Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 Með morgunkaffinu Þeir væru búnir að reka mig ef ég ætti ekki eftir að skila svo mörgum verk- efnum... HÖGNI HREKKVÍSI //HAHbl \/tLL CVINTI PBLSAN* ■ " Obærilegar byrðar unglinga Það hefur varla liðið sá mánuður undanfarin tvö þrjú ár sem ég hef ekki frétt af sjálfsmorði einhvers unglings hér á landi. í hvert skipti hef ég verið að vona að einhver pennafær og hugsandi persóna myndi nú setjast niður og skrifa um þessi mál í blöðin en ég hef aldrei rekist á grein til foreldra eða unglinga þar sem tekið er á þessu sára máli. Kannski er sársaukinn of mikill, ég veit ekki hvernig ykk- ur líður en minn sársauki yfir þess- um örþrifaráðum barna er slíkur að mér er orðið um megn að kyngja honum og þegja. Er ekki einhver einhvers staðar sem getur frætt mig um hvað sé til ráða og úrbóta? Oft hefur komið í ljós eftir á, að ástæðan fyrir lífsuppgjöf unglings- ins var sú að hann gat ekki rætt um vanlíðan sína eða vandamál, annaðhvort of dulur sjálfur, feiminn eða spéhræddur eða vantaði orðin yfir tilfinningarnar sem þjökuðu hann eða þá að foreldrar og nán- ustu vandamenn tóku ekki eftir að hveiju stefndi, að eitthvað mikið var að. Enginn unglingur fyrirfer sér að ástæðulausu. Er ekki ein ástæðan fyrir þessum hörmungum skortur á tjáskiptum milli foreldra og barna og skortur á hlýju? Erum við að verða tilfinningalega og andlega dofin? Höfum við gefið okkur tíma til að ræða við stærri börnin okkar um ýmis vandamál og tímabundna erfiðleika sem banka á dyr ungl- ingsins, höfum við miðlað reynslu okkar til þeirra og sagt „taktu þetta ekki of nærri þér, þetta líður hjá þótt þér þyki það ótrúlegt á þessu augnabliki“. Þetta hendir okkur öll meira og minna á þessum árum og mundu að við erum ávallt vinir þín- ir, þú átt okkur að á nóttu sem degi.“ Hversu margir foreldrar og vinir ræða t,d. saman um trú á fram- haldslíf? Um tilganginn með lífs- göngunni í þessari jarðvist? Um erfiðleikana sem kvikna og bætast ofan á sjálfsmorð þegar unglingur- inn uppgötvar að ekkert hefur breyst þótt hann hafi klippt á lífs- strenginn sinn? Að honum líður nákvæmlega eins þótt hann sé far- inn yfir landamærin en nú er bara ekki sími til að hringja heim eftir hjálp. Eða má e.t.v. ekki ræða slíka hluti lengur í velferðarþjóðfélaginu hamingjusama? Við þurfum að hugga börnin okkar um leið og þau meiða sig. Ekki bara með plástri heldur líka að kyssa á „bágtið“ og við þurfum að segja þeim dæmisög- ur sem þau geta lært af. Sum okk- ar hafa synt í gegnum þetta líf án áfalla og vonbrigða, önnur hafa farið á bólakaf mörgum sinnum en þó náð að krafsa í bakkann, af því Ég er af eldri kynslóðinni og man þá daga þegar stundum lítið um peninga og jafnvel svo að fólk þurfti að spara við sig í mat. Nú er ölin önnur og flestir hafa nóg af öllu. En þetta er ekki að öllu leyti til bóta vil ég meina því ég hef tekið eftir því að margir unglingar sem hafa peninga handa á milli nærast mest á alls konar sælgæti. Þegar þessir krakkar koma heim fúlsa þau við öllum mat því þau hafa þegar borðað yfír sig af alls konar súkkul- aði og sætindim. Og svo eru það hamborgarasjoppurnar sem einnig selja hálfgerðan ruslmat. Maður að þeim var kennt að synda. Ekki veit ég í hvorum hópnum þú ert, en mundu að þér var líka kennt björgunarsund. Ég bið þá sem eiga um sárt að binda í þessum málum að fyrirgefa mér fyrir að snerta viðkvæm og sára strengi en hjá því verður varla komist þegar svona mái ber á góma en ég veit að við getum enn hjálpað öðrum börnum sem eru að burðast með og sligast undan einhveiju fargi sem er e.t.v. ekki óbærilegt séu rétt handtök notuð. 