Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991
[(( I IAM ) i'.Q-.r-irí-"/!•
TT
iiimmúTziœFr
viTFiir
Hlutabréfaeign Hlutabréfasjóösins hf.
12. apríl 1991
Kaupgengi Nafnverð Markaðsverð
Eignarhlutur
Hlutabréfasj.
í viök. fyrirt.
Eimskip 5,39 15.028.518 81.003.712 1,4%
Faxamarkaöur 2,18 875.000 1.907.500 5,1%
Flugleiðir 2,31 40.509.660 93.577.315 2,1%
Grandi 2,47 20.471.000 50.563.370 3,1%
Hampiðjan 1,82 14.348.767 26.114.756 5,1%
ísiandsbanki 1,63 1.283.400 2.091.942 0,1%
EHF Alþýöubankans 1,62 1.552.100 2.514.402 0,2%
EHF Iðnaðarbankans 2,30 5.856.840 13.470.732 0,8%
EHF Verslunarbankans 1,73 5.964.791 10.319.088 0,8%
OLÍS 2,25 5.000.000 11.250.000 0,3%
Olíufélagið 6,60 4.057.200 26.777.520 Ö,9%
Sjóvá-Almennar 6,12 1.211.356 7.413.499 0,5%
Skagstrendingur 4,51 2.680.500 12.089.055 2,9%
Skeljungur 6,69 7.754.500 51.877.605 2,2%
Sæplast 6,61 549.780 3.634.046 1,3%
Tollvörugeymslan 1,00 12.098.446 12.098.446 8,3%
ÚA 4,03 2.310.050 9.309.502 0,4%
SAMTALS 416.012.490
Verðbréfamarkaður
Verslun
Body Shop á íslandi
Tæplega 600 verslanir reknar
víðs vegar um heiminn
Arðsemi eigin fjár Hluta-
bréfasjóðsins hf. 34%ífyrra
ARÐSEMI eigin fjár Hlutabréfa-
sjóðsins hf. á síðastliðnu ári svar-
ar til um 34% raunvaxta. Hagn-
aður sjóðsins var bókfærður alls
um 6,8 milljónir króna og er þá
ekki tekið tillit til hagnaðar af
hlutabréfaeign sjóðsins. Hann
nam alls um 67,9 rnilljónum
króna en ekki þótti eðlilegt að
færa hann til tekna. Sjóðurinn á
nú hlutabréf í 17 félögum og
nemur markaðsverð bréfanna
um 416 milljónum króna.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins
var haldinn þann 29. apríl sl. Þar
kom fram að heildareignir sjóðsins
þann 12. apríl sl. námu alls um
637,3 milljónum króna. Auk 416
milljóna hlutabréfaeignar átti sjóð-
urinn þá skuldabréf að íjárhæð 169
milljónir og handbært fé og
skammtímabréf að fjárhæð 51,9
milljónir. Hlutabréfasjóðurinn er í
mörgum félögum meðal stærstu
hluthafa t.d. Flugleiðum, Eimskipa-
félaginu, Tollvörugeymslunni og
Hampiðjunni en nánar kemur fram
um það á meðfylgjandi töflu. Hlut-
hafar voru alls 2.225 talsins 12.
apríl og hafði fækkað úr 2.414 frá
áramótum.
í ársskýrslu sjóðsins kemur fram
að stuðst er við álit Reikningsskila-
nefndar Félags löggiltra endurskoð-
enda varðandi færslu hagnaðar af
hlutafjáreign. Nefndin telur að sá
hagnaður sem hlutabréfasjóðir hafa
af langtímaeign sinni skuli ekki
færður til tekna í rekstrarreikningi
nema við sölu hlutabréfa. í því sam-
bandi vísar nefndin til álitsgerðar
frá Alþjóðlegu reikningsskilanefnd-
inni.
