Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991
Charlotta R. Magnúsdóttir nemi í leirlist vió taf I-
menn og borð.
Finnur Arnar Arnarsson nemi í f jöltækni í „innstall-
asjón" eftir hann.
Vorsýning MHI
- Sýningin er haldin í nýja Listaháskolahúsinu á laugarnesi
VORSÝNING útskriftarnema Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands stendur nú yfir í nýja Lista-
háskólahúsinu á Laugarnesi, og er þetta síðasta
sýningarhelgin. A sýningunni eru verk eftir 59
nemendur, 55 eru að útskrifast og fjórir eru er-
lendir gestanemar. Deildirnar sem nemendurnir
útskrifast frá eru: málun, grafík, leirlist, textíl,
skúlptúr, fjöltækni og grafísk hönnun. Sýningin
er sett upp í nær öllu húsinu, nemendurnir hafa
fengið mikið rými og frelsi við uppsetninguna svo
útkoman er mjög áhugaverð. Þá er einnig athygli-
svert að skoða húsið sjálft; þar eru möguleikarnir
sýnilega margir. Hér eru nokkrir útskriftarnemar
við verk sín. efi
GÓÐIR
Fyrir tæpum tveimur vikum voru
hér staddir dönsku leikararnir Ebbe
Rode og Bodil Kjer frá Betty Nans-
en-leikhúsinu í Kaupmannahöfn.
Þau fluttu þakklátum áhorfendum
bandaríska leikritið Astarbréf (Love
Letters) eftir A.R. Gurney, af slikri
list og alúð að unun var á að horfa.
Leikstjóri var Morten Grunwald sá
er stýrt hefur Betty Nansen-leikhús-
inu um allnokkurt skeið.
Hógværð og einfaldleiki einkenndi
sýninguna alla; þessir tveir
máttarstólpar danskrar leiklist-
ar sátu hlið við hlið við tvö borð
á Stóra sviði Borgarleikhússins með
leikhandrit fyrir framan sig, en tök
þeirra á efninu voru slík að athygli
áhorfenda hélst fangin frá upphafi til
enda.
Slík framsetning hefur stundum ver-
ið nefnd leiklestur en það heiti felur í
sér ófullburða sýningu, æfða einungis
að því marki að leikarar hafa kynnt sér
efnið, sett sig lauslega inn í persónur
og styðjast við handrit við flutninginn.
Ekkert af þessu á við um flutning þeirra
Ebbe Rode og Bodil Kjer; hér var um
fullburða sýningu að ræða, þar sem
notkun þeirra á handriti myndaði eðli-
lega umgjörð um sýninguna — lestur
bréfa er gengu á milli tveggja vina og
elskenda frá barnæsku til elliára.
Ástarbréf er saga tveggja vina —
elskenda — konu og karls er bindast
vináttuböndum í barnæsku, hefja strax
bréfaskriftir og halda þeim áfram þó
leiðir skilji í áratugi og lífshlaup þeirra
verði ólík; eiga síðan stutt ástarævin-
týri á efri árum og lýkur síðan eðlilega
með dauða konunnar. Þetta er framúr-
skarandi vel skrifað verk — leynir vissu-
lega á sér vegna þess hversu yfirlætis-
laust það er — þar sem höfundur flétt-
ar saman við persónusögu tveggja
ólíkra einstaklinga áleitnar hugleiðing-
ar um samskipti og vináttu milli kynj-
anna, stéttarmun í Bandaríkjunum og
ólík viðhorf til þeirra gæða er lífið býð-
ur uppá. Höfundurinn mun mikilsmet-
inn vestan hafs fýrir leikrit sín og kem-
Ebbe Rode og Bodil Kjer í hlutverkun
ur það ekki á óvart ef Ástarbréf er !
dæmigert fyrir kunnáttu hans á sviði í
leikritagerðar. Hann er af ættum auð- j
manna á austurströnd Bandaríkjanna 1
Fann mig á íslandi
í FÍM-salnum við Garðastræti getur fólk virt fyrir sér atvinnu-
lausan málmiðnaðarmann, stríðsmann, spámann, áhyggjumann.
Og stundum Markus Valteri Nurminen. Það er hann sem hefur
smíðað þessa karla úr járni, og einnig málað myndir sem eru af
eldi og byltingu, svo eitthvað sé nefnt. Markus er tuttugu og fimm
ára gamall Finni, burstaklipptur og þrekinn, menntaður í heima-
landi sínu, en hefur unnið að listinni, verið í sveit og handlangað
hjá iðnaðarmönnum á íslandi síðasta árið. Nú sýnir hann hér
skúlptúra og málverk.
Markus Nurminen er frá
Nokia í Finnlandi, en
hefur verið búsettur í
Helsinki síðustu átta ár-
in. Þar í borg lagði hann í fjögur
ár stund á myndlistamám við
skóla sem nefnist Maharishi Art
Academy, og útskrifaðist 1988.
Skólinn er aðeins nokkurra ára
gamall, og Markus segir hann
nokkuð tilraunakenndan og reynt
er að fást við frumlega hluti.
