Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991 LISTAHÁTÍTIÐ HAFN'/ DAGSKRÁ Frá l.júní — 14.júní.Alþjóðleg vinnustofa í Straumi. Opin almenn- ingi 17-21 á virkum dögum og um helgar 14-19. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ. Tón- leikar í Hafnarborg kl. 20.30. Efnis- skrá eftir W.A. Mozart. Flutt verða Krýningarmessan, Exultate jubilate og íjórar mótettur. Flytjendur eru hljómsveit og kór Hafnarfjarðar- kirkju undir stjórn Helga Bragason- ar. Einsöngvarar eru Sigríður Grönd- al sópran, Guðný Ámadóttir mezzo- sópran, Þorgeir Andrésson tenór og Ragnar Davíðsson baritón. FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ. Kynning á listamönnum í Hafnarborg kl. 20.30. Erlendir listamenn á lista- hátíð segja frá sjálfum sér og kynna verk sín. SETNING LISTAHÁTÍÐAR f H AFN ARFIRÐI LAUGARDAG- INN 15. JÚNÍ KL. 14. Athöfnin fer fram í Menningarmiðstöðinni í Hafn- arborg. Heiðursgestur frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Ávörp flytja Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Jóna Ósk Guðjóns- dóttir forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og fulltrúi listahátíðamefnd- ar. Kammersveit leikur og kór Öldu- túnsskóla syngur. LAUGARDAGUR KL. 16. Opnun samsýningar málverka í Hafnarborg eftir Einar Garibalda, Sigurð Örlygs- son, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Svein Bjömsson og Vigni Jóhannsson. Samtímis verður opnuð skúlptúrsýn- ing á svæðinu umhverfis Hafnarborg. SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ. Só- nötukvöld í Hafnarborg kl. 20.30. Flytjendur eru Ármann Helgason klarinett, Guðrún Guðmundsdóttir píanó, Gunnar Gunnarsson flauta, Martin Frewer fiðla og David Know- les píanó. ROKKTÓNLEIKAR í KAPLA- KRIKA KL. 12-24. Fram koma er- lendar og íslenskar rokksveitir og leika í hálfan sólarhring. LEIÐSÖGN UM MYNDLISTAR- SÝNINGAR. Áhugafólki gefst kpst- ur á að skoða sýningamar á listahát- íðinni í fylgd sérfróðra. Lagt verður upp frá veitingahúsunum A. Hansen og Fjömkránni kl. 20.30 dagana 20. og 27. júní, og 4. og 11. júlí. VÍGSLA HÖGGMYNDAGARÐS FÖSTUDAG 21. JÚNÍ. Listamenn vígja höggmyndagarð í Víðistaðatúni með viðhöfn kl. 18.00. í garðinum verða þau verk er unnin hafa verið í vinnustofunni í Straumi 1.-14. júní. SÖNGLJÓÐADAGSKRÁ SUNNUDAG 23. JÚNÍ. Óperusmiðj- an á Jónsmessu í Hafnarborg kl.20.30. TÓNLEIKAR SUNNUDAG 30. JÚNÍ. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari í Hafnarborg kl. 20.30. LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ. Formleg vígsla höggmyndagarðsins á Víðistaðatúni kl. 14. Listahátíð Hafnaríjarðar 1991 lýk- ur með þessari athöfn. Skúlptúrar íöndvegi Listahátíð Hafnarfjarðar hleypt af stokkunum Fyrsta Listahátíð í Hafnarfirði hefst með formlegum hætti laugardag- inn 15. júní. Til mánaðamótanna næstu verður margt dagskráratriða í myndlist og tónlist en myndlistarsýningar á vegum hátiðarinnar standa til 13. júlí. Helsta nýmæli á þessari listahátíð er alþjóðleg vinnu- stofa skúlptúrista sem starfrækt hefur verið í vinnustofunum í Straumi frá 1. júní, þar sem fjórtán myndlistarmenn, 10 erlendir og fjórir íslenskir, vinna