HELGINA Á SÍÐUSTU árum hefur lítið farið fyrir samsýningum íslenskra Ijósmyndara, og í raun ljósmyndasýningum yfir höfuð. Um og upp úr 1980 héldu fréttaljósmynd- ara stórar og fjölsóttar sýningar, en samtök þeirra lognuðust út af og sýninga- hald lagðist niður. Nú geta áhugamenn um ljósmyndun og fréttir líðandi stund- ar glatt sitt geð, og skundað á sýningar næstu daga. Tvær stórar samsýningar verða opnaðar nú um helgina. í gær, föstudag, var opnuð í Listasafni ASÍ sýn- ing Blaðaljósmyndarafélags íslands og Blaðamannafélags íslands á fréttamynd- um ársins 1990, og í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum samsýning atvinnuljós- myndara, sem haldin er af Skyggnu/Myndverk. Á báðum sýningunum verða verðlaunaðar bestu myndirnar í ólíkum flokkum Ijósmyndunar. Islenskir Ijósmyndarar ó Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum opnar í dag sýning á verkum íslenskra atvinnuljósmynd- ara. Fyrirtækið Skyggna/Myndverk annast framkvæmd sýningarinnar, en rétt til þátttöku áttu þeir ljósmyndarar íslenskir sem hafa ljósmyndun að aðal- starfi. Einar Erlendsson er framkyæmdastjóri Skyggnu/Myndverks: „Ýmislegt hef- ur breyst í íslenskri ljósmyndun á síðustuarum, og fagljósmyndun batnað mikið. Á þessari sýningu ejga myndir með- limir í Ljósmyndarafélagi Íslands, og einnig menn utan þess, en á síðustu árum hafa margir haldið utan til náms, tímarita- og blaðaútgáfa stendur með miklum blóma, og þannig má áfram telja. Það var löngu orðið tímabært að skapa starfandi ljós- myndurum vettvang til að sýna sínar bestu myndir, en ljósmyndasýningar hefur vantað svo til algjörlega í íslenskt menningarlíf. Við lítum á þetta sem upphafíð að því sem koma skal. Hér vantar alveg að aðilar og söfn sem kaupa list, líti á góðar ljósmynd- ir sem listaverk, sambærileg við aðrar list- greinar. Við höfum rætt við menn sem eru í forsvari fyrir nokkrar stofnanir, og þeir hafa sýnt því áhuga að færa erlendar ljós- mynasýningar hingað heim í auknum mæli, og eins að kynna íslenska ljósmyndun er- lendis. Ég held að svona sýning hvetji ljósmynd- ara til að gera það sem þá hefur langað til að gera, en hafa ekki gefíð sér tíma til. Við stefnum að því að gera þessa sýn- ingu að reglulegum viðburði." Þórir Óskarsson, formaður Ljósmyndar- afálags íslands, segir að sýning sem þessi hafi mikið gildi fyrir atvinnuljósmyndara. „Ég lít svo á að það örvi menn til dáða að geta tekið þátt í samkeppni, og hengt myndir sínar upp á sýningu," segir Þórir. „Ef ekkert er að gert, er auðvelt fyrir at- vinnumenn að sofna á verðinum og sitja í sama farinu. Þetta ætti að ýta undir að menn geri meira en bara nákvæmlega það sem þeir eru að gera í vinnunni. Ég held að æði margir atvinnuljósmyndarar hafi sleppt eða litið alveg fram hjá þessum möguleika. Ég vona að sýning sem þessi ýti undir það að menn fari að kippa til hliðar sérstökum myndum sem þeir taka, og eins og þeir fari að leika sér meira. Sannleikurinn er nefnilega sá, að myndir sem þykja listrænar ogeru settar á sýn- ingu, þýðir oftast nær ekki að bjóða hinum almenna viðskiptvini. Hann vill láta fjar- lægja skuggann í andlitinu sem ljósmynd- arinn hefur kannski byggt upp sérstaklega og gefur myndinni ákveðið gildi.