Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 21.06.1991, Síða 43
rv ^no-nmnrrwmm (rfH MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 43 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Ingvaldur Gústafsson spymir hér frá marki Breiðabliks í leiknum og var það nokkuð sem kom í stórum skömmtum í gær. Morgunblaðið/Þorkell Blikamir nýttu færin Nýliðar UBK komnir upp að hlið KR á toppnum í 1. deild BREIÐABLIK hélt áfram sigur- göngu sinni í 1. deildinni með því að leggja Víkinga að velli í Fossvoginum 2:0. Leikurinn var slakur, boltinn gekk mikið á milli mótherja og mikið var um Ijót brot. Víkingar voru sterkari aðilinn á miðjunni en það voru gestirnir sem að nýttu færin og liðið er því komið á topp deildarinnar ásamt KR. ikil harka setti svip sinn á fyrri hálfleikinn og tveir leik- menn þurftu að yfirgefa völlinn eftir ljót brot. Valur Valsson fór af velli meiddur á Frosti ökkla eftir brot Eiðsson Helga Björgvinsson- skrifar ar 0g oiafur Árna- son fékk sömu örlög eftir viðskipti sín við Guðmund Guðmundsson. Vikingar voru meira með boltann en þeim gekk illa að skapa sér tækifæri. Breiðablik fékk aðeins eitt færi og Rögnvaldur nýtti það til fullnustu. Víkingar réðu ferðinni í síðari hálfleiknum á miðj- unni og náðu að skapa sér nokkur þokkaleg marktækifæri en vörn Blika var föst fyrir með Pavol Kretovic sem besta mann. Sóknar- menn Víkings, þeir Guðmundur Steinsson og Atli Einarsson fengu þokkaleg færi til að jafna leikinn í síðari hálfleiknum og á lokaminút- unum var nær stöðug pressa að marki Breiðabliks. Jöfnunarmarkið lá í loftinu en herslumuninn vantaði og Steindór Elíson gerði út um leik- inn á lokamínútunum með marki. Það segir sitt um leikinn að hvor- ugur markvörðurinn þurfti að sýna tilþrif við markvörslu en Guðmund- ur verður þó varla sakaður um mörkin. „Þessi leikur er sá þriðji í röð sem við náum 1:0 forystu og lejkmenn virðast alltaf færa sig aftar á völl- inn. Eg er ánægður með stigin en ósáttur við hörkuna í leiknum. Við misstum tvo leikmenn útaf vegna meiðsla en ég get þakkað fyrir það að breiddin er góð,“ sagði Hörður Hilmarsson þjálfari UBK. Logi Ól- afsson, þjálfari Víkings var vonsvik- inn að leikslokum. „Við héldum boltanum megnið af leiktímanum en án marka vinnum við ekki leiki,“ sagði Logi. „Urðum að fá þrjú stig - sagði Steingrímur Birgisson eftir mikilvægan sigur KA á Val „ÉG er mjög ánægður með úr- slit leiksins, við urðum að ná í þrjú stig, það var alveg á hreinu, og það tókst," sagði Steingrímur Birgisson, fyrirliði KA, eftir sigur á Val í gær, 1:0. „Við erum búnir að tapa sex stigum á síðustu mínútunum og vorum ákveðnir í að láta það ekki gerast í kvöld. Ég var ekki ánægður í fyrri hálfleik. Við vorum allir á hælunum en í þeim síðari náðum við upp mikilli baráttu og dugði til sig- urs.“ Valsmenn byijuðu leikinn af miklum krafti og sóttu linnu- lítið allan fyrri hálfleikinn. Fyrsta og besta færi þeirra í leiknum kom á 8. mínútu þegar Reynir B. Jón Grétar Jónsson Eiriksson braust af harðfylgi sknfar í gegnum vörn KA og sendi fyrir mark- ið á Gunnar Má Másson en varnar- menn KA komust fyrir skot hans rétt við marklínu. Nokkrum mínút- um síðar var Ágúst Gylfason á ferð- inni en Haukur Bragason varði þru- muskot hans í horn. Síðari hálfleikur var mjög daufur framanaf og gekk boltinn vítateig- anna á milli. KA-menn náðu svo að blása lífi í leikinn er Örn Viðar skoraði á 