Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 9. APRÍL 1991 HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT KVENNA Sagt eftir úr- slitaleikinn Eg átti alls ekki von á svona öruggum sigri. Það að fá bara fimm mörk á sig í einum hálfleik á móti Stjörnunni segir sína sögu,“ sagði Heimir Karlsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið eftir leik- inn. „Vörnin er grundvallaratriði. Með sterkum vamarleik ér verið að leggja grunn að góðum sóknar- leik. Þá fylgist oftast að sterkur varnarleikur og góð markvarsla og þessum þáttum n_áðum við upp í leiknum." Viðar Símonarson, þjáifari Stjörnunnar „Þessi leikur var lélegur af okkar hálfu og Fram átti sigurinn fyllilega skilið. Þær börðust vel frá upphafi, en við náðum okkur hins vegar aldrei á strik. Ég hef enga skýringu á þessu aðra en þá að liðið virtist ekki þola spenn- una sem fylgir svona úrslitaleik. Við vorum vel tuidir þennan leik búin, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. Vörnin brást illilega og markvarslan var eftir því.“ Guðríður Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram „Ég bjóst við miklu meiri baráttu í Stjörnuliðinu. Við höfðum yfirburði á þvi sviði og unnum þennan leik á sterkri vöm. Ég hef sjaldan haft svona gaman af því að leika vöm. Það gerði útslagið að við náðum að auka forskot- ið strax í upphafí síðari hálfleiks í stað þess að hleypa þeim nær okkur. í leikhléi vorum við allar hræddar um að svo færi því við höfum oft lent í því áður. Það má líka segja að reynsl- an hafi komið okkur vel. Við lékum allan tímann yfirvegað, vorum rólegar og náðum að klára dæmið." Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjömunnar „ Liðið virkaði áhugalítið og við lék- um allar undir getu. Við fórum ekki eftir því sem Viðar var búinn að leggja fyrir okkur, það klikkaði hreinlega allt. Fram lék vörnina vel og ég fékk lítið pláss til þess að athafna mig á línunni. Það þýðir ekki annað en að gleyma þessum skell og einbeita sér að einvíginu um íslandsmeistaratitil- inn.“ Gústaf Björnsson, landsliðsþjálf- ari kvenna „Þennan leik léku tvímælalaust tvö bestu kvennaliðin á Islandi í dag. Ég átti hins vegar von á mun jafnari og skemmtilegri leik heldur en raun varð á. Yfirburðir Fram voru of miklir og það var leiðinlegt að Stjörnuliðið skyldi eiga svona slæman dag. Ég bjóst við áð þetta langa hlé sem hefur orðið á keppninni héma vegna leikja hjá landsliðinu kæmu nokkuð niður á gæðum leiksins. Það var óvenju mikið um vitleysur hjá báðum liðum sem má rekja beint til þessa. Fram lék mjög sterka vöm og náði upp góðri markvörslu og það gerði gæfumuninn. Maður hafði á tilfínningunni að Stjömuliðið væri ekki nógu hungrað eftir titli.“ Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni „Ég fann mig ekki í leiknum enda var vörnin slök fyrir framan mig og ólík því sem ég á að venjast. Ég myndi segja að þessi þáttur hafi ráðið úrslit- um í leiknum, það vantaði alla sam- stöðu í liðið og því fór sem fór“. Erla Rafnsdóttir, Stjömunni „Léleg sókn, léleg vöm, léleg mar- kvarsla, þetta var allt lélegt hjá okk- ur. Sóknarleikurinn ómarkviss og skyttumar virkuðu óöruggar og hræddar. Baráttan var engin og það er eiginlöga ómögulegt að segja hvað fór úrskeiðis hjá okkur í leiknum." Ingunn Bernótusdóttir, Fram „Þetta var góður leikur hjá okkur. Ég fann mig vel og myndi segja að miklar og strangar æfingar að undanf- örnu væru að skila sér. Það kom mér á óvart hvað mótspyrnan var lítil hjá Stjömunni, bæði vamarlega og sókn- arlega. Ég átti von á því fyrirfram að þetta yrði ekta úrslitaleikur, jafnt á öllum tölum. Við unnum fyrst og fremst á frábærri liðsheild." Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Bikarmeistarar Fram í handknattleik kvenna 1991. Aftari röð frá vinstri: Heimir Karlsson þjálfari, Ólafía Kva'ran, Inga Huld Pálsdóttir, Sigrún Blomster- berg, Ingunn Bemótusdóttir, Arna Steinsen, Þórunn Garðarsdóttir, Margrét Blöndal liðsstjóri og Sigurður Tómasson, formaður handknattleiksdeildar Fram. Fremri röð frá vinstri: Díana Guðjónsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Hugrún Þorsteinsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Ósk Víðisdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Tíundi titillinn í höfn Fram-stúlkur bikarmeistarar eftir öruggan sigur á Stjörnunni ÞAÐ KOM á óvart hve auðveldlega Framstúlkur unnu Stjörnuna í bikarúrslitaleik á sunnudag. Þarna léku tvo sterkustu kvennalið landsins og miðað við síðustu viðureignir þessara liða voru líkur á spennandi leik. Fram hafði hins vegar leikinn í höndum sínum frá upphafi og sigraði baráttulitla andstæðinga sína örugglega. Fram vann bæði Islands- og bikarmeistaratitilinn ífyrra og sigl- ir hraðbyri að sama afreki í ár. Aðeins Stjarnan á