Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D ovoiunWííÍHÍi STOFNAÐ 1913 137. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 21. JUNI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrafundur RÖSE; Ihlutun í innan- landsátök leyfð Utanríkisráðherrar ríkjanna 35, sem aðild eiga að Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), samþykktu í gær ákvæði um sérstaka neyðaráætlun sem beita má til að draga úr spennuástandi og koma í veg fyrir að vopnuð átök bijótist út í álfunni. Er hún talin mikilvægt skref í þá átt að tryggja öryggi fyrrum kommúnistaríkja í Austur-Evrópu og ætti að koma í veg fýrir að þjóðernisólga þar þróist í opið stríð. Ráðherrarnir samþykktu að efna yrði til neyðarfundar um stjórnmála- deilur og þjóðernisólgu í einhveiju aðildarríkja RÖSE færu 13 ríki fram á það og byðust til að miðla málum til þess að koma í veg fyrir að jafn- vægi og öryggi yrði ógnað. Halda yrði fundinn í mesta lagi tveimur til Frakkland: Hávaði o g ólykt af inn- flyljendum -segir Jacques Chirac, fyrrverandi f or sætisráðherra París. Reuter. JACQUES Chirac, leiðtogi franskra gaullista og fyrrver- andi forsætisráðherra, hefur komið af stað tilfinningaríkum umræðum um sambúð kyn- þátta í Frakklandi. í ræðu í Orleans á miðvikudagskvöld talaði Chirac um „hávaðann og ólyktina" af afrískum og arabískum innflytjendum. Chirae sagði í ræðu sinni að tímabært væri að heíja umræðu um það hvort rétt væri að útlend- ingar nytu góðs af frönsku vel- ferðarkerfí en legðu sjálfir ekkert af mörkum. „Franski verkamað- urinn sér í stigaganginum í blokk- inni sinni fjölskylduföður með fjórar eiginkonur, tvo tugi barna og 50.000 franka mánaðarlaun frá ríkinu (rúmlega 500.000 ÍSK) án þess auðvitað að vinna hand- tak,“ sagði Chirac. „Þegar við bætist hávaðinn og ólyktin um- tumast verkamaðurinn." Chirac sagði að orð sín bæru ekki vott um kynþáttafordóma en Frakkar hefðu fengið of marga innflytj- endur. „Það er löngu tímabært að við hefjum nauðsynlega um- ræðu um hvort það sé eðlilegt að útlendingar njóti góðs af sam- stöðu þjóðarinnar sem þeir hafa ekki átt þátt í að byggja upp, því þeir greiða enga skatta.“ Michel Poniatowski, fyrrum innanríkisráðherra, sagðist í gær reiðubúinn að ganga lengra en J.ean-Marie Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, sem barist hefur gegn innflytjendum. Pon- iatowski sagði innflytjendurna frá N-Afríku að stórum hluta glæpamenn. Það hefðu verið mis- tök að leyfa ættingjum allra inn- flytjenda að koma til Frakklands. I Afríku væri fjölkvæni við lýði, fjölskyldur stórar og því væri hvert einstakt innflytjendaleyfi eins og „sogdæluleiðsla“ frá Afríku til Frakklands. þremur dögum eftir að ósk af því tagi kæmi fram. Áður þurftu öll ríkin 35 að samþykkja fundi af þessu tagi. Til deilna kom á lokuðum fundi milli Sovétmanna og fulltrúa nokk- urra vestrænna ríkja um málefni Eystrasaltsríkjanna. Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, hóf umræðuna og skor- aði á Sovétmenn að koma til móts við óskir þjóða Eystrasaltsríkjanna með því að hefja samningaviðræður um sjálfstæði þeirra. Heimildarmenn sögðu að James Baker, utanríkisráð- ' herra Bandaríkjanna, hefði verið meðal þeirra sem tóku undir sjón- armið Ellemann-Jensens á fundinum. Júlí Kvítsínskíj, aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hefði svarað því til að hér væri um að ræða sov- éskt innanríkismál er ætti því ekki erindi inn á fundi RÖSE. Berlín verður höfuðborg Þýskalands Samþykkt var í neðri deild þýska þingsins í gær eftir ellefu stunda langar og tilfinningaþrungnar umræður með 337 atkvæðum gegn 320 að Berlín yrði á ný höf- uðborg og stjórnaraðsetur Þýska- lands. Þingið, ríkisstjórn og for- seti munu því flytja frá núverandi höfuðborg, Bonn við ána Rín. Gert er ráð fyrir að umskiptin taki allt að 12 ár og kosti millj- arða marka. Fagnaðarlæti hófust á götum Berlínar er tíðindin spurðust, fólk veifaði fánum og myndum af tákni borgarinnar, birninum. í Bonn óttast margir efnahagserfiðleika