Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991
NYTJAHLUTIR
• • •
fátækt,“ segir Kogga og er ákveðin.
„Því vil ég gjarnan festa mig, og
það sem ég hef verið að þróa allan
.þennan tíma, í sessi í hugum fólks
sem mitt.“
- Tengist þessi eftiröpun þeim
mikla flölda leirlistarmanna sem út-
skrifast hafa síðustu ár?
„Meðal annars, en samt kemur
alltaf fullt af nýju fólki með ferskar
og nýjar hugmyndir og þarf ekkert
að leita til annarra. Margt af þessu
unga fólki er mjög sjálfstætt. Ég
hef þijóskast við og neitað að trúa
að einhveijir séu það ósjálfstæðir
að þeir þurfi að „fá lánað“ á jafn
áberandi hátt hjá öðrum, en þegar
fólk er farið að koma unnvörpum til
mín og tala um þetta fínnst mér að
ekki sé hægt að neita því lengur.
Höfundarréttarmál eru mjög stutt á
veg komin hjá okkur svo ekkert er
hægt að gera, en auðvitað fínnst
manni að listamenn ættu ekki að
þurfa neitt sem heitir höfundarrétt-
arlög. Hvað er sköpun? Það er ekki
handverkið sjálft. Éf menn apa eitt-
vað hrátt eftir öðrum eru þeir ekki
listamenn."
Kogga kom heim frá námi í Dan-
mörku árið 1975. Þá segist hún
hafa verið leitandi, hún prófaði ýmis-
legt innan fagsins eins og eðlilegt
er hjá þeim sem kemur út úr skóla.
„Fyrst kenndi ég við Myndlista og
handíðaskólann, og fluttist síðan til
Búðardals þar sem ég fór að gera
tilraunir með íslenska leirinn. Þar
var ég í þijú ár og fann ákveðna
leið með sérstakri tækni. Kannski
voru það friðurinn og róin, og fjar-
lægðin frá listalífi höfuðborgarinnar
sem gerðu það að verkum að maður
var fijálsari og fann sig betur.“
Spennandi þegar hlutimir
fara að taka rými
- Verkin á sýningunni hefur þú
unnið á verkstæðinu fyrirtækisins
Glit. Hversvegna þar en ekki á þinu
eigin verkstæði?
„Hjá mér er ekkert pláss fyrir
svona stóra hluti. Svo er stærsta ofn
landsins að finna hjá Glit. Ég þurfti
á honum að halda, svo ég leitaði til
forráðamanna fyrirtækisins og fékk
þessar fínu móttökur. Ég hefði ekki
getað þetta ef sú aðstaða hefði ekki
verið fyrir hendi. Nú hefur mér ver-
ið boðin varanleg aðstaða hjá Glit,
og það er ómetanlegt. Ég ætla að
skipta vinnunni, vera fasta daga vik-
unnar þar og síðan hina dagana á
verkstæðinu mínu við að gera gjafa-
vöru. Ég lít ekkert öðruvísi á litlu
nytjahlutina mína, þótt ég sé farin
að vinna einnig að þessu. Það er
alltaf jafn gaman að búa þá til. Þar
leggur maður ekki eins mikið undir
í hveijum grip, ég geri meira af til-
raunum, leik mér og þróa mig áfram.
Nú hef ég ekki sýnt í sjö ár, og
fyrst og fremst vegna þess að mér
hefur ekki fundist ég vera tilbúin.
Ég hef verið að finna mig í þessu
og vildi höndla efnin, formin og
tæknina vel áður en ég færi af stað.
Sumir velta því þá fyrir sér af hveiju
ég sé að gera svona stóra hluti, en
það er aðallega spennandi fyrir mig
sjálfa þegar hlutirnir eru farnir að
taka rými. Þeir eru jafnvel famir
að taka jafn mikið rými og maður
sjálfur, og maður getur farið að
horfast í augu við þá. í þessari stærð
eru hlutirnir famir að standa sjálfir
og ekki hægt að fela þá lengur."
-Það hlýtur að vera ákaflega
erfítt að vinna með leirinn í þessum
stærðum.
„Já, í raun og veru býður efnið
ekki upp á svona stærðir. Það eru
þennsla, sprungur og þá er þyngdin
gífurleg. Ég fór með tonn af leir í
verkin. Stærstu vasarnir eru um
hundrað kíló og ég hef þurft tvo og
þtjá menn til að lyfta þeim með mér.
Þetta er mikil ögrun þegar maður
hefur verið að vinna í smáa hluti
lengi. Ég verð að stækka hlutina
aðeins svo fólk komi auga á þá! Oft
er eins og fólk taki meira mark á
hlut þegar hann er orðinn stór og
virðulegur, þó að notagildið hverfí
kannski fyrir vikið.“
- Verður ekki erfitt að fara aftur
að vinna að litlu hlutunum þegar
þessari töm lýkur?
