Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ Fiskveró heima m Fiskverð ytra % Faxamarkaöur Fiskmarkaöur Hafnarfjaröar Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskmarkaöur Þoriákshafnar Verð á þorski lækkaði talsvert og var almennt um 90 kr/kg; var hæst á Suðurnesjum eða 92,84 kr/kg. Karfaverð hækkaði frekar nema á Faxamarkaði, þar sem það snarféll. Ufsaverð var á svipuðu róli og verið hefur. Þorskverð á Bretlandi hækkaöi loks, enda löng helgi fram- undan. Freyja RE38 seldi í Hull og Börkur NK122í Grimsby, aðal- lega þorsk, en einnig slatta af ýsu. Gámar Þorskup tmmmm Karti msmam Ufsi Þorskverö á Bretlandi hækkaöi úr 132,82 kr/kg í 174,34 kr/kg í vik- unni sem leiö. Engey RE1 seldi í Bremerhaven og Rán HF4 í Cuxhaven, aöallega karfa og grálúðu. nHBSH Japanir veiða meiri túnfisk en nokkurt annað þjóðland ^mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmm japanir Túnfiskafli hefur aukizt um +v«ið/ "!eira af .A , , . tunfiski en fiorðung fra armu 1984 nokkur önnur þjóð í veröld- inni. árið 1989 varð túnfiskafli Japana 736.000 tonn, en þjóðirn- ar sem næst koma, Bandaríkin, Tævan og Spánn afla árlega um 275.000 tonna hver. Eftirspurn eftir túnfiski hefur aukizt á ári hverju síðasta áratug og aflinn hefur aukizt um fjórðung frá árinu 1984. Vinnsla á túnfiskinum eykst mest í Austurlönd- um, þar sem vinnulaun eru lág og ennfremur er vöxtur í þess- ari vinnslu talinn mögulegur í Austur-Evrópu. Vinnslan á tún- fiski felst fyrst og fremst í niðursuðu. Auk fyrrgreindra landa afla Indónesía, Frakkland, Suður- Kórea, Tæland og Maldives-eyjar sífellt meiri túnfisks, en alls afla 10 þjóðir meira en 100.000 tonna af túnfiski. Af þessum fiski eru til 6 undirtegundir, skipjack, yellowfin, bigeye, albacore, blue- fin og longtail og er langmest veitt af tveimur fyrst nefndu teg- undunum. Af skipjack veiddust árið 1989 1.298.000 tonn og af gulugganum 996.000 tonn. Afli af bláugga hefur dregizt saman, en aukizt af löngustyrtlu. Mest af henni veiðist á Indlandshafi, aðallega af Tælendingum. Ann- ars er túnfiskurinn mest veiddur á KyiTahafi, 65,7%, 19,8% eru tekin á Indlandshafi og afgangur- inn á Atlantshafi. Japanir stórtækir Þrír helztu markaðir fyrir tún- fisk eru í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. 1990 nýttu Japanir um 900.000 tonn, Bndaríkin um 720.00 og Vestur-Evrópa 670.000 tonn. Japanir hafa verið fremstir í túnfiskveiðum síðustu 50 árin, en þó þeir afli meira en nokkur önnur þjóð, hefur hlutur þeirra af heildinni farið stöðugt minnkandi, úr 40% árið 1980 í 24% 1989. Til skamms tíma veiddu Japanir meira en nam neyzlu heima fyrir og urðu þeir því helztu útflytjendur á frystum og niðursoðnum túnfiski. Um- skipti urðu á þessu fyrir nokkrum árum og nú hefur innflutningur meira en tvöfaldazt á rúmum áratug og útflutningur snar- minnkað, einkum á niðursoðnum túnfiski. Hækkandi gengi jensins hefur valdið miklu um þessa þró- un svo og mikil samkeppni frá öðrum Austur-Asíulöndum, þar sem vinnulaun eru lág. Japönum reynist erfitt, eins og Bandaríkja- mönnum og evrópskum fyrirtækj- um, að sjóða túnfiskin niður og selja á verði, sem er samkeppnis- hæft við framleiðslu hinna aust- rænu láglaunasvæða. Japanir eru þó þrátt fyrir allt mestu túnfisk- ætur veraldar, einkum snæða þeir fiskinn ferskan eða hráan og hesthúsa í allt um eina milljón tonna árlega. Hvergi er eins hátt verð greitt fyrir ferskan túnfisk og í Japan og styrleiki jensins er einnig hvetjandi fyrir útflutning þangað. Bandaríkin nýta þriðjung túnfiskaflans Ýmislegt hefur siðsutu misser- ins bent til að framboð á ferskum túnfiski hafi náð hámarki í Jap- an, en innflutningur er þó mikill enn. Japanir hafa nýlega rætt við tvær miklar veíðiþjóðir, Suður- Kóreu og Tævan, um að draga úr veiðum til að ekki verði gengi of nærri stöfnunum, minnka framboð og halda gæðum. Bandaríkin nýta venjulega tæpan þriðjung túnfiskaflans, en í fyrra varð umtalsverður samdráttur á neyzlu þeirra, sem féll niður í 27%. Neyzla á niðursoðnum tún- fiski jókst um 14% milli áranna 1988 og 1989, en féll svo aftur um 16% í fyrra. Hins vegar jókst neyzla á ferskum túnfíski nokkuð síðasta ár. Bandaríkjamenn afla sér niðursoðins túnfisks með tvennum hætti, með eigin fram- leiðslu í Kaliforníu, Puertó Ríkó og Samoa-eyjum og með innflutn- ingi frá um 20 þjóðlöndum öðrum. 