Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FRE7TIR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ Aframeldi á þorski reynt í Stöðvarfírði BYGGÐASTOFNUN hefur sam- Uo fnjrpw TYlÍllÍnnÍY* þykkt að veita allt að tveggja J. a tvco iiinijuiiiJ. milljóna króna styrk til tilrauna- frá Bvsfffðastofnun Þorskeidis í stöðvarfirði. aö " frumkvæði heimamanna er fyrir- hugað að safna ungþorski til áframeldis í flotkvíum í Stöðvarfirði, sem yrði fyrsta eldistilraun með þorsk á Islandi. Ætlunin er að kanna helstu forsendur fyrir slíku eldi, vaxtarhraða, fóðurnýtingu, kostnað við söfn- un á ungfiski og fóðurkostnað, þannig að unnt verði að meta arðsemi þorskeldis sem atvinnugreinar. Um er að ræða samstarfsverk- efni áhugamanna um þorskeldi í Stöðvarfirði og Hafrannsóknastofn- unar en hugsanlegt er að Hrað- frystihús Stöðvarfjarðar hf. og Stöðvarhreppur m.a. stofni hlutafé- lag um eldið, að sögn Alberts Geirs- sonar sveitarstjóra á Stöðvarfirði. Kostnaður við allt verkefnið er áætlaður 11,6 milljónir frá júnf 1991 til desember 1992, þar af 6,2 milljónir frá júní til desember í ár en gert er ráð fyrir um 1,3 milljóna styrk frá sjávarútvegsráðuneytinu. Vonast er til að í lok tilraunarinnar verði hægt að slátra 20 tonnum af þorski fyrir um tvær milljónir og ef árangur þessarar tilraunar verð- ur góður ætti að vera unnt að stór- auka slíkt eldi hér við land með litl- um fyrirvara, segir í greinargerð Björns Björnssonar fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Ein helsta forsenda þess að unnt sé að stunda arðbært þorskeldi hér við land er að unnt sé að veiða umtalsvert magn af ungþorski með ódýrum hætti og því þyrfti hann að vera fyrir utan aflakvóta. Gert er ráð fyrir að safna þorski, sem vegur 0,1-2 kg og vonast er til að kostnaður við að veiða hvern þorsk verði að meðaltali um 35 krónur en kostnaður við framleiðslu á 50 gramma þorskseiði í Noregi er um 70 íslenskar krónur. Hug- myndin er að veiða þorskinn aðal- lega á handfæri og línu og verkefn- isstjórnin veiði helminginn af fiskin- um, eða um 10 þúsund stykki. Hinn helminginn myndu trillusjómenn á Stöðvarfirði veiða þegar lítið er að hafa af stórum þorski. Gert er að fyrir að söfnunin fari aðallega fram á tímabilinu júní til október. 1.000 tonnum fagnað Morgunblaðið/RóberL Schmidt BÍLDUDAL - STARFSFÓLKI Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf. var haldið kaffiboð í tilefni þess að 1.000 tonn af steinbít eru komin á land á þessari vertíð. Boðið var upp á rjómatertur og kaffi í tilefni dagsins, en heildartonnafjöldi var 1.025 tonn af óslægðum steinbít Þetta inun vera ein af bestu vertíðum frá upphafi Fiskvinnslunnar, en í fyrra komu 650 tonn af steinbít á land. í þau sjö ár sem Tómas Árdal, yfirverksljóri, hefur starfað hjá fyrirtækinu, er þetta langmesta aflamagn af steinbít sem komið hefur á einni vertíð. Vertíðin byrjaði mun seinna í ár en venjulega. Afla- brögð voru góð og þegar fiskeríið var mest komu tæplega 70 tonn á land á einum degi. En um miðjan maímánuð datt botninn úr fiskeríinu og eru flestir línubátar hættir veiðum, nema Geysir BA, en hann hyggst sigla með þorsk til Grimsby á næstu vikum, ef vel gengur að veiða. Það er því óhætt að segja að þessari steinbítsvertíð sé lokið, og eru margir hæstánægðir með það. Um 227 milljónatap hjá Atvinnutryggingarsj óði ■^^■■Hi^HIHHHUHBHIi^BBHHH EIGIÐ FÉ Atvinnu- Eigið fé sjóðsins neikvætt SS'Sní «.