Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 5
„Búinn að bíða
lengi eftir þessu
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991
hém
FOLX
■ ANDY Tillson tryggði QPR
dýrmæt stig í botnbaráttunni, þegar
hann skoraði í 1:0 sigri gegn Sund-
erland. Þetta var fyrsta mark varn-
armannsins fyrir
QPR, en hann var
keyptur á 400.000
pund (liðlega 40
millj., ísk.) frá
Grimsby fyrir fjórum mánuðum.
M MIKE Pheian meiddist í leik
Aston Villa og Manchester Un-
ited og verður sennilega ekki með
United gegn Legia í undanúrslit-
um Evrópukeppni bikarhafa annað
kvöld.
■ TÉKKINN Ludo Miklosko
verður áfram hjá West Ham. Man-
chester United bauð 1,3 millj.
punda í markvörðinn, sem hefur
haldið hreinu í 22 leikjum, en tilboð-
inu var hafnað.
■ GLENN Hoddle stjórnaði
Swindon í fyrsta sinn og varð að
sætta sig við 2:1 tap gegn Wat-
ford. Steve Perryrnan, fyrrum
Frá
Bob
Hennessy
iEngtandi
Koeman.
Arnór.
félagi Hoddles hjá Spurs, er við
stjórnvölinn hjá Watford.
■ LARS Elstrup skoraði fyrir
Luton, en það nægði ekki til sig-
urs. Þetta var 17. mark Danans á
tímabilinu, en hann segist fara frá
félaginu, falli það í 2. deild.
■ DUNCAN Ferguson gerði sig-
urmark Dundee United í 2:1 sigri
gegn St. Johnstone í undanúrslit-
um skosku bikarkeppninnar. Un-
ited leikur því til úrslita í þriðja
sinn á fimm árum og mætir annað
hvort Celtic eða Motherwell.
■ ROMARIO frá Brasilíu var
hetja PSV Eindhoven gegn meist-
urum Ajax í hollensku deildinni.
Romario gerði tvö mörk í 4:1 sigri
og PSV er með tveggja stiga for-
ystu á toppnum.
■ ARNÓR Guðjohnsen og sam-
herjar í Bordeaux fögnuðu fyrsta
útisigrinum í frönsku deildinni á
tímabilinu og liðið fór úr 17. í 14.
sæti.
H RONALD Koeman, sem var
frá í fimm mánuði vegna meiðsla,
gerði fyrsta mark sitt eftir endur-
komuna í 3:1 sigri Barcelona gegn
Reai Burgos í spænsku deildinni.
Þetta var fyrsta tap Real Burgos
í átta leikjum í röð.
■ ATHLETICO Madríd, sem er
4 stigum á eftir Barcelona, hefur
leikið 17 leiki í röð án taps.
■ MEISTARAR Real Madríd
hafa ekki átt láni að fagna í vetur.
Þeir töpuðu fyrir Espanol um helg-
ina, sem hafði ekki sigrað Real á
heimavelli í fimm ár, og eiga á
hættu að komast ekki í Evrópu-
keppni.
I BENFICA er með eins stig for-
ystu á Porto í portúgölsku deild-
inni.
■ SPORTING hvíldi sjö fasta-
menn vegna leiks gegn Inter Milan
í undanúrslitum Evrópukeppni fé-
lagsliða á morgun, en gerði 1:1 jafn-
tefli við Chaves og er í þriðja sæti.
■ DANIEL Fonseca frá Urugu-
ay skoraði tvívegis fyrir Cagliari
gegn Sampdoria á síðustu 19
mínútunum og jafnaði, 2:2. Cagl-
iari er í fallhættu í ítölsku deild-
inni, en Sampdoria er með tveggja
stiga forystu á toppnum.
ÖRNÓLFUR Valdimarsson,
Reykjavík og Guðrún H. Kristj-
ánsdóttir, Akureyri, urðu ís-
landsmeistarar í samhliða-
svigi, sem var síðasta keppnis-
greinin á Skíðamóti íslands
sem lauk á ísafirði á laugardag-
inn.
