Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MENNING
USTIR
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991 BLAÐ
Að
baki
TRÍÓ BOREALIS, sem samanstendur af
píanói, klarinettu og sellói, heldur sína
fyrstu tónleika af þrennum, hér á landi, í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag.
Næstu tónleikar tríósins verða í
Samkomusal Frímúrara, ísafirði, á morgun,
sunnudag, og næstkomandi þriðjudag verða
svo tónleikar í Listasafni Sigurjóns í
Reykjavík, klukkan 20.30. Tónleikarnir á
Akureyri og ísafirði hefjast klukkan 17.00.
eru
Tríó Borealis Morgunblaðið/Einar Falur
orðin mjög mótuð, bæði af kennara mínum og
foreldrum. Þau vildu að ég færi í keppnina, ég var
klædd upp og send fram á sviðið.
Ekki þar fyrir, ég var þá þegar orðin svo ákveðin
í því hyað ég vildi, að ég ætla ekki að reyna að
halda því fram að ég hafi kvartað," segir Beth og
hlær hjartanlega. „En það var beygur í mér á keppn-
isdaginn. Ég man þegar ég vaknaði og það fyrsta
sem ég sá var kjóllinn sem ég átti að vera í að ég
hugsaði; „almáttugur, það er í dag.“ Og það var
aðeins skjálfti í mér. En svo gerði ég mér grein
fyrir að ég var mjög vel undirbúin og ég hafði ver-
ið alveg til í þetta og þegar stundin rann upp, leið
mér ágætlega. Þetta var nokkuð stór keppni og
bestu nemendur í Fíladelfíu tóku þátt í henni. Ég
fékk mjög góða og jákvæða gagnrýni og mikla upp-
örvun. Þetta hjálpaði mér mjög mikið og sannfærði
mig um að ég gæti látið draum minn rætast."
— Þú varst nemandi Rudolfs Serkin. Fórstu til
hans eftir þessa keppni?
„Nei, það var eftir keppni sem var haldin fjórum
árum seinna. Hún var fyrir eldri nemendur. Þá var
ég að leita að framhaldsskóla. í kjölfar þeirrar keppni
fór ég í Curtis-tónlistarháskólann og hóf nám hjá
Serkin.
Curtis er einstakur skóli. Það er fremur erfitt að
komast inn í hann, en ef það tekst er allt frítt og
skólinn gefur manni píanó,“
— Hvemig var Serkin?
Beth situr hugsi, hlær svo og segir: „Það er erfitt
að segja ... í inntökuprófinu var hann yndislegur.
Hann hoppaði í sífellu upp af stólnum, eins og lítill
álfur. A milli laga dró hann upp vasaklút og þurrk-
aði af nótunum fyrir mann og sagði „fínt, fínt, þetta
gengur allt vel“, og hann var svo elskulegur og lítil-
látur að maður fékk það á tilfinninguna að maður
væri að gera mjög vel.
SJA NÆSTU SÍÐU.
og mistök
RÆTT VIÐ
BANDARÍSKA
PÍANÓ-
LEIKARANN
BETH IEVIN
Tríó Reykjavíkur skipa þau Einar Jóhann-
esson, fyrsti klarínettuleikari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og félagi í Blásar-
akvintett Reykjavíkur, Richard
Talkowsky, sem leikur á selló með Sin-
fóníuhljómsveit íslands, og Beth Levin, bandarískur
píanóleikari, sem leikur nú í fyrsta sinn á íslandi.
Beth Levin er búsett og starfandi í New York.
Tóíf ára gömul lék hún einleik með Fíladelfíuhljóm-
sveitinni og fáum árum seinna var hún valin, ein
þriggja nemenda, til að læra hjá Rudolph Serkin við
The Curtis Institute. Hún vann til verðlauna í alþjóð-
legu píanókeppninni í Leeds árið 1978. Beth hefur
leikið einleik með fjölda bandarískra sinfóníuhljóm-
sveita og komið fram á tónlistarhátíðum þar vestra,
svo sem Marlboro, Casals, Harvard, Amherst og
Blue Hill-hátíðunum og leikið inn á hljómplötur fyr-
ir „Columbia Masterworks“. En hvað dregur hana
til íslands?
„Við Richard höfum þekkst mjög lengi,“ svarar
hún. „Kynni okkar hófust þegar við vorum enn í
námi og við höfum margoft leikið saman. Svo kom
hann hingað til að leika með Sinfóníuhljómsveitinni
ykkar og kynntist Einari. Einn daginn hringdi Ric-
hard og hvatti mig til að koma og sagði að hér
væri alveg frábært að vera. Þetta hljómaði allt svo
spennandi, þegar hann hringdi. Ég sá að við gætum
leikið saman án teljandi vandræða og ákvað að slá
til. Og ég sé ekki eftir því.“
— Hvemig hefur ykkur gengið að æfa saman?
„Mjög vel. Við Richard erum vön að spila saman
og þeir Einar líka. Við höfum mjög ólíkar æfíngaað-
ferðir og byijuðum á því að rífa allt niður, en fórum
síðan að raða rifrildunum saman aftur og í dag
small allt saman.“
Beth segist hafa byijað að glamra á píanó þriggja
ára gömul. „Það var píanó á heimilinu og það hafði
mikið aðdráttarafl fyrir mig. Ég nauðaði í foreldrum
mínum um að fá að læra og þegar ég var sex ára
var ég komin í reglubundið nám.
Beth vill fremur lítið gera úr velgengni sinni. Hún
er hógvær og segir að píanóið hafí bara orðið alger
þráhyggja hjá henni, strax í byijun. „Mér fannst
það meira virði en allt annað í heiminum, þar til ég
eignaðist ijölskyldu. En eftir að ég gifti mig og eign-
aðist börnin mín tvö, sem eru tíu og fjögurra ára,
eru þau númer eitt. Það er engu líkt að eiga börn
...,“ segir Beth og ræðir þau um stund af mikilli gleði.
— Fannst þér þau ekki raska ferli þínum?
„Nei. Þau gerðu það ekki. Ég tímdi hinsvegar
ekki sjálf að fara langt frá þeim, þegar þau voru
lítil. Eg tók aðeins verkefni sem ekki voru fjarri
heimili mínu. Og það var allt í lagi, vegna þess að
ég átti margt ólært og þurfti meiri skólun. En nú
eru þau orðin svo stór að svigrúmið til ferðalaga er
að aukast, smátt og smátt.“
— Hvað kom til að þú tókst þátt í tónlistarsam-
keppni aðeins tólf ára gömul?
„Þetta var skemmtileg keppni og ég veit að ég
gleymi henni aldrei. En á þessum aldri var ég þegar