„Að sumu leyti verður það hvíld.
En þegar maður rífur sig upp og
breytir til á þennan hátt þá fæðast
ótal hugmyndir. Sjónarhornið verður
allt annað og ný sýn opnast.“
Til skammar að ekki sé til
listiðnaðarsafn
- Hver finnst þér vera staða nytj-
alistar á íslandi í dag?
„Mér finnst það til skammar fyrir
íslensku þjóðina að ekki skuli vera
til neitt listiðnaðarsafn á íslandi.
Við eru að pukrast með örfáa hluti
í Þjóðminjasafninu; gömlu veflistina
og útskurðinn, og það er ekki margt.
En það eina sem við eigum af slíku
er frá því í eldgamla daga. Við eigum
enga nytjalist frá tuttugustu öld.
Hvar eiga ferðamenn að sjá íslenska
nytjalist, og hvar eiga börnin að
öðlast virðingu fyrir nyjalist, hönnun
og handverki? Éf við ætlum okkur
einhvem hlut í iðnaði í framtíðinni
þarf að byija strax þar, á að mennta
unga fólkið okkar og sýna því hvað
hefur verið gert. Keramik er ákaf-
lega ung grein á íslandi, árið 1927
kom Guðmundur frá Miðdal fram.
Nú er fyrsta kynslóð íslenskrar leir-
listar að hverfa, en hvergi er að finna
verk eftir þetta fólk á safni. Með
tímanum verður ekki auðveldara að
finna þessa hluti og ætla að gera
eitthvað fyrir þá. Auðvitað á að velja
bestu verk listamanna á safn jafn
óðum, og vera stolt að stilla þeim
upp. Hjá þjóðum eins og Finnum og
ítölum, sem þekktar em fyrir listiðn-
að, er víða að finna góð og falleg
listiðnaðarsöfn og það er menningar-
bragur á því. Eins og staðan er í
dag, vinna íslenskir keramikerar að
verkum sínum árum saman, halda
síðan sýningu með stoltum og vön-
duðum hlutum - og fara svo aftur
með þá heim í skúr. Hér er byggt
endalaust utan um verslun og pen-
inga, en það er ekki byggt utan um
handverkið, það sem þjóðin er að
gera.
Góður maður sagði við mig um
daginn að það besta sem gæti kom-
ið fyrir íslensku þjóðina væri að fisk-
urinn hyrfi í nokkur ár. Auðvitað
er ég ekki að óska þess, en það er
nokkuð til í þessu. Eitthvað slíkt
virðist þurfa að henda til að farið
verði að sýna iðnaði, hönnun og
handverki þá athygli sem eðlileg er.
Það verður aldrei nema nauðsynin
sé brýn. Að baki hveijum einasta
grip sem við flytjum inn er hugsun
ogjiróun listamanna-og hönnuða.
A íslandi er ótrúlega mikið af list-
amönnum; listmálurum til dæmis.
Ég hef þá persónulegu trú að stór
hluti af þessu fólki eigi ekkert endi-
lega heima í listmálun. Margir ættu
betur heima í listiðnaði og hönnun,
en fara ekki í þær greinar vegna
virðingarleysisins sem þeim eru
sýndar. Þar yrðu margir virkari í
þjóðfélaginu en þeir eru í dag. Ekki
svo að skilja að ég ætli mér að kveða
upp úr um það hver á heima á hvor-
um staðnum, það getur vel verið að
allt þetta fólk hafi köllun, en ég
held samt að margir hafi fyrst og
fremst köllun til að skapa en bein-
ast á eitt svið frekar en annað, því
virðingarleysið er svo mikið gagn-
varð listiðnaði. Þar er þjóðin að
missa af miklum hæfileikum og
sköpunarkrafti, vegna tómrar van-
visku.“
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
Litir og dramatísk uppbygg-
ing þýðingarmest í kórtónlist
Ég hef mælt mér mót við mann að nafni Winfried Toll á nýlegu kaffi-
húsi í Freiburg, rétt handan við dómkirkjuna. Gott ef mér sýnist ekki
bindingshúsin andspænis mér vera að geifla sig framan í nýlegar hallir
á dýrustu lóðum borgarinnar en steinlagt og þvengmjótt strætið kræk-
ir fyrir hvert horn til að blanda sér ekki í þvargið.
Eg veit að maðurinn sem ég bíð
eftir er sagður guðfræðingur,
tónskáld, söngvari og kórstjóri.