ValurB.
Jónatansson
skrífar frá
Isafirði
Ornólfur kann vel við sig í sam-
hliðasviginu því þetta var í
fjórða sinn á fimm árum sem hann
stendur uppi sem sigurvegari. Örn-
ólfur mætti Arnóri
Gunnarssyni frá
ísafirði í úrslitum og
var það frekar ójöfn
keppni. Arnór
stoppaði eftir að þeir voru ræstir í
fyrri umferð. Ástæðan; „Það var
einhver sem kallaði til mín. Ég hélt
að eitthvað hafði farið úrskeiðis í
startinu og því stoppaði ég, en þá
sá ég Örnólf bruna framúr mér.
Forskot hans var þá orðið allt of
mikið og ég átti aldrei möguleika
á að ná honum,“ sagði Arnór, sem
var mjög ósáttur við að fá ekki að
endurtaka ferðina. Örnólfur var
hins vegar öryggið uppmálað og
renndi sér í gegnum brautina. Síðari
umferðin var því aðeins formsatriði
því forskot Örnólfs var það mikið.
Örnólfur var ánægður með sigur-
Þriðji sigur Arsenal
á aðeins átta dögum
sagði Rögnvaldur Ingþórsson sem sigraði í 30 km göngu
„ÉG er búinn að bíða lengi eft-
ir þessum sigri. Ég hef aldrei
náð að verða íslandsmeistari,
nema í boðgöngu og það var
kominn tími til að vinna nú í
einstaklingsgöngu,11 sagði
Rögnvaldur Ingþórsson frá Ak-
ureyri eftir sigurinn í 30 km
göngu karla á laugardaginn.
Rögnvaldur sagði að hann hefði
ekki náð sér á strik í 15 km
göngunni, en verið staðráðinn í
að gera betur í 30 km. „Ég er
mjög ánægður með
VaiurB. fyrstu tvo hringina
Jónatansson og náði góðu for-
skrifar skoti og gat því
aðeins slakað á í
lokin. Þetta er búið að vera erfitt
þar sem við höfum tekið þátt í
þremur göngum á jafnmörgum
dögum,“ sagði Rögnvaldur. Hann
var einni mínútu á undan Hauki
Eiríkssyni frá Akureyri sem varð
annar og rúmlega 4 mín. á undan
Sigurgeiri Svavarssyni, Ólafsfirði,
sem varð þriðji.
StefniráÓL 1992
Rögnvaldur hefur dvalið í Umá
í Svíþjóð við nám og æfingar
ásamt Hauki og Sigurgeiri síðast-
liðna tvo vetur. Hann sagðist
stefna á að komast á Ólympíuleik-
ana næsta vetur og svo heims-
meistaramótið í Falum 1993. „Það
veltur þó á því hvað Skíðasam-
bandið ætlar sér í sambandi við
gönguna í framtíðinni. Við höfum
ekki haft þjálfara í vetur og því
þurft að skipuleggja landsliðsæf-
■ SKÍÐAMÓTI íslands, sem nú var haldið
í 52. sinn, var slitið á laugardag eða degi
fyrr en áætlað var vegna þess að keppni í
stökki og göngu kvenna féll niður.
■ ÁSTA Halldórsdóttir frá ísafirði var
sigursælust allra keppenda á Skíðamóti Is-
lands. Hún vann þrenn gullverðlaun; í svigi,
stórsvigi og alpatvíkeppni og síðan bronsverð-
laun í samhliðasvigi.
■ DANÍEL Jakobsson frá ísafirði var
einnig sigursæll, vann allar þær göngugrein-
ar sem hann tók þátt í og varð þrefaldur
meistari. Hann er í skíðamenntaskóla í Jer-
pen í Svíþjóð, sama skóla og Einar Ólafs-
son, margfaldur íslandsmeistari í göngu, var
við nám í fyrir nokkrum árum.