■ um 380 milljónir og búið Jómna að afskrifa 90 milljónir muyóna^krS tap var á rekstri sjóðsins í fyrra en um 325 milljóna tap árið áður. Fjármunatekjur voru 896 milljónir en fjármagnsgjöld 959 milljónir árið 1990. Skuldir voru samtals um 8,6 milljarðar í árslok 1990 en um 5,4 milljarðar í árslok 1989. Veitt voru verðtryggð lán fyrir um 1,8 milljarða í fyrra en rúma 3 milljarða 1989. Veitt voru gengis- tryggð fyrir um 607 milljónir í fyrra en um 1,9 milljarða árið áður. Keypt voru hlutdeildarskírteini fyrir 158,5 milljónir í fyrra. Rúmlega 400 fyrirtæki fengu lán hjá Atvinnutryggingarsjóði en þau eru langflest í sjávarútvegi. Sjóður- inn lánaði um hálfan milljarð króna til fiskeldis og örfá önnur útflutn- ingsfyrirtæki fengu fyrirgreiðslu hjá sjóðnum, þar á meðal Álafoss hf., sem fékk um 250 milljónir króna lánaðar á núvirði. „Það reyndust einungis 400 millj- ónir króna koma frá ríkinu í Atvinn- utryggingarsjóð í upphafi og reynd- ar er eftir að greiða 7 milljónir af þeirri upphæð," segir Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofn- unar. Guðmundur segir að sjóðurinn hafi fengið 600 milljónir króna frá Atvinnuleysistryggingarsjóði og þessi skuld hafi verið rúmar 700 milljónir um áramótin. „Þessi skuld skýrir neikvæðar fjármagnstekjur í réikningum sjóðs- ins. Búið er að afskrifa 90 milljónir nú þegar en einnig er kominn fram neikvæður höfuðstóll, sem _er nátt- úrlega mjög alvarlegt mál. Ástæðan fyrir því er raunverulega einnig sú að nú stýra þessari deild, ekki ein- ungis Byggðastofnun, heldur einnig íjármála- og forsætisráðuneytið, samanber lög, sem sett voru í vet- ur,“ segir Guðmundur. Hann segir að erfítt verði að inn- heimta mörg af lánum Atvinnu- tryggingarsjóðs og í lánsfjárlögum í ár sé heimild fyrir því að taka 550 milljóna króna lán til að standa undir skuldbindingum þessarar deildar. „Við erunr að skoða hvort þessi upphæð dugi en svo getur farið að það þurfi meira. Miklir erfiðleikar eru í fiskeldi og fisk- vinnslu, sem Atvinnutryggingar- sjóður lánaði til, þannig að þetta mun leggjast á ríkið að einhvetju leyti á næstu árum. Mótbréfin, sem eru nánast inn- lend lántaka sjóðsins, eru upp á um 5 milljarða króna. Þessi bréf eru hluti af því, sem er í umferð á markaðnum núna og keppa við húsbréf, spariskírteini og annað þvíumlíkt, þar sem þau eru með ríkisábyrgð. Lántakendur eru rúm- lega 400 talsins en mótbréfin eru tæp tvö þúsund,“ segir Guðmundur. Góður árangur í gæðaframleiðslu SAUÐÁRKRÓKUR - FULLTRÚAR Sölumið- stöðvar hraðfrystihú- sanna heiinsóttu starfs- fólk Skjaldar hf. á Sauð- árkróki nú nýlega og færði Páll Pétursson frá gæðaeftirliti Coldwater þeim Skjaldarmönnum enn eina viðurkenning- una fyrir frábæra gæða- framleiðslu á síðasta ári. Er þetta fímmta gæða- viðurkenning Skjaldar á sex árum og í þetta sinn er gæðaeinkunnín 99,1% sem er hæsta einkunn sem veiþt.er að þessu sinni. í kaffistofu Skjaldar svignuðu borð undan glæsilegum veitingum en í upphafí þessa sérstæða kaffitíma ávarpaði Jón Þorsteinsson verkstjóri starfsfólkið og þakkaði því þann góða árangur sem nú hefði náðst. Þá afhenti Jón staðfestingar- isins og hljóta þeir nú starfsheitið sérhæfður fískvinnslumaður. Gerði Jón að umræðuefni gildi þess fyrir hvert 'fyrir- tæki að hafa innan sinna vébanda vel menntað og hæft starfs- fólk. Að afhendingum þessum loknum tók til máls Páll Pétursson og ræddi þann glæsilega árangur Skjaldar að halda svo háu gæðastigi framleiðslunnar um árabil. Þakkaði Páll þetta góðri verkstjórn og ströngum gæðakröf- um starfsfólksins sjálfs, sem legði metnað sinn í það að láta aldrei neina vöru út úr húsinu nema að fullvíst væri að hún væri gallalaus. Þá kallaði Páll til sín Katrínu Jóetsdóttur