Á aðalfundinum var samþykkt
að greiða hluthöfum 12% arð og
REKSTRARTEKJUR Þörunga-
verksmiðjunnar hf. námu á
síðasta ári 77,6 milljónum króna,
en voru 105,5 miHjónir árið áð-
ur. Tekjurnar minnkuðu því um
26% milli ára. Rekstrargjöld án
fjármagnsliða námu 79,3 milljón-
um króna og lækkuðu um 23% á
milli ára. Tap af reglulegri starf-
semi varð þannig 1,7 milljón
auka hlutafé félagsins um 10% með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Stjórn
Hlutabréfasjóðsins var endurkjörin
en hana skipa .Baldur Guðlaugsson,
formaður, Árni Árnason, fram-
kvæmdastjóri, Árni Vilhjálmsson,
prófessor, Jón Halldórsson og
Ragnar Halldórsson. í varastjórn
voru kosnir Kristján Óskarsson,
Pétur Blöndal og Stanley Pálsson.
Framkvæmdastjóri er Þorsteinn
Haraldsson.
króna á síðasta ári. Fjármagns-
gjöld voru um 3 miHjónir króna
og sölutap eigna 0.2 miHjónir.
Að teknu tilliti til þessa var
rekstrartap síðasta árs tæpar 5
milljónir króna, eða um 6,4% af
rekstartekjum.
í ársskýrslu félagsins kemur
fram að lækkun rekstrartekna milli
ára og taprekstur á síðasta ári skýr-
ODDUR Pétursson eigandi
tískuvöruverslananna Kókó og
Kjallarans, hyggst opna Body
Shop verslun í Kringlunni í
byrjun júní nk. Verður verslun-
in í hluta þess rýmis sem
Blómaval er nú. I sama rými
en aðskilin frá Body Shop verð-
ur blómaverslun í eigu Sigurð-
ar Sigurðssonar, sem rekur
einnig Blómastofuna Eiði-
storgi.
Body Shop rekur um 600 versl-
anir í 34 löndum, sem yfirleitt eru
reknar á einkaleyfisgrundvelli
(franchaise), en í samvinnu við
höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Að sögn Odds Péturssonar er
Body Shop mest áberandi í Bret-
landi, þar sem eru um 150 verslan-
ir, en einnig er íjöldi verslana í
Kanada, Sviss og á Norðurlöndum.
Body shop verslanirnar eru allar
byggðar upp á sama hátt, innrétt-
ingar teiknaðar af breskum aðilum
og lögð er áhersla á að selja vörur
sem framleiddar eru úr náttúru-
legum efnum, að sögn Odds. Þá
er stefna Body Shop byggð á
umhyggju fyrir umhverfinu og
þeim sem í því búa. Hafa þeir
m.a. lagt áherslu á að tilraunir á
efnum til notkunar í snyrtivörum
verði ekki framkvæmdar á dýrum.
„Body Shop hefur beitt sér fyr-
ir því í verslunum um heim allan
að vera með ýmsar herferðir, m.a.
gegn eyðingu ósonlagsins og
frumskóga Amazon, hjálparstörf
vegna barna í Rúmeníu, o.fl. Nú
eru þeir t.d. að fara af stað með
herðferð fyrir Amnesty Internatio-
ist fyrst og fremst'af því að einn
stór viðskiptavinur Þörungaverk-
smiðjunnar keypti ekki það magn
sem hann hafði pantað. Þessi aftur-
kippur í sölu kom ekki í ljós fyrr en
í lok ársins, eftir að framleitt hafði
verið upp í pantanir. Á aðalfundi
félagsins lagði stjórnin til að tap
ársins, tæpar fimm milljónir, yrði
flutt milli ára. Yfirfæranlegt tap í
árslok 1990 nam þar með 24,8
milljónum. Félagið mun hvorki
greiða tekjuskatt né eignarskatt á
þessu ári.
Skv. efnahagsreikningi Þörunga-
verksmiðjunnar voru heildareignir
bókfærðar á 98,9 milljónir króna á
síðasta ári. Skuldir námu 83,7 millj-
ónum og eigið fé félagsins í árslok
1990 var því 15,2 milljónir króna.
Eiginfjárhlutfallið var þannig 15,4%
miðað við 27,9% í árslok 1989.
