Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 32

Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 32
MOfiGUNBJLAÐIÐ FQSTUD^GUR 21. JpNÍ 1991 Sr. Emil Björnsson fyrrverandi frétta- stjóri — Minning Hinn 17. júní lést séra Emil Bjömsson fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins og prestur Óháða safnaðarins. Hann átti að baki óvenju fjölbreyttan feril - eða eins og hann orðaði það sjálfur - sem sveitamaður, prestur og fjölmiðla- maður, svo fjölbreyttan að honum fannst stundum sem hann hefði verið uppi á öllum öldum íslands- sögunnar, og þó ávallt ungur, með fingur á slagæð líðandi stundar. Hann fæddist 21. september 1915 að Felli í Breiðdal, sonur hjón- anna Guðlaugar H. Þorgrímsdóttur ljósmóður frá Gautavík á Berufjarð- arströnd, og Árna Bjöms Guð- mundssonar bónda á Felli. Hann ólst upp á Felli við þær aðstæður sem tíðkuðust í sveitum íslands á þeim tíma og hann hefur í minning- um sínum lýst sem fornaldarlífi á 20. öld. Hann missti föður sinn aðeins sjö ára gamall. Móðir hans bjó áfram á Felli, en þar var einnig til heimilis Guðmundur Árnason, afi Emils, sem hafði mjög mótandi áhrif á hann. Hann fór í Mennta- skólann á Akureyri og lauk stúd- entsprófí þaðan vorið 1939. Síðan stundaði hann nám í viðskiptadeild Háskóla íslands um tveggja ára skeið, en sneri sér við að guðfræði- námi og varð cand. theol. vorið 1946. Vorið 1941 kvæntist hann Álf- heiði Laufeyju Guðmundsdóttur söngkonu, dóttur hjónanna Guð- mundar Hafliðasonar hafnarstjóra á Siglufírði og Theodóru Pálsdóttur Árdal, skálds. Þau lifðu í einstak- lega farsælu hjónabandi í liðlega 50 ár og varð fjögurra barna auðið, en þau eru Theodóra Guðlaug, fædd 1940, íþróttakennari, gift Þórhalli Þórhalissyni, verslunarmanni, Björn fæddur 1948, dagskrárgerðarmað- ur við sjónvarpið, maki Ragna Foss- berg, förðunarmeistari Sjónvarps- ins, Guðmundur, fæddur 1951, tón- listarstjóri Ríkisútvarpsins, kvænt- ur Valgerði Jonsdóttur, músík- þerapista, og Álfheiður, fædd 1956, húsmóðir, gift Guðjóni Hauki Haukssyni, verslunarmanni. Öll eru börnin einstaklega vel af guði gerð og bera menniiígarheimili foreldra sinna glæsilegt vitni. Barnabörn séra Emils og Álfheiðar eru sjö tals- ins. Jafnhliða námi stundaði Emil ýmis störf. Þannig var hann ræðu- skrifari Alþingis frá 1941-49. Hann hóf störf á Fréttastofu útvarpsins árið 1944 og starfaði þar sem fréttamaður og síðar varafrétta- stjóri allt til þess er hann var ráð- inn dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar Sjónvarpsins árið 1965. Jafnhliða störfum sínum hjá Utvarpinu var hann blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi um skeið. Sem fréttamaður og blaðamaður varð hann þjóðkunnur og naut mik- ils álits og vinsælda. En þrátt fyrir umsvifamikil störf á sviði ijölmiðl- unar gleymdi hinn ungi guðfræð- ingur ekki köllun sinni. Eftir að hann hafði sótt um prestsembætti við Fríkirkjuna í Reykjavík og eftir þær deilur sem urðu í framhaldi af prestkosningunni, stofnuðu fjöl- margir stuðningsmenn hans Óháða söfnuðinn og kvöddu hann til prest- þjónustu snemma árs 1950. Starf- aði hann síðan óslitið sem prestur safnaðarins til ársins 1984. Prests- störf fóru honum vel úr hendi, eins og annað sem hann tók að sér. Hann var með afbrigðum sköruleg- ur ræðumaður og talaði jafnan blaðalaust. Það var í janúar árið 1965 sem leiðir okkar Emils lágu fyrst sam- an, þegar ég hafði verið ráðinn til áð veita forstöðu sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins. Hann sýndi strax mikinn áhuga á þessu nýja fyrir- tæki, sem flestir höfðu þá mikla vantrú á. Þessi áhugi hans leiddi síðan til þess að hann var fyrsti starfsmaður