Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 4
4 C MQRGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 Hagfrædi Meistaranám íhagfræði hefst við Háskólann íhaust Miðar að því að mennta og þjálfa hagfræðinga til starfa í einkageiranum jafnt sem hjá opinberum aðilum NÆSTA haust verður brotið blað í sögu viðskipta- og hagfræðideild- ar Háskóla Islands þegar þar hefst kennsla til meistaraprófs í hag- fræði. Deildin er ein sú fjölmennasta innan skólans og á undanförn- um árum hafa útskrifast þaðan tugir viðskiptafræðinga árlega. Árið 1988 var deildinni skipt í tvær skorir, viðskiptaskor og hagfræði- skor, og var nafni deildarinnar breytt við það tækifæri, en hún hét áður viðskiptadeild Háskóla íslands. Viðskiptaskor útskrifar nú, eins og áður, viðskiptafræðinga með cand.oecon.-gráðu eftir fjögurra ára nám. Úr hagfræðiskor útskrifast menn hins vegar sem hagfræðing- ar með B.S.-gráðu eftir þriggja ára nám. Fyrsti heili árgangur hag- fræðinga úr hagfræðiskor útskrifast í júní nk. Hingað til hafa nem- endur úr viðskipta- og hagfræðideild ekki átt kost á meistaranámi í hagfræði hér á landi, en það stendur til bóta frá og með næsta hausti. irtækjum ekki síður en hjá stofnun- um og samtökum og í einkageiran- um ekki síður en hjá opinberum aðilum. Þráinn sagði að innan hag- fræðiskorarinnar væri gott rými til sérhæfingar í viðskiptalegum grein- um. „Við erum eflaust með fleiri slíkar greinar en þekkist í hagfræði- deildum í háskólum erlendis. Við viljum mennta hagfræðinga til vinnu i einkageiranum ekki síður en hjá hinu opinbera og leggjum því áherslu á hina hagnýtu hlið hagfræðinnar,“ sagði Þráinn. Námið verður sérhannað fyrir íslenskar aðstæður Hins vegar miðast skipulag meistaranámsins við að leggja traustan fræðilegan grunn að frek- ara framhaldsnámi í hagfræði fyrir þá sem það kjósa. Námsskipulag í meistaranáminu sem og námsgrein- ar eru í samræmi við það sem vel hefur gefist við virta erlenda hag- fræðiháskóla. Þjóðhagfræði, rekstr- arhagfræði og aðferðir í hagrann- sóknum verða kjarni meistaranáms- Þegar stofnað var til hagfræði- skorar fyrir þremur árum var jafn- framt ákveðið að stefnt skyldi að því að hefja kennslu til meistara: prófs í framhaldi af B.S.-náminu. í febrúar sl. var síðan tekin ákvörðun um að heij'a kennsluna haustið 1991 eftir að fyrsti árgangur úr hinu nýja B.S.-námi í hagfræði útskrif- ast. Þegar hafa helstu útlínur náms- skipulagsins verið markaðar og hlotið staðfestingu háskólaráðs. Um er að ræða 45 eininga fram- haldsnám í hagfræði sem lýkur með M.S.-gráðu. Námið er skipulagt í samræmi við hliðstætt nám við bestu hagfræðiskóla í engilsaxnesk- um löndum. Morgunblaðið ræddi við Ragnar Árnason, prófessor og formann hagfræðiskorar, og Þráin Eggerts- son, prófessor og varaformann skorarinnar, um væntanlegt meist- aranám, skipulag þess og vænting- ar sem við námið eru bundnar. Skipulagning meistaranámsins miðast annars vegar að því að mennta og þjálfa hagfræðinga til starfa i samfélaginu. Þá er miðað við að þeir starfí hjá framleiðslufyr- Morgunblaðið/KGA HAGFRÆÐINGAR — Frá vinstri sitja Guðmundur Magnússon, prófessor og forstjóri Hagfræði- stofnunar Háskólans, Þráinn Eggertsson, prófessor, stjórnarformaður Hagfræðistofnunar og varaformaður hagfræðiskorar, Ágúst Freyr Ingason, hagfræðinemi á 2. ári og ritari Ökonómíu, félags hagfræðinema, og Ragnar Árnason, prófessor og formaður hagfræðiskorar. Hagfræðistofnun gegnir mikilvægu hlutverki Aflar þekkingar á þjóðarbúskap íslendinga og tekur að sér þjónustuverkefni fyrir stjórnvöld og einkafyrirtæki HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands var stofnuð árið 1989 og tók til starfa í ársbyrjun 1990. Hlutverk stofnunarinnar er að