Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 21

Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 21 Reuter Tveir af síðustu sovésku hermönnunum í Tékkóslóvakíu fara með dýnur í lest, sem flutti þá til Sovétríkjanna. Sovéski herinn fer frá Tékkóslóvakíu Prag. The Daily Telegraph. SIÐUSTU hersveitir Sovétmanna fóru úr Tékkóslóvakíu á miðviku- dag, en sovéskur her hefur verið þar í landi síðastliðin 46 ár. Svetoz- ar Nadovic, sem er yfirmaður í tékkneska hernum og hafði umsjón með brottflutningnum, sagði að þetta markaði upphaf nýrra og betri tíma hjá landsmönnum, sem þolað hafa ýmsar þrengingar, þ. á m. innrás Þjóðveija 1938 og Sovétmanna 1968. Þrátt fyrir þennan brott- flutning hafa Sovétmenn enn fjölmennar herveitir í Austur-Evrópu, bæði í Póllandi og austurhluta Þýskalands. Sovétríkin: Blaðamenn uggandi um prentfrelsið Moskvu. The Daily Telegraph. ■ WASHINGTON - Fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að veita 15,3 milljörðum Bandaríkjadala til aðstoðar er- lendum ríkjum, þ.á m. til að hafa eftirlit með vígbúnaðarkapphlaupi í Mið-Austurlöndum. Öldungadeild- in þarf að samþykkja fjárveiting- arnar áður en þær geta orðið að veruleika. í áætluninni er gert ráð fyrir niðurskurði hernaðarað- stoðar og aukinni efnahagsað- stoð. í heild er í áætluninni gert ráð fyrir 4,2 milljarða dala hernað- araðstoð, 3,9 millj. dala efnahags- aðstoð, 4,3 millj. dala þróunarað- stoð og 1,8 millj. dala aðstoð við alþjóðlegar peningastofnanir á borð við Alþjóðabankann. ■ TREIBEEL - Breski verk- fræðingurinn Douglas Brand, sem fyrir tilstilli Edwards Heaths, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, var sleppt úr lífstíðarfangelsi í írak á þriðjudag, kom til Jórdaníu í gær. Breskir stjórnarerindrekar tóku á móti honum við landamæra- stöðina Treibeel í Jórdaníu og fluttu hann til Amman. Starfsmenn breska sendiráðsins í Amman sögðu að Brand fljúga heim til Bretlands í dag, föstudag. ■ BELGRAD - Síðasta tilraun til að höggva á hnút í deilunni um forseta Júgóslavíu misheppnaðist í gær þegar fulltrúar Slóveníu og Króatíu mættu ekki á fund forseta- ráðsins. Stipe Mesic, fulltrúi Kró- atíu sem Slóvenar neituðu að sam- þykkja sem forseta í 15. maí sl., hafði lýst því yfir að hann myndi ekki mæta á fundinn nema hann hefði tryggingu fyrir því að fá stuðning allra í embætti forseta. Hann sagði í samtali við fréttamenn í gær að hann hefði enn ekki feng- ið neina staðfestingu fyrir því að þeir sem komu í veg fyrir tilnefn- ingu hans í forsetaembætti í síðasta mánuði myndu ekki koma í veg fyrir hana aftur og þess vegna hefði hann ekki mætt. Nú fer stjórnin í Prag á ný með öll völd í landinu eftir að hafa starf- að í skugga stjórnarinnar í Moskvu í 46 ár. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því hliðstæðum brottflutningi sovéskra hermanna frá Ungveija- landi lauk og í augum íbúa þessara landa þýðir þetta að hin sögulega martröð sem hófst með Jalta-sam- komulaginu árið 1945 og þeirri stefnu, sem Brézhnev markaði um sovéska íhlutun „til varnar sósíal- isma“, hafi runnið sitt skeið. Enn em um 50.000 sovéskir her- menn í Póllandi, og brottflutningur þeirra stendur nú yfir þótt hægj; gangi. Aftur á móti sjást engin merki þess ennþá að 380.000 sov- éskir hermenn, sem eru í austur- hluta Þýskalands, séu líklegir til að fara að dæmi félaga sinna í Pól- landi í bráð, enda hafa þeir leyfi til að vera þar til ársins 1994. BLAÐAMENN sovéska dagblaðs- ins Izvestíu íhuga meðal annars fjöldauppsagnir vegna ótta við að stjórnvöld hyggist leggja til atlögu að nýju gegn ritfrelsi í landinu. Blaðamennirnir efndu til frétta- mannafundar í Moskvu á þriðjudag þar sem þeir ræddu meðal annars vinnustöðvanir, flöldauppsagnir, samúðarverkföll víða um land og málshöfðun vegna ráðningar nýs rit- stjóra vikulegs fylgiblaðs Ízvestíu. Vladímír Sevrúk var ráðinn í stöðuna en hann starfaði við hugmyndafræði- deild kommúnistaflokksins í tvo ára- tugi og var þá þekktur fyrir að „halda blaðamönnum í Samkvæmt lögum hefði ritstjórn blaðsins átt að ráða ritstjóra fylgi- blaðsins. Aðalritstjóri Ízvestíu ákvað hins vegar að ráða Sevrúk að tiimæl- um Anatolíjs Lúkjanovs, forseta sov- éska þingsins, sem gefur blaðið út. Blaðið hefur verið vettvangur opin- skárra umræðna um þjóðfélagsmál og sagt hefur verið að ritstjórn þess sé skipuð hæfustu blaðamönnum Sovétríkjanna. HelenaRubinstein NÝVARA, NÝIRLITIR NÝJAR PAKKNINGAR Kynning í dog frá ki 14-18 í /HIKUG4RÐUR MARKADUR Viö SUND Föróun á stoónum. ii TJALDVAGN FYRIR ÞA KR0FUH0RÐUSTU , UTIVISJARVORU SYNING UM HELGINA EINS OG HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Þegar ferðast er innanlands er mikilvægt að tjaldvagninn standist það álag er fylgir slæmum vegum og óblíðu veðri, þannig að verðmætur frítími fari ekki til spillis. SPACER tjaldvagninn er því rétti kosturinn fyrir þá er gera kröfur um þægindi og öryggi í fríinu. Eftirtalin atriði segja mest um gæðin: Svefnplass á 2 hæðum fyrir 5 manns Tjalduagninn allur er algjörlega ryðfrír Góður hitari úr ryðfríu stáli 3ja hellna gaseldavél Stórt tjaidborð Auðvelt að setja upp fortjald Bremsubúnaður auk handbremsu Allar festingar eru fyrsta flokks Undirvagn er úr galvaníseruðu stáli 13" felgur SÝNING VERÐUR Á ÚTIVISTARVÖRUM OKKAR LAUGARDAG OG SUNNUDAG AÐ EYJARSLÓÐ 7 GRANDAGARÐI, MIKIÐ ÚRVAL. Cjóðir grciðsCuskiCmáCar 70% íánað í aCCt að 3 ár SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.