Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Arbæjarsafn; Minjar frá landnáms- öld á snmarsýningii MEÐAL fimm sumarsýninga, sem opnaðar voru í Arbæjarsafni um helgina, er sýning á nokkrum þeirra fornminja sem fundist hafa i Viðey, á lóðinni Suðurgötu 3 - 5 og i Aðalstræti. Rannsókn- ir og aldursgreining við háskólann í Uppsölum hafa leitt í ljós að reykvísku minjarnar eru frá upphafi íslandsbyggðar. Elstu minjarnar eru að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, borgarminja- varðar, frá því fyrir 900 en einnig hafa fundist minjar frá mið- öldum. Hinar fjórar sýningarnar, sem opnaðar voru um helgina, eru sýning á ljósmyndum eftir Ralph Hannam og Vigfús Sigurgeirs- son, skósmíðastofa frá 19. öld, leikfangasýning frá miðri öldinni og sýning á málverkum Jóns Helgason. Frá Viðey eru gripir úr klaustrinu og gripir frá tímum Skúla fógeta. Nokkrir klaust- urgripanna, s.s tafl og talfmenn, eru merkar heimildir um frístundir munnkanna en einnig má finna minjar um skriftir og hluti sem gegnt hafa trúarlegu hlutverki. Má þar nefna Maríulilj- ur og talnabandaperlur. Á sýn- ingunni eru einnig hlutir sem til- heyra daglegu lífi munnkanna en meðal þeirra má nefna inniskó munnka en svipaðir inniskór hafa að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur fundist á klausturstaðnum á Munkaþverá. Frá tímum Skúla fógeta á 18. öld eru á sýningunni kertastjak- ar, ölflöskur og krítarpípur úr brenndum leir en talið er að Skúli hafi ræktað tóbak í Viðey. Ýmis konar áhöld eru líka á sýning- unni og má þar nefna hollenska eftirlíkingu af kínverskum bolla frá 17. öld og leirílát undan olíu eða kryddi frá 15. og 16. öld.Á þeim tíma voru ílát alþýðunnar aðallega úr stein og tré. Einnig má nefna rennda diska og út- skornar skálar en þessir hlutir eru nefndir í skjölum sem varð- veist hafa frá 14. og 15. öld. Á sýningunni eru einnig nokkrir þeirra gripa sem fundust í Aðalstræti á árunum 1971 til 1975 og taldir eru vera frá upp- hafi íslandsbyggðar. Hlutirnir eru nýkomnir frá Svíþjóð þar sem þeir voru aldursgreindir og for- varðir en ætlunin er að koma upp sýningu á öllum merkari munun- um í framtíðinni. Minjarnar verða varðveittar í Árbæjarsafni. Af gripunum má nefna glerperlur, pott úr sápusteini og brúðu úr tré en að sögn Margrétar hafa samskonar brúður ekki fundist áður hér á landi. Engar áletranir eru á hlutunum en vaxtöflur með áletrunum og tafla með höfða- letri hafa fundist í Viðey. Sett hefur verið upp eldstæði sem fannst í rúst landnámsbæjar á Suðurgötu 5 á sýningunni. Á Laugavegi 62 í Árbæjar- safni hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum eftir Ralph Hannam og Vigfús Sigurgeirrsson en á sýningunni eru einnig hlutir úr eigu þeirra. Á ljósmyndasýning- unni getur að líta athyglisverðar myndir úr bæjarlífinu í Reykjavíkur á árunum 1930 til 1960.Í Þingholtsstræti hefur ver- ið komið fyrir skósmíðstofu þar Morgunblaðið/bjarni Margrét Hallgrímsdóttir leggur síðustu hönd á sýninguna. Margir lögðu leið sína í Árbæjarsafn um helgina þegar sumar- starf safnsins hófst. sem skósmiðir munu sýna hand- verk frá 19. öld um helgar í sum- ar og er það liður í þeirri stefnu stjórnenda safnsins að kynna handverk frá fyrri tíð. í Prófess- orsbústaðnum er sýning á leik- föngum frá miðri öidinni og sýn- ing á málverkum Jóns Helgason- ar. í sumar verður Árbæjarsafn opið daglega milli klukkan 10.00 og 18.00 (að mánudögum undan- skildum). Lifandi dagskrá verður í safninu allar helgar. Yfir strikið; Skemmtun til styrkt- ar alnæm- issjúkum GÓÐGERÐARKVÖLD verður haldið fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 21 á veitingastaðnum Yfir strikinu til styrktar alnæm- issjúklingum og forvarnarstarfi meðal