Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 44
svo vel sétryggt FOSTUDAGUR" 21. JUNI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf til sjávarútvegsmála: Mikill meirihluti Islend- inga fylgjandi veiðigjaldi 95,2% eru hlynnt því að fiskimiðin séu skilgreind í lögum sem sameign þjóðarinnar TVEIR þriðju hlutar þeirra sem afstöðu taka eru fylgjandi því að útgerðarmenn greiði gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiðiheimildir samkvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið á viðhorfum til sjávarútvegsmála dagana 6.-I2. júní. 53,6% þátttakenda í könnuninni eru þessu fylgjandi, eða 66,8% þeirra sem afstöðu taka. 20,6% þátttakenda eru andvígur gjaldtöku, eða' 25,7% þeirra sem afstöðu taka og rúm 7% nefna eitthvað annað. Skekkjumörkin eru plús eða mínus 2,8-3,0%. Þá eru 95,2% þeirra sem afstöðu taka hlynntir því að fiskimiðin séu skilgreind í lögum sem sameign þjóðarinnar, 1,7% eru andvígir, 2,9% segja að það skipti ekki máli og innan við 1% nefnir annað. Urtakið í skoðanakönnuninni náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára. Um var að ræða slembi- úrtak úr þjóðskrá og var rætt við fólk í gegnum síma. Svör fengust frá 1.040 manns, en það er 69,3% svarhlutfall. Nettósvörun/þegar frá hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem staddir eru eriendis, er 70,6%. 131 eða 8,7% neituðu að svara og ekki náðist í 283 eða 18,9%. I skýrslu Félagsvísinda- stofnunar segir að fullnægjandi samræmi sé á milli skiptingar úr- taksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Því megi ætla að það endurspegli þjóðina 18-75 ára allvel. 82,3% þeirra sem afstöðu taka eru hlynntir því að byggðalögum sé tryggðar einhvetjar veiðiheimild- ir, 8,3% eru andvígir og 9,4% telja að það skipti ekki máli. 63% eru fylgjandi því að veiðheimildum sé úthlutað til skamms tíma, 27,1% eru fylgjandi því að veiðiheimildir séu veittar til langs tíma og tæp 10% telja að það skipti ekki máli. Þá telja 86,9% aðspurðra að það sé óréttlátt að útgerðarmenn og eigendur fiskiskipa geti hagnast á sölu veiðikvóta sem þeim hafi verið úthlutað án endurgjalds, en 11,8% telja það réttlátt. 68,8% þeirra sem afstöðu taka eru sammála því að stjórnvöld eigi að stuðla að hag- kvæmni í sjávarútvegi jafnvel þó það kosti nokkra byggðaröskun, en 31,2% eru ósammála. Rúmir tveir þriðju hlutar þeirra sem afstöðu taka eru hlynntir sér- stökum frádrætti sjómanna frá tekjuskatti en andvígir eru 31,4%. Um 98% svarenda í hópi sjómanna eru hlynntir þessum fríðindum en 65-70% í öðrum starfsstéttum. Stuðningur við gjaldtöku fyrir heimildir er mestur meðal kjósenda Alþýðuflokksins eða 80% en fylgið meðal hinna flokkanna við það er á bilinu 62-70%. Ef svörin eru greind eftir atvinnugreinum eru 45% þeirra sem starfa í sjávarút- vegi á því að ekki eigi að taka gjald fyrir veiðiheimildir. Ef sjómenn eru teknir sérstaklega eru 56% þeirra andvígir því að gjald sé tekið fyrir .veiðiheimildir, 33% eru fylgjandi því og tæp 12% nefna annað fyrirkomu- lag. Sjá nánar uin skoðanakönnun- ina á miðopnu. Heimsóknir til fógeta Það var mikið annríki hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri í gær þeg- ar forráðamenn tveggja fyrirtækja í bænum, þeir Ólafur Ólafsson hjá Álafossi og Guðmundur Stefánsson hjá Istess, komu þangað til að óska eftir því að fyrirtækin yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Þeir hittust á Ráð- hústorgi er Olafur hafði lokið erindi sínu og Guðmundur var á leið inn. Með þeim á myndinni er Viðar Már Matthíasson lögfræðingur Álafoss. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rekstur Alafoss tryggður til 5. júlí: Landsbankinn veitir þrotabú- inu um 30 milljóna afurðaJán Bæjaryfirvöld á Akureyri o g Mosfellsbæ undirbúa stofnun rekstrarfélags ÁLAFOSS hf. var úrskurðað gjaldþrota lijá skiptaráðanda á Akureyri í gær. Voru hæstaréttar- lögmennirnir Ólafur Birgir Árna- son, Brynjólfur Kjartansson og Skarphéðinn Þórisson skipaðir bústjórar þrotabúsins. í gær tók- ust svo samningar bústjóra við Landsbankann um veitingu af- urðaláns til þrotabúsins sem mun tryggja áframhaldandi rekstur Álafoss á Akureyri og í Mos- fellsbæ til 5. júlí, þegar sumarlok- anir hefjast. Að sögn Ásgeirs Pét- urs Ásgeirssonar skiptaráðanda á Akureyri er óvíst hvort starfsemi Álafoss í Hveragerði verður hald- ið áfram en þar hefur fyrirtækið starfrækt ullarþvottastöð. Sagðist hann álíta að lánafyrirgreiðsla Landsbankans gæti numið um 30 milljónum króna. Bæjarráð Akureyrar samþykkti í gær að beina þeim tilmælum til fyrr- Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: 49,8% landsmanna fylgjandi gagnkvæmum veiðiheimildum TÆPUR helmingur þeirra sem afstöðu taka, eða 49,2%, telur að til greina komi að semja við Evrópuþjóðir uin veiðiheimildir þeirra í vannýttum stofnum á Islandsmiðum gegn því að Islendingar fái veiðiheimildir hjá Evrópuþjóðum auk bættra viðskiptafríðinda, að því er fram kemur í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar scm gerð var fyrir Morgunblaðið. 40,8% eru andvíg því og rúm 10% telja það ýmsu háð. Skekkjumörkin eru plús eða mínus um 3% miðað við 95% öryggismörk. Rætt var um gagnkvæmar veiðiheim- ildir allt að 2.600 þorskígildum á ráðherrafundi EB og EFTA í Lúxemborg í vikunni. Mestur stuðningur við þetta kemur fram hjá stuðningsmönnum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, 59% hjá þeim fyrrnefnda og 53,5% hjá þeim síðarnefnda. Minnst er fylgið við gagnkvæmar veiðiheim- ildir hjá Kvennalista tæp 42%. Þá er fylgi við gagnkvæmar veiði- heimildir í öfugu hlutfalli við ald- ur, því það er mest meðal yngsta aldurshópsins 18-24 ára 65%, en minnst meðal fólks eldra en 45 ára 35-36%. Meðal stétta er fylgið langminnst meðal sjómanna, 27,5%. Þá var einnig spurt hvort fólki fyndist koma til greina að semja við Evrópuþjóðir um takmarkaðar veiðiheimildir og fá bætt viðskipta- fríðindi hjá Evrópubandalaginu í staðinn. Mikill meirihluti eða rúm 70% eru andvíg því, rúm 20% fylgj- andi, en 8,7% telja það ýmsu háð. 35% þeirra sem í yngsta aldurs- hópnum eru telja til greina koma að semja um veiðiheimildir fvrir viðskiptafríðindi, en aðeins 5,35% þeirra sem eldir eru en sextugir eru sama sinnis. Þá er einnig f|'órð- ungur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessarar skoðunar en aðeins 10% fólks í byggðum sem byggja af- komu sína að miklu leyti á sjávar- útvegi. Þá var spurt hvort fólk treysti stjórnmálamönnum til þess að ná samningum sem séu íslendingum hagstæðari en núverandi skipan mála. Rúmur helmingur eða 52,9% svara spurningunni játandi, rúmur þriðjungur eða 36,2% treysta þeim ekki og 10,85 telja það ýmsu háð. Sjá nánar á miðopnu. verandi stjórnenda Álafoss að kann- aðir verði möguleikar á stofnun nýs rekstrarfélags. Að sögn Páls Guð- jónssonar, bæjarstjóra Mosfellsbæj- ar, er fullt samráð á milli bæjarfélag- anna tveggja um þessa afgreiðslu. Ásgeir Asgeirsson sagði að bú- stjórar myndu nota næstu vikur til að afsetja eignir. „Við teljum að hagsmunum búsins sé best borgið með áframhaldandi starfsemi sem er nú í fullum gangi til að framleiða upp í samninga,“ sagði Ásgeir. Á fundi starfsfólks Álafoss á Ak- ureyri í gær var samþykkt áskorun til bæjaryfirvalda að hafa forgöngu um að stofnað verði rekstrarfélag um áframhaldandi rekstur fyrirtæk- isins og lýstu strarfsmenn yfir áhuga á þátttöku í stofnun fyrirtækis í þessu skyni. Hugmyndir eru um að Akureyrarbær, Mosfellsbær, starfs- menn og einkaaðilar sameinist um stofnun fyrirtækis sem mum leigja búnað og viðskiptasamninga Álafoss til að vinna upp í þá samninga sem þegar liggja fyrir. Páll sagði að und- irbúningurinn miðaði við óbreyttan rekstur fyrirtækisins ’fyrst um sinn. „Ef vilji er til þess hjá fulltrúum starfsmanna og fyrrverandi stjórn- endum Álafoss að skoða þennan möguleika á ég von á að það muni ganga hratt fyrir sig. Grundvallar- svör þurfa að liggja fyrir á næstu dögum,“ sagði Páll. Sjá einnig frétt á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.