efla vísinda- legar rannsóknir í hagfræði og skyldum greinum, afla þekkingar á þjóðarbúskap íslendinga, veita nemendum þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og efla tengsl hagfræðirannsókna, ráðgjafar og kennslu. Stofnuninni er einnig ætlað að taka að sér þjónustuverk- efni fyrir stjórnvöld og einkafyrirtæki og á hún þannig náin sam- skipti við aðrar íslenskar stofnanir á sviði efnahags- og atvinnu- mála. Þá er Hagfræðistofnun ætlað að vera starfsvettvangur fyrir Islendinga sem vinna að doktorsritgerðum við erlenda háskóla, jafnt sem nýútskrifaða sérfræðinga. Forstjóri Hagfræðistofnunar er Guð- mundur Magnússon, prófessor. Hagfræðistofnun styður grunn- rannsóknir við hagfræðiskor við- skipta- og hagfræðideildar og veitir mörgum nemendum á lokaári störf undir leiðsögn kennara. Þau störf nýtast nemendum oft við gerð loka- ritgerðar. Að auki tekur stofnunin að sér ýmis verkefni fyrir einkaað- ila og opinber fyrirtæki og stofnan- ir. Þá vinna kennarar þar mikið rannsóknarstarf á eigin vegum. Árið 1987 var hafin útgáfa sér- stakrar ritraðar í hagfræði á vegum hagfræðiskorar. í ritröð þessari, sem ber heitið „Iceland Economic Papers", eru birtar hagfræðilegar ritgerðir. Nú eru alls komnar út 12 ritgerðir sem fjalla um ýmsar rann- sóknir sem unnar hafa verið innan hagfræðiskorar. Þá hafa rit um rannsóknir kennara við deildina hafa í mörgum tilfellum verið gefn- ar út erlendis og vakið mikla at- hygli. Að sögn Guðmundar Magn- ússonar, prófessors og forstöðu- manns Hagfræðistofnunar, hafa einnig verið gefin út verkefni sem unnin hafa verið fyrir utanaðkom- andi aðila. „Hingað til hafa flest verkefnin sem ekki eru bein rann- sóknarverkefni kennara komið frá opinberum aðilum sem óska eftir umsögn eða athugun óháðra aðila á einhveiju máli. Meðal þeirra verk- efna er rannsókn á orkuverði á ís- landi, sem unnin var fyrir iðnaðar- ráðuneytið og verkefni um efna- hagssamvinnu Evrópuþjóða og hag- stjórn á íslandi fyrir forsætisráðu- neytið. Þá hefur stofnunin unnið skýrslu fyrir Samband íslenskra viðskiptabanka um áhrif hagstjórn- ar á afkomu banka. Þá má líka nefna að innan stofnunarinnar hef- ur lengi verið unnið að rannsóknum á erlendum mörkuðum fyrir íslensk- ar botnfiskafurðir og nokkuð hefur verið um samnorræn verkefni," sagði Guðmundur. Rannsóknirnar gera okkur hæfari til ráðlegginga Ragnar Árnason, prófessor og formaður hagfræðiskorar, áréttaði mikilvægi rannsóknarstarfsins inn- an Hagfræðistofnunar. „Rannsókn- irnar auka þekkingu og gerir okkur þannig hæfari til ráðlegginga. Einn- ig geta niðurstöður rannsóknanna haft áhrif á ákvörðunartöku manna í hinum ýmsu málum,“ sagði Ragn- ar. Hann sagði ennfremur að kenn- arar og starfsmenn við stofnunina væru iðulega kallaðir á fund stjórn- valda sem ráðgjafar. „Við höfum t.d. verið virkir aðilar í þróun og skipulagningu breytinga á stjórn- kerfi fískveiða á íslandi og höfum unnið að rannsóknum þess efnis frá árinu 1976. Eins höfum við gagn- rýnt óhagkvæmni í landbúnaði og eigum okkar þátt í því að menn tóku þessi mál til endurskoðunar.“ Ætlunin er að þeir sem stunda meistaranám við viðskipta- og hag- fræðideild frá næsta hausti starfi við Hagfræðistofnun með náminu. Tilgangurinn er að veita nemendum reynslu við rannsóknir og fræði- störf og gefa þeim kost á að afla tekna á námstímanum. „Meistara- námið mun þannig stuðla að auknu rannsóknarstarfi hér á landi og auka skilning manna á samhengi íslensks efnahagskerfis. Almenn- ingur er oft illa upplýstur um mikil- væg mál og jafnvel stjórnmálamenn taka rangar ákvarðanir vegna þekkingarleysis. Nú sjáum við fram á fjölgun vel menntaðra hagfræð- inga á íslandi með sérþekkingu á íslenskum aðstæðum. Það er í raun forsenda