sem til Sjónvarpsins var ráðinn á eftir mér. Það var ómetanlegt að fá slíkan mann til samstarfs. Vegna fyrri starfa hafði hann frábæra þekkingu á mönnum og málefnum þjóðarinnar. Traust húmanisk þekking eins og guð- fræðimenntun veitir er tvímæla- laust góð undirstaða fyrir menn sem starfa á þessu sviði. Eins og mál stóðu þurfti vissan kjark til að yfir- gefa starf varafréttastjóra hjá hinni virtu og traustu fréttastofu Út- varpsins, og leggja út í þá óvissu sem starf hjá Sjónvarpinu var. En eitt af einkennum Emils var kjarkur og baráttugleði. Þá var honum strax ljóst að það var óhjákvæmi- legt að þjóðin eignaðist sjónvarp til að treysta tunguna í sessi og hlúa að menningu hennar, en sjónvarps- öld var þá þegar gengin í garð á íslandi þar sem farið var að horfa á sjónvarp varnarliðsins. Hinn mikli áhugi manna á Keflavíkursjónvarp- inu, sem eðlilega var þó ekki á neinn hátt sniðið að þörfum íslendinga, mátti vera vísbending um að hér var kominn til sögunnar fjölmiðill sem almenningur kunni að meta. Það var Emil brennandi áhugamál að okkur tækist að skapa hér sterkt íslenskt sjónvarp til mótvægis við þá holskeflu erlendra íjölmiðlunar sem fyrirsjáanlegt var að yrði æ sterkari. Fyrsta verk okkar var að sjálfsögðu að manna skútuna, og hér kom mannþekking Emils og innsæi svo sannarlega að fullum notum. Og ég held að fullyrða megi að valinn maður hafí verið í hvetju rúmi þegar siglingin hófst í septem- ber 1966. Starf Emils hjá sjónvarpinu var tvíþætt. Annars vegar var hann fréttastjóri en hins vegar stjórnaði hann dagskrárgerð á sviði fræðslu- efnis. Þar sem sjónvarpið varð brátt sterkasti fjölmiðill landsins og fylgst var með fréttum þess næst- um því á hveiju heimili, var það mikill ábyrgðarhluti að velja og hafna efni í fréttatímann og var hart sótt að fréttastjóranum, ef mönnum líkaði ekki mat fréttastof- unnar á því hvað fréttnæmt væri. í slíkum málum stóð Emil alltaf fastur fyrir sem klettur hver sem í hlut átti, og lét hann jafnan sann- færingu sína eina ráða ferðinni. Þess má geta að Emil las allar frétt- ir yfir áður en birtar voru, og var þá jafnt hugað að málfarslegum atriðum sem innihaldi enda hafði málvöndun hans gífurleg áhrif á alla fréttamenn sem með honum störfuðu. Þá var innsæi hans ekki síður notadijúgt þegar að dagskrárgerð- inni kom. Hann hafði góða tilfinn- ingu fyrir því hvað almenningur vildi sjá og hvernig hægt væri að gera fræðsluefni svo úr garði að áhugavert þætti. Hann einbeitti sér mjög að stjórnunarmálum, bæði á sviði frétta og dagskrárgerðar, og var því ekki eins og áberandi út á við eins og þegar hann starfaði sem fréttamaður hjá Útvarpinu. En þá sjaldan að hann lét til sín taka á sviði dagskrárgerðar var það jafnan með þeim hætti að eftir var tekið. Má hér nefna þætti hans um Sig- urð Nordal, Brynjólf Bjarnason og Gylfa Þ. Gíslason, sem allir voru þaulhugsaðir og sérstaklega vel unnir. Auk allra þeirra starfa sem hér hafa verið nefnd sinnti séra Emil ritstörfum, enda frábærlega ritfær. Eftir að hann hætti hjá Sjónvarpinu gaf hann út minningar sínar Á misjöfnu þrífast börnin best og Litríkt fólk og ná þær til ársins 1950. Því miður entist honum ekki heilsa til að rita framhald þeirra. Þá gaf hann einnig út bókina Minni og kynni, sem eru frásagnir og viðt- öl við ýmsa merka samtíðarmenn. Auk þess skrifaði hann ljölda tíma- ritsgreina og ýmislegt er til í hand- riti eftir hann, þ.