verkstjóra sem veitti viðurkenningu hússins viðtöku. Morgunblaðið/Bjöm Bjömnson Páll Pálsson afhendir Katrínu Jóelsdóttur viðurkenn- ingarskjal fyrir gæðaframleiðslu. skjöl til nokkurra starfsmanna sem lokið hafa námskeiði á vegum Skjaldar og sjávarútvegsráðuneyt- Mengun dregur úr heilsusemi fiskáts Mikil mengun í físki úr Eystrasaltinu UNDAN farin ár hefur það ver- ið viðurkennd staðreynd að fiskát sé heilsusamlegt, einkum hvað varðar hjartasjúkdóma. Því veldur helzt mikið innihald omega-3 fitusýru í fiskilýsi. Þessi staðreynd er enn viðurkennd, en það er ekki sama var fiskurinn er veiddur. Komið hafa í ljós umtals- verð eiturefni í fiski veiddum í Eystrasalti, margfalt meiri en í fiski veiddum á öðrum hafsvæðum. Því talið óvíst, að heilsubótin af omega fitusýrunum vegi upp á móti heilsutjóni af eiturefnunum. Þessa umræðu er að finna í rann- sóknum á fiski úr Eystrasalti, sem sænskir vísindamenn hafa unnið og verið sagt frá í þarlendum tímarit- um og víðar. Þar kemur fram að eitraðar lífrænar efnablöndur eins og dioxin og dibenzofuran hafa fundizt í umtalsverðum mæli í fiski í Eystrasaltinu, einkum feitum fiski eins og síld og laxi. í skýrslu í heil- brigðistfmaritinu New England Jo- urnal of Medicine kemur fram að sænskir vísindamenn, sem hafa rannsakað fólk er etur fisk úr Eystrasalti, hafi fundið í því merki um þessi eiturefni. Einkennunum svipar til einkenna, sem hermenn í Vietnam-stríðinu urðu fyrir vegna notkunar á laufeyði, sem gekk und- ir nafninu Agent Orange, en hann reyndist mengaður af fyrrgreindum eiturefnum. Það hefur um tíma verið vitað um mengun í fiski úr Eystrasalti og í síld þaðan er um sex sinnum meira af TCDD, skæðasta eiturefn- inu af þessu tagi, en finnst í síld veiddri á öðrum minna menguðum fiskislóðum. í laxi úr Eystrasaltinu finnst svo 30 sinnum meira af TCDD en í eldislaxi. Sænskir vísindamenn hafa rann- sakað áhrif þessara eiturefna á fólk í samhengi við fiskneyzlu þess. Fólkinu var skipt upp í þrjá hópa. I þeim fyrsta var fólk, sem borðaði fisk, aðallega síld og lax, daglega, annar hópurinn bjó við meðaltals fiskneyzlu og í þeim þriðja var fólk, sem aldrei borðaði fisk. Mest af eiturefnunum fundust auðvitað í fólki í fyrsta hópnum. í því tilfelli er um ævilanga uppsöfnun efnanna í líkamanum að ræða en áhrif þeirra hafa enn ekki verið metin. Öll þess- ara eiturefna fundust einnig í móðurmjólk og því eru hvítvoðung- ar mæðra, sem neyttu mikils af fiski, sá hópur, sem verður fyrir mestum áhrifum. Þrátt fyrir þessar niðurstöður, hafa vísindamenn ekki séð ástæðu til að hvetja fólk til að draga út fiskneyzlu. Óvíst er enn hvort kost- irnir samfara fiskáti, minni líkur á hjartasjúkdómum, séu meiri en nemur hættunni af eiturefnunum. Hins vegar er það niðurstaða vís- indamannanna, að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir mengun af þessu tagi. Stefán Einarsson, efnafræðingur við snefilefnadeild Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, segir að þessi eiturefni myndist meðal annars við sorpbrennslu og framleiðslu á járni og stáli. Erfítt sé að greina þau, en menn séu að vinna að því að meta hættuna af þeim. Við venju- lega fiskneyzlu sé lítil hætta talin á ferðinni, en sé um mikla neyzlu á menguðum fiski að ræða, geti það verið varasamt. Rannsóknir af þessu tagi hafa ekki átt sér stað hér á landi og því lítið vitað um stöðu mála. Allar líkur benda þó til lítillar hættu af þessum sökum, enda er mengun í hafinu umhverfis ísland hverfandi samanborið við Eystrasaltið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.