Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 20

Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 20
20 MokótJNBLAbíð' FÖ'ÓtÚðAÓtM 21/JÚNf 1991 Suður-Kórea: Vonbrigði vegna lítillar kjörsóknar Seoul. Reuter. LÍTIL kjörsókn og ásakanir um kosningasvindl settu svip sinn á sveitastjórnakosningar í Suður- Kóreu sem haldnar voru í gær. Kosið var um 866 sæti til sveita- stjórna og borgarstjórna í sex stærstu borgum landsins. Utlit er fyrir að stjórnarflokkurinn, Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem jafnframt er flokkur Roh Tae-woo forseta, fari með sigur af hólmi. Litið er á kosningamar sem óopin- bera þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisstjóm Rohs. Fyrirfram var búist við góðri kjörsókn, eða um 70%, en ríkissjónvarp S-Kóreu spáði því að einungis 57% af þeim 28 milljónum sem hafa kjörgengi hefðu nýtt sér atkvæðisrétt sinn. Yonhap-frétta- stofan spáði því að flokkur Rohs fengi um 55% atkvæða og stærsti sjórnarandstöðuflokkurinn, Nýi lýð- ræðisflokkurinn, um 25%. írak: Vilja aðgerðir til varnar Kúrdum Berlín og Brussel. Reuter. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Bretlands á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu lýstu því yfir í gær að þeir vildu að friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í Norður-írak yrði eflt til að tryggja öryggi Kúrda þar. Reuter Félagi í Kongressflokknum á Indlandi óskar Narasimha Rao (t.v.) til hamingju eftir að hann var kjörinn leiðtogi flokksins í gær. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sögðu hvor í sinni yfirlýsingunni, að þeir hefðu ekki hugsað sér, að skilja Kúrda eftir varnarlausa á valdi Saddams Husseins íraksforseta og því vildu þeir að herlið Sameinuðu þjóðanna í Norður-írak yrði eflt. Þeir vildu ekki svara spurning- um um, hvort Bandaríkjamenn og Bretar væru að koma sér upp sér- sveitum sem gætu .brugðist skjótt við og haldið inn í írak frá stöðvum í Tyrklandi. „Við emm í stöðugu sambandi við tyrknesk stjómvöld eins og við Valdabaráttunni innan Kongressflokksins á Indlandi lokið: Rao myndar að öllum lík- índum minnihlutastjóm Nýju Delhí. Reuter. NARASIMHA Rao var í gær kjörinn leiðtogi Kongressflokksins, stærsta flokks Indlands, og er næsta öruggt að hann verði næsti forsætisráðherra landsins. Líklegast er talið að hann myndi nýja minnihlutastjórn. Hörð valdabarátta hafði átt sér stað innan flokksins en henni lauk er helsti keppinautur Raos, Sharad Pawar, ákvað að draga sig í hlé eftir að ljóst varð að honum myndi ekki takast að fara með sigur af hólmi í leiðtogakjörinu. Búist er við að forseti Indlands feli Rao að mynda nýja stjórn í dag. Þegar atkvæði voru ótalin í örfáum kjördæmum eftir þingkosn- ingarnar, sem lauk á laugardag, benti flest til þess að Kongress- flokkinn myndi skorta 20 þingsæti til að ná þingmeirihluta. Leiðtogar annarra flokka hafa viðurkennt að forsetanum beri að veita Kongress- flokknum umboð til stjórnarmynd- unar. Þeir hafa einnig gefið til kynna að þeir vilji frekar vera í stjórnarandstöðu og styðja stjóm Kongressflokksins í einstökum mái- um fremur en að taka þátt í sam- steypustjórn. Því er líklegt að flokk- urinn myndi minnihlutastjórn. Rao var ekki í framboði í þing- kosningunum og verður að ná kjöri í aukakosningum innan hálfs árs til að halda embætti forsætisráð- herra. Hann er 69 ára að aldri og hefur verið heilsuveill. Talið er að það sem ráðið hafi mestu um kjör hans sé hollusta hans við flokksleiðtogana fyrrverandi, Rajiv Gandhi, sem myrtur var í kosningunum og móð- ur hans, Indiru Gandhi, dóttur fyrsta forsætisráðherra landsins, Jawaharlals Nehrus. Hann þykir maður málamiðlana og það ætti að koma honum vel í baráttunni við að halda Kongressflokknum saman. Við honum blasa einnig erfiðleikar við stjórn landsmálanna; uppreisn aðskilnaðarsinna í þremur ríkjum, Punjab, Kashmír og Assam, spenna milli hindúa og múslima og mesta efnahagskreppa í sögu landsins. Rao er bóndasonur frá ríkinu Andhra Pradesh í suðurhluta Ind- lands og kvæntist níu ára að aldri. Hann nam lögfræði og talar reip- rennandi nokkur tungumál, sem töluð eru á Indlandi. Indira Gandhi gerði hann að utanríkisráðherra árið 1980, síðan innanríkisráðherra 1984. Hann varð aftur utanríkisráð- herra í stjóm Rajivs Gandhis frá júní 1988 og þar til hún féll í kosn- ingunum 1989. Sem ráðherra var hann ætíð dyggur stuðningsmaður þeirrar vinstristefnu sem Nehru mótaði. höfum verið frá því að Persaflóa- deilan hófst og við munum halda því áfram,“ sagði Hurd. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna lögðu á það áherslu á fundi sinum i Brussel að meira þyrfti að gera en gert hefði verið til að tryggja öryggi þeirra Kúrda sem snúið hefðu til síns heima í Norður-írak. Þeir sam- þykktu enn fremur aukna fjár- hagsaðstoð Kúrdum til handa. I heimsókn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, til Kúveits fyrr í vikunni var ákveðið að Egyptar myndu leggja varnar- sveitum Kúveita lið. Stjórnarerin- drekar í Kúveit sögðu að Egyptar og Sýrlendingar hefðu samþykkt að 26.000 manna lið yrði í Kúveit til að tryggja að írakar reyndu ekki að endurtaka innrás í landið. í liðinu verða 10.000 Saudi- Arabar og jafn margir frá öðrum ríkjum sem aðild eiga að Sam- starfsráði Persaflóaríkja (GCC) — en það eru, fyrir utan Saudi- Arabiu og Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain, Qatar og Oman — 3.000 frá Egyptalandi og 3.000 frá Sýr- landi, auk hinna 5.000 hermanna sem eru í Kúveither. Búist er við að sveitimar verði komnar til Kúveits áður en leið- togafundur GCC verður haldinn i desember. BÁRUSTÁL Sígilt form — Litað og ólitað HÉÐINN STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Manfred Wömer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins: Nýjar og ófyrirsjáanlegar hættur geta steðjað að NATO Persaflóadeilan er dæmi um slíkt Ponza, Ítalíu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunbiaðsins. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að bandalagið geti á næstu árum þurft að horfast í augu við nýjar hættur, sem erfítt sé að skilgreina fyrirfram, en séu jafnvel líklegri til að stafa af óróa í þriðja heiminum en af herafla Sovétríkjanna. Wömer segir Persaflóadeiluna dæmi um þetta. NATO verði að vera viðbúið að bregðast við með réttum hætti ef upp úr sjóði, til dæmis á Balkanskaga eða i Mið-Austurlönd- um. Nýtt hernaðarskipulag NATO, sem byggir m.a. á hreyfanlegum hraðsveitum, verði að taka mið af þessu. Þetta kom fram í ræðu Wörners á ráðstefnu „Four Freedoms Foundation“ um framtíð Evrópu, sem haldin var á ítölsku eyjunni Ponza. „Sú nýja heimsskipan, sem nú er að líta dagsins ljós, er miklu fióknari en sú gamla. Það er erfið- ara að greina átakalínur," sagði Wörner í ræðu sinni. Hann sagðist fremur kjósa að tala um hættu (,,risk“) af herafla Sovétríkjanna en beina ógnun („threat") eins og áður hefði verið. I Sovétríkjunum væri sprengifim blanda pólitísks óstöðugleika og mikils hernaðar- máttar. „Ég óttast ekki að Sov- étríkin ráðist á okkur á morgun. Sovétmenn vilja það ekki og hafa heldur ekki getu til þess sem stend- ur, vilji þeir eiga einhveija sigur- von,“ sagði Wörner. „Þeir ráða samt yfír miklum hemaðarmætti og verið er að endurnýja herafl- ann, þótt hægt' hafi verið á því. Þess vegna er enn þörf á að við- halda hernaðaijafnvæginu. Ójafn- vægi skapar hættur." Vígvél einræðisherra upprætt Wörner sagði að NATO þyrfti jafnframt að tryggja sig gegn öðr- um hættum, sem ekki væri hægt að skilgreina fyrirfram. „Persa- flóadeilan er eitt dæmi um s!íkt,“ sagði Wörner. „Reynið að hugsa tíu ár fram í tímann, hvað hefði gerst ef Bandaríkjamenn hefðu ekki gripið til sinna ráða? Saddam Hussein myndi hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum og nákvæmum, langdrægum eldflaugum. Þá myndi ég vilja sjá viðbrögð Evróp- uríkjanna . .. Það er þvættingur að Persaflóastríðið hafi verið til- gangslaust. Það eyðilagði vígvél einræðisherra sem eftir tíu ár hefði getað eytt Evrópu. Við ættum að vera þakklát fyrir að einhver hafi verið nógu hugrakkur til að taka í taum’ana." Wörner sagði að Persaflóadeilan sýndi að heimurinn væri ekki frið- sæll, heldur fullur af hættum. Atl- antshafsbandalagið væri í hlut- verki tryggingarfélags gagnvart slíkum hættum, sem væru á hvetju strái. Deilur í Júgóslavíu eða Mið- Austurlöndum gætu t.d. magnast upp og ógnað öryggi Vesturlanda. „Þetta bendir til nýs hlutverks hersveita okkar í framtíðinni,“ sagði Wörner. „Þær munu gegna fælingarhlutverki og leitast við að lægja öidur. Þeim verður beitt til þess að leysa deilur. Þær munu Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. ekki bíða eftir því að stríð hefjist, heldur reyna að koma í veg fyrir það.“ Áhyggjur vegna Iiðsflutninga Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Wömer hvort hann teldi ógnina af hernaðarumsvifum Sov- étmanna á Kólaskaga ekki hafa aukist, en Sovétmenn hafa m.a. flutt hersveitir frá Mið-Evrópu til Kólaskaga. Wörner svaraði því til að ’ NATO hefði lýst miklum áhyggjum af þessum liðsflutning- um og þeim skilaboðum hefði ver- ið komið skýrt á framfæri við Sov- étmenn. Þeir hefðu nú samþykkt ákveðin mörk í þeim efnum. „NATO ber fyrir bijósti öryggi Norðursvæðisins, íslands og Nor- egs. En ég vil samt ekki tala um ógn heldur hættu í því sambandi,“ sagði Wörner.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.