Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 HjáJpræðið kemur frá Gyðingum eftir Guðmund Órn Ragnarsson Hvítasunnudagur er stofndagur kristinnar kirkju. Heilagur andi kom þá yfir lærisveina Jesú, eins og hann hafði heitið þeim. Nýtt upphaf hófst í sögu mannkyns. Þann dag grunaði lærisveina Jesú áreiðanlega ekki að kirkjan ætti eftir að breiðast út um alla heims- byggðina, með þvílíkum hraða sem raun varð á. A fáum árum voru kristnir söfnuðir stofnaðir um allt Rómverska ríkið. í stað þess að blóta skurðgoðin ákölluðu menn nú hinn þríeina Guð Páls postula. Frumsöfnuðurinn í Jerúsalem var í fyrstu eingöngu skipaður Gyðing- um. Pétur, Jakob, Jóhannes, María og allir hinir voru Gyðingar. Fyrir þeim var áfram sjálfsagður hlutur að ganga upp í Musterið til bæna (Post. 3:1).-Hvíldardaginn (laugar- dag) héldu þau heilagan og fylgdu lögmálinu í hvívetna, og trúðu því lengi vel að fagnaðarerindið ásamt fyrirheitum Gamla testamentisins væru aðeins ætluð Gyðingum. Þess vegna liðu mörg ár frá stofnun kirkjunnar í Jerúsalem þar til menn tóku að boða heiðingjunum gleðitíð- indin (Post. 11:19). Það var grund- vallarstefnubreyting þegar Pétur heimsótti rómverska hundraðshöfð- ingjann Kornelíus og predikaði á heimili hans (Post. 10:34-43). Þetta gerði Pétur eftir boði Drottins, en Guð talaði til hans og birti honum sömu sýnina þrisvar sinnum. (Post. 10:10-16). í fyrstu vildi Pétur ekki hlýða og þráttaði við Guð um þetta. Pétur leit svo á að Gyðingum væri ekki leyfilegt að hafa samneyti við heiðingja, samt þekkti hann vel kristniboðsskipunina (Matt. 28:18-20). Loks samþykkti Pétur, KRIPALUJÓGA LEIKFIMIHUGAK, SÁLAR OG LÍKAMA Helgamámskeið með GURUDEV (YOGIAMRIT DESAI) 28. - 30. júní. Iþróttahúsi Digranesskóla v/Digranesveg. Námskeiðið hýður upp á: Kenningar Gurudevs um listina að lifa lífinu. Hugleiðslu og slökún. Tilsögn í jóga. Aðferðir til þess að losna við kvíða. Sjálfskönnunaræfingar. Tr'masetning: Föstudag 28. júní kl. 19:15 - 21:00 Laugardag 29. júní kl. 9:00-18:30 Sunnudag 30. júní kl. 9:00-13:30 Verð kr. 7.900,- ( hjón 13.800.-) Upplvsingar og innritun ísíma 679181 milli kl. 17 og 19 mánudag til föstudags. HEIMSLJÓS að Guð Abrahams, Isaks og Jakobs væri einnig Guð annarra en Gyð- inga og að lærisveinunum bæri að fara út til heiðingjanna með fagnað- arerindið. Samt sem áður eftir að Pétur hafði prédikað í húsi Kornel- íusar átti söfnuðurinn í Jerúsalem í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þesa róttæku stefnubreyt- ingu. Það var svo ekki fyrr en við afturhvarf Sáls (Páls) að heiðin- gjamir fengu postula. Páll postuli eyddi svo því sem eftir var ævi sinnar í að koma gleðiboðskapnum til heiðingjanna, svo að einnig þeir fengju erfðahlut í ísrael. Nú skyldu þeir leggja af dýrkun dauðra skurð- goða, en þjóna þess í stað ísraels Guði, hinum lifandi guði og syni hans Jesú Kristi. (I Þess. 1:9-10). Páll segir í Róm. 1:16-17: „Eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarer- indið. Það er kraftur Guðs til hjálp- ræðis hverjum þeim sem trúir, Gyð- ingum fyrst, en einnig Grikkjum. Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar eins og ritað er: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ Páll, sem allt lagði í sölurnar til að koma fagnaðarerindinu til heið: ingjanna, hafði alltaf á hreinu: í fyrsta lagi. Hjálpræðið kemur frá Gyðingum. I öðru lagi. Hjálpræðið tilheyrir fyrst Gyðingum. I hvert sinn sem Páll kom á nýjan stað hóf hann boðun sína fyrst meðal Gyð- inganna því næst snéri hann sér til heiðingjanna. Þetta þýddi ekki að heiðingjarnir skyldu standa sér og fyrir utan gyðingkristna samfélag- ið. Nei, en réttinn til að heyra fagn- aðarerindið á undan, höfðu Gyðing- amir. Gyðingkristnir áttu samt í erfiðleikum með að sætta sig við að hafa samfélag við heiðinkristna. Páll þurfti meira að segja að ávíta Pétur fyrir tvískinnung í þessu sam- bandi. (Gal. 2:11-14). í Róm. 9:4-5 segir Páll: „ísraelsmenn fengu son- arréttinn, dýrðina, sáttmálana, lög- gjöfina, helgihaldið og fyrirheitin. Þeim tilheyra og feðumir og af þeim er Kristur kominn sem mað- ur, hann sem eryfir öllu, Guð, bless- aður um aldir. Amen.“ Með öðrum orðum, allt sem Guð hefur sagt, gert og lofað er fyrir Gyðinga, með Gyðingum og í gegn um Gyðinga. Það er því engin furða þótt Jesús segi í Jóh. 4:22: „Hjálpræðið kemur frá Gyðingum." í Róm. 11:17-18 talar Páll til heiðingjanna sem tekið höfðu trú á þessa leið: „En þótt nokkrar af GEVALIA greinunum hafi verið brotnar af og hafir þú, sem ert villiolíuviður, ver- ið græddur inn á meðal þeirra og sért orðinn hluttakandi með þeim í rótarsafa olíuviðarins. Þá stær þig ekki gegn greinunum. Ef þú stærir þig, þá vit, að þú berð ekki rótina, heldur rótin þig.“ Gyðingaþjóðin er hinn náttúru- legi olíuviður. Greinar hans hafa ekki allar verið brotnar af. Heiðingj- artiir voru í raun ónothæfur villiolíu- viður sem fyrir náð heíur verið græddur á hinn náttúrulega olíuvið til að bera ávöxt. Heiðingjarnir fá þannig hlutdeild í lífinu á hinni safa- ríku rót. Þeir ættu því ekki að hreykja sér upp gegn olíuviðnum, heldur minnast þess, að rótin, Gyð- ingamir, bera greinarnar, heiðingj- ana, en ekki öfugt. En það er Guð sem heldur öllu við og gangandi eftir sinni áætlun sem hann fylgir eftir í gegn um Gyðinga. Þegar heiðingjarnir fengu hlut- deild í fagnaðarboðskapnum, gerð- ist einmitt það sem Páll hafði ótt- ast. Villiolíuviðurinn, heiðinkristnir, hreyktu sér upp gegn Gyðingum, hinum náttúrulega olíuviði. í stað þess að vera fullir þakklætis í garð Gyðinga fyrir að færa þeim fagnað- arerindið, snérust heiðinkristnir gegn Gyðingum og byijuðu að höggva í rótina sem bar þá uppi. Kristindómurinn breiddist hratt út á fystu öldunum eftir Krist. Og ekki leið á löngu þar til flestir kristnir afneituðu sínu gyðinglega samhengi, (þó ekki sögulega), en tengdust þeim mun sterkar grískri heimspeki, og í framhaldi af því, um 300 e. Kr., fóru menn að préd- ika einhvers konar „yfírtökuguð- fræði“ eða „staðgengilsguðfræði" sem gekk út á það að kirkjan væri nú hið nýja ísrael. Gyðingar voru afskrifaðir á þeirri forsendu, að þeir hefðu hafnað Jesú sem Mess- íasi, þess vegna hvíldi á þeim eilíf bannfæring. Þeir hefðu fyrirgert öllum rétti til fyrirheitanna og það sýndi sig best í því að þeir hefðu glatað landi sínu og væru í útlegð um heim allan. Þannig hreyktu kristnir menn sér gegn Gyðingum þótt Biblían