„Skólastjórinn er mikill áhuga-
maður um hugleiðslu og slíkt, og
til að byija með var það hluti af
náminu að menn fóru í hugleiðslu
tvisvar á dag, nemendur áttu að
vera nánir, vinna allt í sameiningu
og þar fram eftir götunum; en það
gekk ekki, slíkt á ekki við alla,“
segir Markus. „En umræður voru
miklar og mikið af hugmyndum
og margt gott kom út úr því.
Ég lagði áherslu á málun og
teikningu, en síðasta árið vann ég
einnig nokkuð í skúlptúr.“
— En hvernig stóð á því að þú
fórst að vinna að listinni á íslandi?
Markus Valteri Nurminen Morgunblaðið/Einar Falur
hverfi, frá Finnlandi til íslands,
haft áhrif á verkin sem þú gerir?
„Ég veit það ekki. Ég fékk fyrst
og fremst tækifæri til að finna
sjálfan mig hér, og vinna í friði.
Það hefur ekki verið erfitt á neinn
hátt að samlagast lífinu hér, það
er það líkt því sem gerist í Finn-
landi. Ég hef einnig litið svolítið
á myndlistarsýningar hér og mér
sýnist það vera svipað því sem er
að gerast annars staðar í Skand-
inavíu. Kannski eru íslendingar
og Finnar þó hvað líkastir, á ein-
hvern hátt sem ég get ekki út-
skýrt.
Ég hef þó fundið fyrir því að
hér er meira um bandarísk áhrif
en annars staðar á Norðurlöndum
og ég er ánægður með það, ég
held það séu skemmtilegir hlutir
að gerast í listum þar vestra. Á
Norðurlöndum þekkja allir alla og
allt fer fram eftir settum reglum;
það er eins og ein lítil fjölskylda."
— efi
an ég var að ganga frá sýningunni.
Skúlptúrana vann ég að mestu
í sveitinni síðastliðið sumar og síð-
an hef ég málað í vetur.“
„Ég kom hér í fyrrasumar til
að vinna á bóndabæ, Hálsi í Kjós,
og síðan varð hálfgerð tilviljun
þess valdandi að ég ílengdist heilt
ár. Ég reyndi að komast í fram-
haldsnám heima í Helsinki, það
gekk ekki, en ég fékk stóra íbúð
hér í Reykjavík þar sem ég gat
gert eitt herbergi að vinnustofu.
Ég sótti um dvalarstyrk til finnska
menntamála-
ráðuneytisins
og fékk hann,
svo það gerði
mér kleift að
vera hér
áfram. Styrk-
urinn nægði
samt ekki til
framfærslu svo ég hef einnig verið
í fastri vinnu, sem handlangari hjá
iðnaðarmanni. Ég hef málað á
kvöldin og á frídögum, og hef einn-
ig fengið frí upp á síðkastið, með-
— Hvað tekur við eftir sýning-
una, snýrðu þá aftur heim til Finn-
lands?
„Það er ætlunin. Ætli ég reyni
ekki að „meika“ það þar,“ segir
Markus og hlær. „Ég vildi gjarnan
reyna að nema meira erlendis, en
það er óvíst hvað verður af því
að sinni. Það
hefur verið
mjög gott og
uppbyggjandi
fyrir mig að
vinna hér, ég
hef öðlast
meira sjálf-
straust og
treysti mér betur til að takast á
- Viótalvió
finnska listamann-
inn Markus Valteri
við baráttuna. I skóla var ég lengi-
vel hikandi, var ekki viss um hvort
ég vildi verða listamaður eða eitt-
hvað annað. En nú tel ég mig
hafa fundið hvað á við mig, ég
held ég haldi bara áfram á þess-
ari braut.“
— Hefur þessi breyting á um-
Listasafn ASÍ
Jarðverk
ÞÝSKA listakonan Ulrike Arnold
opnar í dag sýningu á verkum sín-
um í Listasafni ASI. Myndir sínar
gerir hún úr jarðvegi og vinnur
þær þar sem efnið er að finna, í
fjarlægum deildum jarðar. Hún
hefur unnið í Ástralíu, Sahara,
Tasmaníu, á Kýpur, í Arisóna,
Norður-Jemen og á Islandi, svo
fátt eitt sé nefnt; það er á ólikum
stöðum, og í ólíkum löndum sem
finnur hún myndefni.
Jarðvegurinn er innihald verka
rninna," segir Ulrike Arnold.
„Jarðvegurinn er grundvöllur
menningar okkar: hann er grunn-
ur lífs okkar, grundvöllur landbúnað-
ar. Við byggjum úr leir, steinum og
sandi. Jarðvegur er einnig grunnur-
inn í þeim litum sem mennirnir nota
til að skapa sér ímyndir. Að lokum
eru grundvallarefni í hverskonar lyfj-
um fengin úr jarðvegi. Jarðvegur fel-
ur í sér upphaf og endi: Allt líf kem-
ur úr moldinni og allir enda að lokum
aftur sem mold.
Ég er heilluð af þeim margbreyti-
leika í efni og lit sem finna má í jarð-
vegi mismunandi staða og bergteg-
unda. Það heillar mig einnig hvernig
jarðvegurinn tengist sögu og upphafi
heimsins, aðstæðum menningar á
ólíkum stöðum og flóknu sambandinu
við gróður og veðurfar.
Samsetningjarðefnannatengist
einkennum landslagsins. Hún tengist