Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 33
inn, sem gifti okkur hjónin, skírði börnin okkar og jarðsöng móður mína. Dyravinurinn og óbilandi stuðningsmaður þeirra sem minna máttu sín. Eg lít að það sem gæfu að hafa fengið að starfa rúman áratug und- ir handaijaðri séra Emils. Viðburða- rík ár í önnum og erli. Hann var einstakur gæfumaður í einkalífi sínu. í meira en hálfa öld stóð Álfheiður Guðmundsdóttir eig- inkona hans fjalltraust við hlið hans. Þáttur hennar í störfum hans, í uppbygginu safnaðarstarfsins og í þágu kirkjunnar verður seint full- metinn. Henni, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri eru nú sendar samúðarkveðjur. Atvikin haga því þannig að við Eygló eigum þess ekki kost að fy'gja góðum vini síðasta spölinn. Sólarljóð, einn af gimsteinum bókmennta okkar, voru séra Emil hugleikin. Það er við hæfi að sækja þangað erindi nú að leiðarlokum: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra; drottinn minn gefí dauðum ró, en hinum líkn er lifa , Minningin um eldhugann og at- orkumanninn mun lifa með öðrum sem honum kynntust og hann þekktu. Eiður Guðnason Vinur minn og fóstri, séra Emil Björnsson, er látinn eftir alvarleg veikindi, sem hann hafði átt við að stríða undanfarin misseri. Mér barst þessi sorgarfregn til útlanda og úr fjarlægð sendi ég honum hinztu kveðju sem fyrir bragðið verður styttri og fátæklegri en vert hefði verið. Það var einkennandi fyrir sr. Emil að hann talaði opinskátt og hispurslaust um hvaðeina sem hon- um lá á hjarta. Fyrir fáeinum mán- uðum ræddi hann við mig i síma sárþjáður og sagðist senn myndu deyja, þannig að þetta yrði okkar síðasta samtal. Vildi ég tæpast trúa því og reyndar bar fundum okkar síðar saman á góðum stundum. En ekki fór á milli mála að hveiju stefndi og undir það var þessi raun- sæi og tilfinningaríki trúmaður greinilega búinn. Fyrir orð sr. Emils hóf ég störf á frétta- og fræðsludeild Sjónvarps- ins nokkru áður en útsendingar þess byijuðu fyrir 25 árum. Eftir ríflega 20 ára starf á fréttastofu Útvarpsins hafði honum, þá fimm- tugum, verið trúað fyrir því mikil- væga brautryðjandastarfi að koma á fót fréttaþjónustu í nýjum og framandlegum fjölmiðli og sjá hon- um að auki fyrir innlendu og er- lendu dagskrárefni á fræðslusviði. Sr. Emil valdi þann kost að fá til liðs við sig fámennan hóp ungs fólk, sem var reiðubúið að takast á við erfitt verkefni með honum, fórna til þess löngum vinnutíma og nán- ast öllum frístundum. Þetta var einnig ströng skólaganga en gef- andi, þvi að fréttastjórinn gerði miklar kröfur um vandvirkni og lagði sig sérstaklega fram um að bæta meðferð íslenzks máls í ræðu og riti hjá þeim sem unnu texta til flutnings í Sjónvarpinu. Þekking sr. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berást með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. - .* ■- . . . ^ OO MORGUNBLAÐID FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991: : -.,---------------------------------------33 Emils á fornsögum, íslenzkum bók- menntum almennt, landsháttum og þjóðlífinu í heild varð okkur ómet- anleg uppspretta fróðleiks og ómissandi stoð í starfi. Hann var okkur sannur lærifaðir og leiðbein- andi. Sr. Emil var hugsjónamaður, ósmeykur og óvæginn í baráttu sinni fyrir þeim málstað er hann trúði á. Þessi eiginleiki kom ekki sízt fram þegar hann beitt sér gagn- vart æðstu embættismönnum landsins varðandi ýmis brýn hags- munamál Sjónvarpsins, þegar það var í hröðum vexti. Ríkisútvarpið stendur í mikilli þakkarskuld við sr. Emil Björnsson fyrir störf hans í þágu þess í meira en fjóra áratugi. Persónulega þakka ég honum vináttu og hlýhug sem hann lét oft í ljós við ólík tækifæri. Frú Álfheiði og fjölskyldu þeirra hjóna eru flutt- ar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning séra Emils. Strassbourg, Markús Örn Antonsson Mikið er nú liðið á sjötta tug ára síðan fundum okkar Emils Björns- sonar bar fyrst saman. Það var í Menntaskólanum á Akureyri, þegar Emil kom þangað nálægt miðjum fjórða áratug aldarinnar. Hann var tveimur árum eldri en ég og miklu þroskaðri, þótt hann