43 milljónir kassa af túnfiski til reiðu Bandaríski flotinn landaði alls 196.000 tonnum af helztu teg- undum túnfisks í fyrra, framleið- endur fluttu inn að auki 254.000 tonn til að mæta eftirspurn. Um 30 milljónir kassa voru framleidd- ar úr þessum fiski, en engu að síður reyndist nauðsynlegt að flytja inn 13 milljónir kassa til viðþótar. Samt sem áður dróst framboðið saman um 8,2 milljón- ir kassa frá árinu áður. Samdrátturinn átti sér nær ein- göngu stað á Puertó Ríkó, en til að bæta upp mismuninn, hafa verksmiðjur í Bandaríkjunum hafið innflutning á frystum flaka- stykkjum til endui-vinnslu. Með því komast menn hjá ýmsurn toll- um og takmorkunum á innflutn- ingi, fá gott hráefni, en fram- leiðslukostnaður eykst á móti. VINNSLAN Launin ráða úrslitunum VINNSLA á túnfiski færist nú í rniklum mæli til svokallaðra Iáglaunasvæða, einkum í Aust- urlöndum fjær. Þá er talinn möguleiki á því að túnfisk- vinnsla geti orðið í nokkrum mæli í Austur-Evrópu, en laun eru almennt lág þar líka. Nú sjóða Tælendingar mest niður af túnfiski, en þeir náðu forys- tunni af Puertó Ríkó í fyrra, en Indónesía sækir fast að Tælandi. Launakostnaður í Indónesíu er ekki nema þriðjungur þess, sem hann er í Tælandi, en þar eru vinnulaun aðeins um 50 sent, ná- lægt 30 krónum á klukkustund. Framleiðslukostnaður á túnfisk- afurðum verður áfram lágur vegna samkeppni Asíulandanna um að vinna fískinn. Á hinn bóginn mun fólksfjölgun og vaxandi eftirspurn valda auknum þrýstingi á túnfisk- stofnana, baráttan um fiskveiði- heimildir mun vaxa og sömuleiðis kostnaður við veiðamar. Þjóðlönd, sem liggja að Ind- landshafí og Kyrrahafi vestan verðu eru að byija að hasla sér völl í veiðunum með kaupum á stórum fiskiskipum og reiknað er með að sú þróun haldi áfram. Helztu markaðir fyrir túnfisk verða áfram Japan, Bandaríkin og Evrópa, sem talið er að fari fram úr Bandaríkjunum innan tveggja ára. Eftirspurn eftir ferskum og niðursoðnum fiski um aukast þennan áratug. Túnfiskveiðar, vinnsla og sala er talin verða mikil og arðbær næstu árin að minnsta kosti. 3,5 milljónlp tonna '84 85 '88 87 '88 88 Japanir eta túnfiskinn TÚNFISKAFLINN hefur farið vaxandi síðustu árin og er nú rúmlega 3 milljónir tonna. Jap- anir eru langafkastamestir í veiðunum, en hlutur þeirra fer þó minnkandi. Sömu sögu er að segja af annarri mestu veiði- þjóðinni, Bandaríkjamönnum, hlutur þeirra minnkar líka. Fjórar þjóðir hafa aukið hlut sinn verulega á síðustu árum, Frakkar, Suður-Kórea, Mexíkó og Tæland. 1984 veiddu Japanir um þriðjung alls túnfisks í heim- inum, en nú er hlutur þeirra fallinn niður fyrir fjórðung. NEYZLAN ÞRÁTT fyrir aukinn afla í heim- inum, eykst neyzla á stærstu mörkuðunum ekki. Japanir neyta árlega um 900.000 tonna af túnfiski og Bandarikjamenn í kringum 800.000 tonna, en þar dróst neyzlan mikið saman á síðasta ári, fyrst jog fremst vegna minna framboðs. Vestur- Evrópa hefur aukið hlut sinn frá árinu 1986 úr um 550.000 tonn- um í nær 700.000 og hlutur ann- arra markaða vex hröðum skrefum. Samkeppnin á þessum markaði er mikil og þar njóta þau svæði nokkurs forskots, sem búa við mjög lágan launakostn- að eins og Tæland og Indónesía. Fiskblokk á Bandaríkjamarkaði 60 miiljónip punda Birgðip Verð 50 Þorskurl | Uísi[ 40 Lýsingurl 0NDJFMAMJJAS0NDJFMAMJJA80NDJFMA M°’70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.