Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 22

Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 22
22 C;L T : MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. íslenzki dansflokkurinn Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands: 95% SVAKENDA HLYNNT- 1R SAMMGN Á FISKI- MWVM ÞJÓÐARINNAR Máiefni íslenska dansflokksins, og ballettlistarinnar í heild, ;t komin í miklar ógöngur. Eins og fram hefur komið í fréttum hér í Morgunblaðinu, er enginn listdans- stjóri starfandi við Þjóðleikhúsið, og engar reglur eru enn til um starfslok listdansara. Auk þess hefur álit nefndar, sem sérstaklega var skipuð af fyrrverandi menntamálaráðherra, týnst einhvers staðar í kerfinu. En þetta bága ástand er ekki nýtt af nálinni og það eru ekki ný sannindi að starfsaldur ballettdansara er til- tölulega stuttur.Í grein, sem birtist í menningarblaði Morgunblaðsins í vetur, kom fram að meðlimir íslenska dansflokksins óskuðu sjálfir eftir því fyrir fimm til sex árum að hugað yrði að starfslokareglum þeirra. Frá þeim tíma virðist ekkert hafa gerst, annað en að fólk hefur verið skipað í nefnd sem hefur skilað áliti, sem hefur gufað upp. í umræddri grein kemur líka fram að setning reglugerðar um starfslolt hjá íslenskum listdönsurum, við Þjóð- leikhúsið, sé þáttur í allshcrjar reglu- gerð um íslenska dansflokkinn, sem á að grundvallast á nýjum lögum fyrir Þjóðleikhúsið. Og nú liggja til- lögur að framtíð listdansins og Þjóð- leikhússins í menntamálaráðuneyt- inu og bíða afgreiðslu. Eftir að stjóm íslenska dansflokksins hefur fjallað um tillögur nefndarinnar, er það Þjóðleikhússráðs að fjalla um þær, í tengslum við tilvonandi lög um Þjóð- leikhúsið og að lokum er það mennta- málaráðherra að bera þau upp sem lagafrumvarp og fá samþykkt. Eða eins og einn viðmælandi Morgun- blaðsins sagði í frétt hér um helgina; yfirstjóm ballettmála er eins og tvíhöfða þurs. Það er sláandi að sjá að dansarar og annað hæfileikafólk sem getur ljáð þessari listgrein lið, er orðið þreytt á seinagangi kerfisins og er í óðaönn að yfirgefa landið. Þrátt fyrir margra ára baráttu virðist ekk- ert gerast. Afleiðingin af þessu er óstjóm og glundroði og er það kvíðvænlegt að loksins þegar einhver tekur ákvörðun, verða líklega allir sem geta lagt hönd á plóginn komn- ir til starfa erlendis. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið stunda um 800 böm nám í listdansi í Revkjavík, bæði í einkaskólum og í Listdansskóla Þjóðleikhússins. En eins og ástandið er í dag, em fram- tíðarhorfur þessara barna ekki bjart- ar. Viðmælendur Morgunblaðsins undirstrikuðu það um síðustu helgi, þegar þeir sögðu að hér á landi væri engin raunhæf fyrirmynd fyrir böm- in, auk þess sem ekki væri að neinu að stefna hér heima í framtíðinni, eins og ástandið er í dag. Listdansskóli Þjóðleikhússins var stofnaður árið 1952 og vafalaust hefur verið hugur í þeim sem að stofnuninni stóðu. Það liðu þó rúmir tveir áratugir áður en íslenskum dansflokki var komið á fót við sömu stofnun. Og hefur verið látið þar við sitja. Við erum stolt af löndum okkar sem ná langt erlendis, en það er verðugt umhugsunarefni, hversu lengi Helgi Tómasson, aðalstjómandi San Francisco-ballettsins, hefjði enst í baráttunni hér. Það virðist stað- reynd að um leið og víð bendum með stolti á þá sem gera garðinn frægan erlendis á einhveiju sviði, gerum við ekkert til að huga að framtíðinni hér heima. Helgi Tómasson hefur lýst