Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 2

Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1991 Markús verðurformaðiir borgar- ráðs og borgarstj órnarflokks - segir Davíð Oddsson, fráfarandi borg-arstjóri Elti konu o g hótaði að myrða hana með búrhníf MAÐUR á fimmtug’saldri veitt- ist að konu á heimili hans í austurbænum í gær með búrhníf og hótaði að myrða hana. Konan komst út úr íbúð- inni og gat kallað á aðstoð úti á götu. Maðurinn dró sig þá í hlé og handtók lögreglan hann skömmu síðar á heimili hans. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur búið hjá manninum í nokkra daga. Þau lentu í deilum sem end- uðu með þvi að maðurinn henti þungri bók í höfuð konunnar og samkvæmt vitnisburði hennar greip maðurinn þvínæst til hnífs og hótaði að myrða hana. Hún náði að flýja út úr íbúðinni og elti maðurinn hana út á götu. Þar tókst henni að kalla á aðstoð og dró maðurinn sig þá í hlé. Lögreglan handtók manninn og gerði upptækan hnífinn. Maðurinn var mikið ölvaður og æstur. Hann er þekktur innan lögreglunnar fyr- ir ofstopa. Konan hefur lagt fram kæru á hendur manninum. Eldri borgarar fá reit í skóla- görðunum BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu garðyrkjustjóra um að eldri borgarar fái reit tjl ræktunar í skólagörðum borgarinnar. Að sögn Sigríðar Heiðu Braga- dóttur hjá Skólagörðum Reykjavíkur, er gert ráð fyrir um 50 reitum fyrir þá eldri borgara sem áhuga hafa en til þessa hefur einungis einn úr Fé- lagi eldri borgara látið skrá sig. Sagði Sigríður, að hugmyndin væri góð og vonandi sýndu fleiri áhuga á ræktuninni. Þama gætu ungir og aldnir borið saman bækur sínar og miðiað af eigin reynslu. MARKÚS Örn Antonsson útvarps- stjóri var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík á fundi borgarstjórnar í gær. Davíð Oddsson baðst á fund- inum lausnar frá embættinu og gerði jafnframt tillögu um Markús sem eftirmann sinn. í máli Davíðs kom fram, að Markús yrði sem borgarstjóri pólitískur leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarmálum og myndi gegna formennsku í borgarráði og borgarstjómar- flokknum eins og aðrir borgar- stjórar sjálfstæðismanna hafa gert. Davíð Oddsson sagði í ræðu á fundinum í gær, að miklar og ófyrir- séðar breytingar hefðu orðið á sínum högum frá því borgarstjóm hefði valið sig til embættis borgarstjóra í þriðja sinn fyrir rúmu ári. Því bæðist hann nú lausnar frá og með 16. júlí næstkomandi og legði til, að Markús Öm Antonsson yrði ráðinn borgar- stjóri frá sama tíma og til loka kjörtímabilsins. Borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna sögðust í umræðúm um málið fagna því, að löngum óvissutíma varðandi val borgarstjóra væri lokið. Sögðust þeir telja, að sú niðurstaða sjálfstæðismanna að velja til emb- ættisins mann utan borgarstjórnar- flokksins væri í raun vantraust á hina kjömu fulltrúa flokksins og með því væru sjálfstæðismenn að ganga gegn hefð, sem ríkt hefði í þeirra röðum varðandi val borgarstjóra. Davíð Oddsson sagði ekki ástæðu fyrir minnihlutafulltrúana að gera veður út af aðdraganda þessarar ákvörðunar, enda væri aðeins einn og hálfur mánuður síðan hann hefði tekið við embætti forsætisráðherra og ljóst hefði orðið að hann myndi biðjast lausnar frá borgarstjóraemb- ættinu. Hann sagði að sjálfstæðis- menn væru ekki með ákvörðuninni að víkja frá þeirri hefð, að borgar- stjóri væri pólitískur leiðtogi flokks- ins í borgarmálum. Markús Öm Ant- onsson hefði um árabil gegnt trúnað- arstörfum fyrir sjálfstæðismenn í borgarstjórn og yrði nú formaður borgarráðs og formaður borgar- stjómarflokksins. Lausnarbeiðni Davíðs var sam- þykkt á fundinum með öllum greidd- um atkvæðum en Markús var kjörinn í hans stað með 10 atkvæðum sjálf- stæðismanna. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu. Á borgarstjórnarfundinum í gær var Magnús L. Sveinsson endurkjör- inn forseti borgarstjórnar til eins árs og Páll Gíslason og Katrín Fjeidsted endurkjörin varaforsetar. Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjeldsted, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni Sigfússon voru endurkjörin í borgar- ráð fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Sigrún Magnúsdóttir kjörin fyrir hönd minnihlutans í stað Siguijóns Péturssonar, samkvæmt samkomu- lagi sem flokkarnir gerðu á síðasta ári. Velja þurfti með hlutkesti milli Árna Sigússonar og Elínar G. Ólafs- dóttur í borgarráðskosningunum þar sem þau hlutu jafnmörg atkvæði og bar Arni sigur úr býtum. Þá voru á fundinum kjömir þrír fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Landsvirkjunar. Fyrir liönd sjálf- stæðismanna hlutu kosningu Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Páll Gíslason, en fyrir hönd minnihlutans, Alfreð Þorsteinsson, Framsóknar- flokki. Morgnnblaðið í 52.649 eintök- um að meðal- tali dag hvern í MÁNUÐUNUM febrúar, mars og apríl á þessu ári var meðal- talssala Morgunblaðsins í áskrift og lausasölu 52.649 eintök hvern útgáfudag. Þetta er staðfest eftir reglulega skoðun trúnaðar- manns Upplagseftirlits Verslun- arráðs íslands, sem er Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi. Jafngildir þessi söluaukning 3,6% miðað við sömu mánuði 1990, en þá var meðaltalssala Morgunblaðsins 50.813 eintök. Næsta tímabil á undan, þ.e. nóv- ember, desember og janúar síðast- liðinn, var meðaltalssala blaðsins 52.288 eintök og er aukningin á milli tímabila 0,7%. í frétt frá Upplagseftirliti Versl- unarráðsins segir að í júlí verði birt- ar tölur um prentað upplag og dreif- ingu tímarita, fréttablaða og kynn- ingarrita, sem noti sér eftirlitsþjón- ustuna. Samdráttur á sjúkrahúsum í Reykjavík: Sjúklingar útskrifaðir og færðir milli deilda VERULEGUR samdráttur verður á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík yfir sumarmánuðina vegna skorts á sérmenntuðu starfs- fólki. í samtölum við fulltrúa spítalanna kemur fram að deildum verði í sumum tilfellum lokað en einnig er töluvert um að deildir verði sameinaðar öðrum deildum á sjúkrahúsunum. Sjúklingarnir verða ýmist sendir heim eða færðir yfir á aðrar deildir. Reynt verður að halda innlögnum í lágmarki og seinka þeim aðgerðum sem mögulegt er að seinka. Samdráttur sjúkrahúsanna í sumar er að sögn Péturs Jónssonar, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Landspítalans, um 40% minni en í fyrra. Verði fjárhagsstaða sjúkra- hússins slæm með haustinu telur hann líklegt að loka verði fleiri deildum. í samtali við Björgu Snorradótt- ur, hjúkrunarframkvæmdastjóra á Landakoti, kom fram að tvær hand- læknisdeildir yrðu gerðar að einni deild og tvær lyflæknisdeildir að annarri deild um helgina. Verður þetta fyrirkomulag á sjúkrahúsinu næstu tvo mánuði en ástæðan er að sögn Bjargar sumarleyfi starfs- manna. Hún sagði að fjöldi út- skrifta færi nokkuð eftir áiagi í bráðamóttöku og erfítt væri að meta hvort útskriftir yrðu fleiri á næstunni en þær hefðu verið á tímabili í vetur. Ein þeirra sem útskrifast af Landakoti fyrir helgina er Aðal- heiður Haraldsdóttir og er hún með ólæknandi sjúkdóm. Eiginmaður hennar Ágúst Vigfússon sem er á níræðisaldri segist ekki geta séð um hana heima. „Okkur er veitt heimilishjúkrun á daginn og á kvöldin til þess að hátta hana en ef hún þarf þjónustu á öðrum tímum til dæmis á nóttunni, er ég enginn maður til þess að hjálpa henni. Ég get ekki komið í staðinn fyrir tvær hjúkrunarkonur sem styðja hana á sjúkrahúsinu. Hún getur dottið útaf hvenær sem er og ég reyndar líka,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið og bætti við að honum fyndist vítavert að senda ósjálfbjarga fólk til dvalar hjá gamalmennum. Hann sagði að Aðalheiður hefði fengið heilablóðfall fyrir um 6 árum en frá því að hún brotnaði fyrir jólin hefði hún verið með annan fótinn inni á spítalanum. Hún á erfitt með þekkja aðra en fjöl- skyldumeðlimi og getur aðeins staulast áfram með hjálp göngu- grindar. Ágúst vildi taka fram að læknar og hjúkrunarfólk á Landa- koti hefðu reynst hjónunum afar vel. Magnús Skúlason, aðstoðar- framkvæmdastjóri á Borgarspít- alanum, segir að dregið verði sam- an á flestum deildum sjúkrahússins í sumar. Sem dæmi nefndi hann að tveimur skurðdeildum yrði lokað um tíma og dregið yrði saman á lyflækninga-, öldrunar- og endur- hæfingadeildum. Hann sagði að þeir sjúklingar sem hægt væri að útskrifa yrðu útskrifaðir en einnig yrði fólk flutt á aðrar sjúkrahús- deildir. Hann sagði að alltaf væri reynt að spara á sjúkrahúsinu en sagði að samdrátturinn væri fyrst og fremst vegna skorts á faglærðu starfsfólki. Nefndi hann sérstak- lega hjúkrunarfræðinga og sjúkral- Morgunblaðið/KGA Ágúst Vigfússon, 82 ára, treyst- ir sér ekki til að sjá um eigin- konu sína sem útskrifast af Landakoti fyrir helgi. iða en líka meina- og röntgen- tækna. Samdrátturinn er að sögn Magnúsar nokkuð minni en í fyrra. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Landspítal- ans, segir að samdráttur á sjúkra- húsinu í sumar felist í lokun tveggja handlæknisdeilda, lyflæknisdeilda og barnadeildar á spítalanum. Deildirnar verða lokaðar í 6 til 9 vikur. Hann segir samdráttinn um 40% minni en í fyrra en sagði að vel gæti verið að einhverjum deild- um yrði lokað í haust ef fjárhags- staða spítalans yrði bág eftir sumarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.