að útiskúlptúrum sem settir verða upp í nýskipulögðum höggmyndagarði Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Að sögn Þorgeirs Ólafssonar ritara undirbúningsnefndar má rekja upp- haf þessarar fyrstu Listahátíðar Hafnarfjarðar til þátttöku Sverris Ólafssonar í alþjóðlegri vinnustofu myndlistarmanna í Mexíkó á síðasta ári. Það var síðan fyrir tilverknað Sverris að vinnustofan fengi inni í Straumi í Hafnarfirði á þessu ári og í framhaldi af því þróaðist hugmynd- in að Listahátíð Hafnarfjarðar. Þor- geir sagði að hugmyndin væri að Listahátíð Hafnaríjarðar yrði haldin reglulega á tveggja ára fresti og hverju sinni yrði megináherslan lögð á einhverja eina grein listar með þeim hætti sem nú væri, að skúlptúr- verk og vinnustofa myndlistarmann- anna í Straumi væri eins konar þema hátíðarinnar. „Það má síðan hugsa sér að næst yrði tónlistin í öndvegi og á sama hátt og alþjóðlega vinnustofan star- far nú yrðu tónlistarmennimir með opnar æfingar og svokallaða meist- arakennslu (masterclass) þar sem almenningi gæfist kostur að fylgjast með undirbúningi og kynnast vinnu listamannanna," sögðu þeir Þorgeir og Gunnar Gunnarsson sem hefur umsjón með tónlistarþætti hátíðar- innar. Það eru myndlistarmenn frá 8 löndum sem taka þátt í alþjóðlegu vinnustofunni; Barbara Tiaho og Timo Solin frá Finnlandi, Sonia Ren- ard frá Frakklandi, Atsushi Shikata frá Japan, Sebastian og Rowena Morales frá Mexíkó, Ake Lagerborg frá Svíþjóð, Jurg Altherr frá Sviss, Volker Schönwart frá Þýskalandi og íslendingarnir Kristján Guðmunds- son, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magnús Kjartansson, Steinunn Þór- arinsdóttir og Vignir Jóhannsson. Fyrirkomulag vinnustofunnar er með þeim hætti að listamennirnir fjórtán fengu ákveðinn ramma að starfa eftir; beðið var um verk sem væru ekki meira en 3x3 metrar að stærð. Þeir sendu inn líkön af vænt- anlegum verkum svo hægt væri að meta tíma og kostnað við gerð þeirra og frá 1. júní hefur verið unnið hörð- um höndum af iðnaðarmönnum við að koma verkunum í endanlegan búning. Vinnustofurnar í Straumi eru opnar almenningi og getur fólk komið og litið á vinnubrögðin og rætt við listamennina á staðnum um verkin þeirra og annað sem vekur forvitni. Flest verkanna eru nú langt komin og í fyrstu verða þau til sýnis á svæðinu umhverfis listamiðstöðina Hafnarborg áður en þau verða flutt á endanlegan stað í nýja höggmynda- garðinn á Víðistaðatúni. Það er Hafnaríjarðarbær sem kostar gerð listaverkanna en lista- mennirnir gefa verkin og vinnu sína og er það ekki lítið sem í því felst, því samanlagt andvirði verkanna fjórtán er metið á 200-250 milljónir króna, en að sögn Þorgeirs er kostn- Morgunblaðið/Einar Falur Listamenn og aðstandendur Listahátíðar Hafnarfjarðar við vinnu- stofurnar í Straumi. aður við gerð þeirra innan við fimm milljónir. Hann sagði að það hefði ekki verið sjálfsagður hlutur að lista- mennirnir gæfu verkin enda eru í þeim hópi sem að ofan er talinn heimsþekktir listamenn, s.s. Sebast- ian, Shikata og Altherr sem að öllum jafnaði selja verk sín á milljónir króna. „Það var hugmyndin að stofnun höggmyndagarðsins