möguleika á því að koma í veg fyrir það nú þegar tvær umferðir eru eftir. Eitt stig skilur á milli með þessum liðum og því er líklegt að um annan úrslitaleik verði að ræða þegar þau mætast í síðustu umferðinni. Strax frá byijun var ljóst að Stjarnan átti á brattann að sækja. í liðið vantaði þá baráttu sem alla jafna einkennir leik þess og ■HHBi kom það sérstaklega Hanna Katrín niður á varnarleikn- Friðríksen Um. Fram lék hins skrifar vegar mjög sterka vörn og Kolbrún var frábær í markinu. Sóknarleikur Stjömunnar var ómarkviss og oft á tíðum virkuðu skytturnar ragar við að skjóta á markið. Þá var Guðný Gunnsteinsdóttir tekin föst- um tökum á línunni. Framstúlkum tókst greinilega að skilja allan taugaóstyrk eftir inni í búningsklefa og liðið lék yfirvegað. Guðríður Guðjónsdóttir gaf tóninn með tveimur glæsilegum mörkum strax í upphafi og Hafdís systir hennar bætti því þriðja við áður en Stjörnustúlkur svöruðu. Þriggja marka munur hélst lengi framan af, en Fram gerði síðustu mörkin í fyrri hálfleik og helmingsmunur var í leikhléi, 10:5. Fram hóf síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri og gerði tvö fyrstu mörkin. Stjarnan tók Guðríði úr umferð, en Ingunn Bernótusdótt- ir kom í veg fyrir að það gengi upp með þremur mörkum í röð. Um miðjan hálfleikinn var staðan 16:8 og útlitið orðið svart hjá Stjörn- unni. Undin lokin fóru Framstúlkur að slaka á og Stjarnan minnkaði muninn fyrir leikslok. Það var liðsheildin hjá Fram sem skóp þennan tíunda bikarmeistara- titil kvennaliðisins frá upphafi. „Gömlu konurnar" í liðinu, Kolbrún Jóhannsdóttir, Ingunn Bernótus- dóttir og Guðríður Guðjónsdóttir léku þó best og augljóst að þær eiga nóg eftir. Hafdís lék einnig vel og gerði mikilvæg mörk. Sigrún Blomsterberg var sterk í vörn og opnaði vel fyrir skytturnar í sókn- inni. Stjarnan hitti á lélegan leik og mun meira býr í liðinu en þarna sást. Erla Rafnsdóttir sýndi klærnar öðru hveiju, en átti erfitt uppdrátt- ar gegn sterkri vörn Fram. Aðrar léku langt undir getu. Fram-Stjarnan 19:14 Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna í handknattleik, sunnudaginn 7. apríl 1991. Gangnr leiksins: 3:0, 4:3, 5:4, 7:5, 10:5, 12:5, 14:6, 14:8, 16:8, 16:11, 17:12, 18:13, 19:14. Mörk Fram: Ingunn Bernótusdóttir 7/2, Guðríður Guðjónsdóttir 6, Hafdís Guð- jónsdóttir 3, Ósk Víðisdóttir 2, Sigrún Blomsterberg 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 15, Hugrún 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 5/2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Harpa Magnús- dóttir 2, Ragnheiður Stephensen 2, Sigrún Másdóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1, Ingibjörg Andrésdóttir 1. Varin skot: 8/1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson, dæmdu vel. EVROPUKEPPNIN Sigur Bidasoa nægir varla BIDASOA vann Teka 22:20 í fyrri leik liðanna í úndanúrslit- um Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik um helgina. Lið- in mætast aftur í Santander á laugardag. Almennt er talið að Teka sé með pálmann í hönd- unum og eigi auðvelt með að vinna upp tveggja marka for- skot Bidasoa. Gífurleg stemmning var í höll- inni í Irun, en 4.000 áhorfend- ur voru á leiknum. Viðureignin var allt öðru vísi en leikir liðanna í spænsku deildinni; miklu - meiri hraði, meiri spenna, meira leyft og skemmti- legra á að horfa. Bæði lið léku 6-0 vöm, enmark- verðirnir fyrir aftan, Zuniga hjá Frá Atla Hilmarssyni á Spáni Bidasoa og Olsson hjá Teka, voru bestu menn liðanna. Svetkovic lék með Teka, sem stillti upp þremur erlendum leikmönnum, og féll það ekki vel í kramið hjá heimamönn- um, en Teka fékk tilskilin leyfi hjá IHF. Bidasoa var 11:7 yfir í hálfleik, en eftir hlé breytti Teka um leikað- ferð í sókninni; Kristján fór á miðj- una, Svetkovic var hægra megin og Melo vinstra megin. Þetta gekk upp og gestirnir jöfnuðu, 15:15. Eftir það var leikurinn í járnum, en heimamenn höfðu þó undirtökin og unnu 22:20. Wenta var markahæstur hjá Bid- asoa með 7 mörk, en Alfreð Gísla- son gerði Ijögur mörk. Svetkovic skoraði 6/3 fyrir Teka, Puig 5, Melo 3 og Kristján.2^— ■ Barcelona átti ekki í erfiðleikum með tyrkneska liðið ETI í undanúr- slitum Evrópukeppni meistaraliða og vann 31:19 á útivelli. Þjálfari Barcelona undraðist mjög hvað ETI var komið langt í keppninni og skildi ekki hvemig FH og Gross- wallstadt fóru að því að tapa fyrir liðinu. . ■Granollers vann Valencia 23:22 Alfreð Gíslason. Kristján Arason. í úrslitakeppni spænsku deildarinn- ar. Leikurinn var jafn, en sigurinn sanngjarn. Geir Sveinsson gerði tvö mörk fyrir Granollers. Þá vann Mepamsa Caja Madríd 29:22. Barcelona, Teka og Bidasoa eru öll með 16 stig, en Atletico Madríd er í ijórða sæti með 13 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.