vinnu- aðferðum sínum sem listdansstjóri, meðal annars hér í Morgunblaðinu, og sagt að sem listdansstjóri geri hann kröfu um að vera einvaldur þess flokks sem hann stjórnar. List- dansstjóri mótar stefnuna, velur sér fólk til að framfylgja þeirri stefnu og sem hefur hæfni til að dansa þau hlutverk sem verkefnaval listdans- stjórans krefst. Hér hefur það aftur á móti viðgengist árum saman, að dansaramir em fastráðnir og sá list- dansstjóri, sem ráðinn er til starfa hveiju sinni, verður að miða verk- efnavalið og stefnuna við ástand flokksins. Það er því ljóst að listdans- stjórar íslenska dansflokksins hafa aidrei fengið svigrúm til að móta eigin stefnu. Þeir verða að aðlaga vinnubrögð sín flokknum. í fréttum Morgunblaðsins um síðastliðna helgi kom einnig fram að leitað hefur verið til Maríu Gísladótt- ur, um að taka að sér listdansstjóra- stöðuna, sem hefur verið laus frá því um áramót. María, sem hefur starfað sem fyrsti sólódansari, bæði í Þýska- landi og Bandaríkjunum, síðastliðin fimmtán til tuttugu ár, gerir sömu kröfur hér og Helgi Tómasson í San Francisco og þar með virðist hnútur kominn á málið. Innan ramma Þjóð- leikhússins virðist ekki vera svigrúm til að sýna listdansstjóra fulit traust og möguleika á að byggja hér upp flokk, sem er samkeppnisfær við at- vinnuflokka erlendis. Listdansstjór- inn verður að beygja sig undir starf- semi íjóðleikhússins og þær venjur sem þar hafa viðgengist; venjur sem að mestu hafa mótast af aðgerða- leysi stjómvalda og yfirstjórn Þjóð- leikhússins. Það hlýtur að vekja upp spurningar, þegar fólki, sem á tutt- ugu ára starfsferil að baki, er boðið upp á að lúta stjórn þeirra sem ekki hafa sérþekkingu á þörfum og vinnu- brögðum listdansara. A síðastliðnum árum hafa þeir sem starfað hafa að listdansi innan veggja Þjóðleikhússins reynt að láta í sér heyra, vegna starfsaðstöðunn- ar. Aðfinnslurnar snúast fyrst og fremst um sýningar og þá staðreynd að íslenska dansflokknum er boðið upp á að æfa klukkustundum saman, dag hvem, í tíu mánuði á ári, til þess eins að setja upp eina sýningu. Óll list felur í sér þörf fyrir tjáningu. Ekki tjáningu í lokuðu herbergi, held- ur tjáningu sem leiðir til samskipta við annað fólk. Þessa tjáningu hefur íslenska dansflokknum að mestu leyti verið neitað um og nú er ástand- ið orðið þannig að dansararnir eru eins og Garðar Hólm, sem var söngv- ari en söng aldrei. ' Að lokum hlýtur það að vera um- hugsunarefni, hvort ekki sé orðið tímabært að skilja íslenska dans- flokkinn frá Þjóðleikhúsinu. Tillögur um það er að flnna í nefndaráliti því sem legið hefur í menntamálaráðu- neytinu á annað ár. Hver listgrein lýtur sínum lögmálum og það má vera augljóst, hveijum sem það vill sjá, að það hefur ekki verið listdans- inum til framdráttar hér á landi, að lúta lögmálum leiklistarinnar og hennar stofnunar. Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði könnun á viðhorfum íslendinga til sjávarútvegsmála fyrir Morgunblaðið dagana 6.