þar sem stjórnsýsla hefur verið aðaltekju- lind hennar. Afstaða manna tit höfuðborgarvalsins hefur ekki fylgt flokkslínum og t.d. voru bæði núverandi kanslari, kristilegi demókratinn Helmut Kohl, og jafnaðannaðurinn Willy Brandt, er var kanslari á áttunda áratugn- um og lengi borgarstjóri Vestur- Berlínar, hlynntir því að Berlín yrði fyrir valinu. Kohl sagði í gærkvöldi ástæðulaust að efna til fagnaðarláta en ákvörðunin hefði verið rétt og „mikilvæg fyrir framtíð Þýskalands". Gorbatsjov boðar breytta stefnu í efnahagsmálum: Segir harðlínumeim ekki í tengslum við veruleikann Moskvu, Washington. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti veittist í gær harkalega að harðlínumönnum kommúnistaflokksins sem lagst hafa gegn mark- aðsbúskap í Sovétríkjunum. Leiðtoginn sagði þá ekki lengur vera í tengslum við raunveruleikann, að sögn TASS-fréttastofunnar sovésku. TASS sagði að Gorbatsjov hefði tjáð Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins (EB), á fundi þeirra i Moskvu að hann hefði einsett sér að hrinda í framkvæmd víðtækum umbótum í átt til frjáls markaðs- búskapar. í viðræðunum við Delors vék Gorbatsjov að tilraunum harðlínu- manna til að takmarka völd forset- ans og andstöðu þeirra við efna- hagsumbætur hans. „Nú, þegar afgerandi breytingar eru að hefj- ast, á sér stað herútboð meðal andstæðinga þeirra. Þar á meðal eru öfl í þinginu. Fyrir fylkingunni fara sveitir íhaldsmanna, sem geta ekki gert sér grein fyrir raunveru- leikanum. Þeir halda að rikið sé á leið inn í kapítalíska ánauð og glötun,“ hefur TASS eftir Gorb- atsjov. Ummæli Gorbatsjovs eru sögð til marks um breytta stefnu forset- ans í átt til róttækra umbóta og viðskilnað við íhaldsöflin, en hann virtist hafa ákveðið að halla sér meira að þeim fyrir aðeins nokkr- um mánuðum. Seint á síðasta ári ýtti hann tii hliðar róttækri áætlun um endurreisn á 500 dögum sem hann hafði áður Iýst stuðningi við ásamt Borís Jeltsin Rússlandsfor- seta. Gorbatsjov og leiðtogar níu Sov- étlýðvelda hafa fagnað nýrri, sjö ára áætlun hagfræðingsins Grígoríjs Javlínskíjs um efnahags- lega endurreisn í Sovétrikjunum, sem samin var með aðstoð sér- fræðinga við Harvard-háskólanna í Bandaríkjunum. Valentín Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Vladímír Stsjerbakov, aðstoð- arráðherra hans, hafa á hinn bóg- inn gagnrýnt áætlunina á þingi og sagt, hana einskis virði. Jeltsín, sem staddur er í Banda- ríkjunum, ræddi í gær við Bush forseta er óskaði honum til ham- ingju með að vera „fyrsti lýðræðis- lega kjörni leiðtoginn i þúsund ára langri og glæsilegri sögu Rúss- lands.“ Bush sagði stuðning Jeltsíns við lýðræði og markaðsbú- skap gefa vonir um betri tíma og Bandaríkjamenn hlökkuðu til að eiga samstarf við hann. Banda- ríkjaforseti fór mörgum og lofsam- legum orðum um Gorbatsjov, sagði stefnu Sovétleiðtogans hafa gert kleift að binda enda á kalda stríðið og allt yrði gert til að hafa fram- Reuter George Bush Bandaríkjaforseti réttir Borís Jeltsín Rússlandsforseta hönd sína á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. vegis gott samband við Sovét- stjórnina. Jeltsín hefur sent so- véskum harðlínumönnum tóninn í ferð sinni og segist munu beijast af alefli gegn tilraunum þeirra til að veikja stöðu Gorbatsjovs. „Ég er forseti Rússlands, þar sem búa 70% Sovétmanna, og það verður að taka tillit til afstöðu þeirra,“ sagði Jeltsín eftir fund með Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Hann spáði því að harðlínumönn- um myndi ekki takast að klekkja á Gorbatsjov. í ræðu sem Jeltsín hélt í fyrra- dag hjá Lýðræðismiðstöðinni, samtökum áhrifamikilla þing- manna og forystumanna í banda- rísku viðskiptalífi, sagðist Rúss- landsforseti styðja sjálfstæðiskröf- ur Eystrasaltsríkjanna þriggja. Utilokað væri að koma til fram- búðar í veg fyrir að sum lýðveldin yfirgæfu Sovétríkin. Sömuleiðis gaf hann til kynna að rússneska lýðveldið legðist gegn efnahagsað- stoð við Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.