Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991
C 9
mannahöfn verði svæðisbundin
fjármálamiðstöð í Evrópu. Þar hafa
Danir ýmsa möguleika því að þeir
eru bæði þátttakendur í norrænu
samstarfi á þessu sviði svo og sam-
starfi kauphalla ríkja innan Evrópu-
bandalagsins. Kauphallir innan EB
hafa sett á laggirnar sérstakt fyrir-
tæki, Euroquote, sem ætlað er að
dreifa upplýsingum frá verðbréfa-
mörkuðum gegnurn gervihnött jafn-
óðum og þær berast. Þá er einnig
unnið að því verkefni innan Evrópu-
bandalagsins að koma á sameigin-
legri hlutabréfaskráningu 300-400
stærstu fyrirtækjanna innan banda-
lagsins. Slík skráning myndi veita
evrópskum fyrirtækjum sem eru
áhugaverð fyrir alþjóðlega fjárfesta
aðgang að skráningu í kauphöllum
allra landanna eftir að þau hafa
verið samþykkt í kauphöllinni í sínu
heimalandi.
Á síðasta ári var ennfremur
breytt reglum til að draga úr hætt-
unni á innherjaviðskiptum en þær
fela m.a. í sér að skráðum fyrirtækj-
um í kauphöllinni er gert skylt að
leggja fram eigin reglur um við-
skipti stjórnenda með hlutabréf við-
komandi fyrirtækja.
Um 30% verðfall á
hlutabréfum í Svíþjóð
Sænski verðbréfamarkaðurinn er
sá stærsti á Norðurlöndum og er
kauphöllin talin meðal þeirra 15
stærstu í veröldinni. Hlutabréfa-
veltan í kauphöllinni í Stokkhólmi,
á síðastliðnu ári nam 94 milljörðum
sænskra króna (924 mrd. ísl. kr.)
en skuldabréfaveltan nam alls um
1.030 milljörðum (10.127 mrd. ísl.
kr.). Þar voru skráð alls 132 fyrir-
tæki í árslok og hafði þeim fækkað
úr 144 frá árinu áður. Ennfremur
voru önnur 66 fyrirtæki skráð á
OTC markaði við lok ársins. Aðilar
að kauphöllinni voru um síðustu
áramót 27 talsins en þar af 17 verð-
bréfafyrirtæki og 10 bankar.
Síðasta ár var að mörgu leiti óvenju-
legt hjá kauphöllinni í Stokkhólmi
einkum vegna þess verðfalls sem
þá varð. Þannig féll hlutabréfaverð
um 30% á árinu og markaðsvirði
skráðra hlutabréfa lækkaði úr 744
milljörðum sænskra krónaí 525
milljarða. Þá var tekið í notkun
nýtt viðskiptakerfi, SAX, í maí á
síðastliðnu ári sem hafði í för með
sér að miðlarar geta nú annast við-
skiptin í eigin skrifstofum í stað
þess að sinna þeim í kauphöllinni.
Minnst umsvif í Finnlandi
Kauphöllin í Finnlandi, Helsing-
fors Fondbörs, hefur minnst umsvif
af kauphöllum Norðurlandanna.
Veltan á síðastliðnu ári nam alls
um 20 milljörðum finnskra marka
(303 mrd. ísl. kr.). Þar af nam velta
með skuldabréf um 4,5 milljörðum
marka (68,7 mrd. ísl. kr.). Alls 77
fyrirtæki eru nú skráð hjá kauphöll-
inni.
Eins og áður er getið átti finnski
markaðurinn við mesta verðlækkun
og samdrátt í veltu að etja á síðasta
ári. Auk óvissuástandsins í alþjóða-
REX
skrífstofuh úsgögn
fyrír heimilið
og fyrírtækið
SMIÐJUVEGI9, KÓPAVOGl,
SÍMI 43500.