-12. júní. Hér á eftir eru raktar saman- dregnar niðurstöður könnunar- innar. Markmið könnunarinnar var að fá ítarlega mynd af viðhorfum íslend- inga til nokkurra þátta sjávarútvegs- mála, sem mikið hafa verið til um- ræðu að undanförnu. Spurningar um efnið voru lagðar fyrir svarendur úr 1.500 manna úrtaki landsmanna á aldrinum 18-75 ára. Niðurstöður eru settar fram á tvo vegu, annars vegar í yfirlitstöflum þar sem sjá má hvern- ig allir svarendur og þeir sem af- stöðu taka svara spurningunum, hins vegar er ítarlegri greining þar sem sjá má hvemig afstaðan er misjöfn eftir kynjum, aldurshópum, búsetu, starfsstétt, atvinnugrein og stuðn- ingi við stjómmálaflokka. Svarenda- hópurinn endurspeglar þjóðina á aldrinum 18-75 ára ágætlega og ættu upplýsingarnar því að gefa góða mynd af viðhorfum kjósenda til þeirra atriða sem spurt var um. Spumingarnar eru birtar orðréttar með hverri töflu. Mikill meirihluti, eða 95% svar- enda sem afstöðu taka, eru hlynntir því að fiskimið í íslenskri landhelgi verði áfram skilgreind sem sameign þjóðarinnar. Tæplega 2% eru andvíg- ir því og tæplega 3% telja það ekki skipta máli. Lítill munur er á þessari afstöðu milli þjóðfélagshópa. Um 54% allra svarenda eru hlynnt- ir því að útgerðarmönnum sé gert að greiða gjald í sameiginlegum sjóð fyrir veiðiheimildir, um 21% fínnst í lagi að veiðiheimildirnar séu veittar án endurgjalds, 6% nefna annað fyr- irkomulag og tæp 20% eru óvissir í afstöðu eða neita að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu taka er það tæplega 67% sem finnst að út- gerðarmenn ættu að greiða eitthvert gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiði- heimildirnar (kvótana), tæplega 26% fínnst að veita eigi veiðiheimildir án afnotagjalds, og um 8% telja eitt- hvert annað fyrirkomulag heppileg- ast (tafla 2). í ítarlegri greiningu (töflu 14) kemur fram að þeir sem starfa í sjávarútvegi eru í mun meiri mæli á því en aðrir, að veiðiheimildir séu veittar án endurgjalds, eða um 45% þeirra sem afstöðu taka. Þeir sem starfa í landbúnaði fylgja þar á eftir (35%), en meðal þeirra sem starfa í öðrum greinum atvinnulífsins eru frá 22% til 25% á þessari skoð- un. Yngra fólk er oftar á því en eldra fólk, að veiðiheimildir séu veittar án afnotagjalds, sömuieiðis þeir sem búa í þéttbýli þar sem sjávarútvegur er veigamesti þáttur atvinnulífsins („meiri sjávarbyggðir"). Loks er að nefna að af einstökum starfsstéttum eru það sjómenn sem í mestum mæli aðhyllast úthlutun veiðiheim- ilda án endurgjalds. Um 56% sjó- manna eru þeirrar skoðunar, um 33% vilja að útgerðarmenn greiði gjald fyrir veiðiheimildirnar og tæp 12% nefna annað fyrirkomulag. Meðal stuðningsmanna Alþýðuflokksins er mest fylgi við gjaldtöku fyrir veiði- heimildir (80%), en meðal stuðnings- manna hinna flokkanna er fylgið við þá afstöðu á bilinu 62-70%. í töflu 3 kemur fram að stór meiri- hluti þeirra sem afstöðu taka, eða rúmlega 82%, telja að við úthlutun veiðiheimilda sé æskilegt að tiyggja einstökum byggðarlögum einhveija lágmarkshlutdeild, þ.e. byggðakvóta. Ríflega 8% eru á móti byggðakvóta en rúmum 9% finnst þetta ekki skipta máli. Þetta er greint eftir þjóðfélags- hópum og kemur til dæmis fram að þeir sem starfa við landbúnað eru afgerandi mest á þessari skoðun, en þeir sem starfa við sjávarútveg leggja minnsta áherslu á byggða- kvóta. í töflu 4 má sjá að 63% þeirra sem afstöðu taka telja æskilegt að veiði- heimildir á íslandsmiðum séu veittar útgerðarmönnum til skamms tíma í senn, en ríflega 27% telja æskilegt að veita þær til langs tíma í senn. Tæplega 10% telja þetta ekki skipta máli. í töflu 5 kemur fram að tæplega 10% svarenda sem afstöðu taka telja að ríkið ætti að úthluta miðunum til einkaaðila án endurgjalds, ef til þess kæmi að stjórnyöld vildu koma fiskimiðunum við ísland í einkaeign. Rúmlega 39% vilja að ríkið selji mið- in, ef til slíks ætti að koma, en tæp- lega 50% eru hins