sem gerði okkur kleift að fara fram á þetta við lista- mennina og þeir tóku allir mjög vel í hugmyndina, enda er ég hræddur um að reynst hefði erfitt að finna íslenska kaupendur að dýrustu verk- unum ef slíkt hefði staðið til,“ sagði Þorgeir og bætti því við að bæjaryfir- völd í Hafnarfirði hefðu strax tekið mjög vel í hugmyndina og skipulags- stjóri bæjarins hefði reynst þeim sannkallaður haukur í horni við fram- gang hugmyndarinnar og skipulag garðsins. Segja má að höggmyndagarðurinn verði vígður tvisvar, því fyrst ætla listamennirnir að vígja hann með táknrænum og vafalaust myndræn- um hætti föstudaginn 21. júní klukk- an 18, en formleg vígsla fer fram 13. júlí þegar Listahátíð Hafnarijarð- ar lýkur. Fjölbreyttir tónleikar Menningarmiðstöðin í Hafnarborg verður eins konar miðpunktur lista- hátíðarinnar, því þar verða einir fern- ir tónleikar auk samsýningar Ijög- urra myndlistarmanna. Gunnar Gunnarsson skólastjóri Tónlistar- skóla Hafnaríjarðar hefur umsjón með tónlistarþætti hátíðarinnar og sagði hann að tónleikamir væru fjöl- breyttir, hinir fyrstu eru Mozarttón- íeikar kórs Hafnarfjarðarkirkju ásamt hljómsveit og sex einsöngvur- um undir stjórn Helga Bragasonar, þá verður haldið sónötukvöld þar sem kvartett skipaður valinkunnum tón- listarmönnum leikur sónötur eftir ýmsa meistara tónlistarsögunnar, Óperusmiðjan stendur fyrir ljóða- söngdagskrá og lokatónleikar lista- hátíðarinnar verða þann 30. júní er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson leika saman. Samsýning þeirra Einars Gari- balda, Sigurðar Örlygssonar, Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Sveins Bjömssonar verður opnuð í Hafnar- borg 15. júní og Vignir Jóhannsson mun sýna rýmisverk utan við Hafn- arborg í tengslum við þá sýningu. hs Síminn er verk frönsku listakonunna Myndl: f Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst hér upp á Islandi til að líta augum fjórtán ný skúlpt- úrverk, öll í fullri stærð, og eftir jafnmarga listamenn frá átta þjóðlöndum, allir vel þekktir heima fyrir og sumir heimsþekkt- ir. BARBARA TIEAHO er finnsk og vel þekkt í sínu heimalandi. Hún er einkum þekkt fyrir steinskúlptúra sína en hefur undanfarið unnið verk sín í járn. Hún er nú búsett í Banda- ríkjunum þar sem hún nýtur vaxandi athygli. TIMO SOLIN er einnig frá Finn- landi en hefur verið búsettur í Svíþjóð um 20 ára skeið. Verk hans eru eink- um fígúratív og efniviður hans er einkum járn. Hann er í hópi þekkt- ustu skúlptúrista starfandi í Svíþjóð um þessar mundir. SONIA RENARD er frönsk en býr í Þýskalandi. Hún hefur getið sér gott orð á heimaslóðum fyrir expres- síonísk verk sín og hún vinnur jöfnum höndum sem málari og myndhöggv- ari. ATSUSHI SHIKATA er einn af þekktustu listamönnum Japans af yngri kynslóðinni. Hann stundaði myndlistarnám sitt í Japan og síðar Mexíkó sem er óvenjulegt fyrir Jap- ana því þeir fara ógjarnan erlendis til náms. Shikata er óðum að öðlast « al ai sí °l Þ' H Þ' h fi h a: sl n r: u e: á Að baki eru... Þegar ég var svo orðin nemandi hjá honum, var annað upp á teningn- um. Hann átti það til að umhverfast og við, nemendur