040250-2399 vænti þess að meiri auðlegð myndi færa landinu hraustara fólk en ef þessar neysluvenjur verða ofaná er hætt við að reyndin verði önnur. Þá vil ég að lokum segja nokkur orð um hið svokallaða heilsufæði sem ég er ekki viss um að allt sé svo holt. Ég held að góður og gild- ur íslenskur matur sé hollastur og það sé staðbesta fæðan fyrir alla aldursflokka. Unga fólkið ætti að temja sér að borða hann í staðinn fyrir allt þetta sælgæti sem það hesthúsar. Ellilífeyrisþegi Ohollur matur Víkveiji skrifar Mikilvægur áfangi náðist í samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið(EES) á fundi ráðherra EB og EFTA í Lúx- emborg á miðvikudaginn. í upphafi fundar voru menn mjög svartsýnir á að árangur næðist en tillaga Norðmanna um lausn á fiskveiði- málum, sem fram kom um kvöldið, opnaði leið að lausn málsins. Eftir fundinn eru miklu meiri líkur á því en áður að við íslendingar gerumst aðilar að EES, en það myndi hafa geysimikil áhrif á íslenzkt þjóðfé- lag. Víkveiji hefur heyrt marga tala um það undanfarnar vikur að kynn- ing á Evrópumálefnum hafi verið alltof lítil af hálfu íslenzkra stjórn- valda og fjöimiðla. Kynning hefur verið nokkur en hitt er rétt að hún þarf að vera miklu meiri. Víkveiji heyrir það á fólki að það vill kynna sér þessi mál gaumgæfilega, nú þegar alvaran blasir við. Á næstu mánuðum má búast við því að ís- Ienzkir fjölmiðlar hefji markvissa umfjöllun um Evrópumálin til að upplýsa almenning um hvað bíður hans þegar ísland tengist EES. xxx Margar vikur eru liðnar síðan Afengis- og tóbakverzlun ríkisins keypti tvær hæðir í húsinu Austurstræti 10. Ætlun fyrirtækis- ins er að setja þar upp vínbúð í stað þeirrar, sem nú er við Lindar- götu. Þrátt fyrir að langur tími sé liðinn síðan kaupin voru gerð hefur ekkert verið gert til að lagfæra húsnæðið. Þar er allt í drasli eftir jólamarkað sem var í desember s.l. og á glugganum hangir enn auglýs- ing frá fasteignasölu, þar sem seg- ir að þetta húsnæði sé til sölu! Víkveija finnt ótækt að ÁTVR hugsi ekki betur um þessa nýju eign sína. Austurstrætið er mjög fjölfar- in gata og um þessar mundir eru þarna útlendir ferðamenn í hópum. Lang viturlegast væri auðvitað að hefja strax framkvæmdir í húsinu og flytja vínbúðina þangað því það hlýtur að vera rándýrt að láta eign- ir standa mánuðum saman án þess að þar sé nokkur starfsemi. XXX Perian í Öskjuhlíð verður vígð í dag. Þetta er því mikill hátíð- isdagur fyrir Reykvíkinga og reynd- ar landsm'enn alla. Víkveiji er þess fullviss að þetta glæsilega mann- virki á eftir að verða mönnum til gleði og yndisauka um ókomnar aldir. Allt tal um bruðl og eyðslu í þessu sambandi þykir Víkveija béra vott um kotungsbrag. Víkveija langar að segja af tveimur drengjum. Annar þeirra, fjögurra ára gamall, horfir töluvert á sjónvarp og óttast margt sem þar ber fyrir augu, þó öðrum og eldri þyki það lítt skelfilegt. Foreldrar hans hafa róað hann með því að benda honum t.d. á að vonda mannætublómið í einni kvikmynd- inni sé úr plasti og þetta sé allt „í þykjustunni“. Loks töldu þau að hann hefði skilið þetta, en þegar þau fóru með hann í ferðalag til ókunnugs bæjar, þar sem margt framandi var að sjá, heyrðist sá stutti tauta fyrir munni sér: „Nei, en skrítið hús. Það er nú bara úr plasti. Nei, sjá þetta tré. Það er nú ekki alvöru, er það mamma?" Annar eldri drengur miðar líka gjarnan við sjónvarpið. Þegar faðir hans ók með honum um Dalasýslur og lýsti því yfir að hér væri sögu- svið Laxdælu þá hugsaði drengur- inn sig um og svaraði svo: „Nei, það gengi aldrei pabbi. Hérna eru bóndabæir og rafmagnsstaurar og vegir. Það er ekki hægt að taka víkingakvikmynd hér.“ xxx m þessa helgþer lengstur sól- argangur á íslandi. Spáð er fallegu veðri um allt land og vill Víkveiji hvetja fólk til þess að njóta hinnar „nóttlausu veraldar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.