Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 7
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 B 7 snýst um sjálfsmynd listamannsins og við veltum vöngum yfir starfs- heitinu listamaður. Hvert er eðli þess heitis og hvernig er því úthlut- að? Er það ákvörðun viðkomandi einstaklings að sæma sjálfan sig því heiti á einhverri stundu ferils síns eða er það beinlínis vegna áhrifa frá umhverfinu sem viðkomandi titlar sig sem slíkan? Ef úthlutun starfs- heitisins er á einhvern hátt falin utanaðkomandi aðilum gerir það þá ekki listamennina of háða umhverfi sínu og sundrar þeim í sameigin- legri baráttu sinni fyrir framgangi listarma? „Ég ætla að vona að starfsheitið listamaður verði að minnsta kosti aldrei lögvemdað, en í raun á við- komandi það einungis við eigin sam- visku hvort hann telur sig geta sæmt sig þessu heiti eður ei. Þessu frjáls- ræði fylgir mikil ábyrgð og enginn ætti að flana að neinu hvað þessa nafngift varðar - hvað þá flíka henni - nema sá hinn sami sé í hjarta sínu sannfærður um að hann standi und- ir henni. Ef ég tek sem dæmi þann mikla fjölda hér á landi sem kinnroð- alaust titlar sig tónskáld, þá er ég hræddur um að þar sé mikill mis- brestur á hvað þetta varðar. Ég ótt- ast að ef svo heldur fram sem horf- ir, muni tónskáldaheitið missa al- gjörlega merkingu sína með tíð og tíma. En þetta snertir líka skipulag list- menntunar hér á landi. Það er mjög - mikilvægt að hlúa að listmennt í skólakerfinu en fólk metur ekki að verðleikum gildi þess að hafa list- kunnáttu og listþekkingu sem vega- nesti í aðrar greinar. Listhneigðum unglingum er ekki gefmn neinn val- kostur hvað þetta varðar og þeir eru allt of snemma knúnir til þess að gera það upp við sig hvort þeir ætli að gera listsköpunina að ævistarfi sínu eður ei. Skólakerfið býður varla upp á listmenntun eftir skyldunám nema unglingurinn sé ákveðinn í að verða atvinnulistamaður. Þannig held ég að margir hafi nánast lokast inni í listamannsheitinu án þess að eiga brýnt erindi við listgyðjuna. Ég hefi líka grun um að margir fari út á þessa braut af vissri hégómagirnd. Störf af þessum toga eru oft í sviðs- ljósinu og eins er þetta ákaflega skemmtilegt starf." - En nú er sú kenning vinsæl að því fleiri því betra. Lággróðurinn skapi skilyrði fyrir stóru trén. Ertu ekki sammála því? „Nei, í rauninni ekki því hver og einn ber minna úr býtum eftir því sem fleiri eru um hituna. Þetta er ekki eigingirni heldur ósk um breytt hugarfar gagnvart listmenntun. Ég held einfaldlega að færri færu útá listabrautina sem atvinnumenn ef þeir hefðu skilyrði til að fá áhuga sínum fullnægt án þess að þurfa að velja um allt eða ekkert." - Hvað skilur þá hafrana frá sauðunum? „Eldmóður. Og ást á listinni. Menn verða að hafa hugrekki til að tefla á tvær hættur í sköpuninni og þar með geta tekið þeim möguleika að mistakast alveg horfilega. Iðulega eru listamenn hræddir við að gera mistök og þessi hræðsla eykst eftir að viðurkenningu er náð. Þjálfaðir listamenn geta fleytt sér áfram á handverkinu einu saman lengi vel en þá eru þeir ekki að taka neina áhættu og ekki að takast á við neitt nýtt. Margir listamenn á mínum aldri virðast einsog sestir í helgan stein; þeir hafa skapað sér fast hugs- anakerfi og stíl og stunda einungis útfærslu á því sem þeir hafa þegar skapað. Slík vinna ber sköpunina ofurliði því hún beinist þá aðeins að því að pússa og slípa broddana af verkinu. Broddarnir hverfa og sköp- unin verður bitlaus." vegna þetta litla lag er fullt af lífs- þrótti og hljómar alltaf sem nýtt í eyrum mínum. Þetta er galdurinn sem í listinni er fólginn. Þetta er líka skýringin á því hvers vegna mér finnst tónlist Jóns Leifs eiga svo mikið erindi við okkur í dag - tón- list hans er nefnilega bæði þróttmik- il og hún vekur svo sannarlega at- hygli manns.