vari við slíku. í beinu framhaldi tók Gyðingahatur að breiðast út. Þegar Konstantínus keisari gerði kristna trú að ríkistrú alls rómverska ríkis- ins, bannaði hann Gyðingum að iðka trú sína. Á tíma krossferðanna snérist kirkjan ekki aðeins gegn múslimum heldur einnig Gyðingum. Þá tók hin kaþólska kirkja miðalda upp á því að merkja Gyðinga með stjörnu Davíðs þeim til háðungar. Hitler tók þetta svo upp eftir kirkj- unni. Lúter skrifaði á seinni hluta ævi sinnar greinar þar sem hann krafðist þess að Gyðingar yrðu of- sóttir. Allt þetta ýtti seinna undir hugmyndafræði Hitlers um „lausn Gyðingavandamálsins" sem var áætlun um að útrýma Gyðingum. Saga kirkjunnar er ötuð blóði Gyðinga. Það er nauðsynlegt að við játum sameiginlega synd kristnu þjóðanna gegn Gyðingum. Kristnir endurfæddir menn geta ekki þvegið hendur sínar af blóði allra þeirra Gyðinga sem drepnir hafa verið í ofsóknum. Syndir feðranna fylgja okkur þangað til fyrirgefning Guðs er fengin. Þess vegna skulum við, eins og Nehemía og Daníel, biðja Guð um fyrirgefningu, bæði fyrir okkar eigin syndir gegn Gyðingum og syndir forfeðra okkar, syo að við sem þjóð (þjóðir) komumst und- an þeirri bölvun sem Gyðingahatur og Gyðingaofsóknir hafa haft í för með sér. Guð sagði við Abraham að Hann skyldi blessa þá sem bless- uðu hann og bölva þeim sem bölv- uðu honum, (I. Mós. 12:3), og af Abraham skyldu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta. Guð stendur við það sem.Hann segir. Kristnir menn verða að losna við þá guðfræði sem Gyðingahatrið er grundvallað á, þ.e.a.s. „yfirtöku- guðfræðina" sem er því miður kennd við Háskóla íslands. Biblían segir án nokkurs vafa að fyrirheitin tilheyri Abraham og niðjum hans eilíflega. (I. Mós. 13:15). Fyrirheitin falla þess vegna ekki úr gildi. Þau hafa heldur ekki í heild yfirfærst á heiðinkristna kirkju. Þvert á móti undirstrikar Jesús Kristur að þau tilheyri Gyðingum og komi frá þeim til annarra. Páll segir í Róm. 11:1-2: „Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því. Sjálfur er ég ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum sem Hann þekkti fyrirfram." Og í Róm. 11: 28b: „í Ijósi útvalningarinnar eru þeir elskaðir sakir feðranna." Guð hefur alls ekki yfirgefið lýð sinn. Gyðingar munu gegna óumræðilega mikilvægu hlutverki við endalok veraldar sem færast óðfluga nær. Tími kirkjunnar er brátt liðinn. Vonandi verður þá ekki sama uppi á teningnum hjá kirkjunni og var hjá lærisveinunum í frumkirkjunni, er þeir héldu fagnaðarerindið vera sér einum ætlað. Á „síðustu dögum“ munu Gyðingar gegna líku hlut- verki og lærisveinarnir höfðu. Það er mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að þegar hin Nýja Jerúsalem kemur niður frá himnum munu allir tólf undirstöðu- steinar hennar bera gyðingleg nöfn. Nöfn tólf sona Jakobs verða þá rit- uð á hliðin tólf. (Op. 21:12,14). Við sem erum kristin verðum að vita að arfleifð okkar kemur frá Jerúsalem, ekki frá Aþenu eða Róm. Það er nauðsynlegt að við endur- vekjum innra með okkur þá tilfinn- ingu að rætur okkar liggja í gyðing- dómi og verum þakklát fyrir það. Minnumst þess að Biblían er komin frá Gyðingum, Jesús var Gyðingur og allir postularnir. Losum