Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 29 Jóhanna Gunnarsdótt- ir Johnsen - Minning Fædd 6. janúar 1943 Dáin 11. júní 1991 Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Olöf frá Hlöðum) Elsku hjartans Baldur, Sirrý, Gunnar minn, amma Sigga og Mína. Eg votta ykkur mína innilegustu samúð. Það fá engin orð lýst sorg minni. Ég geymi í huganum minn- ingu um góða, duglega og fallega konu. Megi Guð styrkja ykkur öll í mætti kærleika síns. Þýskalandi, Ásta Emilsdóttir. Sérhver breyting í hópi náinna samstarfsfélaga hefur jafnan mikil áhrif á þá sem eftir sitja. Þetta á ekki síst við þegar breytingin verður með óvæntum og sorglegum hætti. Þannig hefur nú farið fyrir okkur starfsfólki Félags íslenskra iðnrek- enda, þegar við kveðjum góðan sam- starfsmann og félaga, Jóhönnu Gunnarsdóttur, en hún lést 11. júní síðastliðinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Stórt skarð er skyndi- lega rofið í starfsmannahóp FII. Þótt Jóhanna væri enn ung að árum, hafði hún starfað lengur hjá félaginu en aðrir starfsmenn þess eða frá árinu 1963. Það má segja að hún hafi verið sannkölluð stoð og stytta félagsins. Þegar það kom til tals árið 1982 að ég tæki að mér störf fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra iðn- rekenda, spurðist ég m.a. fyrir um fjárhag félagsins og hvemig séð væri um fjármál þess. Var mér svar- að að fjárhagur félagsins væri góð- ur, ekki síst vegna þess að gjaldkeri félagsins, Jóhanna Gunnarsdóttir, héldi þannig á málum að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af. Það reyndust aldeilis orð að sönnu. En það var ekki aðeins að hún gætti þess jafnan að útgjöld færu ekki fram úr tekjum. Á sinn hógværa hátt hélt hún einnig uppi aga á starfsmönnum og aðhaldi að útgjöldum á þann hátt að allir skiidu að við urðum að fara vel með það fé sem félagsmenn treystu okkur fyrir. Það var þó ekki alltaf auðvelt að koma þessu til skila því alltaf voru til peningar hjá Jóhönnu. í félagi íslenskra iðnrekenda eru iðnfyrirtæki af fúsum og fijálsum vilja. Það er enginn neyddur til þess að vera í félaginu. Felagsmenn verða að sjá sér hag í að vera i félaginu til þess að þeir borgi féiagsgjöldin. Það er einmitt þegar þeir fá reikn- inginn fyrir félagsgjöldum sem sum- ir félagsmenn eiga það til að skamm- ast yfir einhvetju sem félagið hafi gert eða ekki gert. Þetta lenti auðvit- að mest á Jóhönnu því hún sendi þeim reikningana. Þannig tók hún við ágjöfinni fyrir okkur hin þótt hún ætti það síst skilið. Johanna lét þetta þó ekki á sig fá og hélt áfram að rukka þá sem skömmuðust. Hún gafst aldrei upp á því að fá félags- menn til að borga reikningana. Hun vissi að það væri óréttlátt gagnvart hinum sem alltaf stóðu í skilum. Jóhanna rækti starf sitt af ein- stakri samviskusemi og nákvæmni enda var það jafnan staðfest af end- urskoðendum félagsins að þar væru allar bækur í besta lagi. En iðnrek- endur sakna ekki aðeins frábærs starfsmanns. Þeir sakna Jóhönnu vegna þeirrar hlýju og einlægu sam- skipta sem þeir hafa átt við hana í nær þijá áratugi. Þetta á ekki síður við okkur samstarfsmenn Jóhönnu, við söknum góðs félaga. Fyrir hönd samstarfsmanna Jó- hönnu á skrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda votta*ég aðstandendum hennar innilega samúð. Ólafur Davíðsson Að hún Hanna æskuvinkona mín sé látin, er erfitt að sætta sig við. Þessi hrausta duglega kona sem varla hafði orðið veik á sinni ævi skyldi falla fyrir þessum hræðilega sjúkdómi sem tekur alltof marga reynist mér vart skiljanlegt. En hún lést á Borgarsjúkrahúsinu eftir að- eins 7 daga legu. Enginn vissi að hún væri veik, hörkutólið hún Hanna lagði ekki í vana sinn að kvarta þó eitthvað bjátaði á. Reglusamari og samviskusamari manneskju hef ég ekki þekkt. For- eldrar Jóhönnu voru hjónin Sigríður og Gunnar Johnsen. Gunnar er látinn fyrir nokkrum árum. Þau bjuggu að Marklandi í Garðabæ, og þar ólst Jóhanna upp