Starfsmenn Þörungaverksmiðj-
unnar voru að meðaltali 21 á síðasta
ári og hafði fækkað um þijá frá
fyrra ári. Launagreiðslur námu alls
35,2 milljónum króna árið 1990.
Um síðustu áramót var skráð hlut-
afé félagsins 33 milljónir. Hluthafar
voru 76 og áttu tveir þeirra yfir
10% hlut. Það voru Algea A/S í
Noregi, sem átti 40% af hlutafé
félagsins, og_ Byggðastofnun, sem
átti 37,88%. I ársskýrslunni kemur
fram að með hagræðingu og
breyttri vinnutilhögun undanfarin
tvö ár hafi tekist að lækka fram-
leiðslukostnað á hverja einingu.
Einnig hafi bætt viðhald og fjárfest-
ingar í búnaði á þessum tíma skilað
sér í meira rekstaröryggi.
nal,“ segir Oddur. „Hér á landi
munum við í fyrstu leggja áherslu
á endurvinnslu á pappír."
SKRIFBORÐSSTÓLAR
í MIKLU ÚRVALI
( I10\0>
S E R I A N
1200BW6 Kr. 22.000,-
1200 BW8 Kr. 23.000,-
1200 BW10 m/örmum Kr. 31.000,-
VANDAÐIR STÓLAR
Á HAGSTÆÐU VERÐI
110 Reykjavík. Sími 91-672110
Fjármál
Boðin himinhá þóknun fyrir
hófleg afnot af bankareikningi
RAFAGNATÆKNl sf. í
Reykjavík, sem sérhæfir sig í
verkfræðiþjónustu á sviði sjálf-
virkni og tölvutækni, fékk ný-
lega nokkuð sérstakt tilboð frá
Afríku. í bréfi merktu alþjóð-
legu verslunar- og ráðgjafafyr-
irtæki, K. Wilson Co. Ltd., er
Rafagnatækni boðið hiininhá
þóknun fyrir hófleg afnot af
bankareikningi fyrirtækisins.
Stjórnendur K. Wilson C. Ltd.
segjast af óviðráðanlegum, en
þó eðlilegum orsökum, þurfa
að fá geymslu á 17,5 milljón
dollurum, eða rúmlega milþ’-
arði islenskra króna, á reikn-
ingi erlends fyrirtækis um
tíma. Fyrir aðstoð er Ralagna-
tækni lofað 25% af fjárhæð-
inni, eða um 250 milljónum
íslenskra króna.
1 bréfinu kemur fram að hinir
erlendu aðilar fengu nafn
Rafagnátækni úr erlendri við-
skiptaskrá Islands. Þeir völdu
íslenskt fyrirtæki til þess að forð-
ast ys og þys hinna stærri fjár-
málamarkaða í borgum líkt og
London, New York eða París. I
bréfinu segir einnig að ijárhæðin
hafi orðið til vegna greiðslna frá
svissneska fyrirtækinu Switzer-
land Engineering Consortium sem
hafi séð um samninga fyrir inn-
lent olíufélag. Þetta hljómat mjög
vel, en er hugsanlega önnur hlið
á málinu? Við eftirgrennslan
Björns Kristinssonar, eiganda
Rafagnatækni, kom í ljós að eng-
inn kannaðist við fyrrnefnt fyrir-
tæki í Sviss.
I bréfinu er beðið um skjót við-
brögð og því er lofað að um enga
áhættu sé að ræða fyrir Rafagna-
tækni. Björn sagðist hins vegar
tortryggja þá ósk að Rafagna-
tækni sendi ókunnum aðilum fjög-
ur undirskrifuð og stimpuð skjöl
með haus Rafagnatækni á, fjögur
eintök af vörureikningsskjölum,
sem einnig þurfa að vera undir-
skrifuð en auð að öðru leyti, og
númer á bankareikningi fyrirtæk-
isins. Hann bætti því við að
Rafagnatækni vantaði nauðsyn-
lega sambönd við kunnáttumenn
á sviði alþjóðafjármála.
Fyrirtæki
Tap Þörungaverksmiðjunnar
5 milljónir á síðasta ári