“ ísbrjóturinn Jón Leifs Áhugi Hjálmars á tónsmíðum Jóns Leifs nær allt til ársins 1978 er hann byrjaði að viða að sér efni í meistaraprófsritgerð. „Það kom mér mjög á óvart hversu litlar upp- lýsingar voru til um Jón og eins fannst mér skrýtið hversu lítinn hljómgrunn ég fékk hér heima í þessu verkefni mínu. Jón var mjög umdeildur maður og margir voru enn ekki sáttir við persónu hans þegar ég hóf þessa vinnu. En ég heillaðist strax af honum því ekki einungis eru tónsmíðar hans stórbrotnar held- ur var hann sjálfur stórbrotin per- sóna. Það er ljóst af lífsferli hans og gjörðum. Hann fann til mikillar ábyrgðar sem listamaður og beitti sér fyrir því að tryggja kjör og stöðu íslenskra listamanna með stofnun Tónskáldafélags íslands, STEFs og Bandalags íslenskra listamanna. Sjálfur lenti hann svo í þeirri að- stöðu sem tónskáld að verða fórnar- dýr ríkjandi skoða og kreddufestu og tónverk hans voru forsmáð af löndum hans sem og öðrum. Jón skrifaði flest sín verk fyrir skrif- borðsskúffuna. Endurreisn hans sem mikilhæfs tónskálds er þarft verk og gott en þarfnast engu að síður gagnrýninnar hugsunar og skoðunar á verkum hans - slíkt má ekki gleymast.“ - Nú hefur því verið haldið fram á síðustu misserum að tónverk Jóns hafí verið svo stórbrotin að enginn vegur hafi verið að flytja þau á sín- um tíma. Nú séu aðstæðurnar loks fyrir hendi og þá sé engum neitt að vanbúnaði. Er ekki verið að slá ryki í augu okkar sem ekki þekkjum per- sónusögu Jóns? „Þetta er rétt hvað varðar fáein af stærstu verkunum en eftir hann liggja mörg verk sem hægt hefði verið að flytja löngu fyrr ef áhuginn hefði verið fyrir hendi. Staðreyndin er sú að Jón átti litla sem enga möguleika sem tónskáld á íslandi. Hann lenti fljótlega í andstöðu við áhrifamenn í íslensku tónlistarlífí og honum voru flestar leiðir lokaðar til að fá verk sín flutt. Þó vciru ein- staka menn, ég nefni Björn Ólafsson konsertmeistara sem dæmi, sem sýndu verkum Jóns áhuga og fluttu þau.“ - Þú segir í grein um Jón Leifs í tímaritinu Andvara að tónsköpun Kannski höfum við sett listirnar á slíkan stall að móttakandinn þarf milliliði til að mynda sér skoðun," hans hafi verið straumur útaf fyrir sig sem lifði og dafnaði með honum sjálfum án þess að hafa veruleg áhrif á tónskáldskap annarra manna. Hann hafi farið einförum í tónskáldskap sínum. Heldurðu að þetta hafi skapast af aðstæðum Jóns eða var honum þetta eðlilegt? „Ég er nánast sannfærður um að þetta hafi skapast af aðstæðunum. Verið afleiðing en ekki orsök. Öllum viðkvæmum listámönnum er eigin- legt að vernda sjálfsímynd sína. Byggja múra umhverfís sinn innsta kjarna. Jón var þannig maður að hann einangraði sig frá þeim sem honum fannst sækja að sér. Má kannski segja að hann hafi stundum brugðið um sig harðgerðri hlíf þann- ig að frá honum andaði blæ kuida og hroka. Þeir sem ekki þekktu hann töldu þetta vera eiginleika í hans fari. Sem auðvitað var alls ekki satt. Sama má segja um Kjarval sem faldi sig á bakvið annars konar grímu - trúðsgrímuna - og villti þannig mörgum sýn á sinn raunverulega innri mann.“ - Hvers vegna er þessi áhugi á tónlist Jóns Leifs núna? „Það er margt sem kemur til. Morgunblaðið/Einar Ealur Alls kyns kreddufesta og íhaldssemi í tónlist er á undanhaldi og virðing fyrir utangarðslist er að aukast. Þá er það einnig mikilvægt að ekki ríkja lengur deilur um persónu Jóns og því hægt að beina athyglinni fordó- malaust að verkum hans. Þá hefur það einnig vegið þungt að áhugi útlendinga á tónlist Jóns hefur stór- aukist og viðbrögð hér heima hafa verið jákvæð. Þessi endurreisn tón- listar Jóns er okkur öðrum tónlistar- mönnum mikilvæg. Okkur vantar sögulegan bakfisk í tónlistina hér á íslandi og tónsmíðar Jóns tengja okkur við þjóðlagahefðina. Þannig fáum við styrkari sögulegan grunn til að standa á.“ - Af hveiju stafar þessi áhugi erlendis á tónlist Jóns? „Að sumu leyti uppfyllir tónlist hans ákveðnar væntingar erlendra áhugamanna um það hvernig tónlist héðan eigi að hljóma. Hún er mjög myndræn og stórbrotin, dregur upp hljóðmyndir af eldgosum, hverum, fjöllum og klettum, stórviðrum og sögulegum arfi okkar. Þannig getur tónlist Jóns brotið ísinn fyrir tónlist annarra íslenskra tónskálda á er- lendum vettvangi. Og Jón er án nokkurs vafa eitt okkar mesta tón- skáld.“ Allt eða ekkert Niðurlag samtals okkar Hjálmars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.