“ — Er íslensk ljósmyndun sambærileg við það sem er að gerast í nágrannalöndunum? „Hún getur alveg verið það,“ svarar Þórir, „en það vantar kannski samanburð. Miðað við það sem ég hef séð á ferðalögum um Norðurlönd, held ég að við þurfum ekkert að skammast okkar. Og ég held að Norðurlandabúar séu nokkuð framarlega í ljósmyndun." „Svona sýningþarf að vera lifandi," seg- ir Einar. „í þjóðfélaginu þarf að vekja upp það viðhorf að farið verði að líta á ljósmynd- un sem list, og þegar það hefur tekist get- um við staðið okkur fullkomlega sambæri- lega á við aðrar þjóðir. Ég held því til dæmis fram að hér á sýningunni séu verk sem eigi að seljast á tvö til þijúhundruð þúsund krónur, minnst." — Ljósmyndasýningar virðast alltaf höfða vel til áhorfenda. „Já, það er alveg klárt,“ segir Þórir. „Hér er að opna sýning eftir fjölda manns, og hún á eflaust eftir að vekja athygli. Reynslan segir okkur það. Við í Ljósmynd- arafélaginu höfum alltaf staðið fyrir sýn- ingum á nokkurra ára fresti, og þær eru ætíð vel sóttar. Einnig má minnast á sýn- inguna á verkum kanadíska ljósmyndarans Karsh, sem við stóðum fyrir í fyrra hér á Kjarvalsstöðum, en hana sóttu fjöldi manns.“ — Eiga margir verk á sýningunni? „Undirtektir voru mun betri en við gerð- um nokkru sinni ráð fyrir," segir Einar. „Við fengum inn um 650 myndir, 143 voru valdar á sýninguna og þær koma frá 43 ljósmyndurum. Þetta er ákaflega gott þver- snið af því sem íslenskir ljósmyndarar eru að gera, og eiga í fórum sínum.“ Fréttamyndir ársins 1990 Páll Stefánsson ljósmyndari er formaður nýstofnaðs Blaðaljósmyndara- félags íslands og Lúðvík Geirsson foi*m- aður Blaðamannafélags Islands, en þessi samtök standa fyrir sýningunni á frétta- og tímaritaljósmyndum siðasta árs, sem opnuð var i Listasafni ASI í gær. Páll segir að markmiðið með sýningunni sé að efla metnað ljósmyndara sem starfa á blöðum og tímaritum, og jafn framt að sýna almenningi það besta sem gert væri á þessum miðlum. „Ég held það sé forvitnilegt fyrir fólk að sjá hvað mikið Ý af þessum myndum eru þokkalegar, og hvað blöðin leggja oft mikið á sig og í mikinn kostnað við að afla þeirra, hvað varðar ferða- lög og annað. Á sýningunni eru 100 bestu myndir síð- asta árs, valdar úr meira en 400 aðsendum myndum. Við fengum úrvals dómnefnd til að velja á sýninguna og verðlaunamyndim- ar, og teljum þetta vera gott safn mynda. Þetta á að hvetja ljósmyndarana til að gera betri hluti, sýna áhorfendum, og útgefendum einnig, að það skiptir máli sem ljósmyndarar eru að gera. Myndir í ijölmiðlum eru löngu hættar að vera uppfylling með texta, og oft liggur mikil vinna bakvið augnablikin sem ljósmyndarar festa á fílmu." — Umoguppúrl980voruhaldnarsýn- ingar á fréttaljósmyndum sem vom mjög vel , sóttar. „Já, en hér áður fyrr voru miklu færri ljósmyndarar við störf á blöðum og tímarit- um; tímaritin voru varla önnur en Vikan; Fálkinn og annað slíkt,“ segir Lúðvík. „Ákaf- lega mikil gróska hefur verið síðustu árin og áhuginn hefur líka sýnt sig í hinu félags- lega starfi, ljósmyndararnir hafa endurreist sín gömlu samtök og þar eru á skrá um fjöru- tíu félagar, sem eru í