Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 12
AUKhf k10d61-232 12 MORGUNBllAÐIÐ FÖ&TUÐAGUÍR 21; -JÚNÍ 1991 BYKO HRINGBRAUT Efri röð frá vinstri: Erlendur Pálsson, Helgi Veturliðason, Ólafur Jökull Herbertsson, Grétar Þór Bergsson, Róbert Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Þorvaldur Haraldsson, Gunnar Theodórsson, Skæringur Baldursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir, Gylfi Þ. Sigurpálsson, Lilja Hallgrímsdóttir, Lilja Karlsdóttir, Viggó Jörgensson. Á myndina vantar: Laufeyju Karlsdóttur og Erlend Ragnar Kristjánsson Við bjóðum ykkur velkomin Nýja BYKO verslunin við Hringbraut er í því húsi sem margir þekkja sem Steindórshúsið og nú er hægt að aka beint inn á bílastæði af Hringbraut- inni. Staðarvalið er engin tilviljun. í nærliggjandi hverfum í mið- og vesturborginni er mikið af gömlum húsum sem eru mikil borgarprýði en þurfa eðlilega sitt viðhald. Ennfremur hefur byggð þést mjög á Seltjarnarnesi og víða í vestur- borginni og enn eru menn að byggja á þessum svæðum. Það verður því afar þægilegt, fyrir eigendur gamalla sem nýrra húsa, að njóta þjónustu BYKO í þessum bæjarhluta. í nýju versluninni, líkt og í Breiddinni og Hafnarfirði, mun BYKO kappkosta að hafa mikið úrval byggingavöru á boðstólum. Þarverður timbursala, lagnadeild, áhaldalega, almenn byggingavörudeild, hreinlætistækja- og gólfefna- deild auk heimilisvörudeildar. í deildinni Hólf & gólf setjum við upp hreinlætistæki eða sýnum efni á gólfum ellegar veggjum - svo fátt eitt sé nefnt - í því skyni að auðvelda viðskiptavinum að finna vöru við sitt hæfi. Þótt verslunin sé ný er starfsfólkið engir nýgræðingar. Það hefur hlotið þjálfun í öðrum verslunum BYKO og mun miðla viðskiptavinum af reynslu sinni og veita þeim persónulega þjónustu. Verið velkomin í hina nýju verslun BYKO við Hringbraut. V ÖRUFLOKK AR Arstíðavörur Járnvörur Blöndunartæki Klæðningar Festingar Ljós I Gluggar Málning Harðviður Parket Heflaður panell Plötur Heimilistæki Rafmagnsvörur Heimilisvörur Sólbekkir Hilluefni Timbur Hreinlætistæki Verkfæri Hurðir Þakefni : Járn Viggó Jörgensson verslunarstjóri Gylfi Þ. Sigurpálsson aðstoðarverslunarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.