I ÞRENNIR bræður voru á meðal kepp-
enda á mótinu. Kristinn og Ólafur, synir
Björns Þórs Ólafssonar, skíðastökkvara frá
Ólafsfirði. Kristinn keppti í alpagreinum en
Ólafur í göngu. Göngumennirnir Daníel og
Óskar, sem eru synir séra Jakobs Hjálmars-
sonar Dómkirkjuprests og loks ísfirðingarn-
ir, Arnór og Jóhann Gunnarssynir, sem
kepptu í alpagreinum.
I SKÍÐAMOT íslands , það 53. í röðinni,
verður haldið á Dalvík og Ólafsfirði næsta
vetur. Alpagreinarnar eiga að fara fram á
Dalvík og norrænu greinarnar á Ólafsfirði.
■ EINAR Úlfsson úr Reykjavík var elsti
keppandinn í alpagreinum karla, 29 ára.
Guðrún H. Krisljánsdóttir frá Akureyri
var elst í kvennaflokki, 24 ára. Hún hefur
sjö sinnum orðið íslandsmeistari, fyrst 1985.
■ KRISTINN Björnsson, íslandsmeistari í
stórsvigi karla, heldur utan til Noregs í dag
þar sem hann tekur þátt í heimsmeistara-
móti unglinga í alpagreinum.
ARSENAL hefur svo gott sem tryggt sér meistaratitilinn í ensku
knatspyrnunni í annað sinn á þremur árum. Liðið vann Sunder-
land 2:0 á laugardag — þriðji sigurinn í deildinni á átta dögum
— og er með pálmann í höndunum. Arsenal á sex leiki eftir og
er með átta stiga forskot á Liverpool, sem á reyndar leiktil
góða, en markahlutfall Arsenal er mun betra. „Liverpool þarf
að brúa stórt bil, en ef við höldum áfram á sigurbraut, verður
það ekki brúað,“ sagði George Graham, sigurviss eftir leikinn í
Sunderland.
Kevin Campbell var enn hetja
Arsenal, gerði fyrra markið
og lagði hitt upp fyrir Alan Smith.
Campbell hefur gert átta mörk í
■^■■m síðustu 10 leikjum
Frá Bob og þeir félagar eiga
Hennessy 12 af síðustu 14
i Englandi mörkum Arsenal.
„Það má alltaf búast
við mörkum, þegar miðhetjar eins
og þeir era annars vegar,“ sagði
Graham og hældi Campbell sérstak-
lega. „Hann átti frábæran leik og
var stöðugt ógnandi.“
Allir leikmenn Spurs í frí?
Gary Lineker kom endurnærður
eftir fjögurra daga frí á Tenerife
og gerði bæði mörk Tottenham í
2:0 sigri gegn Southamton, en lét
veija frá sér vítaspyrnu. Lineker
var hvíldur í síðustu tveimur leikjum
með undanúrslitaleikinn í bikarnum
gegn Arsenal um næstu helgi í
huga. „Ef þefta er það, sem menn
fá út úr því áð fara í frí, er spurn-
ing hvort allir leikmenn mínir ættu
ekki að fá smá hvíld,“ sagði Terry
Venables eftir annan sigur Spurs í
síðustu 13 leikjum.
Luton var 3:0 yfir gegn Chelsea
eftir 22 mínútur, en varð að sætta
sig við 3:3 jafntefli. Graeme Le
Soaux fékk að sjá rauða spjaldið í
stöðunni 3:1, en 10 heimamenn létu
það ekki á sig fá og jöfnuðu. „Við
köstuðum frá okkur tveimur stig-
um,“ sagði Jim Ryan, stjóri Luton.
„Við urðum taugaóstyrkir og hætt-
um að leika knattspyrnu."
Leeds í Evrópukeppni?
Leeds gerði það sem engu liði
hefur tekist á heimavelli Wimbledon
í vetur — að sigra. Lee Chapman
gerði eina mark leiksins með skalla
— 24. mark hans á tímabilinu. Gest-
irnir útfærðu varnarleik sinn mjög
vel og 25 sinnum féllu leikmenn
Wimbledon í rangstöðugildru.