vegar alfarið á móti slíkri einkavæðingu fiskimið- anna. ítarlegri greining á svörum við þessari spurningu sýnir að eldra fólk er meira á móti einkavæðingu fiski- miðanna, og yngra fólkið aðhyllist frekar sölu miðanna. Tæpiega 70% þeirra sem afstöðu taka eru sammála því að stjórnvöld ættu að stuðla að aukinni hag- kvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þó það kostaði nokkra byggðaröskun (tafla 6), en um 31% eru því ósammála. Rúm 17% taka hins vegar ekki af- stöðu til þessa máls. ítarlegri grein- ing sýnir að þeir sem búa í þéttbýli þar sem meira en 35% ársverka eru í sjávarútvegi („meiri sjávarbyggð- ir“) eru frekar ósammála þessu, og hið sama gildir um þá sem búa í dreifbýli og þéttbýli þar sem minna en 15% ársverka eru í sjávarútvegi („Annað þétt- og dreifbýli"). Þá leggja stuðningsmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks mesta áherslu á aukna hagkvæmni í sjávarútvegi jafnvel þó það kosti nokkra byggða- röskun. í töflu 7 kemur fram að tæplega 87% þeirra sem afstöðu taka finnst það óréttlátt að eigendur fiskiskipa geti hagnast á sölu veiðikvóta sem þeim er úthlutað án endurgjalds en tæplega 12% finnst það réttlátt. Sjá má að yngra fólki finnst þetta frekar réttlátt en þeim sem eldri eru, en að öðru leyti er lítill munur á þessu milli þjóðfélagshópa. í töflu 8 má sjá að um 21% þeirra sem afstöðu taka finnst að til greina komi að semja við Evrópuþjóðirnar um takmarkaðar veiðiheimildir þeirra á íslandsmiðum gegn því að Islendingar fengju bætt viðskipta- fríðindi hjá Evrópubandalaginu í staðinn, en tæplega 71% sögðu nei við þeirri spurningu. Tæplega 9% sögðu að það væri ýmsu háð. I ítar- legri greiningu kemur fram að konur eru mun fijálslyndari en karlar í þessu efni (27,5% á móti 15% hlynnt- ir). Þá eru yngri svarendur frekar með þessu en þeir sem eldri eru, eða um 35% 18-24 ára á móti 5,3% svar- enda sem eru 60-75 ára. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og fólk sem starfar í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði og sjávarútvegi eru sömuleiðis frekar hlynntir því en aðrir að veita veiðiheimildir gegn bættum viðskiptafríðindum hjá Evr- ópubandalaginu. Ekki er marktækur munur á afstöðu til þessa máls milli stuðningsmanna ólíkra stjómmála- flokka. Þá voru svarendur spurðir áfram að því, hvort til greina kæmi að semja við Evrópuþjóðir um veiðiheimildir í vannýttum fiskistofnum hér við land, gegn því að íslendingar fengju veiði- heimildir hjá Evrópuþjóðunum auk bættra viðskiptafríðinda. Þá breyttist myndin talsvert og 49% þeirra sem afstöðu tóku sögðust því hlynntir, en 41% voru andvígir. Um 10% sögðu það ýmsu háð hvort slíkt yrði ásætt- anlegt (tafla 9). Mestur munur er á þessu eftir aldri, þannig að yngra fólk er hlynnt þessu í mun meiri mæli en þeir sem eldrí eru. Það er því mjög afgerandi kynslóðamunur í afstöðu til samninga um þessi atriði við Evrópuþjóðirnar. Um 53% svarenda segjast treysta íslenskum stjórnmálamönnum til að ná slíkum samningum sem væru ís- lendingum hagstæðari en núverandi Tafla 1 Fiskimiðin í íslenskri landhelgi eru nú skilgreind í lögum sem sameign þjóðarínnar allrar. Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að svo verði áfram, eða fmnst þér þetta ekki skipta máli? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Hlynnt(ur) 950 91,3 95,2 Andvíg(ur) 17 1,6 1,7 Skiptir ekki máli 29 2,8 2,9 Annað 2 0,2 0,2 Svara ekki 42 4,0 Alls 1040 100% 100% Tafla3 Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að við úthlutun veiðiheimilda verði einstökum byggðalögum tryggð einhver lágmarkshlutdeild, þ.e. byggða- kvóti, eða finnst þér þetta ekki skipta máli? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Hlynnt(ur) byggðakvóta 789 75,9 82,3 Andvíg(ur) byggðakvóta 80 7,7 8,3 Skiptir ekki máli 90 8,7 9,4 Svara ekki 81 7,8 - Alls 1040 -100% 100% Tafla2 Fiskimiðin eru nú nýtt á þann hátt, að heildarafla af miðunum er skipt milli fiskiskipa með svokölluðu kvótakerfi, þ.e. einstökum skipum er úthlutað veiðiheimildum án endurgjalds fyrir þær. Þessar veiðiheimildir eru verðmætar og geta gengið kaupum og sölum milli útgerðaraðila. Finnst þér í lagi að veiðiheimildirnar (kvótarnir) séu veittar útgerðar- mönnum án endurgjalds, eða fmnst þér að útgerðarmenn ættu að greiða eitthvert gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiðiheimildirnar (kvótana)? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Veiðiheimildir án endurgjalds 214 20,6 25,7 Útgerðarmenn greiði gjald 557 53,6 66,8 Annað 63 6,1 7,6 Svara ekki 206 19,8 - Alls 1040 100% 100% Tafla4 Hvort finnst þér æskilegra, að veiðiheimildir á íslandsmiðum séu veittar útgerðarmönnum til skamms tíma í senn eða að þær séu veittar til lengri tíma, eða finnst þér þetta ekki skipta máli? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra semtakaafstöðu Skammtímaveiting veiðih. 570 54,8 63,0 Langtímaveiting veiðiheimilda 245 23,6 27,1 Skiptir ekkimáli 90 8,7 9,9 Svara ekki 135 13,0 - Alls 1040 100% 100% Tafla5 Ef til þess kæmi að stjórnvöld vildu koma fiskimiðunum við ísland í einkaeign, finnst þér þá að ríkið ætti að úthluta miðunum til einkaaðila án endurgjalds, eða ætti að selja þau? Fjöldi Hlutfall Hlutfall þeirra % sem taka afstöðu Úthluta án endurgjalds 89 8,6 - 9,8 Selja 356 34,2 39,4 Annað 17 1,6 1,9 Eru á móti einkavæðingu 442 42,5 48,9 Svara ekki 136 13,1 - Alls 1040 100% 100% MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ-1991 oi Gia i . skipan mála (tafla 10), en ríflega 36% treysta þeim ekki til þess. Tæplega 11% sögðu að það væri ýmsu háð. í töflu 11 kemur fram að tæplega 46% telja mikla hættu á því að íslensk fiskvinnsla fái ekki nægilegt hráefni til vinnsiunnar, vegna vaxandi út- flutnings á óunnum físki, rúmlega 36% telja nokkra hættu á slíku, en ríflega 18% telja litla hættu á að íslensk fiskvinnsla fái ekki nægilegt hráefni til vinnslu. Loks var spurt um afstöðu fólks til þess sérstaka frádráttar frá tekju- skatti sem sjómenn njóta umfram aðrar starfsstéttir í landinu (tafla 12). Meirihluti svarenda, eða um 69% þeirra sem afstöðu tóku, segjast hlynntir því að sjómenn njóti þessara fríðinda, en 31% eru því andvígir. Um 98% sjómanna eru hlynntir þess- um fríðindum, en hjá öðrum starfs- stéttum er stuðningurinn frá 63% tii 70%. Tafla6 Ertu sammála því eða ósammála, að stjórnvöld eigi að stuðla að auk- inni hagkvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þó það kostaði nokkra byggða- röskun? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Sammála 592 56,9 68,8 Ósammála 268 25,8 31,2 Svara ekki 180 17,3 - ' Alls 1040 100% 100% Tafla 7 Finnst þér réttlátt eða óréttlátt að útgerðarmenn og eigendur fiskiskipa geti hagnast á sölu veiðikvóta, sem þeim hefur verið úthlutað án endur- gjalds? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra semtakaafstöðu Réttlátt 116 11,2 11,8 Óréttlátt 852 81,9 86,9 Annað 12 1,2 1,2 Svaraekki 60 5,8 - Alls 1040 100% 100% Tafla8 Finnst þér að til greina komi, að semja við Evrópuþjóðir um takmarkað- ar veiðiheimildir þeirra á íslandsmiðum gegn því að við fáum bætt við- skiptafríðindi hjá Evrópubandalaginu í staðinn? Fjöldi Hlutfall Hlutfall þeirra % semtakaafstöðu Já 199 19,1 20,8 Nei 677 65,1 70,6 Ýmsu háð 83 8,0 8,7 Svara ekki 81 7,8 Alls 1040 100% 100% Tafla9 Finnst þér til greina komi að semja við Evrópuþjóðir um veiðiheimildir á vannýttum stofnum, gegn því að íslendingar fái veiðiheimildir hjá Evrópuþjóðunum auk bættra viðskiptafríðinda? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Já 469 45,1 49,2 Nei 389 37,4 40,8 Ýmsu háð 96 9,2 10,1 Svara ekki 86 8,3 - Alls 1040 100% 100% Tafla10 Treystirðu íslenskum stjórmnálamönnum til að ná slíkum samningum sem væru íslendingum hagstæðari en núverandi skipan mála? Fjöldi Hlutfall Hlutfall þeirra % sem taka afstöðu Já 503 48,4 52,9 Nei 344 33,1 36,2 Ýmsu háð 103 9,9 10,8 Svara ekki 90 8,7 - Alls 1040 100% 100% Taflall Telurðu mikla, nokkra eða litla hættu á því, að íslensk fiskvinnsla fái ekki nægilegt hráefni til vinnslunnar, vegna vaxandi útflutnings á óunn- um fiski (t.d. í gámum)? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Mikla 438 42,1 45,5 Nokkra 349 33,6 36,3 Litla 175 16,8 18,2 Svara ekki 78 7,5 - Alls 1040 100% 100% Tafla 12 Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að sjómenn njóti sérstaks frádráttar frá tekjuskatti umfram aðrar starfsstéttir í landinu, eins og nú er (sjó- mannafrádrátturinn)? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Hlynnt(ur) 659 63,4 68,6 Andvíg(ur) 302 29,0 31,4 Svara ekki 79 7,6 - Alls 1040 100% 100% Tafla 14 Fiskimiðin eru nú nýtt á þann hátt, að heildarafla af miðunum er skipt milli fiskiskipa með svokölluðu kvótakerfi, þ.e. einstökum skipum er úthlutað veiðiheimildum án endurgjalds fyrir þær. Þessar veiðiheimildir eru verðmætar og geta gengið kaupum og sölum milli útgerðaraðila. Finnst þér í lagi að veiðiheimildirnar (kvótarnir) séu veittar útgerðar- mönnum án endurgjalds, eða finnst þér að útgerðarmenn ættu að greiða eitthvert gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiðiheimildirnar (kvótana)? Veiðiheimild án endurgjalds Útgerðarmenn greiði gjald Annað Alls Allir 25,7 66,8 7,6 834 Kyn* Karl 29,5 62,8 7,7 465 Kona 20,9 71,7 7,3 368 Aldur** 18-24 ára 35,6 . 61,0 3,4 118 25-34 ára 31,5 63,5 4,9 203 35-44 ára 26,4 63,5 10,2 197 45-59 ára 16,7 74,2 9,1 186 60-75 ára 19,2 71,5 9,2 130 Búseta* Meiri sjávarbyggðir 32,6 59,7 7,8 129 Minni sjávarbyggðir 24,3 64,3 11,4 70 Annað þétt- og dreifbýli 32,6 62,5 4,9 144 Höfuðborgarsvæðið Stétt*** 21,9 70,3 7,8 489 Verka- og afgreiðslufólk 23,2 70,0 6,8 220 Iðnaðarmenn/verkstjórar 20,7 68,6 10,7 140 Skrifstofu- og þjónustufólk 19,1 75,1 5,8 173 Sérfræðingar/atvinnurek. 29,6 65,6 4,8 125 Sjómenn 55,8 32,6 11,6 43 Bændur 32,6 62,8 4,7 43 Ekki útivinnandi 26,8 62,2 11,0 82 Atvinnugrein*** Landbúnaður 35,3 60,8 3,9 51 Sjávarútvegur 44,7 43,5 11,8 85 Iðnaður 24,8 66,1 9,1 121 Opinberþjónusta 23,0 70,9 6,1 213 Verslun, samg. ogþjónusta Stuðningur við flokk* 21,5 72,2 6,3 288 Alþýðuflokkur 14,7 80,0 5,3 75 Framsóknarflokkur 34,6 62,2 3,1 127 Sjálfstæðisflokkur 27,3 64,7 8,0 249 Alþýðubandalag 25,2 70,1 4,7 107 Kvennalisti 19,3 68,4 12,3 57 Nefnaekkiflokk 23,6 Miðað er við .001 (***), .01 (**) og .05 (*). 65,6 10,8 212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.