Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991 Námsferð til Spánar og Frakklands EINN árgangur nemenda í sjávarút- vegsfræðum við Háskólann í Tromsö hefur nú skipulagt námsferð til Frakklands og Spánar í haust. í ferð- inni kynna þeir sér sjávarútveginn, einkum á Spáni og vinna svo ritgerð- ir upp úr því, sem þar ber á góma á fjórða námsári sínu, sem hefst næsta vetur. 20 nemendur eru í árgangin- um, þar af 7 Islendingar. íslenzku nemendurnir hafa ritað bréf til um 100 aðila hér heima og óskað fjárhagsaðstoðar við ferðina, sem tekur um hálfan mánuð. I bréfi íslendinganna er ferðatilhögun rakin og sagt svo: „Þeir, sem veita okkur stuðning fá senda til baka nákvæma skýrslu um ferðina, þar sem reynt verður að gera grein fyrir helztu atriðum í sjávarútvegi Spánar og markaði fyrir sjávarafurðir í París.“ Hópurinn hefur þegar opnað eigin bankareikning í Búnaðarbankanum og er hægt að leggja fjárframlög þar inn. Hækkun dollars lækkar A grásleppu Morgunblaðið/Jón Páll Asgeirsson GRÁSLEPPUVERTÍÐIN stendur nú yfir og hefur hún sjaldan verið jafn slök fyrir norðan og austan og nú, en betur gengur á öðrum veiðisvæðum. Þrátt fyrir misjafnt gengi freistar grásleppan margra og algengt er að menn taki sér frí frá fastri vinnu sinni til jgrásleppu- róðra í mánuð eða svo. Það gerir meðal annarra Jóhann Asgeirsson, netagerðameistari, sem rær á Breiðafirði. verðið á sjávarafurðum Dollarinn veg-ur innan við fimmtung í sölu botnfiskafurða HÆKKUN doll- arsins gagnvart evrópskum mynt- um frá áramótum dregur í raun úr verðhækkunum á sjávarafurðum, þegar á heildina er litið. Vegna hennar lækkar innborgun i Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins úr 4,6% í maí í 4,4% i júni, en hún hefði hækkað í 5,6%, hefðu ekki orðið breytingar á vægi gjald- miðla. í raun hefur orðið 1,5% hækkun á verði botnfiskafurða talið i SDR frá því í janúar, en hefði gengi verið óbreytt hefði hækkunin nuinið 5,2%, fyrst og fremst vegna hækkana á afurðaverði á ervópska markaðnum. Vísitala á verði botnfiskafurða mæld í SDR, sérstökum dráttarréttindum, var í desember síðastliðnum 141,9 miðað við' að vísitalan hafi verið sett á 100 á árinu 1986. Þessi vísitala hækkaði lítillega fram í marz, er hún var komin í 144,1, en lækkaði svo í apríl niður í 143,3 vegna hækkunar dollarsins. Um miðjan maí hafði hún hækkað á ný í 144,0. Hefði gengi verið óbreytt þennan tíma, hefði þessi vísitala hins vegar verið 149,3 um miðjan maí vegna verðhækkana á sjáv- arafurðum í Evrópu. Ekki hefur verið um verðhækkanir að ræða í Bandaríkj- unum og í raun er verð á þorskblokk þar farið að lækka. Því kemur 5,2% verðhækkun miðað við gengi í janúar aðeins fram sem 1,5% hækkun. Skýring- in á þessari þróun er sú, að æ minni hluti botnfiskafurða okkar fer á markað í Bandaríkjunum, nú er það orðið minna en 20% miðað við allan botnfisk, en rétt yfír 20% sé aðeins miðað við freðfísk. Til skamms tíma fór nærri helmingur freðfísks á markað vestan hafs. Þessi hækkun doliarsins veldur einnig lækkun á innborgun í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Hún er nú 4,6%, en verður í júní 4,4% og hefði orðið 5,6%, hefði dollarinn ekki unnið svona mikið á gagnvart evrópsku myntunum. Sé nánar litið á þróun á verði ein- stakra flokka botnfiskafurða, kemur í ljós, að hækkun frá því í janúar, miðað við SDR, er 3,6% á verði landfrystra afurða. Hefði gengi hins vegar ekki breytzt, hefði