„Þeirra leikaðferð gekk upp en ekki
okkar,“ sagði Ray Harford, stjóri
Wimbledon. „Við vorum einfaldlega
næst bestir í einu og öllu.“
Leeds er í fjórða sæti, þremur
stigum á eftir Crystal Palace og á
leik til góða. Stefnan var sett á
Evrópusæti og markmiðið er enn
raunhæft, fái Livei'pool ekki að taka
þátt, en reyndar bendir margt til
að meisturunum verði hleypt inn
ári fyrr en til stóð.
Manchester United gerði 1:1
jafntefli við Aston Villa í Birming-
ham. Þetta var sjöundi leikur Un-
ited í röð án taps, en Alex Fergu-
son var ekki ánægður. „Við byrjuð-
um að leika þegar við vomm komn-
ir undir, en hættum eftir. að jöfnun-
armarkið var í höfn.“
Urslit / B6
Staðan / B6
i m
Gary Lineker kom endurnærður
eftir fjögurra daga frí á Tenerife og
gerði bæði mörk Tottenham.
10O millj. fyrir
auglýsingu á peysur
Manchester United fær
milljón pund (um 104 millj.
ÍSK) fyrir að vera með auglýsingu
frá íþróttavörufyrirtækinu Umbro
á peysum leikmanna næsta
keppnistímabil. Þetta er með betri
samningum í Englandi af þessu
tagi.
Lee Sharpe, sem var kjörinn
efnilegasti leikmaðut' deildarinnar
pg lék fyrsta landsleik sinn gegn
írum í EM í lok mars, er heldur
ekki á flæðiskeri staddur. Þessi
19 ára piltur, sem var með 26
pund á viku í Torquay fyrir þrem-
ur árum, þegar Manchester Un-
ited keypti hann á 15.000 pund,
gerði fjögurra ára samning við
Manchester United fyrir skömmu,
sem tryggir honum 250.000 pund.
Þá gerði hann þriggja ára samn-
ing við skófyrirtæki upp á
150.000 pund, sem er stærsti
samningur, sem svo ungur leik-
maður hefur gert í Englandi.
ingar sjálfir og það hefur tekið
mjög á okkur. Það er svo mikið í
kringum þetta og kemur niður á
árangrinum. Þeir bestu í heiminum
æfa um 700 tíma á ári meðan við
æfum 400 til 500 tíma. Við þurfum
að auka æfingarnar og til þess að
því geti orðið verðum við að fá
aðstoð frá SKÍ,“ sagði Rögnvald-
ur.
Daníel I sérflokki
ísfirðingurinn Daníel Jakobsson
hafði mikla yfirburði í 15 göngu
pilta 17-19 ára. Hann var tæpum
7 mínútum á undan Kristjáni Ó.
Ólafssyni frá Akureyri, sem varð
annar og 9 mín. á undan bróður
sínum, Oskari, sem varð þriðji.
Daníel hefur sýnt ótrúlegar fram-
farir í vetur og hefur dvölin í Jer-
pen í Svíþjóð gert það að verkum.
Hann er mjög sterkur líkamlega
og veit greinilega hvað hann ætlar
sér í framtíðinni.
Morgunblaðið/KGA
Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri er hér á fullri ferð í samhliðasviginu, en þar sigraði hún nokkuð örugglega.
inn, sem var eini sigur Reykvíkinga
á mótinu,' en sagði að það hefði
verið skemmtilegra að fá meiri
keppni í úrslitunum. „Ísafirðingar
hafa staðið sig vel við framkvæmd
mótsins. En ég er á því að það sé
skynsamlegra að hafa mótið um
páskana til að fá fleiri áhorfendur,"
sagði Örnólfur. Hann sagðist ætla
að vera með á fullu næsta vetur
og freista þess að komast á
Ólympíuleikana í Albertville. Eftir
það ætlar hann að snúa sér alfarið
að læknisfratðinni, en hann er nú
á öðru ári.
Loks sigraði Guðrún
Guðrún H. Kristjánsdóttir sigraði
nokkuð örugglega í kvennaflokki.