á m. er ljóðabók, sem er fullbúin frá hans hendi. Af þátttöku hans í félagsmálum má nefna, að hann var formaður Blaðamannafélags Islands 1965-66 og sat um skeið í stjórn Barnavina- félags Sumargjafar. Þá var hann einn af frumkvöðlum að stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga og sat í stjórn þeirra frá upphafí. Síðla árs 1981 tók að bera á vanheilsu hjá honum og fór hann til hjartuppskurðar í Lundúnum það haust. Hann kom aftur til starfa vorið 1982, en gekk þó ekki alveg heill til skógar eftir það. Hann lét af störfum sjötugur að aldri, í nóv- ember 1985. Við vorum margir er söknuðum hans er hann hvarf úr starfí. Hann hafði fjölbreytt áhuga- mál og var íhugull og því afar skemmtilegur vinnufélagi. Þá má ekki gleyma því kryddi sem hann varpaði iðulega í tilveru okkar, er hann kastaði fram stökum, oft dýrt kveðnum, og í sumum tilvikum af munni fram, um það sem efst var á baugi þá stundina. Margar þessar vísur lifa hér á meðal manna, en því miður er þessi ágæta þjóðar- íþrótt að hverfa hér í Sjónvarpinu sem annars staðar. Að framanskráðu má ljóst vera að séra Emil á mikið og merkt ævistarf að baki, og er hér þó að- eins stiklað á stóru. Þessum mikla baráttumanni sem virist leiðast í logni var gefið ótrúlegt þrek og leikgleði, og gekk hann því af eld- legum áhuga að öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Þess vegna markaði hann svo djúp spor á samtíð sína, miklu meiri en við kann að blasa við fyrstu sýn. Sprott- inn úr hinu forna bændasamfélagi hafði hann afgjörandi áhrif á mótun þess framtíðarfyrirbæris sem Sjón- varpið var þegar það kom til sög- unnar hérlendis, og tengdi því öðr- um mönnum betur saman fortíð og framtíð. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið órofa vináttu Emils þann ald- arfjórðung sem við áttum samleið, og jafnframt þakka ég ómetanlegt störf hans í þágu Sjónvarpsins. Ekkju hans, Alfheiði Guðmunds- dóttur og börnum þeirra, barna- börnum og tengdabörnum votta ég innilega samúð mína. Pétur Guðfinnsson Þjóðhátíðardaginn var landið sólu baðað. Úr flugvél á norðurleið mátti sjá í senn Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi og Látrabjarg í vestri. Náttúran skartaði sínu fegursta. Sunnan Hagavatns við Langjök- ulsrætur þyrlaði norðanáttin upp sandstrókum sem byrgðu sýn til suðurs. Norður í Eyjafirði höfðu frostnætur stráð haustlitum í fjalla- hlíðar og minntu á örlög alls sem líf er gefið. Þennan undurfagra dag, þegar þjóðin minntist lýðveldistökunnar, kvaddi vinur minn séra Emil Björns- son þetta líf. Um nokkurt skeið hafði hann ekki verið heilsuhraust- ur, en samt kom lát hans á óvart. Við áttum svo margt ósagt. Séra Emil fæddist á Felli í Breiðdal 21. september 1915, sonur hjónanna Björns Guðmundssonar, bónda þar og konu hans Guðlaugar H. Þorgrímsdóttur. Að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akyreyri stund- aði Emil nám í nýstofnaðri við- skiptadeild Háskóla Islands, en sneri sér síðan að guðfræði og lauk kandídatsprófi árið 1946. Hann varð snemma þjóðkunnur maður, enda enginn meðalmaður. + Bróðir okkar, HAIMS E. ÞÓRODDSSON fyrrum starfsmaður Isafoldarprentsmiðju og Morgunblaðsins, lést á Kumbaravogsheimilinu 14. júní sl. Útför hans hefur farið fram. Systkinin. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skriðnesenni, andaðist í sjúkrahúsinu á Hólmavík miðvikudaginn 19. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Systir mín, ELÍN GUÐRÚN RASMUSSEN, fædd EINARSDÓTTIR, fré ísafirði, lést 21. maí á hjúkrunarheimili í Horsens í Danmörku. Fyrir hönd systkina, Þórunn Einarsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, séra EMIL BJÖRNSSON andaðist í Reykjavík 17. júní. Útförin verður gerð frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag, föstudag- inn 21. júní, kl. 13.307 Álfheiður L. Guðmundsdóttir og börn. Þéttur á velli, rammur að afli, rödd- in sterk og karlmannleg og lét vel í eyrum hlustenda Ríkisútvarpsins þar sem hann starfaði sem frétta- maður og staðgengill fréttastjóra í rúma tvo áratugi. Hann var ekki einhamur og raunar marga manna maki. Árum saman hafði hann mörg jám í eldi. Um skeið starfaði hann sem blaðamaður við dagblaðið Vísi á morgnana, vann síðan á fréttastofu útvarps frá hádegi fram á kvöld og var að auki prestur Oháða fríkirkjusafnaðarins. Þá hef- ur á stundum verið lítið um hvíld eða næðisstundir. Kynni okkar séra Emils hófust á árunum upp úr 1960 er fundum okkar bar saman á blaðamanna- fundum. Raunar hafði ég spurnir af manninum á ungum aldri, þegar örlögin sendu ungan dreng til sum- ardvalar að Ósi í Breiðdal, ekki langt frá Felli. Síðar varð hann örlagavaldur í lífi mínu, er hann hóf störf að undir- búningi Sjónvarps og beindi mér þangað til starfa skömmu eftir að starfsemi hófst. Um ellefu ára skeið vorum við nánir samverkamenn í þéttum, samhentum hópi ungra starfsmanna þessarar nýju stofnun- ar. Margs er þaðan að minnast. Upphafssaga sjónvarps á íslandi verður einhverntíma skráð. Þar verður hlutur séra Emils mikill. Hann kom til starfa ári áður en sjónvarp hófst 30. september 1966 og mótaði stefnu og störf frétta- stofu og fræðsludeildar í hartnær tvo tugi ára. Þeir voru margir sem höfðu ekki mikla trú á þessu nýja fyrirtæki. En þeir sem þar héldu um stjómvöl voru staðráðnir í að úrtölumenn skyldu láta í minni pokann. Svo varð, og sjónvarpið ruddi brautina nýjum starfsvenjum í fréttaflutn- ingi og viðtölum. Sera Emil var hertur í eldi langr- ar reynslu í fréttastörfum. Hann kunni. Hann vissi. Hann lagði okk- ur hinum yngri lífsreglurnar. Við vorum ekki alltaf sammála. Hann var yfirmaður og réði. Ráð hans voru heil og góð, þótt stundum rynni það ekki upp fyrir manni fyrr en seinna. Nú nema menn fj'ölmiðl- un í háskólum. Hann var okkar háskóli, harður skóli á stundum, en góður skóli. Seinni árin gantaðist hann stundum með það hann hefði eiginlega rekið hálfgerðan fram- boðsskóla. Engin frétt var Iesin í fréttatíma nema hann hefði lesið hana yfír. Lagað og leiðrétt. Fært til betri vegar. En stundum var erfitt að lesa skriftina hans í beinni útsend- ingu, einkum þegar ekki vannst tími til að líta yfir fréttirnar fyrir útsend- ingu. Þá voru ambögurnar færri en seinna varð. Það var ekki síst hans verk. Hann hafði ekki aðeins ein- stakan málsmekk heldur unni hann móðurmálinu og innrætti okkur samverkamönnum sínum elsku og virðingu fyrir íslenskri tungu. Bæk- ur hans ágætar lofa höfund sinn. Ræðumaður var hann orðlagður. „Morgunræður í Stjörnubíó" þar sem Oháði söfnuðurinn hélt guðs- þjónustur sínar fyrstu árin eru gagnmerkar. Annars skrifaði hann sjaldnast ræður. Mér er í minni messa á páskadagsmorgni í kirkju Óháða safnaðarins. Fremur fátt var í kirkju. Hann byijaði hægt, eins og leitandi, blaðalaus. Eftir nokkar mínútur var hann kominn á flug. Síðan hef ég séð páskaboðskap kristninnar í öðru ljósi. Ógleymanlegt var að heyra hann flytja í útvarpi úr kirkju sinni ræðu í bundnu máli sem var lofgjörð til landsins, mergjuð og meitluð í senn. Hann var ekki bara hagyrðingar sem átti létt með að kasta fram stöku. Hann var skáld, en flíkaði því alltof of lítið. Öll eru við úr ólíkum þáttum. Séra Emil átti marga þætti. Frétta- stjórinn sem var í essinu sínu, þeg- ar á honum stóð öll járn, á skyrt- unni með uppbrettar ermar, í ham. Stóð við bakið á sínum mönnum á hverju sem gekk í baráttu við mis- vitur Útvarpsráð og stjórnmála- menn, sem héldu að þeir væru fréttastjórar. Hörkutól og vinnu- þjarkur, en mildur og jafnvel svo- lítið meyr inn við beinið. Prestur-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.