skynsamlegrar efnahags- stjórnunar hér á landi,“ sagði Guð- mundur Magnússon, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands. ins. Kjörgreinarnar höfða sérstak- lega til íslensks raunveruleika, en þær verða hagfræði náttúruauð- linda og hagfræði smárra opinna hagkerfa. „Stór hópur þeirra sem útskrifast úr hagfræðiskor nú í vor mun líklega fara í framhaldsnám erlend- is þar sem það var ekki fyrr en í febrúar sl. sem fullvissa fékkst um að kennsla til meistaraprófs hæfist hér í haust. Þá voru þeir sem á annað borð ætluðu sér strax í fram- haldsnám búnir að sækja um í skól- um erlendis. Við munum jafnframt mæla með að bestu nemendurnir úr B.S.-náminu sæki framhaldsnám í hagfræði til útlanda þar sem þeim býðst yfírleitt aðgangur að virtum hagfræðiskólum, jafnvel með náms- styrkjum. Það er öllum hollt að víkka sjóndeildarhringinn, en sumir eiga þó ekki hægt um slíkt vegna fjölskylduaðstæðna og af ýmsum öðrum ástæðum. Því er meistara- nám hérlendis kjörið fyrir þá. Það má ráða af viðbrögðum nemenda hér að þeim þyki þetta spennandi, sérstaklega vegna þess að við mun- um bjóða upp á nám sem er sér- hannað fyrir íslenskar aðstæður," sagði Ragnar. „Það er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að eiga hagfræðinga sér- menntaða í íslenskum aðstæðum og íslensku hagkerfi," sagði Þráinn. „Félagslegi þátturinn er ríkur í hagfræðinni og hann- er auðvitað mismunandi milli landa. Það er t.d. hægt að deila um hversu gagnlegt það er fyrir hagfræðing á Islandi að vera sérfróður um bandarískan vinnumarkað. Að þessu leyti mun meistaranámið hér hitta beint í mark. Hins vegar er alltaf gott að þekkja fleiri hliðar á hveiju máli, þannig að sennilega er best að hafa hæfilega blöndu af hagfræðingum sem fá lokamenntun sína hér heima og þeim sem fara í framhaldsnám erlendis. Meistaranámið hér mun líka tryggja þeim, sem sérhæfðir eru að utan, rannsóknarumhverfi á íslandi til þess að viðhalda menntun sinnni og þekkingu." Nemendur aðstoða við kennslu og rannsóknarstörf í námsskipulaginu er gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka meist- aranámi á 12 til 18 mánuðum. Hins vegar er skipulagið miðað við að nemendur með ófullkominn undir- búning bæti við sérstöku undirbún- ingsnámi og hljóti meistaragráðu að loknu tveggja ára námi. Inntöku- skilyrði verða væntaniega fyrst og fremst þau að umsækjandi hafi lok- ið fyrsta háskólaprófi í hagfræði með góðri einkunn. Þó er gert ráð fyrir að nemendur með önnur há- skólapróf geti fengið skráningu til meistaranáms í hagfræði. í slíkum tilvikum yrði hins vegar um undir- búningsár að ræða með einstakl- ingsbundnum námsáætlunum sem m.a. fælu í sér námsgreinar á B.S.- stigi hagfræðiskorar. Því má gera ráð fyrir að námstími nemenda án háskólaprófs í hagfræði verði a.m.k. 2 ár. í áætiunum hagfræðiskorar er gert ráð fyrir árlegri nýskráningu til meistaranáms í hagfræði sem nemur 5 til 10 nemendum. Miðað við líklegan meðalnámstíma gæti heildarfjöldi skrásettra nemenda því orðið 15 til 20 manns. Einn af hornsteinum námsins er að nem- endur verði virkir í því rannsókna- og kennslustarfi sem fram fer við viðskipta- og hagfræðideildina. Þannig er stefnt að því að sem flest- ir nemendur verði aðstoðarmenn við hagrannsóknir og kennslu á vegum hagfræðiskorar jafnhliða náminu. Frestur til þess að skila inn um- sóknum um meistaranám frá og með næsta hausti rennur út 1. júlí nk. Væntanlegum umsækjendum er þó bent á að skila umsóknum inn sem fyrst þar sem þær verða metn- ar í þeirri röð sem þær koma inn. Starfsfólk í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands mun veita allar frekari upplýsingar og af- henda nauðsynleg gögn. HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.