okkur við alla andúð á Gyðingum, svo að Guð fái ekki andúð á okkur. Hreins- um einnig úr huga okkar allar guð- fræðikenningar sem eru í andstöðu við Gyðinga, land þeirra og hlutverk þeirra. Losum okkur við „yfirtöku- guðfræðina", sem segir að kristnir menn séu einir ísraelslýður. Reyn- um að sjá það sem er að gerast í Miðausturlöndum í Biblíulegu sam- hengi. Það er stórkostlegt undur hvern- ig Gyðingasamfélög hafa varðveist um allan heim þrátt fyrir stöðugar ofsóknir í árþúsundir. Guð hefur aldrei yfirgefið sinn lýð alveg. í II. Sam. 7:10 stendur: „Eg mun fá lýð mínum ísrael stað og gróðursetja hann, svo að hann geti búið á sínum stað og verið öruggur framvegis. Níðingar skulu eki þjá hann framar eins og aður.“ Annað undur er stofnun Ísraelsríkis árið 1948 í landinu sem Guð gaf Abraham. Þetta verður ekki þakkað mönnum, heldur Guði, sem heldur verndar- hendi sinni yfir Gyðingum, og stendur við fyrirheitin sem Hann gaf þeim. Þegar Jesús kemur aftur í skýjum himins með mætti og mik- Guðmundur Örn Ragnarsson „Sem endurfæddur kristinn maður meðal heiðingja, ert þú kallað- ur til að standa með ísrael. Það þýðir ekki að þú sért á móti ein- hverjum öðrum. En þú ert sérstaklega kallað- ur til að biðja fyrir Gyðingum og þakka Guði fyrir þá. Þá mun Guð blessa líf þitt og þú munt fá að sjá hvernig Guð áfram- haldandi upphefur Gyð- inga og notar þá á stór- kostlegan hátt.“ illi dýrð, kemur hann til Jerúsalem. Þá verða allir Gyðingar jarðar í ísra- el, og þeir munu taka við Jesú sem Messíasi ogfrelsast, (Jes. 11:10-11, Róm. 11:32). Alla þessa öld hafa Gyðingar streymt heim til Israels. Og þessa daga koma þeir þúsundum saman, einkum frá Sovétríkjunum og Eþíópíu. Þess vegna vitum við að „síðustu dagar“ fara í hönd og Jesús kemur brátt, en þangað til halda Gyðingar áfram að flykkjast til Landsins helga. Þar þarfnast Guð þeirra allra. Þeir hafa ekkert land undir höndum sem ekki tilheyrir þeim. Landið sem Guð gaf Abraham er langtum stærra en Israelsríki er núna. Það nær yfir allt Líbanon, stóran hluta Sýrlands, Jórdaníu, írak og Saudi-Árabíu. Allt þetta land verður hluti af ísrael þegar Jesús kemur, (I. Mós. 15:18, Jós. 1:4, Ez. 47:13-19). Sjá landakort. Sérhver trúaður stendur nú frammi fyrir vali. Að standa með eða á móti Israels Guði. Standir þú með Honum, þá leggur þú hönd á plóginn til að framkvæma áætlun Hans með Israel. Sýnum Israel sömu trúfesti og heiðna konan Rut frá Móabslandi sýndi ættlandi látins eiginmanns sins og tengdamóður sinni. „En Rut svaraði. „Leggðu eigi að mér um það að yfirgefa þig og hverfa aftur, en fara eigi með þér, því að hvert sem þú ferð, þang- að fer ég, og hvar sem þú náttar, þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk, og þinn guð er minn Guð.““ (Rut. 1:16-17). Sem endurfæddur kristinn maður meðal heiðingja, ert þú kallaður til að standa með Israel. Það þýðir ekki að þú sért á móti einhveijum öðrum. En þú ert sérstaklega kall- aður til að biðja fyrir Gyðingum og þakka Guði fyrir þá. Þá mun Guð blessa líf þitt og þú munt fá að sjá hvemig Guð áframhaldandi upphef- ur Gyðinga og notar þá á stórkost- legan hátt. Höfundur or prestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.