Þegar hann riíjar upp viðburð-.
aríkt æviskeið sitt verða róttækar
hugmyndir hans um tónlist öllu skilj-
anlegri. Hann ólst upp á kaþólskum
heimavistarskóla þar sem söngur var
í hávegum hafður. Þegar röddin gaf
sig á unglingsárunum snerist áhug-
inn að tónsmíðum og hljóðfæraleik.
Ljóða og
leiklestrar
Lesið úr ðCristnihaldi
undir lökli, f jjallkirkj-
unni ug ijóðum sem
iengjast sumri eg sól
Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ
verða fluttar tvær leiklestrar-
dagskrár og ein ljóðadagskrá
í kirkjum og safnaðarheimil-
um Reykjavíkurprófastdæm-
is. Ljóðadagskrána Undir
sumarsól, sem Sigurður Val-
geirsson hefur tekið saman,
flytja skáldin Matthías Joh-
annessen og Ingibjörg Har-
aldsdóttir, og annar leiklest-
urinn, Myndir úr Fjallkirkj-
unni, sem byggður er á skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar,
er fiuttur af Helgu Bachmann
og Helga Skúlasyni. Hinn leik-
lesturinn er byggður á
Kristnihaldi undir Jökli, eftir
Halldór Laxness. Hallgrímur
H. Helgason hefur búið verkið
til flutnings en lesarar verða
Rúrik Haraldsson og Þor-
steinn Gunnarsson.
Dagskrámar verða, eins og
fyrr segir, fluttar í ýms-
um kirkjum og safnaðar-
heimilum Reykjavíkur-
prófastdæmis þá daga sem
Kirkjulistahátíð ’91 stendur.
Dagskráin lítur þanng út í meg-
inatriðum, endanleg tímasetning
er ekki komin í sumum tilvikum,
og þá geta einhveijar breytingar
orðið og lestrar bæst við en það
verður auglýst síðar:
Þriðjudagur 21. maí:
Kristnihald undir Jökli, kl. 20.00
í Bústaðakirkju.
Miðvikudagur 22. maí:
Myndir úr Fjallkirkjunni í Grens-
áskirkju.
Fimmtudagur 23. maí:
Myndir úr Fjallkirkjunni í Ár-
bæjarkirkju.
Laugardagur 25. maí:
Kristnihald undir Jökli í Lang-
holtskirkju kl. 20.00.
Sunnudagur 26. maí:
Kristnihald undir Jökli, í Lang-
holtskirkju kl. 20.00.
Mánudagur 27. mai: Ljóða-
dagskráin verður flutt í Dóm-
kirkjunni, og Kristnihald undir
Jökli í Seltjamarneskirkju.
Þriðjudagur 28. maí: Ljóða-
dagskrá í Langholtskirkju.
Miðvikudagur 29. mai:
Kristnihald undir Jökli, í Árbæj-
arkirkju, Myndir úrFjalIkirkj-
unni í Kópavogskirkju, og Ijóða-
dagskráin í Hólabrekkukirkju kl.
20.30.
Fimmtudagur 30. maí:
Myndir úr Fjallkirkjunni í Lang-
holtskirkju og ljóðadagskráin í
Neskirkju.
Trúarstarfið í skólanum dró hann
til guðfræðináms en þó fann hann
fljótt að tónlistin átti sterkari ítök í
honum og því settist hann í tónlistar-
háskólann í Freiburg án þess þó að
binda enda á guðfræðinámið. Hann
lagði aðallega stund á tónsmíðar og
var verðlaunaður fyrir verk sín. Þá
var eins og drengjaröddin kæmi aft-
ur úr kafinu og honum var spáð
miklum frama á einsöngvarabraut-
inni. Tenórröddin náði ekki þeim
þroska sem látið hefði spádómana
rætast svo hann sneri sér að söng-
kennslu og kórstjórn í nágrenni
borgarinnar og vorið 1988 var hann
ráðinn stjórnandi Camerata Vocale
í Freiburg. Kórnum fór mjög fljótt
fram og tveimur árum síðar var
hann kjörinn besti kammerkór
Þýskalands. Boð fylgdu til Frakk-
iands og Portúgal. Nú til íslands.
Winfried er hæglyndur maður en
ræða hans ber ódrepandi viljastyrk
vitni. Engin furða þótt „dramatúrg-
ía“ sé fyrsta orðið sem hann nefnir
þegar talið berst að tónlist.
— Dramatúrgía og litir. Þegar ég
stjórna hef ég allan hugann við þau
litbrigði sem leynast í tónlistinni.
Margir stjórnendur vilja aðeins vera
trúir nótnatextanum en þeir eru í
raun þrælar hans. Hlutverk tón-
listarmannsins er að túlka þá hug-
mynd, þann heim sem felst að baki
nótnanna en ekki nóturnar sjálfar.