fullri vinnu á blöðum, tímaritum eða sem lausamenn. Þessi hópur er deild innan tílaðamannafélagsins og hefur einnig gerst virkur félagi að norrænu sam- starfi. Um skeið hefur það verið draumur okkar , að endurvekja þessar sýningar. Og í fyrra- vor komum við okkur niður á ákveðið sam- keppnisform, í svipuðum dúr og viðgengist hefur um árabil í nálægum löndum, þar sem valin er mynd ársins og verðlaunaðar mynd- ir í ólíkum efnisflokkum. Þessi sýning hefur verið meira og minna í undirbúningi síðan í fyrravor, og áhuginn hefur verið framar öll- um vonum. Yfir 30 Ijósmyndarar sendu myndir inn í samkeppnina, og mér skilst á dómnefndarmönnunum að þeir séu tiltölu- lega sáttir og ánægðir með uppskeruna, og menn meiga eiga von á skemmtilegri og fjöl- breyttri sýningu. Ég held að þetta sé bara fyrsta skrefíð, og vona að það verði til þess að við fáum enn betri og skemmtilegri myndir í blöðun- um, þær fái að sama skapi aukið rými, og áhuginn verði síst minni á næstu sýningu að ári. Þetta er sýning sem á að festa í sessi og gera að árlegum viðburði.“ — Hvernig standa íslenskir Ijósmyndarar sig í samanburði við nágrannana? „Það er erfítt að átta sig á því, og kannski erfítt fyrir mig sem Ijósmyndara að segja eitthvað um það,“ segir Páll, „en við þurfum ekkert að skammast okkar, og okkur fer geysilega fram. Á hinum Norðurlöndunum er blaðaljósmyndun á ákaflega háu plani, innan Norræna blaðaljósmyndarafélagsins eru starfandi 3.450 manns, ogokkar 40 manna hópur er ekki stór þar, en við þurfum alls ekkert að skammast okkar.“ Lúðvík bætir við að sem leikmaður hafí hann kynnt sér nokkuð það úrval sem hefur verið á samsvarandi sýningum í nágranna- löndunum, og borið það saman við það sem gert er hér á landi, og er á sýningunni. „Ég held að miðað við þann samanburð geti ís- lenskir ljósmyndarar borið höfuðið hátt. Mér finnst einnig athyglisvert að Ijósmyndunin hér er dálítið séríslensk. Viðfangsefnið er gjarnan innávið, þó svo meira beri á athyglis- verðu myndefni sem tekið er erlendis en áður. En fréttamyndirteknar utan viðkom- andi landa hafa verið mjög ráðandi á sýning- um fréttaljósmyndara í Skandinavíu undan- farin ár; myndir frá Berlín, Peking og öðrum óróasvæðum, myndir sem við fáum meira og minna símsendar hingað hvort sem er. Þar fínnst mér vanta þjóðlegan stíl.“ Páll grípur orðið og er ekki sammála Lúð- víki að þessu leyti: „Okkar aðalgalli, í þessu litla landi, finnst mér vera hvað við höfum fá tækifæri til þess að taka þátt í hildarleikj- um eins og Berlín, Peking eða Persaflóastríð- inu. Ég held að þá kannski fyrst sæist að við höfum menn sem standa hinum ekkert að baki. Við sýndum það reyndar og sönnuð- um á leiðtogafundinum hér fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að við hefðum kannski betri aðgang að hlutunum, held ég að reynd- in hafí sýnt að við gerum ekki verri hluti en hver annar.“ Þórir Óskars- son, formaður Lj ósmyndaraf é- lags Islands, og Einar Erlends- son, fram- kvæmdastjóri Skyggnu/Mynd- verks. Páll Stefánsson, formaður Blaða- ljósmyndara- félags íslands, og Lúðvík Geirs- son, formaður Blaðamanna- félags Islands. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.