68. mínútu. KA-menn áttu svo tvö góð skot skot, sem bæði fóru rétt yfir markið, og hinu- megin varði Haukur Bragason þrumufleyg frá Steinari Adolfssyni. Það var ekki til að bæta stöðu Valsmanna að Gunnari Má Mássyni var vikið af leikvelli á 74. mínútu fyrir að hrækja á andstæðing, eftir að brotið hafði verið á honum. Haukur átti stóran þátt í sigrin- um með mjög öruggri markvörslu en liðið allt var mun betra í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hjá Val bar mest á Gunnari Má og Steinari Adolfssyni. ÍÞR&m FOLK ■ KA-MENN léku með sorgar- bönd gegn Val í gær í minningu Jóns Stefánssonar sem var jarð- settur í gær. Hann lék með KÁ um árabil og einnig með íslenska lands- liðinu. ■ ANTONY Karl Gregory lék ekki með Val í gær vegna veikinda. ■ LIAM Brady hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Glasgow Celtic. Hann skrifaði undir þriggja ára samning sem færir honum 200 þúsund pund í árslaun, þrefalt meira en Billy McNeil hafði í laun, en honum var sagt upp fyrir rúmum mánuði. Þess má geta að Liain^ Brady er sjötti framkvæmdastjór- inn í 103 ára sögu Celtic. ■ BLACKBURN Rovers hefur boðið tvær milljónir punda í fram- heijann Gary Lineker hjá Totten- ham. Liðið, sem leikur í 2. deild, var nýlega selt og nýi eigandinn á nóg af peningum. Tilboðið er ekk- ert grín enda ætlar hann sér stóra hluti með félagið og hefur keypt leikmenn fyrír tæplega milljón pund á einni yiku. ■ ÞRÍR leikmenn Tottenham hafa sagt að þeir ætli að fara frá liðinu taki Terry Venables við franska liðinu Marseiile. Þremenn- ingarnir David Howell, Winnie Samways og Justin Edinborough segjast ekki hafa áhuga á að leika með liðinu verði Venables ekki þar. ■ RON Atkinson, sem tók nýlega við Aston ViIIa, keypti í gær fyrsta leikmanninn; „ellismellinn“ Cyrille Regis frá Coventry. Bikarkeppni kvenna: Meistararn- irmætaKR Bikarmeistarar Vals I kvenna- flokki mæta KR á útivelli í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ, en í gær var dregið. IA mætir Þrótti Neskaupstað, IBK tekur á móti Breiðabliki og KS eða KA mæta Þór Akureyri. Leikirnir fara fram 11.-14. júlí* en KS og KA leika miðvikudaginn 26,júnú GOLF / ARTIC OPEN Slegið til morguns Miðnæturmótið Artic Open hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag kl. 17. Keppendur eru 140 og hafa aldrei verið fleiri en þaraf eru um 70 útlendingar. Að sögn Smára Garðarssonar, vallarstjóra á Jaðarsvelli, þurfti að loka fyrir skráningu í gær. „Við ætluðum að byija klukkan átta en urðum að færa það fram til fimm. Það þýðir að þeir síðustu koma inn um sex á laugardgasmorgun," sagði Smári. Fyrstu kylfingarnir fara svo út kl. 9 á laugardagsmorgni en kylfing- arnir halda sömu rásröð. 0B Rögnvaldur Rögn- ■ ■ valdsson fékk boltann við vítateiginn eftir góða sendingu Steindórs Elísonar. Rögnvaldur lék á Guðmund Hreiðarsson og sendi boltann framhjá tveimur varnarmönnum Víkings á marklínunni. 0B M Guðmundur Guð- ■ mm mundsson lék á Helga Bjarnason á hægri kanti og sendi boltann á Siguijón Kristjánsson sem gaf knöttinn út á Hilmar Sighvatsson sem skaut viðstöðu- lausu skoti. Knötturinn fór í varn- armann og barst til Steindórs Elísonar sem skoraði með skoti af stuttu færi. ÚRSLIT Víkingur - UBK 0:2 Víkingsvöllur, fslandsmótið 1. deild — Sam- skipadeild — fimmtudaginn 20. júni 1991. Mörk UBK: Rögnvaldur Rögnvaldsson 37., Steindór Elíson 88. Gul spjöld: Helgi Björgvinsson, Atli Helga- son, Þorsteinn