Þar skiptir dramatúrgíska hliðin
Rætt við Winf ried
Toll, stjórnanda
„Cnmernta Vocale'
sköpum. í kórsöng er tæknin til
þess að koma dramatúrgíunni til
skila mjög ólík eftir því hvar litið er.
í Þýskalandi má t.d. greina tvenns-
konar kórsöng: í Norður-Þýskalandi
hallast menn heldur að hinum ein-
falda og gi-anna tóni, líkt og hjá
drengjakór þar sem tónninn er gjör-
samlega flatur, en hér í Suður-
Þýskalandi er frekar byggt á hinum
studda tóni, látið reyna meira á rödd-
ina. Enda þótt erfitt sé að alhæfa í
þessu efni þá held ég að skiptingin
í Evrópu sé nokkuð á þessa leið eft-
ir norðri og suðri.
— Vissulega verður ekki horft
fram hjá kórsöng í löndum eins og
Englandi og Svíþjóð þar sem hinn
einfaldi söngur er ráðandi, en þann-
ig finnst mér dramatíkin sem í tón-
listinni býr verða hálfpartinn útund-
an. Englendingar syngja stundum
t.d. Mendelssohn eins og Josquin og
það er misskilningur. Þar liggur allt
annar hugmyndaheimur að baki. —
Líka Brahms. Hann er rómantískt
tónskáld og rómantíkinni er hið
líkamlega nauðsynlegt. Þannig verð-
ur rómantískur tónn að vera studdur
af öllum líkamanum. Að syngja
Verdi-piano er líka allt annað en að
Oratórían
Páll postuli
Oratórían Páll postuli eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy verður frum-
flutt hér á landi næsta föstudag af Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfó-
niuhljóinsvcit íslands. Einsöngvarar eru Andreas Schmidt barítón, Sigr-
ún Hjálmtýsdóttir sópran, Frieder Lang tenór og Alína Dubik mezzó-
sópran. Konsertmeistari er Andrzeij Kleina og stjórnandi er Hörður
Ágústsson.
Hörður sagði þetta merkilegan
viðburð fyrir sig og Mótettu-
kórinn þar sem um frumflutn-
ing hériendis væri að ræða.
„Þeim fer óðum fækkandi stóru
ófluttu verkunum þar sem íslenskt
tóhlistarfólk hefur verið duglegt á
síðustu árum við að frumflytja stóru
verkin úr tónlistarsögunni. Páll
postuli er ein af merkustu óratóríum
19. aldarinnar."
Eftir Mendelssohn liggja tvær
stórar óratóríur; Páll postuli og Elía
sem Mótettukórinn flutti á síðustu
kirkjulistahátið fyrir tveimur árum.
„Við erum semsagt að ljúka við að
flytja óratóríur Mendelssohns," sagði
Hörður. Aðspurður um sögulegan
bakgrunn verksins sagði hann að
þessar óratóríur Mendelssohns hefðu
komið fram á sínum tíma sem mjög
vel þegið framlag þar sem ekkert
hafði komið fram er vakti áhuga frá
því Haydn samdi sínar óratóríur,
Sköpunina og Árstíðirnar.
Óratórían Páll postuli var frum-
flutt í Dusseldorf árið 1836 þegar
Mendelssohn var 27 ára að aldri.
Hann var þá þegar þekktur sem
hljómsveitarstjóri og stjórnaði sjálfur
frumflutningnum á verkinu. Hörður
stundaði einmitt framhaldsnám í org-
elleik, kórsstjórn og hljómsveitar-
stjórn í Dusseldorf og tengist því
þeirri hefð sem er fyrir flutningi á
verkum Mendelssohns þar í borg í
gegnum nám sitt.
„Þetta verk á sér fyrirmyndir í
verkum barokktímans," sagði Hörð-
ur. „Það er partur af þessari rómant-
ísku hugsun að horfa til baka og
lofa það sem gamalt er. A þessum
tíma var Mendelsohn að uppgötva
óratóríur Bachs og Handels á þessum
tíma, verk sem legið höfðu í þagnar-
gildi um langa hríð. Margir fullyrða
að það sé honum að þakka að þessi
verk glötuðust ekki. I þessari hrifn-
ingu sinni á tónsmíðum Bachs og
Handels er hann sjálfur að semja
sínar óratóriur og það er ekkert óeðli-
legt að gæti áhrifa í efni og formi.
Hvergi er þó um stælingu að ræða
heldur eins konar hliðsjón sem lýsir
sér í sérstökum rómantískum stíl
Mendelssohns.”
Hörður bætir því við að Mend-
elssohn hafí síðar fengið á sig slæmt
orð í tónlistarsögunni fyrir að tónlist
hans hefði ekki þótt frumleg og talin
bæði væmin og sykursæt. „Sumir
gengu meira að segja svo langt að