hans, áttum það til að vehp dauðhrædd við hann. Það kom fyrir að við köstuðum upp áður en við fórum í tíma hjá Serkin. En hann var frábær kennari. Kennsluaðferðir hans voru dálítið sérstakar. Tónlistin var honum trúar- brögð og hljóðfæraleikarar aðeins verkfæri til að koma verkum stóru meistaranna til skila á sem áhrifa- ríkastan hátt. Hann talaði af mikilli lotningu um tónskáldin; um ævi þeirra, sigra og sorgir, jafnt sem verk þeirra. Og Serkin var alveg hafsjór af fróðleik. í hvert sinn sem hann settist niður til að segja fáein orð, fólst í þeim viska og fróðleikur á við marga fyrirlestra. Serkin var ekki smámunasamur og ég mundi segja að hann hafi frem- ur verið þjálfari en kennari. Hann krafðist mikils af okkur en vænti lít- ils. Hann kenndi mér í þijú ár í Curtis, og seinna var ég í skóla hans í Marlboro í þrjú ár. En samband okkar varð ekkert sérlega náið. Ég var ekki sá nemandi sem stóð honum næst. Ég gat aldrei sagt mikið í návist hans og samband okkar varð mikið í ósögðum orðum. Hann fyllti mig alltaf innblæstri og áhuga og var mér mikil hvatning. En það er svo skrítið, með tilliti til þess að sam- skipti okkar voru án mikilla ræðu- halda, að eftir að ég lauk námi, fór hann að skrifa mér bréf og hann gerði það allt þar til hann dó fyrir stuttu. Og þessi bréf voru alltaf til að hvetja mig áfram. Serkin vísaði mér í kennslu til Leonards Shore, sem er annar frá- bær kennari, meðan ég var í Curtis og síðar til Dorothy Taubman, í New York. Hjá henni hef ég verið meir og minna þar til fyrir ári, í einkatím- um. Hann bar hag minn alltaf fyrír brjósti og vísaði mér til kennara sem hann vissi að gætu hjálpað mér. Og Leonard og Dorothy eru einstakir kennarar." — Og hvernig hefur ferill þinn þróast? „Hann hefur verið fullur af sigrum — og fullur af mistökum. Þegar ég hafði loksins útskrifast úr öllum skól- um og var á þrítugsaldrinum, tók ég þátt í hverri samkeppninni á fæt- ur annarri, en komst ekkert áfram. Mér leið alveg hræðilega. Jú, jú, það var talað um mig sem áhugaverðan píanóleikara, en ekkert meira. Ég gerði mér grein fyrir að eitthvað væri að tækninni hjá mér. Ég gerði mér líka grein fyrir að þrátt fyrir námið, var fullt af hlutum sem ég skildi ekki. Þá fór ég í einkatíma hjá Dorothy. Hún hjálpaði mér með ýmis tæknileg vandamál og ég á henni mikið að þakka. Það er bara eitt ár síðan ég debut- eraði í New York, en ég fékk mjög góða dóma og í kjölfarið fékk ég umboðsmann.“ — Er ekki erfitt fyrir píanóleikara að fá umboðsmann? „Jú, biddu fyrir þér. Mig dreymdi aldrei um að ég ætti eftir að hafa umboðsmann. En veistu, það er bæði gott og vont. Þeir eru dálítið hættu- iegir, því þeir hugsa kannski meira um peningana en feril manns. Maður verður því að vera nokkuð varkár í samskiptum við þá og koma þeim í skilning um hvað maður vill. En ég er þokkalega ánægð’ með útlitið næsta árið. Framtíðarhorfur mínar eru ágætar ... ... það er sagt að á bak við hvern þann sem nær langt í tónlistinni, sé langur, langur ferill af mistökum," segir Beth og hlær og bætir við í lokin: „Kannski næ ég bara langt." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.