Þorsteinsson Víkingi, Ing- valdur Gústafsson, Rögnvaldur Rögnvalds- son UBK. Áhorfendur: 800. Dómari: Kári Gunnlaugsson hefði mátt taka fastar á brotum. Lið yíkings: Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Bjamason, Helgi Björgvinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Hólmsteinn Jónasson,. (Björn Bjartmarz 63)., Guðmundur Ingi Magnússon, Ólafur Árnason (Hörður Theodórsson 42)., Atli Helgason, Tomislav Bosniak, Atli Einarsson, Guðmundur Steinsson. Lið UBK: Eiríkur Þorvarðarson, Ingvaldur Gústafsson, Pavel Kretovic, Gústaf Omars- son, Grétar Steindórsson, Valur Valsson (Hákon Sverrisson 27)., Amar Grétarsson, Hilmar Sighvatsson, Guðmundur Guð- mundsson, Rögnvaldur Rögnvaldsson, (Sig- uflón Kristjánsson 70)., Steindór Elíson KA-Valur 1:0 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spyrnu, 1. deild karla — Samskipadeildin — fimmtudaginn 20. júní 1991. Mark KA: Örh Viðar Arnarson 68. Gul spjöld: Örn Viðar Arnarson, Erlingur Kristjánsson, Ingi Björn Albertsson. Rautt spjaid: Gunnar Már Másson 74. Ahorfendur: 754. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Lið KA: Haukur Bragason, Öm Viðar Arn- arson, Gauti Laxdal, Halldór Haildórsson (Halldór Kristinsson 45.), Erlingur Kristj- ánsson, Pavel Vandas (Arni Hermannsson 68.), Sverrir Sverrisson, Einar Einarsson, Páll Gíslason, Steingrímur Birgisson, Orm- arr Örlygsson. Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Örn Torfason (Þórður B. Bogason 70.), Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfs- son, Gunnar Már Másson, Jón Grétar Jóns- son, Baldur Bragason. np Haukur Bragason, KA. m Örn Viðar Amarson, Erlingur Kristjánsson, KA. Sævar Jónsson, Steinar Adolfsson og Gunnar Már Másson, Val. Guðmundur Ingi Magnússon og Helgi Björgvinsson, Víkingi. Pavel Kretovic, Rögnvaldur Rögnvaldsson, UBK. 1.DEI LD KARLA KR 5 4 1 0 12:1 13 BREIÐABLIK 5 4 1 0 10:4 13 VALUR 5 3 0 2 5:4 9 FRAM 5 2 1 2 7: 7 7 ÍBV 5 2 1 2 7: 7 7 VÍKINGUR 5 2 0 3 8: 10 6 KA 5 2 0 3 5: 7 6 FH 5 1 2 2 5: 6 5 STJARNAN 5 1 1 3 2: 7 4 VÍÐIR 5 O 1 4 3: 11 i MARKAHÆSTIR Steindór Elísson, UBK..........6/3 Guðmundur Steinsson, Víkingi...4/1 HörðurMagnússon, FH..............3 Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV....3 Ragnar Margeirsson, KR...........3 I. DEILD KVENNA: Þór-KR.........................1:5 Inga Huld Pálsdóttir - Anna Guðrún Steins- en, Helena Ólafsdóttir, Kristrún Heimisdótt- ir, Sigrún Sævarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, BIKARKEPPNIKVENNA 1. UMFERÐ: Sindri - Þróttur Nes.............1:4 Haukar-Valur......................1:6 Akranes - Stjarnan................3:0 4. DEILD A: TBR - Leiknir R...................2:8 Árni Þór Hallgrímsson, Birgir Kristjánsson — Heiðar Ómarsson 2, Jóhann Viðarsson 2, Arnar Þorsteinsson 2, Atli Þór Þoi’valds- son, Jón Pétur Ziemsen (sjálfsm.). 4. DEILD E: Huginn - Einherji.................1:3 Kristján Jónsson - Hallgrímur Guðmunds- son, Baldur Kjartansson, Lýður Skarphéð- insson. Spánn Fyrri leikir í undanúrslitum bikarkeppninn- ar á Spáni: Sporting Gijon - Rcal Mallorca.....0:1 Barcelona - Atletico Madrid........0:2 1B^% Svcn-ii- Sverrisson ■ vann boltann eftir mistök í vörn Vals, lék í átt að marki og sendi fallega fyrir markið á Örn Viðar Arnarson sem komst einn innfyrir vörnina og skoraði með góðu skoti fram- hjá Bjarna Sigurðssyni. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.