málum má rekja það til minnkandi
hagvaxtar í finnsku efnahagslífi en
Finnar drógust aftur úr öðrum
OECD ríkjum í þeim efnum. Á
síðasta ári var haldið áfram að
færa gjaldeyrisreglur í fijálsræðis-
hátt og er nú heimilt að selja
skuldabréf í finnskum mörkum er-
lendis. Þar er ennfremur unnið að
því að endurskoða löggjöf um ijár-
festingar útlendinga í finnsku at-
vinnulífi en þar verða hafðir til hlið-
sjónar væntanlegir samningar
EFTA og EB um hið evrópska efna-
hagssvæði.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru í umfjöllun um norrænu verð-
bréfamarkaðina og má vænta frek-
ari umfjöllunar síðar í viðskipta-
blaði. Af þessu má þó vera ljóst að
íslendingar geta margt lært af
Norðurlöndunum á sviði verðbréfa-
viðskipta. Hingað til hafa samskipt-
in við kauphallirnar einkum verið
fólgin í þátttöku Verðbréfaþings í
samstarfi þeirra en segja má íslend-
ingar hafi aðeins verið eins konar
áheyrnarfulltrúar. Frekari þátttaka
íslendinga í þessu samstarfi ætti
að geta opnað fjárfestum hér á landi
aðgang að norrænum verðbréfa-
mörkuðum og á sama hátt upplýst
Norðurlandabúa um þá möguleika
sem hér er að finna.
400 ástæður fyrir IBM AS/400
Námskeið IBM og kennsluforrit
bókhaldinu líf!
Hœgt eraö setja upp nýjargagna-
skrár eftir eigin höföi og tengja við
þœr sem fyrir eru.
Notandi getur búið til fyrirspumir og
skýrslur að vild með ótal útreiknings-
möguleikum - án forritunar.
Bókhaldið vaknar til lífsins íþrívíðum
myndum sem snúa má á aila kanta
- þú bókstaflega vetiir fyrir þér rekstri
fyrirtœkisins!
íslensk forritaþróun hf kynnir ópus'Ali, nýjan
viöskiptahugbúnað sent þú verður að sjá!
ópus allt sameinar tvö úthreiddustu viðskipta-
hugbúnaðarkerfi hér á latidi, Ópus og Allt, og
innifelur að attki ótal nýjungar.
Veldu reyndan viðskiptahugbúnað: Um 1200
fyrirtœki nota viðskiptahugbúnað frá íslenskri
forritaþróun hf. og flestir framhaldsskólar landsins
kenna á hann. Allir viðskiptafræðingar frá Háskóla
íslands og stúdentar frá Verzlunarskólanum lœra á
ópusiWi. Með þvt að velja ópus'AW velur þú öruggan
hugbúnað og góða þjónustu frá traustu fyrirtæki.
OtíUKílllt er * fararbroddv ópus 2WW má sveigja
.... og teygja í allar áttir. Jafnt lítil sem
stór fyrirtæki geta sett uþþ skjámyndir, skýrslur og
gagnaskrár án forritunar og lagað þannig kerfin að
eigin þörfum.
OÖM S'allt erfyrir stjórnendur: ópusalW gefur
•* v ..... stjórnendum nýja möguleika með
sveigjanlegri skýrslugerð og fjölbreyttum útreikn-
ingsmöguleikum, ásamt myndrænum upþlýsingum í lit
og þrivídd sem snúa má á skjánum og glæða þannig
bókhaldið lífi.
ji stœkkar með þér: ópusallt er
OpMSaj.it fáanlegur fyrir DOS eða OS/2
stýrikerfi, og netkerfi eða UNIX fyrir stœrri fyrirtœki
með margar útstöðvar.
O/líIVallt eV Ukafyrir stórfyrirtcekin: Allra
•••••• stœrstu fyrirtœkin geta nýtt sér
svokallaða "client-server" vinnslu með SQL
fyrirspurnarstaðli. Þannig má flytja upplýsingar
frá stóru tölvunum niður í einkatölvu með
ópusallt, meðhöndla gögnin að vild og búa til
skýrslur og mynd- - _
ir sem mun erfið- BBhB ÍSIGIISK
ara er að gera á forriíajþrótmhf.
StÓYU tölvUYlUYYl Engjateigur 3 -105 Reykjavflc - sími 67 15 11
Nýr JLfWdaiIl hugbúnaður
-4k. ••••••
ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HANN!
ABeus/sI*