Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 41 fclk ■ fréttum SUMAR Litað úti í blíðunni Aleiðinni á pósthúsið sá fréttaritari börnin á leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn sólbrún og sæt úti áð lita við nýju borðin sín í 20 stiga hita. COSPER Hann er búinn að sleikja þennan brjóstsykur í mánuð. Má hann ekki taka bréfið utan af honum? ÆSKULÝÐSSTARF 60 börn á vordögnm kirkjunnar Um 60 þátttakendur tóku þátt í vordögum barnanna sem Kálfatjarnarkirkjaefndi til 27. maí með stuðningi Vatnsleysustrand- arhrepps. Vordagarnir voru haldnir í ann- að sinn og voru þeir með líku sniði og í fyrra, en þar fór fram söng- ur, leikir og íþróttir og var starfað bæði innan húss og utan. Þátttak- endur voru á aldrinum 6-12 ára. Leiðbeinendur voru Ásgeir Páll Ágústsson, Þórunn Sigurðardóttir, Guðmundur Þórðarson íþrótta- kennari og séra Bjarni Þór Bjarna- son héraðsprestur, ásamt þremur unglingum úr hreppnum. Að sögn Sesselju Sigurðardótt- ur formanns sóknarnefndar er ýmislegt fleira að gerast hjá kirkj- unni í þessum mánuði, Árlegur kirkjudagur verður 9. júní kl. 14.00, þá er 50 ára fermingar- börnum sérstaklega boðið til að vera viðstödd og Kvenfélagið Fjóla verður með kaffisölu í Glaðheim- um í tilefni dagsins. Þá eru þau tímamót. í þessum mánuði að séra Bragi Friðriksson hefur verið prestur við Kálfatjarn- arkirkju í 25 ár. - EG. Bob Geldof. UÓSVAKINN Bjarki Elíasson skólastjóri Lögregluskólans þakkar Guðbrandi Þorkelssyni, fyrrverandi varðstjóra, farsæl störf í þágu skól- ans. Við hlið þeirra standa fyrrverandi yfirlögregluþjónarnir Óskar Ólason og Guðmundur Hermannsson. LÖGREGLUSKÓLINN Gamlar kempur heiðraðar Lögregluskóla ríkisins var slitið í 25. skipti fyrir skömmu og við það tækifæri voru heiðraðir þrír fyrrverandi yfirmenn í lögreglunni, fyrir langa og dygga þjónustu við skólann. Þar var um að ræða fyrrverandi yfirlögregluþjónana Guðmund Hermannsson og Óskar Ólason og Guðbrand Þor- kelsson, fyrrverandi varðstjóra og fengu þeir afhenta áletraða skildi með merki skólans. Þeir Guðmundur, Óskar og Guð- brandur hafa kennt flestum þeirra 782 lögreglumanna sem lokið hafa námi frá skólanum en þó ekki þeim 23 nýliðum sem útskrifaðir voru við þetta tæki- færi, að viðstöddum meðal ann- arra Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra. Þátttakendur og leiðbeinendur á vordögum Kálfatjarnarkirkju. Morgunbiaðið/Eyjólfur m. Guðmundsson Bob Geldof framleiðir sjónvarpsefni Bob Geldof, popparinn sem þekktastur er fyrir að vera hvatamaður að alþjóðlega hjálpar- uppátækinu „Live aid“ hefur nú stofnað fyrirtæki með nokkrum leikstjórum og framleiðendum sjónavrpsefnis og er viðfangsefnið einmitt það, þ.e.a.s. framleiðsla á sjónvarpsefni. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér fyrsta sjón- varpsþáttinn, sem við kemur írska rithöfundinum James Joyce. Þátt- urinn verður sýndur í bresku sjón- varpi 18. júní, en þá eru 50 ár lið- in frá láti Joyce. Söguþráðurinn er úr skáldsögu Joyce, „Ulysses“ og er söguhetjan Leopold Bloom. Heitir myndin „Bloomsday“. Geldof, sem núverið sendi frá sér hljómplötu, sagði að hann væri orðinn svo ráðsettur fjölskyldu- maður að hann gerði varla annað á kvöldin en að glápa á sjónvarp. „Ég var einhvern tíman að rífast við kunningja minn um hvað mér þætti margt sjónvarpsefni lélegt og þá sagði ha’nn einfaldlega, afx hveiju framleiðir þú bara ekki sjálfur það sem þú vilt horfa á. Þú átt peninga, hefur hugmyndir og þekkir tæknimenn í hrönnum. Ég gat auðvitað ekki kjaftað mig út úr svona röksemdarfærslu," sagði Geldof. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Stór hópur keppnisfólks Vel yfir eitt hundrað þátttakend- ur frá Sauðárkróki og úr ná- grannabyggðum skráðu sig til keppni í Landsbankahlaupinu, sem fram fór þann 25. maí. Þá var einnig fjöldi fólks sem fylgdist með þesum íþróttaviðburði, en þetta er í fyrsta sinn sem Lands- bankahlaup fer fram á Sauðár- króki, enda ekki nema nokkrir mán- uðir síðan Landsbankinn haslaði sér völl í Skagafirði. Keppt var í ijórum riðlum og hljóp Óttar Bjarnason, „Reykjavík- urskokkari" fyrir öllum hópnum og leiddi hlaupið. í efsta sæti í hveijum riðli urðu: Stúlkur fæddar 1978 og 79: Hanna B. Hauksdóttir. Drengir fæddir 1978 og 79: Sveinn Margeirsson. Stúlkur fæddar 1980 og 81: Rakel Hermannsdóttir. Drengir fæddir 1980 og 81: 1. ísak Einarsson. - BB. Sigurvegarar í öllum flokkum. Morgunblaðið/BjÖrn Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.