hækkunin orðið 4,7%. Sjó- frystar afurðir hafa hækkað um 1,9% á sömu mælistiku, en með óbreyttu gengi hefði hækkunin orðið 4,1%. Loks hefur verð á saltfíski lækkað um 4,4%, en hefði vægi gjaidmiðlanna ekki breytzt frá í janúr, hefði verðið hækkað um 5,2%. Pétur heim frá Kanada ■ PÉTUR Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Marel Equip- ment, í Kanada er nú kominn til starfa heima eftir 6 ára útivist. Pétur hóf störf hjá Marel 1983 og fluttist síðan vestur um haf til að koma á legg dótturfyrirtæki Marel í Kanada. Hann verður enn um sinn framkvæmdastjóri kana- díska fyrirtækisins, en með tímanum er reiknað með því að heimamaður taki þar yfír- stjórnina í sínar hendur. Pétur mun áfram starfa að markað- setningu búnaðar frá Marel vestan hafs. Pétur segir rekst- urinn í Kanada ganga vel, nú sé meðbyr í sjávarútvegi þar, sem endurspeglist í því, að þeg- ar sé búið að selja jafnmikið á þessu ári og allt síðasta ár. „Þessi útivist átti í fyrstu að vera mun styttri, en nú er ætl- unarverkinu lokið og ágætt að breyta til á ný og koma heim.“ Hannes Hall Ólafur Björnsson Hannes og Ólafur hætta í skreiðinni ■ ÓLAFUR Björnsson og Hannes Hall hætta nú senn störfum sínum hjá Skreiðar- samlaginu, en SÍF yfirtekur rekstur þess þann fyrsta júlí næstkomandi. Hannes Hall hefur starfað hjá Samlaginu í 35 ár, hin síðari sem forstjóri, en Ólafur hefur verið starfandi formaður stjórnar frá árinu 1983. Ólafur rak fiskvinnslu og útgerð í Keflavík í 33 ár og sat meðal annars í stjórn SIF og LÍÚ um árabil. „Þó ég sé orðinn löggilt gamalmenni, 67 ára, hef égekki hugsað mér að hætta að vinna. Hvað ég tek mér svo fyrir hendur er enn óvíst,“ segir Ólafur. Hannes Hall er 55 ára og hefur því starfað hjá Samlaginu frá tví- tugu er hann lauk námi. Enn er ekki ljóst til hvaða starfa Hannes fer er hann hættir hjá Samlaginu. Pétur Guðjónsson Frænkurnar á ■ FRÆNKURNAR á Sæ- borgu RE, þær Vigdís Elís- dóttir og Bylgja Baldursdótt- ir slá mörgum sjómanninum við, enda hörkuduglegir jaxlar eins og Grétar Mar, skipstjóri á Sæborgu segir. Nú er Sæ- borgin að huga að haukalóðinni og eru þær stöllur líklega fyrst- ar kvenna til að stunda þann fiskiskap, að minnsta kosti hin síðari ár. Vigdís og Bylgja SJÓMANNAMÁL Vaðglöggur Eins og eðlilegt er, hverfa mörg orð úr máli sjómanna með breyttum atvinnuháttum. Oft getur þá tilviljun ráð- ið, hvort þau komast í orðabækur að loknu hlutverki þeirra í mæltu máli. Ekki alls fyrir löngu var mér bent á, að lo. vaðglöggur hefði komið fram í viðtali við gaml- an sjómann i Ríkis- útvarpinu. Sá sem minntist á þetta við mig, kannaðist ekki við orðið, enda ekki sjómaður. Líkt fór einnig fyrir mér. Þetta varð til þess, að ég fór að huga að lo. vaðglöggur í prentuðum orðabókum og eins í seðlasafni OH. Það reyndist bæði vera í OB og eins í OM og raunar í tvenns konar merkingu. Annars vegar er sú merking, sem liér á sérstaklega við, þ.e. um mann, sem er glöggur að finna, þegar fiskur tekur öngul, en svo hins vegar um þann, sem er glöggur að finna fært vað yfir vatnsfall. í safni OH eru allmörg dæmi um fyrri merkinguna, en ekki hina síðari. Elsta dæmið er úr orða- safni Schevings frá um 1850. Vel getur það svo verið tilviljun, að flestar heimildir um lo. vaðglöggur koma af Vestfjörðum. JAJ 1320 kassar. 3x5kgrækja. -f 24°C. Til afhendlngar í Hull. Ámánudag. íyrir hádegi? ígóðulagi! EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.