ásamt yngri systur sinni Vilhelmínu. Eiginmaður Jóhönnu var Guð- mundur Baldur Jóhannsson húsa- smiður. Eignuðust þau 2 börn, Sig- ríði sem nú er 25 ára og Gunnar sem er 15 ára. Sambýlismaður Sigríðar er Ingvar Ingvarsson, en þau eiga tvíburana Jóhönnu og Ólavíu sem nú eru 9 mánaða. Kynni okkar Jóhönnu hófust þeg- ar við vorum 4 ára og vorum við nágrannar í 24 ár. I minningunni finnst mér alltaf hafa verið sólskin á þessum fyrstu árum. Hanna var svolítill prakkari þegar hún var stelpa og stundum fannst Jóhönnu fósturömmu hennar vanta svolítið á eggin sín. Það var vegna þess að við viidum ekki baka neinar eggja- lausar kökur, heldur alvöru fínar kökur. Það var mikill styrkur að hafa Hönnu á fyrstu árum skóla- göngunnar þegar fara þurfti með strætisvagni til Hafnarfjarðar. Alltaf var Hanna boðin og búin tilað hjálpa þegar ég þurfti á að halda. Ég gleymi aldrei hvað það var hressandi að fá hana í heimsókn á hveijum degi þegar ég var á fyrsta búskaparárinu bundin yfir litlu barni. Síðan átti Hanna dótturina Sigríði. Það voru margar gleðistundir að fá að sjá börnin okkar leika sér saman, í sama umhverfi og við sjálfar höfðum alist upp í, þessu fijálsa umhverfi, lyngiv- öxnu hrauninu og á Valdatúni. Elsku Baldur, Sirrý, Gunnar og Sigríður mín. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur. Sigríður Jóhannsdóttir í dag verður jarðsungin frá Garðakirkju Jóhanna Gunnarsdóttir Johnsen, gjaldkeri Félags íslenskra iðnrekenda um tæplega þijátíu ára skeið. Johanna lést að morgni þriðju- dagsins 11. júní sl. eftir skamma sjúkralegu. Lát Jóhönnu kom okkur samstarfsfólki hennar svo sannar- lega í opna skjöldu. Engu okkar sem með henni störfuðu á vettvangi iðn- rekenda rann í grun að hún gengi með banvænan sjúkdóm sem leiddi hana til dauða svo skyndilega. Ekk- erí slíkt heyrðum við á henni né sáum. Allan þann tíma sem hún stóð í sínu hinsta stríði gekk hún hik- laust til sinna daglegu starfa og innti þau af hendi af sama öryggi og æðruleysi sem var hennar aðals- merki í öllum störfum fyrir Félag íslenskra iðnrekenda. Jóhanna heitin hóf störf hjá félaginu árið 1963 og starfaði þar óslitið til dauðadags. Hun var sá starfsmaður sem átti lengstan starfsferil hjá félaginu og við sem með henni störfuðum kynnt- umst því vel að í því starfi var hug- ur hennar og hönd félagsins og fé- lagsmanna alla tíð. Það var öllum ljóst að Jóhanna vann Félagi íslenskra iðnrekenda og íslenskum iðnaði af miklum metnaði og sterk- um vilja til að efla íslenskan iðnað. Hun var sá einstaklingur á skrif- stofu félagsins að öllum öðrum ólöst- uðum sem var andlit félagsins gagn- vart öllum aðildarfyrirtækjum þess og átti við þau einstaklega farsælt samstarf í þau 28 ár sem hún starf- aði hjá því. Til marks um atorku hennar og starfsmetnað er að þeir fjórir formenn og fjórir fram- kvæmdastjórar félagsins sem með henni störfuðu þurftu aldrei að hafa nokkra fyrirhöfn eða áhyggjur af ijármálum FÍI. Um þau mál sá Jó- hanna með þeim hætti að þar þurfti engu við að bæta. Okkur samstarfs- mönnum Jóhönnu Gunnarsdóttur er mikil eftirsjá að henni af vettvangi og við munum sakna hennar sárt nú þegar hún er öll, en mestur er þó söknuður eiginmanns hennar og barna sem nú sjá á eftir eiginkonu og móður. Ég vil votta þeim mína dýpstu virðingu og samúð í sorg þeirra. Eftir stendur minning um hjartahlýj- an einstakling sem ávallt var gott að vera í samvistum við í ieik sem starfi. Megi Jóhanna Gunnarsdóttir hvíla í friði. Víglundur Þorsteinsson Borgarfjörður: Ættarmót Snorra prests í Húsafelli Borgarfirði. HELGINA 29. og 30. júní munu afkomendur Snorra prests Björns- sonar í Húsafelli koma saman í Húsafelli til að halda ættarmót, ættin er orðin stór og ætla má að mikill fjöldi verði saman kominn i Húsafelli. Dagskrá verður á sunnudaginn og hefst hún kl. 13.00 með messu og er samfelld til kl. 18.00. Snorri prestur Björnsson fékk veitingu fyrir Húsafelli 1757. Kom hann