ungs fólks. Það eru skemmtistaðurinn og útvarps- stöðin Sljarnan í samvinnu við Friðrik Weisshappel Jónsson sem standa fyrir samkomunni. Á kvöldinu verður boðinn upp fjöldi verka sem margir listamenn hafa gefið. Sigmundur Ernir Rúnarsson kynnir kvöldsins og uppboðshaldari byijar að bjóða upp á tíunda tímanum. I hópi þeirra listamanna sem gefið hafa verk á uppboðið eru Helgi Þorgils, Hringur Jóhannes- son, Sjón og Megas. Auk lista- verkanna verða boðnir upp ýmsir minjagripir úr rokksögu Islands. Þeirra á meðal er Luftgítar Þórs Eldon og rafmagnsgítar Bubba Morthens. Þarna verður einnig seld hæstbjóðanda þriggja vikna ferð fyrir tvo til Costa del Sol með Ferðamiðstöðinni Veröld. Gestum gefst líka kostur á að taka þátt í happdrætti þar sem vinningar eru úttektir á veitingahúsum og í hljómplötu- og tískuverslunum. Ýmsar uppákomur verða í hús- inu þegar líður 4 kvöldið. Páll Óskar Hjálmtýsson og " félagar skemmta og kvöldinu lýkur með hljómleikum hljómsveitarinnar Júpíters. Engin ákvörðun verið tekin um að einkavæða innheimtu ríkissjóðs - segir ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins MAGNÚS Pétursson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu segir að engin ákvörðun hafi verið tek- in um að fela einkaaðilum inn- heimtu á skuldum við ríkissjóð. Ilann segir einnig að hertar að- gerðir við innheimtu virðisauka- skatts í apríl hafi skilað miklum árangri. Innheimta á eldri skuldum við ríkissjóð var eitt þeirra atriða sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra fjallaði um í skýrslu sinni um ríkisíjármál sem hann lagði fram á Alþingi í maí. Á blaðamannafundi um skýrsluna gat ráðherra þess að til greina kæmi að ráða sérstaka innheimtumenn til að þrengja að skuldurunum. Að sögn Magnúsar Péturssonar ráðuneytisstjóra í ljármálaráðu- neytinu hefur enn engin ákvörðun verið tekin um að fela einkaaðilum innheimtu á skuldum við ríkissjóð. Hins vegar hefur undanfarið verið farið nákvæmlega í saumana á því hveijir það eru sem eru í mestum vanskilum við ríkið. Athugun þessi nær til margs konar opinberra gjalda og munu niðurstöður hennar væntanlega liggja fyrir nú um helg- ina. í kjölfar þeirra verður tekin ákvörðun um hertar innheimtuað- gerðir. Magnús kvað nokkra inn- heimtumenn hafa sýnt þessu verk- efni áhuga en engum einkaaðila hefði enn verið falin innheimta fyr- ir ríkið. Um innheimtu virðisaukaskatts sagði Magnús að eftir hertar að- gerðir í kjölfar athugunar sem gerð hefði verið á skilum skattsins í apríl- mánuði, hefðu margir skuldarar tekið sig á og gert upp skuldir sínar. Verkalýðsfélögin: Hert verð- lagseftirlit Alþýðusamband íslands, BSRB og einstök aðildarfélög hafa und- anfarið birt auglýsingar í sjón- varpi þar sem skorað er á fólk að tilkynna verðbreytingar til V erðlagseftirlits verkalýðsfélag- anna. Með þessu hyggjast félögin herða það verðlagseftirlit scm verið hefur í gangi frá því í fyrra. „Verkalýðsfélögin eru búin að vera með verðlagseftirlit frá því að samn- ingamir voru gerðir í fyrra en nú á að gera átak í þessum málum til að mótmæla vaxta- og verðhækkunun- um sem eru að skella á okkur,“ sagði Guðmundur S.M. Jónasson starfs- maður Félags járniðnaðarmanna. „Eftirlitið verður með svipuðu sniði og verið hefur. Við erum með fullt af fólki á okkar snærum sem fer í búðir, skráir niður verð og fylg- ist með því hvort breytingar hafi orðið á því. Auk þess hvetjum við fólk til að hafa augun opin og til- kynna til Verðlagseftirlits verkalýðs- félaganna verði það vart við verð- breytingar," sagði Guðmundur. Aðrar bleiur # Breiðar aó aftan # Mjórri að framan # Mittisteygja # Teygja við lærin # Ofnæmisprófaðar # Óbleiktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.