Vann hina 16 ára gömlu, Evu Jón-
asdóttur frá Akureryri, í báðum
umferðum. Guðrún, sem þurfti að
sætta sig við annað sætið bæði í
svigi og stórsvigi, var ekki á því
að fara frá ísafirði án þess að hljóta
gullverðlaun. Hún hefur verið mjög
sigursæl í svigi og stórsvigi á Skíða-
landsmótum undanfarin ár, en þetta
var í fyrsta sinn sem hún sigrar í
samhliðasvigi.
Daníel Jakobsson frá ísaftrði var sigursæll á mótinu.
Morgunblaðið/KGA
Rögnvaldur Ingþórsson frá Akureyri vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil
í einstaklingsgöngu er hann sigraði í 30 km göngu karla á laugardaginn. Hér
skautar hann í mark.
SKÍÐALAIMDSMÓT
Skíðamóti íslands, því 52. í fylgjast með mótinu í gegnum
röðinni, var slitið á ísfirði fjölmiðla. Skíðasambandið ætti
á laugardaginn. Mótið fór vel að endurskoða tímasetningu
fram og eiga ísfirðingar þakkir mótsins áður en það verður um
skildar fyrir góða framkvæmd. seinan og halda það um páskana
Mótið var ekki - rismikið, fáir í framtíðinni.
keppendur og enn
færri áhorfendur.
Margar ástæður eru
þessu valdandi og
verður Skíðasam-
band íslands að fara
að hugsa sinn gang.
Fyrst ber að nefna
að keppendum í
norrænum greinum
fækkar stöðugt og er það Það er mikill sjónarsviptir af
áhyggjuefni. Ekki var keppt í stökkíþróttinni sem virðist nú
stökki þriðja árið í röð og fella heyra sögunni til. Skíðagangan
varð niður keppni í göngu á einnig undir högg að sækja
kvenna þar sem aðeins einn og verður að búa vel að íþrótt-
keppandi var skráður til leiks. inni ef ekki á að fara eins og
Að mínu mati er tímasetning fyrir stökkinu. Á mótinu voru
mótsins röng. Áður fyrr var aðeins 3 keppendur í 30 km
mótið haldið um páskana og var göngu karla og 15 km göngu
þá hápunktur allra skíðaunn- pilta 17-19 ára - allir fengu
enda. Nú fót' mótið fram að verðalun. Eins vakti það athygli
mestu á virkum dögum, fimmtu- að Siglfirðingar sendu ekki
degi, föstudegi og laugardegi keppendur á mótið og er það
og því fátt urn áhorfendur - fólki líklega í fyrsta sinn í sögu Skíða-
er ekki gert kleift að horfa á móts íslands sem það skeður.
þó svo að áhugi væri fyrir því. Skíðasambandi íslands ber
Hvetjir eiga að komatil að fylgj- skilda til að endurvekja stökk-
ast með mótinu á stað eins og fjtróttina og efla gönguna á
Isafirði þar sem allir eru í vinnu komandi árum og það þarf mik-
og skólar byrjaðir al'tur eftir ið átak ef það á að takast.
páskafrí? Með þessu fyrirkomu- Valur B.
lagi verður fólk hreinlega að Jónatansson
Fólki er ekki gert kleift að
horfa á Síðamót íslands þó
svo að áhugi væri fyrir því.
Omólfiir og Guðrún
best í samhliðasvigi
Morgunblaðið/KGA
Valdemar Valdemarsson frá Akureyri (til vinstri) ræðir hér við Kristinn
Bjömsson frá Ólafsftrði eftir svigkeppnina. Valdemar sigraði í sviginu eftir að
Krstinn, sem hafði langbesta tímann í fyrri ferð, hafði keyrt út úr í síðari
umferð. Kristinn sigraði aftur á móti með yfirburðum í stórsviginu.
Verðlaunaskiptingin Gull Silfur Brons
Akureyri 7 11 7
ísafjörður 6 1 4
Ólafsfjörður 1 3 2
Reykjavík 1 0 0
Dalvík 0 0 2
SKIÐAMOT ISLANDS A ISAFIRÐI
KNATTSPYRNA / ENGLAND