væri tveimur árum á eftir mér í skólanum. At- hygli vöktu ljóðabálkarnir sem hann orti í anda Einars Benediktssonar og birti í skólablaðinu, þegar á fyrstu árum sínum í skólanum. Það lögðust ekki aðrir dýpra í því blaði. Eftir að samverunni lauk í Akur- eyrarskóla fórum við Emil hvor sína leið. Hann hóf nám í Viðskiptadeild Háskólans, en hætti því eftir tvö ár og lauk síðar guðfræðiprófi á mettíma. Jafnframt var hann við ýmis störf hér í borginni. Ég fór í Tónlistarskólann og hóf skömmu síðar störf hjá Rikisútvarpinu. Við vissum sjálfsagt jafnan hvor af öðr- um, en höfðum annars ekki mikið samband okkar á milli. En atvikin hafa hagað því þann- ig að hvað eftir annað hafa leiðir okkar mæst á langri ævi og stund- um legið samsíða á löngum köflum. Þegar ég lét af starfi í Fréttastofu útvarpsins í árslok 1943 og fór til náms í Bandaríkjunum tók Emil við starfi mínu, og hófst þá hinn langi starfsferill hans í þágu Ríkisút- varpsins. Þegar ég kom að vestan síðsum- ars 1947 voru húsnæðisvandræði í Reykjavík. Þáverandi útvarpsstjóri, Jónas Þorbergsson, leysti þann vanda fyrir stofnunina, og um leið fyrir nokkra unga starfsmenn henn- ar, með því að taka á leigu tvær hæðir í húsinu Klapparstíg 27, fá þar aðstöðu fyrir fréttastofu út- varpsins sem bjó við ótæk þrengsli í Landssímahúsinu við Austurvöll, og endurleigja svo nokkrum starfs- mönnum afganginn af húsnæðinu. Þarna urðum við Emil Björnsson sambýlismenn um skeið, ásamt Jóni Sigbjörnssyni síðar tæknistjóra út- varpsins. Emil bjó ásamt ágætri konu sini, frú Álfheiði Guðmunds- dóttur, á 5. hæð en vann í frétta- stofunni á fjórðu hæð. Ég bjó við hliðina á fréttastofunni á 4. hæð en vann í tónlistardeild útvarpsins niðri í Landssímahúsi. Elstu börn okkar voru að komast á legg þegar þetta var og var samgangur nokkur milli heimilanna og sambúð hin besta. Aftur skildi leiðir þegar ég fiutt- ist af Klapparstígnum og einkum þó eftir að ég hætti störfum í út- varpinu 1956. En enn vissum við hvor af öðrum. Þegar verið var að undirbúa stofnun sjónvarpsins lagði Emil hart að mér að sækja um starf dagskrárstjóra í lista- og skemmti- deild, en hann var þá sjálfur ráðinn til að veita forsþöðu frétta- og fræðsludeildinni. Ég hafði iitla trú á fyrirtækinu og fortölur Emils högguðu mér ekki í það sinn. En þegar þetta starf losnaði eft- ir að sjónvarpið hafði starfað í tvö ár tók hann þráðinn upp að nýju, og hætti nú ekki fyrr en ég hafði látið undan, enda hafði sjónvarpið farið betur af stað en mig hafði nokkru sinni grunað, — kannski jafnvel betur en hinir bjartsýnustu höfðu vonað. Þannig hófst sú sam- vinna okkar sem varð lengst og nánust, dagleg samvera í blíðu og stríðu, súru og sætu, í ellefu ár, 1968-1979. Mörg atvik þessara ára munu verða mér minnisstæð til efstu stundar, og oft stendur séra Emil þar á sviðinu miðju. Þær voru margar stundirnar sem við sátum ásamt framkvæmda- stjóra sjónvarpsins, Pétri Guðfinns- syni, og stundum öðrum starfs- mönnum og ræddum dagskrármál og raunar flest eða öll önnur mál sem stofnunina snertu og stjórnun hennar. Það væri synd að segja að við værum allir alltaf sammála. Einkum bar við að hressilega skarst í odda með okkur séra Emil, og var þá ekki farið dult með það. Báðir voru nokkuð ráðríkir, höfðu ákveðn- ar skoðanir og lágu ekki á þeim. Ég held að við höfum báðir borið hag og sóma Sjónvarpsins fyrir bijósti. Þegar á milli bar var það vegna þess að okkur kom ekki allt- af alveg saman um hver væri hagur Sjónvarpsins og sómi. Tíminn hefur brugðið broslegu ljósi í huga mínum yfir þessar deilur okkar, enda deilu- efnin fiest gleymd. Aldrei efaðist ég um heilindi séra Emils og holl- ustu við stofnun sína, og víst er um það að hann byggði upp frétta- stofu Sjónvarpsins og fræðsludeild- ina með þeim hætti sem orðið hefur til fyrirmyndar í sjónvarpsrekstri á þessu landi. Sjálfur bjó hann að mikilli og dýrmætri reynslu úr starfi sínu í útvarpinu og bjó sig auk þess sérstaklega undir sjónvarps- starfíð, eftir því sem nokkur föng voru á. Þangað réð hann svo til sín unga og oft reynslulitla en efnilega menn, kenndi þeim, ól