Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 i Með morgunkaffinu Erfiðasti póker sein ég hef spilað til þessa ... HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Engin þörf á læknum „Heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins hefur verið mikið til umræðu að undanförnu þó ekki sé á hreinu um hvað deilan snýst. Eg hef verið þar nokkrum sinnum og ég skil ekki hvað læknar með margra ára menntun eru yfirleitt að gera þarna. Fólk kemur þarna til að hressa sig og það hefur sína heimilislækna. Læknar hafa heldur engar aðstæður til að stunda lækningar þarna á hælinu og hafa aldrei haft. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort rétt sé að ríkið greiði fyrir fólk sem dvelur þarna og sjálf skammast ég mín dálítið fyrir að hafa verið þarna á kostnað ríkisins. Flestir eru þarna bara til að hvíla sig og myndu annars fara í utanlandsferð. Verst væri ef þessar deilur leiddu til þess að rekstur þessarar ágætu stofnunar legðist niður.“ Þóra Kettlingar Gullfallegur og bráðfjörugur 10 vikna kettlingur, sem er kassavandur, þarf að komast á gott heimil. Upplýsingar gefur Halldóra í síma 21587 eftrir kl. 12.30. Týndur köttur Kötturinn Glói fór að heiman frá sér að Hafnarbraut í Kópa- vogi föstudaginn 31. maí. Hann er lítill og grannur, rauðgulbrön- dóttur meða gula ól með tunnu þar sem er að finna heimilisfang og símanúmer. Vinsamlegast hringið í síma 43320 eða til Dýr- aspítalan, ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Til bóta Það hefur komið fram að Landleið- ir muni hætta áætlunarferðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur frá 1. júlí. Sá sem þetta ritar hefur í mörg ár verið nær daglegur farþegi Land- leiða. Eg fagna þessum breytingum og tel að þær verði til bóta. Og svo mun vera um fleiri. Þessum kafla er að verða lokið og ekki ástæða til að ræða það frekar. Þeim sem við tekur vil ég vinsamlega benda á eftir- farandi: 1) Stundvísi. 2) Þægilegt viðmót ökumanna. 3) Engan síbylju- hávaða, sem verið hefur óþolandi alla tíð. 4) Tafir vegna stórseðla, 1.000 kr. til 5.000 kr. fyrir fargjaldi og jafnvel útgáfa ávísana á staðnum. Þetta ætti að afnema. Stórvagnar allt að sextíu sæta eða stærri, opnir aðeins að framan en með engar út- göngudyr í miðju eru ónothæfir og sennilega ólöglegir sem strætisvagn- ar. Áætlun Landleiða: Hafnarfjörður, Milabraut, Lækjargata, Hverfisgata, Hlemmur og Kringumýrarbraut, er prýðileg og verður varla á betra ko- sið. Bestu óskir til þess sem við tekur. Farþcgi Víkveqi skrifar Oft er sagt, að litlu fréttirnar í flölmiðlunum vekji meiri for- vitni og athygli en þær sem eru stærri. Þegar sagt var frá lyktum vorþingsins í Morgunblaðinu á laug- ardag og skýrt frá kjöri þingmanna í fastanefndir, vakti athygli að sér- staklega var fjallað um formanns- kjör í utanríkismálanefnd þingsins í lítilli frétt. Þar kom fram, að í nefndinni hefði farið fram skrifleg atkvæðagreiðsla um formanninn, þess hefði verið sérstaklega krafist að allir nefndarmenn sætu fundinn og sá sem kosningu hlaut hefði síð- an fengið átta atkvæði af níu. Þegar fréttin var lesin vöknuðu ýmsai' spurningai'. Hvers vegna var aðeins sagt frá formannskjöri í ut- anríkismálanefnd í sérstakri frétt? Hvað gerðist í hinum 11 fastanefnd- um þingsins? Var skrifleg atkvæða- greiðsla þar? Vat' lagt höfuðkapp á að allir nefndarmenn væru við- staddir? Voru formenn kjörnir ein- róma eða komu fram mótatkvæði? Hvers vegna var aðeins getið um nefndarmenn í utanríkismálanefnd en ekki í öðrum þingnefndum? Sú breyting verður nú á störfum nefnda Alþingis, að þær fá allar sama sess og utanríkismála- nefnd hafði áður. I fyrsta lagi sitja þær að störfum allt árið. Hingað til hefur utanríkismálanefnd ein þingnefnda starfað allt árið. í öðru lagi leiðir sameining þingsins í eina deild það af sér, að sérstaða ut- anríkismálanefndar og fjáveitinga- nefndar, sem nú heitir fjárlaga- nefnd, hverfur. Þær voru kjörnar af sameinuðu þingi samkvæmt gamla skipulaginu en nefndit' ann- arra málaflokka störfuðu á vegum deilda. Þannig varð ekki til neinn einn málsvari, ef þannig má að orði komast, í nefndakerfi þingsins til að sinna þeim málefnum, sem falla undir verksvið einstakra ráðuneyta. Nú hefur þetta breyst. Nefndirnar tólf sinna verkefnum í samræmi við skiptingu ráðuneyta. Nefndirnar bera heiti í samræmi við verkefnasvið sitt. Vegna tilkomu umhverfisráðuneytis var til dæmis stofnað til umhverfisnefndar við breytingu á þingsköpum Alþingis nú, en engin sérstök nefnd hefur sinnt þessu verkefni áður. Flutti umhverfisráðherra áyarp í nefnd- inni á fyrsta fundi hennar. Allsherj- arnefnd sinnir sérstaklega dóms- og kirkjumálum og auk þess byggð- amálum, að því er segir í þingsköp- um. xxx Iumræðum um sameiningu þings- ins í eina deild hefur athyglin einkum beinst að sameiningunni einni og hvaða pólitísk áhrif hún hefði svo sem að því er varðar nauð- synlegan meirihluta við stjórnar- myndanir. Minna hefur verið rætt um breytingarnar á innra.skipulagi þingsins, sem eru miklar bæði varð- andi nefndirnai og einnig funda- sköp almennt. Nú verður til dæmis miklu meira svigrúm en áður fyrir forseta þingsins til að hafa stjórn á umræðum og hindra að þær fari um víðan völl. Litla fréttin um kjör formanns utanríkismálanefndar varð kveikjan að þessum hugrenningum. Til þess að gefa rétta mynd af störfum þingsins og nefnda þess á fyrstu klukkustund hinnar nýju skipanar hefði átt að setja formannskjör í öllum þingnefndum undir sama hatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.