Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 8
t IpRÓmR fH*V8tutI»lAMfe Njarðvík- ingar fóm á taugum - og nú geta Keflvíkingartryggt sér íslandsmeistaratitilinn í kvöld „ÉG VAR búin að segja að úr- slitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunum og því mættum við aldrei hætta að berjast fyrr en leikurinn væri flautaðuraf. Njarðvíkingar fóru á taugum á síðustu mínútunum en við héldum okkar striki allt til loka og við munum nú líta á næsta leik sem hreinan úrslita- ,!eik,“ sagði Jón Kr. Gíslason leikandi þjálfari með ÍBK eftir að hafa leitt lið sitttil sigurs gegn UMFN í„Ljónagryfjunni“ í Njarðvík á laugardaginn. Lokatölur urðu 78:82 fyrir Keflvíkingar leiða nú 2:1 í úr- slitunum en það lið sem fyrr sigrar í 3 leikjum verður ís- landsmeistari. Liðin mætast aftur f Keflavík í kvöld og þá geta heimamenn tryggt sér meistaratitilinn með sigri. Eins og í fyrri leikjum liðanna voru það Njarðvíkingar sem þöfðu undirtökin mest allan leikinn og allt, stefndi í öruggan sigur þeirra. Þegar 2 mínútur voru til leiksloka höfðu þeir 6 stiga forskot 78:72, en þá var eins og liðið væri hreinlega búið að vera og Keflvíkingar tryggðu sér sigur- inn með því að skora 10 síðustu stigin. Falur Harðarson og Jón Kr. Gíslason í liði ÍBK voru bestu menn vallarins að þessu sinni. Falur gerði sér lítið fyrir og skoraði 6 3ja stiga körfur og þar af 5 í síðari hálfleik og sló framlag hans Njarðvíkinga algerlega út af laginu. Teitur Örl- ygsson og Rondey Robinson voru bestu menn UMFN. „Ætlum ekki að færa þeim titil- inn á silfurfati" „Við höfum séð það svartara en þetta og eitt er víst að við ætlum ekki að færa þeim titilinn á silfur- fati. Það eina sem við getum gert núna er að duga eða drepast í næsta leik og ég hef mikla trú á mínum mönnum," sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. „í tveimur síðustu leikjum höfum við haft góða stöðu allt þar til á síðustu mínútunum en þá komið bakslag þar sem enginn þorir að taka af skarið. Þetta verðum við að laga því það dugar ekkert annað en að leika á fullum krafti allt til loka. Jón Kr. hefur tekið að sér að gæta Teits að undanförnu og tekist að halda honum niðri þó með því að beita brögðum á stundum. Núna erum við reynslunni ríkari og eitt er víst að það verður ekkert gefið eftir í Keflavík." „Höfum haldið þeim undir 80 stigum" „Með góðum varnarleik hefur okkur tekist að halda þeirh undir 80 stigum í tveim síðustu leikjum. Njarðvíkingar eru sóknarlið og því höfum við ráðist á þá þar sem þeir eru sterkastir. Við höfum engan áhuga á að mæta þeim í 5. leiknum og því ætlum við að mæta með því hugarfari á þriðjudagskvöld [í kvöld] að um hreina úrslitaleik sé að ræða. Ég held að hann verði geysi spennandi eins og síðustu leikir og að úrslitin ráðist ekki fyrr en á síðustu mínútunum. Við höfum lagt og ætlum að leggja allt kapp á að stöðva Teit og Rondey því þeir skora jú flest stigin og tekist að halda þeim að mestu leyti niðri,“ sagði Jón Kr. Gíslason um leik lið- anna í Keflavík í kvöld. Björn Blöndal skrifarfrá Keflavík Morgunblaiið/Einar Falur Falur Harðarson átti stórgóðan leik með Keflavíkurliðinu og var óstöðvandi á lokasprettinum. Hér skorar hann þriggja stiga körfu. KÖRFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR Bowí CBA- deild- ina? JONATHAN Bow, sem lék með úrvalsdeildarliði KR í körfuknattleik í vetur, hefur hug á að leika með liði í bandarísku CBA-deildinni. KR-ingar hafa fullan hug á að hafa hann áfram, en málið skýrist ekki fyrr en í sumar. Bow, sem hefur verið síðustu tvö keppnistímabil á ís- landi, sagði við Morgunblaðið að hann færi til Fort Lane í Indianaríki í Bandaríkjunum í næstu viku, en þar bjó hann í fimm ár áður en hann kom til íslands. Þar ætlaði hann að hugsa um framhaldið vel og rækilega, en þrennt kæmi til greina. I fyrsta lagi að reyna að komast að hjá Fort Lane Furior, sem leikur í CBA-deild- inni. í annan stað að ljúka BA- prófi í viðskiptafræði, en hann á eitt ár eftir í náminu, og loks kæmi vel til greina að vera áfram hjá KR. „KR hefur boðið mér að vera áfram og ekkert annað lið á íslandi kemur til greina. KR verður áfram í toppbaráttunni og það hlýtur að vera keppi- kefli allra að vera með í úrslita- keppninni," sagði Bow. Sófus Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að viðræður væru í gangi og Bow hefði hægan tíma til að hugsa sig um. „Hann stóð sig frábærlega vel í vetur. Við erum ánægðir með frammistöðu hans og höfum fullan hug á að hafa hann áfram.“ KNATTSPYRNA m Diego Maradona úrskurðaðjjr í 15 mánaða bann: Urskurðinum verður áfrýjað Aganefnd ítalska Knatt- spyrnusambandsins úr- skurðaði Diego Maradona í 15 mánaða bann á laugardag vegna meintrar kókaínneyslu, en leyfar af efninu komu fram í þvagpiófi, sem hann fór í eftir leik í síðasta mánuði. Bannið, sem rennur út 30. júní á næsta ári, tekur til allra þjóða inna FIFA, aiþjóða Knatt- spyrnusambandsins. Formaður aganefndarinnar sagði að Mara- dona hefði ekki verið úrskurðaður í hámarksbann, sem er tvö ár, vegna þess að ekki væri sannað að hann hefði neytt efnisins til að bæta árangurinn á vellinum. Þegar málið var tekið fyrir sögðu lögfneðingar Maradona að hann hefði ekki neytt kókaíns og útkoma lyfjaprófsins væri byggð á of veikum grunni. Þeir fóru fram á fleiri próf, en því var hafnað á þeirri forsendu að kókaín væri á bannlista og magnið skipti þvf engu máli. Marcos Franchi, umboðsmaður Maradona, sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað. Málsvömin væri sterk og margt væri athugaveit við framkvæmd lyfjaprófsins. Carlos Menem, forseti Argentínu, sagði að refsingin væri of mikil og Alfio Basil^, landsliðsþjálfari Argentínu, sagð- ist standa með Maradona. „Ég held að hann hafí ekki tekið eitur- lyf.“ Francis sagði að Maradona liði vel og margir félagar hans þjá Napólí hefðu hringt og lýst yfír stuðningi við hann. Diego Maradona. GETRAUNIR: X X 1 X22 111 X21 LOTTO: 2 5 6 18 19 + 17 rnnn^ ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.