þá upp og mótaði með þeim hætti að þeir eru ekki aðeins forystumenn í frétta- starfi og dagskrárgerð við báðar sjónvarpsstöðvar landsins og víðar í starfsgreinum sem þeim tengjast, heldur og á mörgum öðrum áhrifa- sviðum þjóðlífsins. Margir þessara manna hafa ekki farið dult með þakklæti sitt við séra Emil, og frami þeirra ber honum, glöggskyggni hans og mannþekkingu, gott vitni. Séra Emil Björnsson hafði mik- inn persónuleika til brunns að bera. hann var hispurslaus í framkomu, en þó virðulegur þegar það átti við, mjög vel ritfær, skáldmæltur og ræðumaður ágætur. Kom þetta ekki síst fram í prestsstörfunum, sem hann gegndi í hálfan fjórða áratug samhliða hinum erilssömu störfum í útvarpi og sjónvarpi, án þess að nokkru sinni yrði vart árekstra. Ekki var ég í söfnuði hans, en prestsverk vann hann stundum fyr- ir mig og mitt fólk, og fóru þau ætíð vel úr hendi. Ég kveð með virðingu og þakk- læti gamlan samstarfsmann og fé- laga, og votta frú Álfheiði Guð- mundsdóttur, börnum þeirra séra Emils og öðrum vandamönnum innilega samúð okkar Siguijónu Jakobsdóttur á þessari kveðjustund. Jón Þórarinsson Fleiri minningagreinar um sr. Emil Björnsson bíða birtingar og munu birtast á næstunni. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar DONALDS F. REAM. Björg Hafsteins, Ruth Alice Beitzell, Charles A. Baird og börnin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, JÓNS ÓSKARS HALLDÓRSSONAR, Laugarásvegi 8. Halldór Jónsson, Stefán Jónsson, SvavarJónsson, Nína Sólveig Jónsdóttir, Jón Hrafn Jónsson, Hrefna L. Jónsdóttir, og barnabörn. Helga Björnsdóttir, Arnfríður Hansdóttir, Guðný Eirfksdóttir, Kristján Bergsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir + Þökkum innmilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og út- för systur okkar og mágkonu, GUÐLAUGAR UNU ÞORLÁKSDÓTTUR frá Veiðileysu. Annes Þorláksson, Guðbrandur Þorláksson, Borghildur Þorláksdóttir, Þórir Þorláksson, Þórdís Þorláksdóttir, Kristján Þorláksson, Bjarni Þorláksson, Gréta Böðvarsdóttir, Ásta Jónasdóttir, Halldóra G. Jónsdóttir, Sveinbjörn Ólafsson, Þórunn Þorgeirsdóttir, Steindór Arason, Guðrún Grímsdóttir, Hulda Halldórsdóttir. + Eiginkona mín, móðir og systir, KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR BOULTON frá Hítardal, andaðist í Norwich í Englandi hinn 15. júní. Bálför hennar fer Jram frá St. Barnabas-kirkju í Norwich í dag, föstudaginn 21. júní. Minningarathöfn í Reykjavík og greftrun í Hítardal verður auglýst síðar. John Boulton, Ingrid Statman, Helen Statman, Richard Boulton, Kristófer Finnbogason, Leifur Finnbogason, Bergþór Finnbogason, Gunnar Finnbogason. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR ÞÓRKÖTLU MAGNÚSDÓTTUR, Hörgatúni 7, Garðabæ. Helga María Guðmundsdóttir, Guðmundur Ó. Hafsteinsson, Jón Júlíus Hafsteinsson, Lusille Yvette Mosco, Gunnar R. Hafsteinsson, Bára Jónsdóttir, Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir, Grétar B. Sigurðsson, Hafsteinn V. Hafsteinsson, Sigrfður K. Þórisdóttir, G. Auður Hafsteinsdóttir, Ágúst Grétarsson og barnabarnabörn. + Innilega þökkum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, HANSÍNU JÓNSDÓTTUR, Kambsvegi 33, Reykjavfk. Hafsteinn Guðmundsson, Jónfna Hafsteinsdóttir, Ármann Éinarsson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórhildur S. Sigurðardóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Kristín Magnúsardóttir, Gerður H. Hafsteinsdóttir, Runólfur E. Runólfsson og barnabörn. Þökkum samúð og hlýju við andlát og jarðarför KARLS ÁSGRÍMS ÁGÚSTSSONAR, Litla-Garði, Akureyri. Þórhalla Halldór K. Karlsson, Steinn Þ. Karlsson, Katrín H. Karlsdóttir, Ágúst B. Karlsson, Anna H. Karlsdóttir, Ásgrfmur Karlsson, Þórhildur Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson, barnabörn og Steinsdóttir, Halla S. Guðmundsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Andrés Valdimarsson, Svanhildur Alexandersdóttir, Björn Axelsson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Matthfas Garðarsson, Valgerður Sigfúsdóttir, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.