Alþýðublaðið - 04.11.1920, Page 1
1920
Fimtudaginn 4 nóvember.
2 54 tölubl.
IfvaS ertu laajt frá sveitinni, verkantaðnr?
Starfsstúlkur
Athugaðu spurningu þá, sem
-stendur yfir þessum lfnum. Hvað
ertu langt frá sveitinni? Hvað get-
ur þú þoiað iengi að vera veikur
og frá verlci, án þess að þú farir
á sveitina?
Hættan vofir yfir höfði þér, þú
ert kannske heilbrigður f dag,
en þú getur verið orðinn veikur
og frá vinnu á morgun, því verka-
maðurinn á altaf á hættu að slas-
ast. Slík slys koma tiltölulega oft
fyrir, og sfðustu árin hafa þó
nokkrir menn beðið bana við vinnu
sína hér í Reykjavík og grend —
að ónefndum þeim, sem slasast
liafa á sjó eða týnt þar lífinu.
En þó þú verðir ekki fyrir neinu
slysi, þá gstur þú samt verið kom-
inn í rúmið á morgun, jafnvel þó
?þú sért einn af þeira fáu, sem
ekki býrð í heilsuspillandi íbúð.
Hvað ertu langt frá sveitinni,
mánuð? Tvo mánuði? Míssiri? Ár?
Þú átt bannske góða vini sem
'Vilja hjálpa þér, það getur kann-
ske bjargað þér f bili, en ef veik-
indi þín eru langvarandi stoðar
það ekki. Vinirnir eru líklegast
verkamenn eins og þú sjálfur, og
þurfa á sínu að halda, þó þeir
fegnir vildu hjálpa þér. Þú hefir
kannske verzlað Iengi á sama
staðnum og staðið vel í skilum,
svo þú getur fengið dálítið lán
þar. En það stoðar heldur ekki
iengi ef veikindi þín verða lang-
Varandi.
Athugaðu nú vel: hvað ertu
iangt frá sveitinni ef þú missir
^eiSsuna um tfma? Það getur ekki
^erið mjög langt ef þú átt mörg
börn.
En hvað verður svo ef þú þarft
að leita til sveitarinnar hér í
^eykjavík ? Ja, ef þú ert sveitlæg-
ur hér þá færðu fátækrastyrk til
þess að halda lffinu í þér, börn-
’^uih og konunni. Styrkinn þurft-
ag fá, og það var ekki þér
'að kenna að þú mistir heilsuna
eða slasaðist. En samt er þér
hengt fyrir það. Þér er hengt fyrir
það sem þú getur ekki gert við,
og þér er hengt með því að taka
af þér mannréttindin: kosningar-
rétturinn er tekinn af þér.
Þú veizt að sá sem drýgir g!æp
sem svívirðilegur er að almanna-
rómi, hann missir kosningarrétt-
inn. Þér er með öðrum orðum
gert jafn hátt undir höfði og glæpa-
manninum I Og ekki nóg með það
að þér sé hegnt þannig fyrir það
sem þú getur ekki gert við, held-
ur er konunni þinni hegnt líka
fyrir það að þú skulir vera veik-
ur. Hún missir Iíka kosningar-
réttinn.
II.
Ea hvernig fer nú ef þú ert
ekki sveitlægur hér?
Ja, þá versnar nú um alian
helming. Þú ert kannslre ekki
fæddur hér, en búinn að vera hér
í 8 eða 9 ár þegar þú missir
heilsuna. Hér kyntist þú konunni
þinni, hér eru börnin þín fædd,
og þér hefir aldrei dottið í hug
síðan þú komst og settist að hér,
að annar staður en Reykjavfk
væru heimkynni þín. En þegar þú
ert búinn að missa heilsuna og
ert búinn að fá sveitarstyrk til
þess að þú sjálfur, konan og börn-
in farist ekbi úr hungri, þá færð
þú máske annað að vita, sem sé
það, að sveitin þín sem þeir kalla,
það er hreppurinn sem þú ert
fæddur f, vilji fá þig fluttar. til
sín ásamt konu og börnum.
Nú getur verið að þú sért far*
inn fyrir fjölda mörgum árum að
heiman úr fæðingarhrepp þírmm,
löngu áður en þú komst hingað,
og sért orðinn þar öllum ókunn-
ugur, en þó þú sért þar mörgum
kunnugur enn, þá eru fáir vinir
öreigans. Og konan þín, sem má-
ske er héðan úr Reykjavík, eða
úr annari sveit en þú, og aldrei
vantar í vetrarvist að Yíf-
ilsstöðum og hreingern-
ingastúkur um stutían
tíma. Uppl. hjá yfirhjúkr-
unarkonunni. Simi 101.
hefir komið í fæðingarhrepp þinn
og þekkir þar ekki nokkra tnann-
eskju. Mundi henni ekki þykja d-
þægilegt að þurfa að flytja í slík-
an stað, jafnvel þó þú værir full-
vinnandi og þyrftir ekki upp á
neinn að vera kominn? En hvað
mundi henni þykja et þið væruð
kölluð „sveitarlimir" af hugsunar-
lausum almenningi eða harðsvfr-
uðum hreppsnefndarmönnum ?
(Frh)
ðþarfi
er það fyrir piltinn Erlend Péturs-
son, hinn afdankaða form. verzí-
unarmannafélagsins .Merkúr", að
vera með nein hnjóðsyrði f garð
Alþýðuflokksins (sbr. grein hans f
Mgbl. í dag), því sennilega er
Erlendur ekki tignari maður eo
svo, að það gertur naumast móðg-
að hann stórlega, að til sé flokk-
ur, sem heitir Alþýduftokkur. En
hann má flaðra upp um SjálfstjÓrn
eins og hann vill fyrir mér, hitt
gat hann látið vera.
Alþýðuflokksmaður.
„Bismarelí“ eyðilegst af elðl.
Eitt af stærstu línuskipum Þjóð-
verja, er „Bismarck" hét, eyði-
lagðist nýlega gersamlega af eldi
í höfninni í Hamborg.