frá Stað í Aðalvík og var hann þá búinn að vera þjón- andi þar í sextán ár. Snorri fædd- ist í Höfn í Melasveit 3. okt 1710. Foreldrar voru Björn Þorsteinsson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Kona Snorra var Hildur Jóns- dóttir prests Einarssonar í Að- alvík. Þau voru mjög misaldra og var sagt að hann hefði fermt hana eftir að hann kom til Aðalvíkur. Börn þeirra voru sjö sem náðu fullorðinsárum. Snorri var hagur, verkmikill en ekki ijársýslumaður mikill en komst samt í góð efni. Snorra er minnst fyrir tvennt; hreysti og að kveða niður drauga. Kvíarnar austan við bæinn bera vott um hreysti Snorra. Sú venja hefur haldist á Húsafelli frá dögum Snorra að menn reyni afl sitt á kvíahellunni. Þijár eru þær þraut- ir sem menn skulu inna að hendi til að geta talist fullsterkir. Fyrst er að láta helluna upp á norðurkamp hinnar syðri í kvía- dyr. Önnur þrautin er að láta helluna upp á stein þann hinn stóra sem er um miðjan norður- vegg kvíanna. Þriðja og þyngsta þrautin var að taka helluna upp á bijóst án þess að neyta stuðn- ings af kvíaveggnum og bera hana umhverfis kvíarnar. Kvía- hellan er 360 pund. Fyrir þau kynni sem séra Snor- ri hafði af Hornstrendingum, Hljómsveitin Stjórnin. Stjórnin leikur á Austurlandi Hljómsveitin Stjórnin leikur á Eskifirði í kvöld, föstudags- kvöld og á Höfn á laugardags- kvöld. Á laugardag heldur Stjórnin hátíð ásamt Knatt- spyrnudeild Sindra á Höfn, í tilefni vígslu nýs knattspyrnu- vallar þeirra Hornfirðinga. Dagskrá Stjórnarinnar á Eski- firði hefst í Valhöll kl. 19 á föstu- dag, þegar hljómsveitin kynnir lög af nýrri plötu sinni „Tvö líf“. Dans- leikur hefst kl. 23 og stendur til 3. Fjölskylduhátíð verður svo hald- in í íþróttahúsinu á Höfn á laugar- dag og hefst kl. 19. Dansleikur verður þar síðar um kvöldið, frá 23-03. mynduðust miklar þjóðsagnir um að hann hefði numið galdra þar vestra. Leituðu því margir hug- sjúkir menn á náðir hans sem voru orðnir værðarlausir af ótta við sendingar frá óvinum. Lækn- ingum hans var þá gefíð það nafn að kveða niður drauga. I dag væri þetta kallað huglækningar. Sagt er að Snorri hefði kveðið niður sjötíu drauga og illa anda og einn til. Átti hann að hafa kveðið þá alla niður í einni rétt þar í túninu, réttin sést vel þar í túninu. Nú hefur einn afkomandi séra Snorra, Páll Guðmundsson, lagt stund á listfræði og er búinn að gera höggmynd af séra Snorra í draugaréttinni ásamt draugnum. I Húsafelli er í dag enginn bú- skapur lengur utan fiskeldi og ferðaþjónusta. Bernhard Fyrirlestur um haf- villur og himintungl Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Höggmyndir Páls Guðmundssonar af Snorra og draugnum í draugaréttinni. ÞORSTEINN Vilhjálmsson, pró- fessor flytur fyrirlestur fyrir almenning í sal 4 í Háskólabíói, laugardaginn 22. júní klukkan 14. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum kynningarnefndar Há- skóla íslands í tilefni af 80 ára afmæli skólans á þessu ári. Þorsteinn stundaði háskólanám og framhaldsnám í kennilegri eðlis- fræði í Kaupmannahöfn á árunum 1960-69 og hefur alla tíð síðan verið starfsmaður Háskólans. Frá 1989 hefur hann verið prófessor við eðlisfræðiskor með vísindasögu sem rannsóknasvið, en um þau efni hefur hann m.a. skrifað bækur á íslensku. Á síðustu árum hefur Þorsteinn lagt stund á rannsóknir á þekkingu norrænna manna á miðöldum á raunvísindalegum efnum, svo sem stjörnufræði og tímatali. Hefuf liann sagt frá þessum rannsóknum í erindum og greinum. Að þessu sinni mun hann ijalla sérstaklega um siglingar á miðöld- um og þá þekkingu sem birtist í þeim og sem til þeirra þurfti. Þar á meðal hefur verið talsverð þekk- ing á efnum sem við flokkum nú Þorsteinn Vilhjálmsson til stjörnufræði og tengjast sólar- gangi. Auk þess fóru siglingar oft fram kringum sumarsólhvörf og er því vel við hæfi að fjalla um þessi mál á þeim tíma árs. (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.